Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 22

Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 22
30 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 Brutu rúðu og stálu myndavél- um og sjónaukum ÞJÓFAR voru á ferð í Austur- stræti aðfaranótt sunnudags- ins. Brutu þeir rúðu í sýn- ingarglugga verzlunarinnar Gevafoto og höfðu á brott með sér tvær myndavélar af 01- ympus-gerð, tvo sjónauka, eina linsu og eitt leifturljós, en þessir hlutir voru í glugganum. Verðmætið er um hálf milljón króna. Málið er í rannsókn og eru þjófarnir ófundnir svo og þýfið. Úrum stolið AÐFARANÓTT sunnudagsins var brotist inn í Sundlaug Vesturbæjar og þaðan stolið nokkrum armbandsúrum, sem voru í óskilum í afgreiðslunni. Málið er í rannsókn. Vinnuslys VINNUSLYS varð sl. laugar- dag, þegar unnið var við upp- skipun í m.s. Selá við Granda- garð. Maður, sem var þar við vinnu, fótbrotnaði og var hann fluttur á slysadeild. Hver man eftir árekstri á Nóatúni? SLYSARANNSÓKNADEILD lögreglunnar í Reykjavík hefur beðið Morgunblaðið að auglýsa eftir vitnum að árekstri, sem varð á gatnamótum Laugaveg- ar og Nóatúns föstudaginn 7. marz sl. klukkan 8.55. Þá rákust saman Scout-jeppi, sem ók suður Nóatún, og Datsun fólksbifreið, sem ók norður Nóatún og beygði vestur Laugayeg og í veg fyrir jepp- ann. Ágreiningur er um að- dragandann að árekstrinum og þarf lögreglan því nauðsynlega að ná tali af vitnum. Skallagrímur sýnir Pókók Mynd þessi var tekin er yfir stóðu æfingar á leikritinu Pókók. UNGMENNAFÉLAGIÐ Skallagrímur í Borgarnesi frumsýndi gamanleikritið Pók- ók eftir Jökul Jakobsson í samkomuhúsi staðarins hinn 11. apríl fyrir fullu húsi áhorf- enda. Leikstjóri er Jakob S. Jónsson en með helstu hlut- verkin fara Sigurðar Páll Jónsson, Oddný Þórunn Braga- dóttir, Haukur Gíslason, Elías Gíslason og Þorsteinn Ey- þórsson. Næstu sýningar á Pókók verða í samkomuhúsinu þriðju- dagskvöld og fimmtudagskvöld kl. 21. Fyrirhugað er að ferðast með leikritið vestur á Snæ- fellsnes og til Reykjavíkur. Svipmynd frá Alþingi: Hér sjást þeir ræðast við í þingflokksherbergi Sjálfstæðisflokks Ólafur G. Einarsson, formaður þingflokks í stjórnarandstöðu, og Friðjón Þórðarson dómsmálaráðherra. Að baki þeim eru myndir af þingflokki sjálfstæðismanna á ýmsum tímum geng- innar stjórnmálasögu. Sjálfir eru þessir þingmenn semjendur sögu líðandi stundar. Þingmenn úr öllum flokkum: „Alger endurskoðun geðheilbrigðismála“ Átta þingmenn úr öllum þingflokkum hafa flutt tillögu til þingsályktunar um geðheilbrigðismál, skipulag og úrbætur, svohljóð- andi: „Alþingi ályktar að skora á ríkis- stjórnina að taka nú þegar til algerrar endurskoðunar öll geðheil- brigðismál hér á landi með tilliti til þess að byggt verði upp nýtt skipulag þessara mála. I þessu skyni skipi viðkomandi ráðherra nefnd til undirbúnings mál- inu þar sem m.a. aðstandendur geð- sjúkra eigi fulla aðild. Nefndin skili áliti fyrir árslok 1980. Brýnustu viðfangsefni, sem vinna þarf að ýmist samhliða nefnd- arstarfinu og i nefndinni sjálfri, eru þessi: • 1. Veitt verði fé til lúkningar Geðdeildar Landspítalans á næstu tveimur árum og sá hluti hennar, sem tilbúinn er, tekinn í notkun nú þegar. Fjármagni verði veitt til ráðningar starfsfólks, svo deildin geti sinnt verkefni sínu að fullu. • 2. Að aðstaða tii skyndihjálpar og neyðarþjónustu verði bætt. • 3. Fullkomnari göngudeildarþjón- ustu verði komið á. • 4. Fjölgað verði vernduðum heim- ilum fyrir geðsjúka. • 5. Sérstök áhersla verði iögð á aðstöðu fyrir unglinga með geðræn vandamál (12—16 ára), svo sem lög kveða á um. • 6. í stað fangelsisvistar geðsjúkl- inga komi viðeigandi umönnun á sjúkrastofnunum. • 7. Reglur um sjálfræðissviptingu verði teknar til rækilegrar endur- skoðunar. • 8. Atvinnumál geðsjúkra verði í heild tekin til athugunar, m.a. með tilliti til verndaðra vinnustaða, nauð- synlegustu iðjuþjálfunar, endurhæf- ingar, þ.m.t. símenntunar og ráðgjaf- araðstoðar til að komast út í at- vinnulífið á ný. Kannaðir verði allir möguleikar hins opinbera svo og atvinnurekenda til lausnar þessa vanda. • 9. Kannað verði hvort stofna skuli embætti deildarstjóra við heilbrigð- isráðune.vtið, sem fjalli sérstaklega um stýringu og skipulag geðheil- brigðismála. Sér til ráðuneytis hefði deildarstjórinn sérstaka stjórnar- nefnd þar sem viðkomandi hagsmunaaðilar ættu fulla aðild. • 10. Stóraukin verði almenn fræðsla um vandamál geðsjúklinga og aðstandenda þeirra svo og um eðli geðrænna sjúkdóma. Ráðgjafarþjón- usta verði sem allra best tryggð." Þingfréttir í stuttu máli: Ungir skylduspar- endur hlunnfarnir Ríkisvaldið tryggir sér ódýrt lánsfé Yngri sparendur hlunnfarnir Allmiklar umræður urðu um til- lögu um ávöxtun skyldusparnaðar ungs fólks, en tillagan (flutningsm.: Guðmundur G. Þórarinsson o.fl.) gerir ráð fyrir því að Alþingi „feli ríkisstjórninni að gera nú þegar nauðsynlegar ráðstafanir til þess að ávöxtun skyldusparnaðar ungs fólks verði ekki lakari en ávöxtun ríkis- tryggðra skuldabréfa". Samkvæmt lögum er ungmennum á 16—25 ára aldursskeiði skylt að leggja ti hliðar 15% launa til ráðstöfunar í lána- kerfi íbúðarbygginga. I umræðunni er bent á að: 1. Einstaklingur, sem leggur 2 m.kr. á skyldusparnaðarreikning ungs fólks nýtur ávöxtunar, sem skapar 8 m.kr. eign á fimm árum. 2. Ef sami aðili legði sömu fjár- hæð inn á 12 mánaða vaxtaauka- reikning (43,5% vextir) yrði hún að 12 m.kr. á sama tíma. 3. Ávöxtunarkjör í skyldusparn- aði „hátekjumanns" eru hins vegar þau, að þessi sama fjárhæð, 2 m.kr. yrði að 15 m.kr. á sama tíma, eða Fimm þingmenn úr Suður- iandskjördæmi hafa lagt fram á Alþingi tillögu til þingsályktun- ar, sem felur það í sér að rikisstjórnin láti fara fram „á árunum 1980—81 fullnaðar- rannsókn á hafnargerð við Dyr- hólaey“. bær áætianir, sem fyrir liggi, verði endurskoðaðar, meðal nýtur nærri helmingi betri ávöxtun- ar en hjá unga fólkinu. Tillaga þessi hlaut jákvæðar und- irtektir, en það var hins vegar gagnrýnt að flytja málið í formi þingsályktunar, sem væri „stein- dautt form“ (Vilmundur Gylfason) en ekki frumvarps, sem fæli í sér úrbætur, ef samþykkt yrðu. Þings- ályktun þýddi hins vegar — eða gat þýtt — „söltun“ málsins. Unga fólkið ætti rétt á raunvöxtum, eins og aðrir sparendur í landinu, sagði V.G. Útibú frá Veiðimálastofnun á Austurlandi Egill Jónsson (S) mælti fyrir nefndaráliti á Alþingi í gær, þar sem lagt er til að samþykkt verði tillaga frá Helga F. Seljan (Abl.) um útibú frá Veiðimálastofnun á Austfjörðum. Sverrir Hermanns- son (S) taldi meiri reisn í málatil- búnaði, ef þeir, sem nú færu með fjármálavald í landinu, hefðu fylgt annars með tilliti til útflutnings á Kötluvikri i miklum mæli. I greinargerð er minnt á rann- sókn Jarðefnaiðnaðar hf. á gæðum Kötluvikurs. Þær rannsóknir sýni að efniseiginleikar og gæði vikurs- ins uppfylli kröfur þýzkra staðla um léttsteypu. Þá segir í greinar- gerð að „nýtanlegur vikur sé að þessu máli eftir með fjárveitingu til að gera orð að veruleika. íslenzkur iðnaður og kaup opinberra aðila Davíð Aðalsteinsson (F) ræddi tillögu Eggerts Haukdals um sam- starf sveitarfélaga og ríkis um að beina viðskiptum (innkaupum ríkis, sveitarfélaga og opinberra stofn- ana) til íslenzks iðnaðar, sem byggja þyrfti upp til að mæta atvinnuþörf vaxandi þjóðar. Vitnaði hann til ályktunar 38. iðnþings máli sínu til stuðnings. Aukin nýting í fiskvinnslu Stefán Guðmundsson (F) hélt áfram umræðu um tillögu, er hann flyt.ur, um aukna nýtingu í fisk- vinnslu; þ.e. könnun á því, hvern veg megi bezt ná hámarksnýtingu þess sjávarafla, sem á land kemur. Taldi Stefán byltingu hafa orðið í meðferð afla um borð í veiðiskipum (kassa- væðing) en enn skorti mikið á hjá fiskvinnslunni að þróa meðferð hráefnisins. Ekki væru allir fisk- vinnslustaðir komnir af stigi hjól- böru á stig færibandsins. minnsta kosti 300.000.000 rúm- metrar á Mýrdalssandi vestan og norðan Hjörleifshöfða", en á öll- um sandinum „sé nýtanlegur vik- ur þrisvar eða fjórum sinnum meiri en það“. Höfn í Dyrhólaey gæti leyst örðugleika sem nú eru fyrir hendi að koma þessum vikri á markað. „Það er því komin ný forsenda fyrir hafnargerð í Dyr- hólaey í viðbót við eldri rök fyrir því máli,“ segir í greinargerðinni. Elnar Slgurður Jón Böðvar Yngstur þingmanna: 24 ára námsmad- ur á Alþingi Þjóðarat- kvæði um þúsundkall? Fjórir varaþingmenn tóku sæti á Aiþingi í gær og sitja þá samtals 10 varaþingmenn þingbekki. t hópi hinna nýju þingmanna er 24 ára námsmaður, Einar Kr. Guð- finnsson (S) frá Bolungarvík, sem tekur sæti á Alþingi í veikindafor- föllum Matthíasar Bjarnasonar, 1. þingmanns Vestfirðinga. Einar Kr. Guðfinnson er 2. varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Vestfjarðakjör- dæmi. 1. varaþingmaður flokksins í kjördæminu, Sigurlaug Bjarnadótt- ir, situr og á Alþingi, í fjarveru Eyjólfs K. Jónssonar, landkjörins þingmanns. Einar er langyngstur þeirra er nú skipa Alþingi. • Þá hefur Sigurður Óskarsson (S) framkvæmdastjóri, varaþingmaður Sjálfstæðisflokks í Suðurlandskjör- dæmi, tekið sæti á Alþingi í veik- indafjarvistum Steinþórs Gestsson- ar. • Jón Sveinsson (F) lögfræðingur, 1. varaþingmaður Framsóknar- flokks í Vesturlandskjördæmi, hef- ur tekið sæti Alexanders Stefáns- sonar á þingi í fjarvistum hins síðarnefnda í opinberum erinda- gjörðum erlendis. • Böðvar Bjarnason (F) sýslumað- ur hefur tekið sæti Þórarins Sigur- jónssonar á þingi, vegna anna þess síðarnefnda heimafyrir, en Böðvar er 1. varaþingmaður Framsóknar- flokks í Suðurlandskjördæmi. Kötluvikur á þýzk- an markað?

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.