Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 7

Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 7
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 7 „Fööurleg um- sjá og sjálfs- hól“ flokksins Einar Örn Stefánsson segir í Þjóövilja á sunnu- degi: „Þaö hefur verió talað um, aö Þjóðviljinn hafi löngum verió ráóherra- hollt biað og eigi aö vera þaó. Þjóðviljinn á aö mínum dómi ekki að vera ráöherrahollur í þeim skilningi aö hann skuli lofa og prísa allar gjöröir ráóherra „okkar“. Þjóöviljinn á einmitt aö gagnrýna ráðherra Al- þýöubandalagsins í borg- aralegum ríkisstjórnum og veita þeim rækilegt aöhald. Ekki mun al veita, því í þægilegum ráóherrastólum borgara- legrar þingræöishyggju „hægt er að festast, bágt mun úr að víkja“, eins og ort var af ööru tilefni. Blaöið okkar er of flokkshollt og skortir mjög svigrúm til sjálf- stæðra stefnumótunar. Nú vill svo til, aö Þjóövilj- inn er málgagn sósíal- isma, verkalýðshreyf- ingar og þjóöfrelsis. Varla hefur Alþýðu- bandalagiö einkarétt á þessu öllu saman? Þjóð- viljínn ætti einmitt aó vera vettvangur allra þeirra sem vilja berjast undir þessum merkjum, hvort sem þeir hafa játaó Alþýöubandalaginu holl- ustu eður ei. Ég man ekki betur en að slík vióhorf hafi reyndar iðulega veriö ítrekuð af ritstjórum þessa blaðs á undanförn- um árum, þótt verkin hafi ekki alltaf verið í fullu samræmi viö þessa frómu stefnu. Mergur málsins er sá, aö blaðið er of háð flokksvaldinu. Blaðið breytist trauðla til hins betra nema annað tveggja gerist: flokks- starfiö taki stakkaskipt- um, — eöa flokkurinn hætti „föðurlegri umsjá sinni og sjálfshóli á síðum blaösins". „Alþýöumaö- ur“ í uppskrift Þjóöviljans Þjóöviljinn birtir helg- arviðtal viö Kjartan Helgason, sem þar er titlaður „ferðaskrifstofu- rekandi". Viðtalið hefst á því, hvern veg skuli bera kennsl á „alþýðumann". „Klæðnaðurinn: Græn skyrta, gyllt bindi, brúnar buxur ásamt giidu belti bera vitni um alþýóu- mann. Orðavalið og fram- setning skírskota hins- vegar til ódrepandi vinnusálar og viðskipta- manns sem hefur báöa fætur á jöröunni." Eöa þannig — sko. Áhugaleysi — skattastefna Ellert B. Schram rit- sjóri segir í Vísi: „Þaö sem vakti þó mesta athygli í sambandi við afgreiðslu þessa máls (hækkun söluskattsins) var áhrifaleysi Gunnars Thoroddsen og hans manna. Sighvatur Björg- vinsson hefur lýst því svo í þingræöu, aö þeir hafi ráfað um þinghússganga, meðan þingflokkar Al- þýðubandalags og Fram- sóknarflokks deildu um frumvarpiö, og jafnskjótt og þeim fundí hafi verið lokiö hafi breytingin úr 2% í 1%% hækkun sölu- skatts verið kynnt þíng- inu, án nokkurs samráðs við stuðningsmenn stjórnarinnar úr röðum Sjálfstæðisflokksins. Nú er þetta aö vísu orðrómur einn, en allút- breiddur og viðurkennd- ur meðal þingmanna, og því miöur virðist margt annað benda til, að ráð- herrar úr rööum Sjálf- stæðisflokksins leiki ekki stórt hlutverk í ríkis- stjórninni...“ Aö skattleggja skattana í gær hækkaði bensín- verð um kr. 60.-. Af þess- ari myndarlegu „niöur- talningu vöruverðs" renna 42 krónur beint í ríkissjóð (70% hækkun- arinnar) — en 18 krónur (30%) eru vegna hækk- unar erlendis og gengis- falls íslenzku krónunnar. Miðað við óbreytta stefnu verða tekjur ríkissjóðs af bensíni 29,7 milljarðar króna á heilu ári. Af 430 króna bensínverði fær ríkissjóður í sinn hlut kr. 247.50 eöa um 57,6%. í allri skattagleðinni, sem einkennir stjórnarliðiö, kemur það e.t.v. einna spánskast fyrir sjónir, að söluskatturinn, sem nú er hækkaöur, leggst m.a. á þá ríkisskatta, bensín- gjald og innflutningstolla, sem fyrir voru. Skattarnir eru skattlagðir og al- menningur borgar bens- ínbrúsann. En „kosningar eru kjarabarátta“, eins og menn muna, og „setja má samninga í gildi“ og „vernda kaupmátt launa“ meö ýmsum hætti, þegar Alþýðubandalagið leggur til fjármálaráðherra, aö ekki só talað um „svig- rúmið“ á sviði kjarabót- anna. Ef einhverjum finnst röksemdadæmi Alþýðubandalagsins ekki ganga upp má benda hinum sama á „félags- málapakkann", sem aö vísu týndist úr fjárlögum ársins en finna má dag hvern í jólapappír meö rauðri slaufu í Þjóðviljan- um, því „ráðherraholla” btaði. Fyrirlestur um Matisse HALLDÓR Runólfsson listfræð- ingur helduT fyrirlestur á vegum Aliance Francaise um franska listamanninn Matisse í kvöld kl. 20.30 í franska bókasafninu Laufásvegi 12. Matisse var fyrstur formbylt- ingarmanna 20. aldar og ásamt Picasso og Kandinsky einn af mikilvægustu myndlistarmönnum síðari tíma. Síðustu ár ævi sinnar lagði Matisse penslana á hilluna og sneri sér nær eingöngu að nýju formi tjáningar, sem er gerð klippimynda. Þessar klippimyndir eru sérstæðar fyrir ferskleika og þá lífsgleði sem í þeim er fólgin og hafa þær haft djúpstæð áhrif á yngri kynslóðir myndlistarmanna, einkum meðal svokallaðra popp- listamanna. Halldór Runólfsson nam lista- sögu í Frakklandi og hefur starfað síðan við kennslu og blaðagagn- rýni. Fyrirlesturinn, sem er öllum opinn er á íslenzku og verða sýndar litskyggnur af verkum Matisse. Þess má geta að nú gefst íslendingum færi á að sjá mynd eftir Matisse á sýningu, sem yfir stendur í Norræna húsinu. Verksmidjusala Buxur á alla aldurshópa Herrabuxur úr flaueli, kakí og denim. Dömubuxur úr flaueli, flannel og kakí. Unglingabuxur úr flannel, flaueli og denim. Barnabuxur úr flannel, flaueli og denim. Sumarjakkar á börn og karlmenn. Geriö góö kaup í úrvalsvöru. Opiö virka daga kl. 10—18. Föstudaga kl. 10—19. Laugardaga kl. 9—12. Skipholti 7. Sími 28720. FRA TOPPI TIL TÁAR ALLT Á EINUM STAÐ Hárgreiðslu og snyrtistofan HÓTEL LOFTLEIÐUM bjóða þjónustu sem sparar tíman. Fáið snyrtingu meðan beðiö er í þurrku eða permanenti. Hárgreiðslustofan Snyrtistofan Sigríður Finnbjörnsdóttie, Helga Þ. Jónsdóttir, hárgreiðslumeistari. fótaaðgerðar- og snyrtifræöingur. Sími 25230 Sími 25320 Q' LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — Málning og málningarvörur Afslattur Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30—50 þús. 50 þús. veitum við 10% veitum við 15% afslátt. afslátt. Þetta er málningarafsiáttur í Litaveri fyrir alla þá, sem eru að byggja, breyta eöa bæta. Líttu viö í Litaveri, því þaö hefur ávallt borgað eig. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — = Schejppach trésmiðavélar fyrirliggjandi Samanstendur af 5“ þykktarhefli, 10“ afrétt- ara og hjólsög með 12“ blaði, 2 ha. mótor.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.