Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 46

Morgunblaðið - 22.03.1980, Side 46
46 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 22. MARZ 1980 ’J 401 keppandi skráður i Víðavangshlaup íslands VÍÐAVANGSHLAUP íslands fer fram á Miklatúni í Reykjavik á morgun, sunnudag. Hefst keppni kl. 14. Skráður er 401 keppandi i 7 flokkum, víðs vegar að af Iandinu. Flestir eru frá UBK cða 152, 83 frá FH, 68 frá Ármanni og 35 frá ÍR. Allir bestu hlaupar- ar landsins eru skráðir til keppni að undanskildum nokkrum sem dvelja erlendis við æfingar. Tímaseðill verður sem hér segir: stelpur 14:00 strákar 14:15 telpur 14:30 piltar 14:45 konur 15:00 sveinar og drengir 15:20 karlar 15:40 verðlaunaafhending 16:30 Hlaupið byrjar og endar á flötinni sunnan Kjarvalsstaða. Á meðan á hlaupinu stendur verður kaffistofa Kjarvalsstaða opin og er hægt að fylgjast með hlaupinu þaðan. Þegar keppendur koma í mark mun Mjólkursamsalan gefa þeim sopa eða eplajóga að drekka til að slökkva þorstann. Nú verður í fyrsta skipti keppt samkvæmt nýjum reglum um hlaupið. I hverjum flokki er keppt í 4 og 10 manna sveitum og gildir samanlögð raðtala keppenda hverrar sveitar. Þá er einnig keppt um bikar fyrir elstu 5 manna sveit og elsti keppandi fær bikar. Vegalengd í yngstu aldursflokk- unum er um 1700 m og er hlaupinn einn minni hringur, samkv. með- fylgjandi mynd. Hjá konum og sveinum og drengjum eru hlaupn- ir tveir minni hringir, eða um 3200 m. Hjá körlum eru hlaupnir 4 stærri hringir, eða um 8000 m. Búningsaðstaða er í Austurbæj- arbarnaskólanum en úthlutun númera og skrifstofa Víðavangs- hlaupanefndar á Kjarvalsstöðum. Þar sem tvöfalt skráningarkerfi verður tekið upp og fulltrúar félaganna verða að skrá röð sinna keppenda, þurfa þeir að mæta á skrifstofu nefndarinnar kl. 13. Þá verður einnig að tilkynna um nafnabreytingar og greiða þátt- tökugjöld. Nánari upplýsingar um hlaupið gefur form. Víðavangshlaupa- nefndar, Sigfús Jónsson, sími h. 28531/ v. 25133. Á þessu korti má sjá hlaupalciðina í Víðavangshlaupi íslands sem háð verður á Miklatúni á morgun. Rásmark og endamark er, eins og í fyrra, á flötinni fyrir framan Kjarvalsstaði. Urslit á meistaramóti 15-18 ára í frjálsíþróttum MEISTARAMÓT innanhúss í frjálsíþróttum 15—18 ára fór nýlega fram í Baldurshaga. Úr- slit í einstökum greinum. Meyjar 15—16 ára 50 m Geirlaug Geirlaugsd. A 6,7 Thelma Björnsdóttir UBK 6,9 Bryndís Hólm ÍR 6,9 Langstökk Jóna B. Grétarsd. A 5,47 Bryndís Hólm ÍR 5,28 Ragna Ólafsd. UBK 5,02 Sveinar 15—16 ára 50 m Sigsteinn Sigurðsson UND 6,2 Sigurjón Kristmundss. UMFA 6,3 Jóhann Jóhannsson ÍR 6,3 Langstökk Kristján Harðarson HSH 6,43 Ármann Einarsson UÍA Sigsteinn Sigurðsson UDN Stúlkur 17—18 ára 50 m Helga Halldórsd. KR Ragnheiður Jónsd. Selfoss Oddný Kjartansd. UIA Langstökk Helga Halldórsd. KR Ragnhildur Karlsd. Selfossi Ragnheiður Jónsd. Selfossi Drengir 17—18 ára 50 m Guðni Tómasson A Stefán Þ. Stefánss. ÍR Egill Eiðsson KA Langstökk Stefán Þ. Stefánss. ÍR Guðmundur Gunnarss. UBK 5,91 5,86 6,6 6,9 6,9 5,40 4,51 4,46 5,9 6,0 6,1 6,66 5,86 • Vésteinn Hafsteinsson er ört vaxandi kastari og á móti í Berkeley í Kaliforniu um helgina bætti hann sig enn einu sinni i kringlukasti. Á þessari mynd er Vésteinn mcð fyrrverandi heimsmethafa i kringlukasti, Bandaríkjamanninum John Powell, á æfingu í Kaliforníu fyrir skömmu. Til hægri á myndinni er svo aðalþjálfari San Jose State University en hann hefur mikinn áhuga á að fá Véstein í skóla sinn í haust, ásamt þeim Sigurði Einarssyni spjótkastara og Oddi Sigurðssyni spretthlaupara. Ljósm. Oddur Sigurðsson. Enn bætir Vésteinn sig Athyglisveröur árangur Stefáns í tugþraut VÉSTEINN Hafsteinsson KA bætti enn árangur sinn í kringlu- kasti á frjálsíþróttamóti i Kali- forníu um helgina, en þar dvelst hann við æfingar ásamt tæpum tveimur tugum frjálsíþrótta- manna. Kastaði Vésteinn 50,76 metra, á mótinu í Berkeley. Átti Vésteinn þrjú köst yfir 50 metra. Gunnar P. Jóakimsson ÍR hljóp 400 metra hlaup á 51,5 sekúndum og Sigriður Kjartans- dóttir KA 200 metra á 25,0 sekúndum, en hvort tveggja er skammt frá þeirra bezta. Fyrir skömmu hljóp Þorvaldur Þórsson ÍR 400 metra á móti í Kaliforníu á 49,6 sekúndum sem er hans bezta. Sagði Gunnar Páll í spjalli við Mbl., að Þorvaldur væri í mikilli framför og hefði hann náð sér vel á strik á æfingum upp á síðkastið, og mætti búast við talsverðri bætingu hjá honum er á liði. Stefán Hallgrímsson UÍA náði sæmilegum árangri í tugþraut á móti í Stanford í Kaliforníu á miðvikudag og fimmtudag. Hlaut hann 7.309 stig, en hann á bezt 7.589 stig. Árangur Stefáns er athyglisverður svo snemma árs, og eins fyrir það að Stefán var talsvert frá sínu bezta í mörgum greinum þrautarinnar, sem bendir til þess að hann geti meira þegar hann skerpir formið betur þegar líður á sumarið. Árangur Stefáns í einstökum g-einum fyrri dag þrautarinnar var sá, að hann hljóp 100 metra á 11,2 sekúndum, stökk 6,63 metra í langstökki, varpaði kúlu 13,29 metra, stökk 1,83 metra í hástökki og hljóp 400 metra á 49,5 sekúndum. Seinni dag þrautarinnar hljóp hann 110 m grindahlaup á 15,1 sekúndu, kastaði kringlu 39,30 metra, stökk 3,75 metra í stangarstökki, kastaði spjóti 54,86 metra og hljóp 1,500 metra á 4:21,4 mínútum. Elías Sveinsson FH var skráður til keppni en keppti ekki vegna smá- vægilegra meiðsla. — ágás. Gott körfubolta- lið í heimsókn Armenskt körfuboltalið til íslands Armenía er oft kölluð lýðveldi fimleikanna, og vissulega taka næstum 820.000 af þremur millj- ónum, sem íbúar lýðveldisins eru, þátt í íþróttum eða líkamsrækt af einhverju tagi. Nöfn armenskra fimleikamanna, boxara, skák- manna og lyftingarmanna eru kunn bæði innan og utan Sovét- rikjanna. Á siðustu 5—6 árum hafa körfuknattleiksmenn einnig vakið athygli manna. Körfuknattleikur hefur ætíð verið meðal vinsælustu íþrótta í Armeníu. Þó hafa armenskir körfuknattleiksmenn enn ekki unnið neinn veigamikinn sigur í alþjóðakeppnum. Sumir íþrótta- frömuðir halda að orsökin sé hinn mikli sigur armenskra fót- boltamanna í sovéska úrvalslið- inu. Þjálfarar körfuknattleikslið- anna telja þó að ósigrarnir í körfuknattleik séu vegna rangra starfsaðfcrða. En hvað sem öðru líður, körfu- knattleikur er mjög vinsæll í Armeníu, og er iðkaður í svo til öilum áhugamannasamtökum. SKIF-liðið, sem samanstendur af stúdentum og ungum kennurum Yerevan líkamsræktarstofnunar- innar, er álitið sterkasta liðið í Armeníu. Þeir hafa aldrei tapað leik í Armeníu og eru næstum allir í landsliðinu. Síðastliðið ár varð SKIF í sjötta sæti í sovéskri keppni. Konstantin Vardanyan, þjálfari liðsins og vel þekktur körfuknattleikssérfræð- ingur í Armeníu, og aðstoðar- maður hans, Karlen Manukyn, álíta að armenska körfuknatt- leiksliðið muni bráðlega ná betri árangri. í liðinu sem ætlar að leika á íslandi eru bestu körfuknatt- leiksmenn Armeníu. Þar er Vitaly Zastukov, skipstjóri, 34 ára, al- þjóðlegur íþróttameistari, og Konstantin Vardanyan telur hann meðal fremstu íþróttamanna. Hann hefur nokkrum sinnum leik- ið með sovéska Iandsliðinu, og vann, ásamt liði sínu, sigur í Evrópukeppni 1974. Enda þótt hann sé ekki mjög hár, aðeins 178 cm, er hann harðvítugur og markviss körfuknattleiksmaður. Einnig má nefna Edward Arut- yunyan og Yegishe Davtyan, sem eru meðal bestu manna liðsins, sem báðir hafa leikið lengi með því, hinn fyrrnefndi er 32ja ára, en hinn síðarnefndi er 30 ára. Af yngri mönnum mönnum, sem skara fram úr eru: Ashot Papyan (192 cm) og Lorias Avakyan (185 cm) sem báðir eru tvítugir. Hæsti maður liðsins er Victor Agadjan- yan (202 cm). Ferðin til íslands er ekki hin fyrsta ferð liðsins til útlanda. Á sl. áratug hefur það getið sér góðan orðstír í Sýrlandi, Líbanon, íran, Iraq og Tékkóslóvakíu. Iþrótta- mót hjá fötluðum INNANFÉLAGSMÓT í eftir- töldum greinum verða sem hér segir: Sund. Laugardaginn 29. mars kl. 14 i skólalaug Árbæjarskóla. Þátttaka tilk. fyrir 26. mars. Borðtcnnis. Mánudaginn 31. mars kl. 20 í Fellahelli. Þáttaka tilk. fyrir 26. mars. Boccia. Einstaklings- keppni. Fimmtudaginn 3. apríl (skírdag) kl. 14 i Haga- skóla. Þátttaka tilk. fyrir 29. mars. — Stjórn og þjálfarar — Svigogganga • í DAG og á morgun fer fram við Skiðaskálann i Hveradölum skiðaganga fyrir almenning og svig- keppni fyrir unglinga. byrj- endur. Tilsögn verður á staðnum. Það er Skiðafélag Reykjavikur sem stendur fyrir sviginu og göngunni. Knattspyrna FYRSTI opinberi knattspyrnukappleik- ur ársins fer fram í dag á Kaplakrikavelli og hefst kl. 14.00. Það eru FH og Fram sem mætast. J

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.