Morgunblaðið - 15.04.1980, Síða 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980
21
Sætur sigur
gegn Dönum
íslendingar unnu stóran sigur
á Dönum, 108—88 í þriðja leik
sínum á Norðurlandamótinu í
körfuknattleik um helgina.
Staðan í hálfleik var 55—45
fyrir ísland.
Leikurinn var jafn framan
af, en undir lok fyrri hálfleiks
tóku íslendingar mikinn kipp
og stungu Danina af. Náðu
íslendingar forystu sem ekki
var látin af hendi og þegar upp
var staðið blasti við sætur og
stór sigur gegn þeirri þjóð sem
íslendingum þykir skemmtileg-
ast að leggja að velli. Pétur
Guðmundsson bar sem fyrr höf-
uð og herðar yfir aðra leikmenn
íslenska liðsins, í tvennum
skilningi, hann var ekki lengi
að komast i villuvandræði, en
skoraði engu að síður 32 stig á
þeim stutta tíma sem hans naut
við. Flosi Sigurðsson tók stöðu
hans og gerði henni góð skil,
vaxandi leikmaður Flosi, þ.e.
a.s. vaxandi að getu ekki hæð.
Stig íslands skoruðu: Pétur
32. Jón 15, Kristinn 11, Flosi
10, Kristján og Guðsteinn 9
hver, Torfi 8, Jónas og Símon 5
hvor og Gunnar 4 stig.
Finnar sterkari
ÍSLENDINGAR töpuðu fjórða
leik sínum í Polar Cup, er þeir
máttu gera sér að góðu ósigur
gegn Finnum. Ekki var tapið
ýkja stórt, 60 — 77, eftir að
staðan í hálfleik hafði verið
43—33 fyrir Finna. Var mála
manna að norskur dómari hafi
leikið stórt hlutverk í leiknum
og bælt íslenska liðið niður með
ýmsum furðudómum. Kvað svo
rammt að þessu, að íslenskur
áhorfandi réðst að honum í
leikslok, en slys urðu ekki á
fólki.
íslendingar voru að ná sér
vel á strik, er Pétur fékk sína 5.
villu frekar snemma i síðari
hálflcik. Var þá aðeins 7 stiga
munur. Við það að missa Pétur
var allur vindur úr íslenska
liðinu og Finnar sigu fram úr á
nýjan leik og unnu loks örugg-
an sigur. Gerðu gott betur,
urðu Norðurlandameistarar.
En íslendingar geta vel við
unað eftir stórsigra gegn Nor-
egi og Danmörk. Og landinn
stóð vel í Svíum og Finnum sem
hafa á að skipa liðum í fremstu
röð. Með heppni hefði verið
hægt að ná enn hagstæðari
úrslitum gegn þeim.
Stig íslands gegn Finnum
skoruðu: Pétur 27, Símon 12,
Jón og Torfi 6 hvor, Kristinn 3,
Flosi, Gunnar og Guðsteinn 2
hver.
Tvö mörk frá Arnóri
ARNÓR Guðjohnsen fékk loks
tækifæri með aðalliði Lokeren
um helgina og greip það báðum
höndum. Hann átti snilldarleik
er Lokeren lagði að velli mjög
frambærilegt lið Cercle Brugge
og skoraði bæði mörkin í 2—1
sigri Lokeren.
Arnór lék vörn Cercle hvað
eftir annað afar grátt og var
hann óheppinn að bæta ekki
þriðja markinu við. Síðara mark
Arnórs var sérlega glæsilegt,
þrumuskot frá vítateigslínu upp
undir þverslána. Auk þess að
skora bæði mörkin prjónaði
hann sig eitt sinn laglega í gegn
þar til hann átti markvörðinn
einan eftir. Renndi hann þá
knettinum til pólska landsliðs-
mannsins Lubanski sem stóð
fyrir opnu marki, en hann
brenndi illa af. Úrslit leikja i
Belgiu urðu annars þessi:
Beringen — FC Liege 1—0
Charleroi — Waregem 2—0
Molenbeek — Waterschei 2—0
Winterslag — Anderlecht 1—1
Beerschot — Berchem 1—2
FC Brugge — Beveren 3—2
Lokeren — Cercle Brugge 2—1
Standard — Lierse 5—2
Antwerp — Hasselt 4—0
• Arnór Guðjohnsen stóð sig frábærlega um helgina, skoraði bæði
mörk Lokeren 12—1 sigri liðsins.
Guðmundur Sigurðsson Ármanni varð Islandsmeistari í 10. skipti
á meistaramótinu í lyftingum um helgina. Guðmundur er á
myndinni að setja nýtt íslandsmet í snörun en þar lyfti hann 148
kg. Sjá bls. 25. Ljósm. Rax
Atli skrifaði undir
tveggja ára samning
ATLI Eðvaldsson, knattspyrnu-
maðurinn snjalli úr Val, skrií-
aði um helgina undir tveggja
ára samning við vestur-þýska
stórliðið Borussia Dortmund,
sem er eitt af efstu liðunum í
þýsku deildakeppninni. Tekur
HOLLENSKIR fjölmiðlar
gerðu sér mikinn mat úr einvígi
markakóngana í hollensku
knattspyrnunni, er Feyenoord
og AZ’67 Alkmaar mættust á
heimavelli Feyenoord. Fyrir
leikinn hafði Kees Kist skorað
22 mörk i deildarkeppninni, en
Pétur 21 mark fyrir Feyenoord.
Pétur fann leiðina í markið hjá
Alkmaar og var markið afar
fallegt að sögn ólafs Sigur-
vinssonar sem fylgdist með
leiknum á sjónvarpsskermi i
Belgiu. En Kist skoraði eina
mark Alkmaar sem tapaði
leiknum 1—3 og er því ennþá
einu marki á undan Pétri i
keppninni um markakóngstitil-
inn. Báðir keppa auk þess að
ÁSGEIR Sigurvinsson var á
skotskónum i belgisku knatt-
spyrnunni um helgina þegar lið
hans Standard Liege vann sinn
leik í 1. deild.
Standard vann Lierse stórt á
heimavelli 5:2 eftir að staðan
hafði verið 2:0 í hálfleik. Stand-
ard komst í 5:0 en slakaði á
undir lokin og þá skoraði Lierse
tvö mörk. Ásgeir kom félögum
sínum á bragðið með því að
skora fyrsta markið, þrumuskot
utan úr teignum eftir að
Edström hafði lagt fyrir hann
samningurinn gildi 1. júlí. Atli
er enn sem komið er eini erlendi
leikmaðurinn á launaskrá hjá
Dortmund og á því enn betri
möguleika en ella á því að
tryggja sér fast sæti í aðalliði
félagsins.
gullskó Adidas. Úrslit leikja í Hollandi urðu þessi:
Pec Zwolle — GAE Deventer 2-1
Nec Nijmegen — Nac Breda 1-1
PSV Eindhoven — Ajax 1-1
MVV Maastricht — Excelsior 3-1
Den Haag — Sparta 2-0
Willem 2 — FC Utrecht 0-2
Feyenoord — AZ’67 Alkmaar 3-1
Roda JC — Haarlem 1-2
Tvente — -Vitesse Arnhem 4-1
Ajax hefur enn góða forystu í
deildinni og vænkaðist hagur
félagsins við tap Alkmaar. Hef-
ur Ájax 47 stig, en Alkmaar
hefur 44 stig. Feyenoord hefur
40 stig, en hefur leikið einum
leik minna en Ajax og Alkmaar.
Síðan er fjögurra stiga ginn-
ungagap niður í fjórða sætið, en
það skipar gamla stórveldið
Phillips Sportverein Eindhoven.
boltann. Portúgalinn De Matos
var iðinn við kolann, skoraði
þrjú mörk og eitt markanna
skoraði Riedl. FC Brúgge vann
Beveren á heimavelli 3:2 og
hefur enn tveggja stiga forystu
þegar fjórar umferðir eru eftir
en Standard er í öðru sæti.
Möguleikar Brugge á meistara-
titlinum eru því miklir en Stand-
ard á hins vegar mikla mögu-
leika í bikarkeppninni, er komið
í fjögurra liða úrslit og mætir
þar Beveren.
SS.
Ármann
lagði
Víking
ÁRMANN vann óvæntan
sigur á Víkingi, 3—0, á
Reykjavíkurmótinu um
helgina og fær fyrir vikið
þrjú stig. Um helgina léku
einnig í sömu keppni Valur
og Fylkir og sigraði Valur
2—1. Skoraði Hörður Júlí-
usson bæði mörk Vals, en
ögmundur Kristinsson svar-
aði fyrir Fylki.
Tveir leikir fóru einnig
fram i litlu bikarkeppninni.
FH sigraði Hauka 2—1 á
Kaplakrika og í Keflavik
sigraði ÍBK lið UBK 3-2.
Þórir Sigfússon skoraði öll
mörk IBK, en þeir Ingólfur
Ingólfsson og Sigurður Grét-
arsson skoruðu fyrir UBK.
Þrjú met
ÞRJÚ ný íslensk unglinga-
met voru sett á unglinga-
móti Ægis í sundi sem fram
fór í Sundhöll Reykjavíkur
um helgina. Katrín Sveins-
dóttir setti bæ'ði telpna-og
stúlknamet i 200 metra
skriðsundi stúlkna. synti
hún vegalengdina á 2:16,2
minútum. Þá var sett nýtt
stúlknamet er A-sveit Ægis
keppti í 4x100 metra skrið-
sundi stúlkna. Tíminn 4:28,0
minútur.
Viren
í ham
LASSE Viren, langhlaupar-
inn heimsfrægi frú Finn-
landi, sýndi um helgina, að
hann er ekki dauður úr
öllum æðum, er hann sigraði
örugglega i alþjóðlegu Iang-
hlaupi sem haldið var á San
Andreas-eyju í Karabíska
hafinu. Tími Virens var mun
betri heldur en hjá Victor
Mora, sem varð annar. Vega-
lengdina, sem var 15 kíló-
metrar, hljóp Viren á 42
mínútum og 16 sekúndum.
Mora hljóp hins vegar á
42.44.
Tékkar
öruggir
TÉKKAR sigruðu Ungverja
í óiympiulandsleik i knatt-
spyrnu með 3 mörkum gegn
2 um helgina. Tryggði
tékkneska liðið sér þar með
farmiða á Óivmpiuleikana í
Moskvu i sumar. Sem kunn-
ugt er. tefla austantjalds-
þjóðirnar fram atvinnum-
annaliðum sinum á Ólympiu-
leikum. Janecka. Vizek og
Licka skoruðu mörk Tékka,
en þeir eru allir fastamenn í
A-landsliði Tékka. Sama er
að segja um markaskorara
Ungverjanna, Komjati og
Tatar.
Naumt tap
gegn Póllandi
ÍSLENZKA landsliðið í
badminton tapaði naumlega
fyrir Póllandi 2—3 í fyrstu
umferðinni á Evrópukeppni
landsliða sem hófst í Gron-
ingen i Hollandi um helgina.
Pétur og Kist
háðu einvígi
- sem lauk sem jafntefli báöir skoruöu
Gott mark
hjá Ásgeiri