Morgunblaðið - 22.03.1980, Qupperneq 36
36
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980
Mirmkandi
hagvöxtur
Svo virðist sem dagar hins mikla hagvaxtartímabils séu
taldir í bili að minnsta kosti, þ.e.a.s. ef miða á við þróunina
í Bandaríkjunum, Bretlandi og V-Þýskalandi. Tölurnar hér
að neöan tákna breytingu í þjóðarframleiðslu brúttó á milli
ára í prósentum. 1977 1978 1979 1980
Bandaríkin 5,3 4,3 2,0 0
Bretland 1,5 3,0 1,0 -1,0
V-Þýskaland 2,5 3,4 4,0 2,5
Svíþjóð -2,2 2,8 5,0 3,0
Danmörk 1,9 1,0 3,0 0
ísland 6,0 4,2 2,5 1,0
Rétt er að taka fram að tölurnar fyrir 1979 og 1980 eru
áætlaðar og einnig má benda á aö reiknað er með
versnandi vipskiptakjörum okkar þannig að breyting á
þjóðartekjum okkar frá því í fyrra er engin samkvæmt
áætluninni.
Lánstraust
Lánstraust okkar á alþjóða-
markaði er ekki sérlega mikið ef
marka má skoðanakönnun sem
gerð var meðal 90 alþjóðlegra
fjármálastofnana. Við erum núm-
er 44, langneðstir allra Norður-
landaþjóðanna og er okkur gefin
einkunn 5,85 stig meðan Banda-
ríkin, sem eru í efsta sæti, fá 9,89
stig. Svíþjóð fær 8,42 stig, Dan-
mörk 7,53, Finnland 7,49 og Nor-
egur 8,89 stig.
Einföld
staðreynd
Hagnaður eða gróði er ekki til.
Hugtakið hagnaður er hins vegar
samheiti fyrir fjármagnskostnað,
áhættuþóknun og kostnað sem
leggja þarf til vegna framtíðar-
atvinnutækifæra og eftirlauna.
Svona einfalt er það, segir Peter
Drucker.
Hvað veiztu
um skattana?
Ný lög hafa tekið gildi um
tekju- og eignaskatt. Þar sem
lögin gjörbreyta tekjuhugtakinu
og allri skattlagningu tekna af
atvinnurekstri hefur Verzlunar-
ráðið talið nauðsynlegt að kynna
atvinnulífinu þessar breytingar.
Er ákveðið að efna til sérstaks
kynningarfundar að Hótel Loft-
leiðum, Kristalssal, þriðjudaginn
25. marz kl. 16.00 um nýju
skattalögin. Allar nánari upplýs-
ingar veitir Verzlunarráð íslands
góðfúslega í síma 11555.
Vextir fara
hækkandi
Alls staðar virðist vaxtakostn-
aður fara hœkkandi en það er
athyglisvert að á meðan íslensk
fyrirtæki þurfa að greiða milli
30 til U0% í vexti þá eru
fyrirtæki í helstu samkeppnis-
löndum okkar að greiða frá
tveimur upp í tæp 20% eins og
er á Norðurlöndunum í dag.
Money costs more
Official discount rates, %
um löndum síðan í ársbyrjun.
Þessi skemmtilega mynd og texti birtist í síðustu Sveitarstjórn-
artíðindum og skýrir sig sjálf.
Tækniframfarir eru nú örar til aðstoðar við bókhald og
reikningsskil. Vasareiknar einir sér verða úreltir og ýmiss
konar tölvubúnaður kemur til skjalanna. Myndin sýnir
vasahnífatölvu, sem er sérhönnuð miðað við þarfir bænda,
sem stunda oddvitastörf í hjáverkum og gætu hagnýtt sér
tölvubúnaðinn að loknu ársuppgjöri og jafnvel í göngum.
Guölaugur Björgvinsson, forstjóri Mjólkursamsölunnar:
Nýjungamar em lykill-
ínn að söluaukningunni
Mjólkursamsalan var
stofnuð þann 15. janúar
1935 og þá með sérstökum
lögum og voru stofnendur
öll mjólkursamlög á svæð-
inu milli Lómagnúps og
Þorskafjarðar. í dag eru
þessi mjólkursamlög fjögur
og á markaðssvæðinu búa
um 150 þús. manns. Heild-
armagn innveginnar
mjólkur hjá þessum fjórum
samlögum var um 60 millj-
ónir lítra á síðasta ári en
það er um helmingur allrar
mjólkurframleiðslu í land-
inu. Fjöldi mjólkurfram-
leiðenda á Suður- og Vest-
urlandi árið 1979 var um
1200. Af þessum sextíu
milljónum lítra fóru um 36
millj. til Mjólkursamsöl-
unnar í Reykjavík en hinn
hlutinn fór til ostagerðar
og neyzlu heima í héruðun-
um. Starfsmannafjöldi
Mjólkursamsölunnar er nú
um 240 og heildarsala á
síðasta ári nam um 13
milljörðum króna.
Nú hefur mikið verið
rætt um offramleiðslu
landbúnaðarafurða,
hvernig hefur því verið
mætt?
A undanförnum árum
hafa átt sér stað ýmsar
breytingar í neyzluvenjum
okkar sem m.a. hafa leitt
til þess að nýmjólkin hefur
átt í vök að verjast. Okkur
hefur hins vegar tekist að
halda neyzluhlutfallinu
óbreyttu með því að hefja
sölu á ýmsum nýjum vörum
s.s. jógurt, ávaxtaskyri,
kókosmjólk og jóga svo
eitthvað sé nefnt. Stað-
reyndin er hins vegar sú, að
við eigum ekki við offram-
leiðsluvandamál mjólkur
að stríða á okkar mark-
aðssvæði. Við höfum á und-
anförnum árum þurft að
flytja til okkar mjólk að
norðan og t.d. 1979 svaraði
þetta magn til um 760 þús.
Guðlaugur Björgvinsson for-
stjóri.
1 af mjólk. Ég óttast hins
vegar að með því að hrinda
í framkvæmd svokölluðu
kvótakerfi þá eigi þessir
flutningar eftir að vaxa
stórlega og þá með auknum
tilkostnaði.
En er ekki framleiðsla á
ávaxtasafa bein sam-
keppni við mjólkurfram-
leiðsluna?
Nei, það hefur sýnt sig að
við erum ekki að keppa við
sjálfa okkur í þeim efnum
Mjólk Sala alls 1979 10001 eða kg 24.508
Súrmjólk .... 1.891
Ýmir 20
Jógurt 1.075
Rjómi 841
Undanrenna . 1.907
Sýrður rjómi .. 56
Kókómjólk .. 1.057
Kaffirjómi .... 78
Eplajógi 102
Skyr 1.023
Skipting milli vöruteg-
unda 1979.
og ef við byðum ekki upp á
þessa vöru þá gerðu það
bara einhverjir aðrir. Upp-
haflega fórum við út í þetta
tií að nýta betur þá fjár-
festingu sem búið var að
ráðast í vegna átöppunar-
véla fyrir nývörufram-
leiðsluna.
Nú hættuð þið rekstri
mjólkurbúðanna — hver
hefur reynslan verið síðan
þessu var breytt?
Reynslan hefur verið
mjög góð og við höfum átt
gott samstarf við hina fjöl-
mörgu kaupmenn sem selja
mjólkurafurðir í dag. Einn
liður í þessu samstarfi er
stóraukin hagræðing í
mjólkurflutningum til
verzlananna. í dag pakka
vélar fernunum í sérstakar
grindur sem ekið er út í
bílana og síðan þaðan beint
inn í kæliskápa verzlan-
anna en allir bílarnir eru
búnir sérstakri lyftu til að
gera þetta sem hagkvæm-
ast. Burðurinn heyrir því
sögunni til. Einnig höfum
við stóran kælibíl í förum
um allt land til að dreifa
þeim vörum sem hafa mik-
ið geymsluþol og ýmsum
öðrum vörum. Fyrir utan
þetta má benda á tankvæð-
inguna á bæjunum og
bílunum sem koma utan af
landi en þeir stærstu flytja
um 110 þúsund mjólkurglös
í hverri ferð.
Hver eru mikilvægustu
framtíðarverkefnin, Guð-
laugur?
Þar sem öll söluaukning
er fólgin í nýjungum er
vöruþróunin sá þáttur sem
sífellt þarf að vera undir
smásjánni ef vel á að tak-
ast. A þennan hátt munum
við leggja mikla áherzlu því
markmið okkar er að fram-
leiða það góðar vörur að
þær uppfylli þarfir og óskir
sem flestra neytenda á
hverjum tíma sagði Guð-
laugur Björgvinsson að lok-
um.
Erlendir punktar...
IBM. Hjá IBM í Evrópu
vinna nú um 100.000 manns en
um Vs hluti af heildarveltu
fyrirtækisins kemur frá þess-
um heimshluta. 95% allra véla
sem seldar eru í Evrópu í dag
á þeirra vegum eru framleidd-
ar í Evrópu. Nú nýlega eru
Danir byrjaðir að selja hluti í
tölvur og um nokkurt skeið
hafa þeir séð um stóran hluta
af allri prentvinnu sem fyrir-
tækið hefur þurft á að halda í
Evrópu.
Stjórnendur. Framboð af
stjórnendum í Evrópu hefur
vaxið um 12% á síðustu 12
mánuðum samkvæmt upplýs-
ingum PA International. Mest
er aukningin í Svíþjóð eða
71% en minnst á Spáni eða
*41%. Ef litið er á einstakar
greinar þá jókst framboðið
mest á framleiðslu- og tölvu-
sviðum eða 38% en minnst í
starfsmannastjórn, -14%.
Danfoss. Heildarsalan á
milli áranna 1978 og 79 jókst
um 14%. Skipting þessarar
auknu verðmætasköpunar er
þannig: til starfsmanna 48%,
til hins opinbera 27%, framlag
til rekstrar 23% og til eigenda
2%.
Að undanförnu hefur verið
bætt við 600 nýjum atvinnu-
tækifærum hjá þessu fyrir-
tæki og það er einungis hægt
vegna þess að hagnaður hefur
átt sér stað.
Allur er varinn góður. Til
að geta fylgst með þróuninni
sem bezt mun málmkauphöllin
í Singapore verða opin fram til
klukkan eitt að nóttu í fram-
tíðinni.
Air France. Hagnaðurinn
nam samtals um 210 millj. f.fr.
á síðasta ári þrátt fyrir tap
vegna reksturs Concordeflug-
vélarinnar upp á 96 milljónir
franska franka.
Danmörk. Danskir skipa-
eigendur, innflytjendur og út-
flytjendur hafa ákveðið að
standa saman gegn undirboð-
um Rússanna á alþjóða sigl-
ingaleiðum eins og til dæmis
til og frá Bandaríkjunum og
Japan. Á þetta einnig við um
Síber íuj árnbrautina.