Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 13

Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 13
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 1980 13 að ekki teljist nauðsynlegt að hafa varnarlið á íslandi. Því miður er heimsmálum svo háttað í dag, að ég tel brottför varnar- liðsins ekki æskilega. En það er ekki hlutverk forsetans að marka stefnuna í þessum efnum. 3. Við myndun ríkisstjórna verð- ur forsetinn að meta hverju sinni hvaða leið er árangursríkust til þess að meirihlutastjórn komist á sem fyrst. Aðrar leiðir koma til greina heldur en sú, að fela formönnum stjórnmálaflokka umboð til stjórnarmyndunar eft- ir ákveð'inni röð, og ég tel að engin sérstök leið hafi unnið hefð í þessu efni. 4. Eg hefi aldrei gegnt trúnaðar- starfi á vegum stjórnmálaflokks hvorki á vettvangi flokksstarfs né verið tilnefndur í nefnd eða ráð á vegum stjórnmálaflokks. 5. Störf forseta Islands eru miklu fjölþættari og þýðingarmeiri en menn virðast almennt gera sér grein fyrir. Forsetaembættið hef- ur á undanförnum árum mótast á tímum friðsamlegs ástands innan lands og utan. En ákvæði stjórn- arskrárinnar veita svigrúm til að móta það á annan hátt ef nauð- syn krefur. Alvarlega atburði getur borið að höndum, t.d. erfiða stjórnarkreppu eða upplausnar- ástand, og í alþjóðamálum getur syrt í álinn. I slíkum tilvikum getur reynt mjög á forseta Islands, og þá er mikilvægt að hann hafi reynslu er gerir honum kleyft að takast á við erfiðleik- ana. Rögnvaldur Pálsson 1. Vel mætti hugsa sér breytingu í framtíðinni, en þar sem stutt er til kosninga tel ég breytingar ekki tímabærar. 2. Sumu og sumu ekki. Já, vest- rænni samvinnu. Ég er andvígur því að kjarnorkuvopn séu geymd hér á landi, og sömuleiðis því að bandarískur her sé staðsettur hér á friðartímum, en fylgjandi því að Atlantshafsbandalagið reki eftirlitsstöðvar hér á landi, sem verða smám saman reknar af Islendingum eftir því sem þeir eru þjálfaðir til að taka við störfum og eru færir til. 3. Ég er hlynntur þeim lýðræðis- reglum, sem nú eru í gildi og hver þingmaður sem getur sannað að hann hafi þingmeirihluta á bak við sig hefur að mínu áliti fullan rétt til að fá umboð forsetans. Eiga þá engar flokkspólitískar reglur að koma í veg fyrir það. 4. Ég hef ekki gegnt neinu ábyrgðarstarfi í neinum flokki, en hef fylgzt náið með öllum stjórnmálum innanlands og er- lendis frá því ég man eftir mér. Tel ég af minni reynslu að oft á tíðum hafi þeir eytt of miklum kröftum í smátökin en oft látið sér yfirsjást yfir stærri viðfangs- efnin. 5. Hann skal vera sameiningar- tákn þjóðarinnar og leitast við að sætta hin stríðandi öfl þjóðfé- lagsins og bera klæði á vopnin hvenær og hvar sem hægt er að koma því við. Vigdís Finnbogadóttir 1, Hugmyndin er fullrar athygli verð og sjálfsagt að athuga hana fyrir framtíðina. Henni verður þó varla við komið í framkvæmd með svo stuttum fyrirvara sem nú er'fyrir forsetakjör. Ég á bágt með að ímynda mér þann þegn á Islandi, sem ekki vildi helst að meirihluti stæði að baki forseta sínum, né það forsetaefni, sem ekki óskaði hins sama. 2. Samkvæmt stjórnarskrá íslenska lýðveldisins og hefðum sem skapast hafa, fara Alþingi og ríkisstjórn með ákvörðunarvald í utanríkismálum. Stefnumörkun í þeim efnum tel ég ekki falla undir valdasvið forseta íslands. Hver sá sem gegnir forsetaemb- Stjórn Kvennadeildar Slysavarnafélags íslands í Reykjavík og ritnefnd ásamt Gunnari Friðrikssyni forseta Slysavarnafélags lslands. Lj«sm. RAX. Fullnaðarrannsókn hafnar við Dyrhólaey: Kvennadeild J31ysa- varnafélags Islands Reykjavík 50 ára KVENNADEILD Slysavarnafélags íslands, Reykjavík, sú elsta á landinu, verður 50 ára 28. apríl n.k. Verður haldið upp á afmælið með hófi á Hótel Sögu 28. apríl en þangað er öllum slysa- varnakonum boðið ásamt eiginmönnum og gestum. Þá hefur deildin gefið út platta í tilefni afmælisins og kynningarrit. Plattinn verður seldur á 10.000 krónur stykkið en konurnar munu ganga um með blaðið og dreifa því ókeypis. ætti hlýtur að virða lög landsins í þeim málum sem öðrum og fara að meirihlutavilja, óháð eða óháður jærsónulegum einkaskoð- unum. Ég vísa í því tilviki til þess sem ég hef þegar sagt á opinber- um vettvangi viðtali við Helgar- póstinn. Öllum er kunn sú staðreynd að stefna Islands í utanríkismálum hefur á síðustu árum verið um- deild. Ég tel ekki rétt að draga forsetaembættið inn í þær deilur. Hver sá sem valinn er til forseta- embættis á að leitast við að jafna deilumál okkar innbyrðis og vera sameiningartákn þjóðarinnar. Mér þykir vænt um þetta land og þessa þjóð og tel það skipta meginmáli í lífi okkar hvers og eins að við vitum af frelsinu til að túlka skoðanir okkar, í eigin sambúð og í sambýli við aðrar þjóðir, óháð öllum öðrum. Ég þoli ekki, hef ekki þolað og mun aldrei þola skoðanakúgun í neinni mynd, hvar sem er á jörðunni, til austurs eða vesturs. Ég vísa því spurningunum þrem til þjóðar- innar, og lýsi í dag, sem forseta- efni virðingu fyrir vilja hennar. 3. Engin regla getur verið algild í því máli, en meginreglan hlýtur samt að vera sú að fara eftir þeirri „röð“, sem þjóðin hefur kosið sér, þ.e. stærð stjórnmála- flokkanna á Alþingi. I því felst lýðræði og ég er og verð lýðræð- issinni. Aðstæður geta þó orðið þannig í erfiðum stjórnarkrepp- um að nauðsyn skapist til að bregða út af þessari meginreglu. 4. Ég hef aldrei verið í neinum stjórnmálaflokki og því aldrei í neinu flokksstarfi, hvorki „innra“ né „ytra“. Einn stjórnmálaflokk- ur hefur í einu tilviki bent á mig til nefndarstarfa. Það var í út- hlutunarnefnd listamannalauna og flokkurinn var Alþýðubanda- lagið. Ég hef um árabil verið mótfallin því að nefnd, sem svo náið snertir listamenn, sé skipuð flokkspólitískum fulltrúum. Ég þáði sæti í nefndinni, að höfðu samráði við fjölmarga vini mína með hinar fjðlbreytilegustu stjórnmálaskoðanir, m.a. til að reyna að stuðla að breytingum á þessu fyrirkomulagi. Ég tel það eitt af hinu versta, sem um getur verið að ræða, að flokkssjónarmið ráðskist með lista- og menning- armál. Enginn annar stjórnmála- flokkur leitaði til mín vegna þessara starfa, en í ljósi ofan- greindrar afstöðu hefði ég alveg eins getað hugsað mér að vera tilnefnd í úthlutunarnefnd lista- mannalauna af einhverjum öðr- um flokki, t.d. Sjálfstæðisflokkn- um. Varla er hægt að gera okkur, allt þetta fólk í landinu sem ekki er í neinum stjórnmálaflokki, að einhverjum utangarðsmönnum? — Þá má geta þess að mér hefur verið falið að vera fulltrúi íslands í ráðum og nefndum erlendis, og stundum trúnaðarstörf í því sam- bandi. Ég hef t.d. verið í ráðgef- andi nefnd um menningarmál á Norðurlöndum um nokkurra ára skeið (RKK), skipuð af mennta- málaráðuneytinu 1975, í stjórn- artíð Sjálfstæðisflokksins og Framsóknarflokksins. Ég var formaður þeirrar nefndar síðasta kjörtímabil hennar 1978—80 og endurkjörin til formannsstarfa í nefndinni nú á ný í byrjun þessa árs — af ráðherranefnd Norður- landa. 5. Sveinn Björnsson fyrsti forseti Islands orðaði hugsun mína um eðli embættisins og hlutverk handhafa þess, þegar hann við lýðveldisstofnun á Þingvöllum lagði út af orðum Þorgeirs Ljós- vetningagoða: „Ef sundur er skipt lögunum, þá mun sundur skipt friðnum". Við það hef ég því einu að bæta að þar er um að ræða karl eða konu, sem leggur rækt við þjóðlegar erfðir í nánum tengslurú við fólkið, sögu þess fyrr og nú, menningu og tungu. Sem slíkur er hann eða hún jafnframt oddviti þjóðarinnar sem kemur fram fyrir hennar hönd út á við. Á fundi meö blaða- mönnum sagði Hulda Vict- orsdóttir formaður Kvenna- deildarinnar að aðalstarf fé- lagsins hefði frá upphafi verið að afla fjár til upp- byggingar björgunarstarfi Slysavarnafélags íslands. Hún sagði að í upphafi hefði starf kvennadeildarinnar fyrst og fremst miðast við sjóslys en hefði síðar orðið víðtækara um leið og starf Slysavarnafélagsins sjálfs. Platti sá sem Kvennadeildin gef- ur út i tilefni 50 ára afmælisins. Gunnar Friðriksson for- seti Slysavarnafélagsins sagði á fundinum að dugn- aður þeirra kvenna sem deildina skipa væri hreint afrek og án þeirra væri Slysavarnafélagið ekki það sem það er í dag. Fyrsta stjorn Kvenna- deildarinnar var þannig skipuð: Guðrún Jónsdóttir, formaður, Inga Lára Lárus- dóttir, ritari, Sigríður Pét- ursdóttir gjaldkeri, Guðrún Brynjólfsdóttir varafor- maður, Guðrún Lárusdóttir, vararitari, Lára Schram varagjaldkeri og Jónína Jónatansdóttir meðstjórn- andi. Stofnfélagar voru alls 100. Núverandi stjórn er þann- ig skipuð: Hulda Victors- dóttir, formaður, Halldóra Magnúsdóttir gjaldkeri, Guðrún S. Guðmundsdóttir ritari, Ingibjörg Auðbergs- dóttir, Dýrfinna Vítalín, Lilja Sigurðardóttir, Þórdís Karelsdóttir, Erna Antons- dóttir og Jóhanna Árnadótt- ir. í ritnefnd kynningarrits- ins eru Hulda Victorsdóttir, Svala Eggertsdóttir, Erna Antonsdóttir, Gróa Ólafs- dóttir og Guðbjörg Hall- dórsdóttir en ritstjóri er Guðrún S. Guðmundsdóttir. LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER m Obl l'flT it<X 0&O. a, ■ t/ Vitiö þiöaö veggfóöur er á uppleið? Erum nýbúnir að taka upp nýtt úrval, t.d. prúðuleikarana — Star Wars fyrir börn og einnig falleg Ijós damask veggfóöur Tegundir: May-fair, Vymura — Decórine — Melody Mills. Líttu viö í Litaveri því þaö hefur ávallt borgaö aig. Orenaéavegi, Hreyfilthúiinu Sími 82444. LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER LITAVER

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.