Morgunblaðið - 15.04.1980, Síða 43

Morgunblaðið - 15.04.1980, Síða 43
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 23 Árni Indriðason úr Víkingi og fyrrverandi landsliðsíyrirliði í handknattleik sigraði i eink- unnagjöf Mbl. með fáheyrðum yfirburðum. Lék Árni alla leiki Víkings, fjórtán talsins og fékk samtals 45 stig. Það gerir 3,21 í meðaleinkunn, sem er einhver hæsta meðaleinkunn sem Mbl. hefur veitt einstökum leikmanni, ef ekki sú hæsta. Er Árni sannar- lega vel að sigri sínum kominn. Lið Víkings hafði algera yfir- burði á íslandsmótinu og oft bar meira á félögum Árna heldur en honum sjálfum. En hann er þannig leikmaður, að vafasamt verður að teljast að Víkingur hefði sigrað með jafn miklum glæisbrag nyti Árna ekki við. Hann er kjölfestan í liðinu, lykil- maður í vörn og leikur auk þess stórt hlutverk í sóknarleiknum þó yfirleitt skori hann ekki mik- ið. Óskar Mbl. Árna til hamingju með sæmdarheitið „besti leik- maður íslandsmótsins“ og verður hann sæmdur fallegum bikar fyrir vikið innan skamms. Kristján Arason, FH-ingurinn ungi, varð í öðru sæti, hann fékk samanlagt 40 stig fyrir 14 leiki, eða 2,85 í meðaleinkunn. Má því glöggt sjá hversu miklir yfirburðir Árna voru, en Árni fékk aldrei lægri einkunn heldur en 3 og nokkrum sinnum fjóra. Kristján getur þó sannarlega vel við unað, því að hann varð markakóngur 1. deildar með 87 mörk. Verður hann því verðlaunaður af Mbl. eins og Árni. I framhaldi af þessu spjalli skulum við líta á listann yfir þá sem hlutu mesta stigafjöldann. stig leikir medal. Árni Indriðason Vík. 45 14 3,21 Kristján Arason FH 40 14 2.85 Haukur Ottesen KR 39 14 2.78 Bjarni Bessason ÍR 39 14 2,78 Sigurður Gunnarsson Vík. 39 14 2.78 Jens Einársson Vík. 38 14 2,71 Þorb. Aðalsteinss. Vík. 38 14 2,71 Friðr. borbjörnss. KR 36 14 2.57 Páll Björgvinsson Vík. 36 14 2.57 Steinar Birgisson Vík. 36 14 2.57 Sæm. Stefánsson FH 36 14 2.57 Þorbj. Guðmundss. Val 36 14 2.57 Einar borvarðars. HK 36 14 2,57 Jóhannes Stefánss. KR 35 14 2,50 Aðrir leikmenn voru með minna. Með 34 stig voru Erlendur Hermannsson Víkingi, Ólafur Jónsson Víkingi, Pétur Ingólfsson FH, Brynjar Kvaran Val, Bjarni Guðmundsson Val, Andrés Bridde Fram og Erlendur Davíðsson Fram. Með 33 stig voru Hannes Leifsson Fram, Stefán Jónsson Haukum, Ragnar Ólafsson HK var með 32 stig. • Árni Indriðason var valinn besti leikmaður íslandsmótsins 1979—80 af fréttamönnum Mbl. Kristján varð marka- kóngur Islandsmótsins i Heildar KRISTJÁN Arason. hinn stór- hann skoraði ekkert af mörkum Atli Hilmarsson Fram 49 ™ ® ® ® B efnilegi FH-ingur varð mark- hæsti leikmaður 1. deildar. Skor- aði hann 87 mörk í 1. deildar keppninni, eða tíu mörkum meira heldur en Bjarni Bessason úr ÍR sem kom næstur. Kristján, sem er unglingalandsliðsmaður, á mikla framtíð fyrir sér, hann er hávax- inn, ógnarsterkur, auk þess sem hann hefur verið vítaskytta FH-liðsins. Fram eftir öllum vetri veitti Bjarni Kristjáni harða keppni, en varð undan að láta undir lok keppnistímabils- ins. Aðeins einn leikmaður annar skoraði yfir 70 mörk í deildar- keppninni, það var landsliðs- maðurinn ungi hjá Víkingi, Sig- urður Gunnarsson, sem skoraði 71 mark. í raun er afrek Bjarna Bessasonar einna best, því að sinum úr vitaskotum. Marka- kóngurinn Kristján Arason skor- aði hins vegar mikið úr vítum og Sigurður Gunnarsson nokkuð. Þetta er þó alls ekki sagt til að rýra árangur Kristjáns, sem er vel að titli sínum kominn. En markhæstu leikmenn deildarinn- ar voru eftirfarandi. Kristján Arason FH 87 Bjarni Bessason ÍR 77 Sigurður Gunnarsson Vík. 71 Þorbjörn Guðmundsson Val 64 Ragnar Ólafsson HK 64 Páll Björgvinsson Vík. 61 Hörður Harðarson Haukum 60 Bjarni Hákonarson ÍR 59 Haukur Ottesen KR 59 Hannes Leifsson Fram 53 Ólafur Lárusson KR 52 Konráð Jónsson KR Andrés Bridde Fram Pétur Ingólfsson FH Þorbergur Aðalsteinsson Vík. Sæmundur Stefánsson FH Hilmar Sigurgíslason HK Stefán Halldórsson Val Bjarni Guðmundsson Val Steinar Birgisson Vík. Erlendur Davíðsson Fram Árni Hermannsson Haukum Guðmundur Þórðarson ÍR Guðmundur Magnússon FH Árni Indriðason Vík. Björn Pétursson KR Sigurður Svavarsson ÍR Þorbjörn Jensson Val Stefán Jónsson Haukum Ólafur Jónsson Vík. Ársæll Hafsteinsson ÍR Erlendur Hermannsson Vík. 47 46 45 44 43 42 40 39 39 36 36 36 36 35 35 35 34 33 32 ALLS vörðu íslensku 1. deildar 31 markverðirnir i handknattleik 30 88 vítaköst og guð einn veit hve irnir vorou 88 vítaköst — Einar Þorvarðar þar af 13 stk. HK með hæstu tölu og lægstu • Kristján Arason i kunnuglegri stellingu, i þann mund að skotið ríða af. Kristján varð markhæsti leikmaður 1. deildar. láta EKKERT lið i 1. deild notaði fleiri leikmenn i deildarleikjum sinum heldur en botnliðið HK. Þetta er hlutur sem oft fylgir liðum sem eiga i erfiðleikum, sifelldar breytingar á liðinu frá einum leik til næsta koma i veg fyrir að leikmenn læri á hver annan. Þó verður að segjast eins og er, að þrátt fyrir að 20 manns hafi komið inn á fyrir HK i vetur, mæddi lang mest á örfáum leik- mönnum. Þar er komið ao kjarna málsins hvað varðar HK, því þrátt fyrir hinn mikla fjölda leikmanna, voru aðeins örfáir hæfir leikmenn í 1. deiid. Af þessum 20 mönnum skoruðu að- eins 10 mark eða mörk. Aðeins hjá ÍR skoruðu færri leikmenn mörk, 9 manns, en ÍR-ingarnir notuðu langfæsta menn, aðeins 13. Athygli vekur, að HK og ÍR voru einmitt liðin sem höfnuðu i tveimur neðstu sætum dcildar- innar. Haukar og Fram notuðu bæði 19 leikmenn í leikjum sínum og liðin áttu það sameiginlegt í vetur, að vera í bullandi fallhættu fram í síðustu leiki. 12 leikmenn Fram skoruðu í vetur, en 13 hjá Hauk- um. Athyglisvert er að líta á markalista Hauka. Þar kemur glöggt fram að enginn afgerandi leikmaður er þar í liði. Hörður Harðarson er þeirra lang mark- hæstur, en meiri hluti marka hans kom úr vítaköstum. Það var einn helsti galli Haukaliðsins, að illa vantaði skyttur. Víkingar notuðu 16 leikmenn, en léku þó að lang mestu leyti með sama tíu manna kjarnann. Aðrir fengu helst að spreyta sig skömmu fyrir leikslok eftir að öruggur sigur var kominn í höfn. Vals- menn, úrslitaliðið í Evrópukeppn- inni, notaði aðeins 15 leikmenn og aðeins ÍR notaði færri, sennilega vegna þess að fleiri menn voru ekki til innan veggja félagsins. Það var t.d. athyglisvert þegar Valsmenn sigruðu ÍR í síðari umferð íslandsmótsins. Þá notuðu IR-ingar sömu leikmennina frá upphafi leiksins til enda hans. Bendir það ekki til mikillar breiddar hjá félaginu. En við vorum að ræða um val. Af þeim 15 leikmönnum sem félagið notaði í vetur skoruðu 11 mark eða mörk, eða allir utan einn ef markverð- irnir þrír eru undanskildir. Þá er aðeins eftir að geta KR og FH. FH notaði 18 leikmenn og 14 skoruðu, eða allir utan fjögurra markvarða. 13 af 17 leikmönnum KR skoruðu mörk ... mörg í viðbót fóru fyrir ofan garð og neðan með öðrum hætti. Verður að segjast eins og er, að þetta er há tala miðað við hve litla möguleika markvörðurinn á í rauninni að eiga gegn góðri vítaskyttu. Vítakóngurinn var Einar Þorvarðarson úr HK, en snilldarmarkvarsla hans var ekki nóg til þess að halda HK á floti í 1. deild. Einar varði 13 vitaköst, en það er næstum víti í leik. Þórir Flosason úr ÍR varði 11 vítaköst, en lék ekki síðustu tvo leiki ÍR, þannig að hann hefði jafnvel skotist fram úr Einari, hver veit? Alls vörðu 19 markverðir þessi 88 vítaköst og næstir á eftir þeim Einari Þorvarðarsyni og Þóri Flosasyni komu þeir Ólafur Guð- jónsson og Pétur Hjálmarssön, Ólafur úr Haukum og Pétur úr KR með 7 vítaköst hvor. Eftirtaldir markverðir komust einnig á blað: Gunnar Einarsson Haukum 6 Sigurður Þórarinsson Fram 6 Brynjar Kvaran Val 6 Jens Einarsson Vík. 5 Sverrir Kristinsson FH 4 Gissur Ágústsson Fram 3 Snæbjörn Arngrímsson Fram 3 Gunnl. Gunnlaugsson Hauk. 2 Ásgrímur Friðriksson ÍR 2 Birgir Finnbogason FH 2 Gísli Felix Bjarnason KR 2 Haraldur Ragnarsson FH 1 Magnús Ólafsson FH 1 Þorlákur Kjartansson Hauk. 1 Handknattielkur Einkunnagjöf Mbl: Árni Indriðason algera yfirburði hafði

x

Morgunblaðið

Beinleiðis leinki

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.