Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 31

Morgunblaðið - 22.03.1980, Blaðsíða 31
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 31 FURA FJALLAFURA — Pinus mugo FJALLAFURAN vex víða í fjöllum í Mið-Evrópu, Pyreneafjöllum, Alpafjöllum, Karpatafjöllum og á Balkanskaga. Hún vex mjög hátt uppi í fjöllunum, við skógarmörk eða í allt að 2600 m hæð, og myndar víða mjög þétt, mishátt kjarr. Þarna er hún ómissandi við að binda jarðveginn með víðfeðmu rótarkerfi og innan um vaxa svo einir, víðir, rósir, bláberjalyng o.fl. fjallaplöntur. Fjallafura er með tvær nálar í hverju knippi eins og stafafuran, en nálarnar á fjallafuru eru miklu mjórri og oft nokkuð stinnar og beinar. Þær eru 2—8 sm og mislangar eftir afbrigðum, en fjallafura er mjög breytileg í útliti eftir því á hvaða svæðum hún vex. Eftirtalin afbrigði eru algeng í ræktun: Pinus mugo var. pumilo — skriðull þéttgreinóttur runni, sem verður varla meira en 1 m á hæð. Pinus mugo var. mughus — einnig lágvaxinn runni, en getur þó orðið allt að tveim og hálfur metri á hæð. Þetta afbrigði er mest ræktað í Noregi. Pinus mugo var. rotundata er margstofna eins og hin afbrigðin en verður miklu hærri eða allt að 6 m í heimkynnum sínum. BERGFURA — Pinus unicinata BERGFURA. Pinus unicinata (— mugo var.rostrata) er einstofna og getur orðið allhátt tré. Enda er hún nú orðið talin sérstök tegund en var áður talin afbrigði af fjallafuru. FJALLAFURA og BERGFURA voru fluttar hingað til landsins strax um aldamótin síðustu og hafa vaxið síðan í reitum við Rauðavatn, á Þingvöllum og við Grund í Eyjafirði. Mörgum sem þekkja fjallafuruna við Rauðavatn hefur þótt hún vaxa lfið og talið það öruggt merki þess hve ísland sé illa fallið til skógræktar. Svo er þó ekki, heldur er ástæðan sú að fjallafura er aðlöguð mjög köldu og hörðu veðurfari og henni er eðlilegt að vaxa ósköp hægt. Enda eru öll afbrigðin og einnig bergfuran vel harðgerð og ættu að geta þrifist um allt land. Þær eru líka nægjusamar og geta vaxið vel í snauðum og lélegum jarðvegi t.d. í móa- og sandjarðvegi. í Noregi er fjallafura mjög mikið notuð sem garðrunni, einkum lágvöxnu afbrigðin og hér er hún líka byrjuð að lífga upp garðana að vetrarlagi, og á vonandi eftir að gera það í miklu ríkari mæli. Það má nota hana á marga vegu, stakstæða, nokkrar saman í þyrpingu eða jafnvel heila breiðu í brekkur og fláa. Og þá er hún einkar heppileg í klappir eða steinhleðslur. Hólmfríður Sigurðardóttir. JumbóinnlO ár í notkun Tíu ár eru liðin frá fyrsta áætlunarflugi Boeing 747 þotu, en það var 21. janúar 1970 að bandaríska flugfélagið Pan Am tók þotu af þeirri gerð í notkun á flugleiðinni New York-London. Á þessum 10 árum hafa 420 þotur af gerðinni B-747 verið afhentar, og nýlega barst pöntun í 520. vélina af þessari tegund. Alls reka 57 flugfélög B-747 botur. Pan Am á 29 venjulegar vélar af gerðinni 747, tíu sem eru með styttan skrokk en hafa lengri „drægni“, og sex sem eingöngu eru notaðar til fragtflutninga, þ.e. alls 45 ,júmbóa“. Á tíu ára tímabilinu fluttu júmbóþotur fé- lagsins 43.683.636 farþega, 2.626.100 smálestir af pósti og fragt, og alls flugu þær 610.111.148 mílur, eða sem svar- ar á fimmta þúsund hringjum umsjón Ágúst Ásgeirsson, Ragnar Axelsson og Jón Grímsson umhverfis jörðina við miðbaug. Við síðustu áramót höfðu Boeing 747 þotur allra flugfélaga flutt 265,8 milljónir farþega, en til viðmiðunar má nefna að íbúar Bandaríkjanna eru tæp- lega 250 milljónir og íbúar Sov- étríkjanna eru rúmlega 250 milljónir. Þotan missti ört flugið og var í 20—25 m hæð er hún lyfti sér aftur Haustið 1978 munaði sáralitlu að DC-9 þota steyptist til jarðar í aðflugi að Kastrupflugvelli í Kaupmannahöfn. Þotan var að koma inn til lendingar í kjölfar DC-10 breiðþotu. Þegar nían var í um 50 metra hæð yfir jörðu og skammt frá brautarenda, lenti hún í hvirfilvindi sem myndast hafði frá tíunni. Kröftugur vind- urinn greip þotuna heljartaki svo hún hallaðist um 35 gráður til vinstri. Hraði þotunnar á þessu augnabliki var lítill vegna lendingarinnar, um 200 km/klst. Þotan missti ört hæð og drykklöng stund virtist líða þar til flugmönnunum tókst að koma henni á réttan kjöl á ný. Nokkr- ar sekúndur liðu þar til að hreyflarnir náðu fullu afli og hægt var að fljúga út úr ókyrrð- inni. Þotan var í 20—25 metra hæð er hún lyfti sér á ný. Engu mátti muna að þarna yrði stór- slys snarræði flugmannanna kom í veg fyrir það. Skýrsla um atburðinn var gerð, og meðal annarra stofnana rannsakaði flugöryggismála- stofnunin í Stokkhólmi (FFA) atburðinn. Skýrsla FFA var send Alþjóða flugmálastofnun- inni (ICÁO) og í henni var sérstakelga varað við hvirfil- vindum frá DC-10 þotum, Con- cordeþotum og orrustuþotum af gerðinni Draken og Viggen. Lagt Hættulegt getur verið smáflugvélum að lenda inn i hvirfilvind- um sem myndast aftur úr vængendum stórra flugvéla. Geta smáflugvélarnar jafnvel brotnað. DC-9 þota kom inn til lendingar á Kastrup í kjölfar DC-10 breiðþotu. Ilviríilvindar mynduðust aftur úr vængendum breiðþotunnar og munaði sáralitlu að stórslys hlytist af er DC-9 lenti inn i hvirfil- vindunum. Myndin sýn- ir hvernig þetta gerðist. Hvirfilvindar af þessu tagi myndast aftur úr vængend- um allra flugvéla, en verða öflugri eftir því sem vélarnar eru stærri og hrað- inn meiri. Sjá bls. 166 í bók fig 22. var til að minnst 10 kílómetrar væru milli véla af þessum teg- undum í iendingu og þeirra, sem kæmu í kjölfarið. Hvirfilvindarnir myndast við vængenda flugvéla vegna mis- munandi hraða og loftþrýstings fyrir ofan vængina og neðan. Hættulegt getur verið smáflug- vélum að lenda í þessum hvirfil- vindum, þær geta hæglega brotnað. Varhugaverðastir eru hvirfilvindarnir í logni. Þannig getur í allt að fimm mínútur eftir að Fokker-flugvél hefur verið á ferðinni virst vera bull- andi ókyrrð í lofti við Reykja- víkurflugvöll, þegar komið er á lítilli flugvél til lendingar eða klifrað eftir flugtak, þótt ekki blakti hár á höfði á jörðu niðri.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.