Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 41

Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 41 fólk í fréttum + ÞESSI mynd er tekin í rakarastofu John Amico í Chicagoborg. — Hann sýnir hér blaöaljósmyndurum „hár- tízkuna 1980“, sem hann hef- ur hug á aö boöa kvenþjóð- inni þar vestra. — En ekki veröur betur séö en þessi ameríski hárskeri telji að þessi skallatízkuklipping eigi sér framtíð. — Hingaö til hefur skalli ekki átt neinum vinsældum að fagna hjá fólki, og háö hörö barátta við skallann. Stúlkan sem Amico er að klippa, sagði blaöa- mönnunum, að hún væri viss um að hún myndi kunna vel viö þessa klippingu. Enginn Ford hjá Ford! + í FYRSTA skipti í sögu Fordverksmiöjanna amerísku, sem Henry Ford stofnaði áriö 1903, verður aöalfram- kvæmdastjóri verksmiöjanna maöur sem ekki er afkom- andi Fords gamla og ber Ford-nafniö. Núverandi forstjóri, Henry Ford II, hefur ákveöiö aö hætta nú störfum. Mun þá viö taka sem aöalmaður Fordverksmiðj- anna maöur aö nafni Philip Caldwell. Henry II. er nú 62ja ára gamall. Er þessi mynd tekin af honum (til v.) og hinum nýja Ford-forstjóra, Caldwell á blaðamannafundi í aöalstöövum Ford í bænum Dearborn, er Ford tilkynnti þessa ákvöröun sína, sem hann kvaöst hafa tekið svo sem 10 dögum áður. Hann mun þó áfram starfa viö þetta risafyrirtæki afa síns í fjármáladeild þess. „MAGGA í námunni“ + MEO þessum oröum hefst myndatexti þessarar AP-frettamyndar. Magga er engin önnur en Margaret Tatcher forsætisráöherra Breta. — Fór hún niður í kolanámur, sem eru í bænum Selby, til þess aö sjá þar meö eigin augum vinnuaöstööu og aöbúnaö námu- manna. í námunum, sem heita Wistow-námurnar, naut forsætisráöherrann fylgdar fram- kvæmdastjóra North Yorkshire námanna, Michael Eaton. Er hann á myndinni meö Margréti forsætisráðherra. Hún giftist - Pabbinn kviksetti hana + BÓNDI einn í Lihanon, bjargaði um daginn ungri stúlku frá dauöa. Hún haföi veriö kviksett. — Blað eitt í Beirut, As Safir, sagöi frá þessum atburði. — Unga stúlkan haföi ekki farið aö vilja fööur síns er hún giftist. Hún tók sjálf ákvöröun um aö giftast manni sem hún elsk- aði, en ekki þeim, sem gamli maöurinn, pabbi hennar, haföi ákveöið aö hún skyldi giftast. Hann geröi sér þá lítið fyrir og fór meö dóttur sína afsíðis. Þar tók hann gröf hennar og gróf hana lifandi. — Bóndi nokkur var á heim- leiö af akri sínum og heyröi neyöaróp. — Hann gekk ásamt fleira fólki á hljóöiö opnaði gröfina í snatri og bjargaöi stúlkunni. Ekki segir nánar frá þessu í blaðinu, t.d. viöbrögöum fööurins eða lögregluyfir- valda. VIÐTALSTÍMI Alþingismanna og borgarfulltrúa Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík Alþingismenn og borgarfulltrúar Sjálfstæðisflokksins veröa til viðtals í Valhöll, Háaleitisbraut 1 á laugardögum frá klukkan 14.00 til 16.00. Er þar tekið á móti hvers kyns fyrirspurnum og ábendingum og er öllum borgarbúum boðið að notfasra sér viötalstíma þessa. Laugardaginn 22. marz, veröa til viötals Markús Örn Antonsson, og Elín Pálmadóttir. Markús er í félagsmálaráði, framkvæmdanefnd vegna bygginga- stofnana í þágu aldraöra, heilbrigöismálaráði, Elín er í fræösluráöi og umhverfisráöi. PASKAFERÐALAG? SKIDOO EVEREST 500 E Stór, sterkur og sparneytinn sleöi meö öllum búnaöi, mælum, rafstarti o.fl. Vandaöar kerrur, henta bæöi fyrir jeppa og fólksbíla, stór dekk og sterk fjöörun. Tengisleðar, 3 stæröir: 150 kg, 250 kg og 500 kg, mjög þýðir. Gísli Jónsson & CO. HF. Sundaborg 41 — Sfmi 86644

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.