Morgunblaðið - 15.04.1980, Blaðsíða 26
3 4 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980
ÓLAFUR M. JÓHANNESSON: GREIN 4
í grein 2 og 3 um Gagnrýni dagblaða var
litið á gagnrýnina af sjónarhóli hins
félagslega og hins sálfræðilega. Verkin
skoðuð sem afsprengi samfélagsins eða
sálarlífs höfundar og þau metin í ljósi
þess. I þessari fjórðu og síðustu grein
verður lesandanum brugðið upp á hinn
„ný rýna“ sjónarhól. Þar sem verkin eru
skoðuð sem sjálfstæð líf-veröld sem lýtur
eigin lögmálum.
Þessi hugmynd Eliot er reyndar
óraunsæ á fleiri máta. Hver er t.d.
kominn að lýsa lögun pýramídans
og sæti hvers verks í þeirri
byggingu. Ætli pýramídarnir yrðu
ekki jafn margir og þeir sem þá
reistu í huga sér. Það er máske
ekki að undra þótt þessi hugmynd
sé lítt raunhæf þar sem hún er
sennilega runnin undan rifjum
þeirrar furðuskepnu Ezra Pound.
Nú, en þrátt fyrir að ýmislegt úr
hugmyndaheimi Eliot komi okkur
spánskt fyrir sjónir í dag verður
að telja hann annan merkastann
rýni nýrýninnar ásamt Richards.
I.A. Richards kom í þennan
ófullkomna heim, árið 1893. Sem
Gagnrýni dagblaða
Nýrýnin í því ljósi sem hún
verður skoðuð hér í örstuttri
blaðagrein — telst hafa risið sem
sjálfstæð .stefna í bókmenntarýni
um 1940. Að vísu voru ýmis merki
um þessa stefnu kominn fyrr, t.d.
flutti Joel nokkur Spingarn fræg-
an fyrirlestur um „Nýrýni" við
Columbiaháskólann 1910, þar sem
hann gerir upp hug sinn við ýmsar
eldri gagnrýnistefnur.
En sem hreyfing varð nýrýnin
sennilega til í hópi gagnrýnenda
við tímaritið „The Fugitive"
1922—25. Þessi grúppa var kennd
við Nashville og taldi m.a. innan
sinna raða menn sem síðar urðu í
forsvari fyrir nýrýnina þar einna
fremstan John Crowe Ransom
sem þá var kennari við Vanderbilt
háskólann. Nashvillehreyfingin
kom fram sem andóf gegn tækni-
væðingu og stóriðjubrölti norður-
ríkjanna. Sem þeir töldu andlega
og siðferðilega geldandi. Ein leið
út úr þessarri kreppu var að
hverfa aftur fyrir borgarastríð til
staðbundinna, hefðarríkra menn-
ingarforma Suðurríkjanna. I list-
um dáðust meðlimir hópsins að
því sem var ríkulega hlaðið, dulúð
og háspeki, t.d. skáldskap enska
jöfursins John Donne. En brátt
tekur hreyfingin að beina sjónum
sínum nær samtímanum. Að hinu
fagurfræðilega í skáldskap dags-
ins. Hún þróast smám saman í átt
til „nýrýni" bæði í greiningu á
nýjum skáldskap svo og í nýjum
tökum á skáldverkum fyrri alda.
Þess var getið að Nashville-
grúppan væri til í kringum tíma-
rit. Fleiri slík tímarit urðu hvati
hinnar nýju gagnrýnistefnu t.d.
„Southern Review" sem Cleanth
Brooks og Robert Penn Warren
gáfu út við ríkisháskólann í Louis-
iana 1935 til ’42 og frá 1939 gefur
Ransom út ritið „Kenyon Review"
við Kenyon College. Sú nýrýna
umræða sem fór fram í þessum
tímaritum og í þeim hópum menn-
ingarvita sem kring um þau
sveimuðu fékk vart afgerandi
form sem stefna fyrr en um 1941
að Ransom skýrir bók um T.S.
Eliot, I.A. Richards, Yvor Winters
o.fl. „The New Criticism" eða
NÝRYNIN. Og við skulum vara
okkur á að þótt nýrýnin sé hér
kölluð gagnrýnistefna þá er hún
það ekki í afmarkaðri merkingu
heldur telst fremur víð opin and-
leg hreyfing, sem ýmsir sem þegar
hafa verið nefndir telja — án
tilvistar. Enda léku um nýkrítikan
ýmsir hliðarstraumar sem máðu
oft á tíðum út mörk hennar.
Sterkasti straumurinn á nýrýn-
inni bandarísku var frá Bretlandi,
þar sem svipaðar hugmyndir þró-
uðust svo til samhliða, þótt við
ólíkar aðstæður væri. Sérstaklega
urðu þessar hugmyndir öflugar
við Cambridge háskólann þar sem
nýrýnirinn I.A. Richards briller-
aði. Reyndar verður að telja for
sendurnar fyrir „nýrýninni" fyrir
ndi í Englandi rétt upp úr fyrri
’msstyrjöld — er Eliot gaf út
•einskeytta ritgerðasafn „The
oacred Wood" — árið 1920. Thom-
as Stearns Eliot var fæddur á
Nýja Englandi 1888 en lést í því
gamla að því mig minnir árið 1965.
Þar fékk hann ríkisborgararétt
um fertugt. Bjó í London frá og
með fyrri heimsstyrjöld. Eliot
vann framan af fyrir sér með
kennslu, var lengi bankastarfs-
maður, bókmenntaráðunautur og
að lokum forstjóri hinnar virtu
bókaútgáfu Faber & Faber. í
þessu starfi sínu og sem gagnrýn-
andi hafði hann mikil áhrif í
bókmenntaheiminum. Verður að
telja hann ásamt skáldunum Ezra
Pound og Máske Yeats hvað öflug-
astan við upphaf aldarinnar, í
heimi ljóðsins, því Eliot var fyrst
og fremst ljóðasmiður. Hagur svo
af bar. Sitt fyrsta ljóðasafn gaf
hann út 1917 „Prufrock and Other
Observations", en það er þó fyrst
með ljóðinu „The Waste Land“
sem kom út 1922 að hann kveður
sér hljóð meðal stórskálda. Þetta
mikla verk sem er að því er mig
minnir yfir 400 línur, er án
eiginlegs þráðar. Heldur eru stöð-
ugar tilvísanir til ýmissa tíma-
skeiða bókmenntalegra og sögu-
legra: Það er ekki aðeins ritað á
ensku heldur og þýsku, frönsku,
sanskrít, ítölsku auk tilvitnana á
latínu og grísku. í næstu grein á
undan í þessum greinaflokki var
aðeins vikið að tengslum The
Waste Land við kenningasmíð
Jung — ekki verður farið frekar út
í þá sálma^né Eliot sem skáld, en
vikið stuttlega að gagnrýni bók-
mennta hans í tengslum við „Ný-
rýnina".
Eliot er einn fárra nýkrítikera
sem ekki hefur verið bundinn
háskólaheiminum. Hann nam að
vísu heimspeki við Harvard og var
við nám í Oxford og Sorbonne.
Dvaldi um tíma við Cambridge og
sem „prófessor í ljóðlist" við
Harvard og seinna var hann í
tengslum við Princeton. En var
hvergi ráðinn til langframa sem
háskólakennari. Eliot varð því í
senn vel menntaður háskólamaður
og sjálflærður í besta skilningi.
Þetta innra frelsi Eliot — frá
þrúgandi vélmennsku háskólanna
— þar sem mest áhersla virðist
lögð á að kenna nemendum að rita
ritgerðir samkvæmt forskrift en
ekki eftir innblæstri — varð
honum til happs sem gagnrýn-
anda. Hann varð víðsýnni
óhræddari við að gefa sig á vald
þeim verkum sem hann rýndi í það
og það skiptið. Lét sér ekki nægja
að staðnæmast við ytra form
þeirra í von um prófgráðu eða
hærri laun, heldur slökkti á eigin
sjálfi og rann þannig saman við
sjálf verkanna. Likt og dropinn
hjá Búdda við hið skínandi haf
uppljómunarinnar.Hann tekur sér
far út á þetta ókunna haf með
fleyi skáldgyðjunnar og lætur
reka á reiðanum hvar það ber að
strönd. En þegar komið er á land
gengur hann um og skoðar fegurð
landsins eða ljótleika. Líkt og
hann sé á eyju sem sprottið hafi í
tröllahöndum. Nú þegar hann
hefir gert sér mynd af þessu
sköpunarverki, siglir hann til
baka, lendir á strönd raunveru-
leikans tilbúinn að miðla reynslu
sinni. En enginn er eyland nema
ef vera skildi konan í ilmvatns-
auglýsingunni. Og Eliot er ljóst að
í hinu mikla hafi eru margar eyjar
og bárurnar bera sitthvað þar á
milli og frjóduft ferðast í lofti og
ósýnileg blóm taka sér bólfestu í
hinum ólíka jarðvegi. Blóm sem
eiga það sameiginlegt að hafa
rætur og fá næring úr sömu
uppsprettu. Þessi uppspretta var
fyrir Eliot ljóðahefðin sem hann
lýsir svo í ritgerð sinni „Tradition
and The Individual Talent.“:
„... tilfinningin fyrir hinni
sögulegu framvindu er nauðsyn
þeim sem vill halda áfram að
vera skáld fram yfir 25. aldurs-
árið. Þessi tilfinning fyrir hefð-
inni þýðir að maður lifir for-
tíðina ekki eingöngu sem fortíð,
heldur sem nálægð. Tilfinningin
fyrir sögulegri framvindu
þvingar manneskjuna til að
skrifa ekki eingöngu með sína
eigin kynslóð í huga, heldur
allar bókmenntir Evrópu frá
Hómer. ... þessi tilfinning fyrir
hinu tímalausa gerir höfundinn
hefðbundinn háðan hefðinni en
jafnframt næman fyrir stöðu
sinni í samtíðinni."
Ljóðið er þannig að mati Eliot
hluti menningararfleifðar en jafn-
framt sjálfstætt, óháð henni því
það er eilíft lifir í núinu. Með
þessari skilgreiningu sinni leggur
Eliot hornsteininn að kenningu
nýrýninnar um eigið líf skáld-
skaparins. Sjálfstæði hans gagn-
vart sögunni — í þeim skilningi
sem við skiljum hana. Og þarna er
einnig komin „Samanburðaaðferð-
in“ sem svo mjög var beitt af
nýrýnum. Eliot og félagar bera
ekki saman bókmenntaverk til að
sýna fram á beinan þróunarferil
bókmenntanna. Heldur ganga þeir
út frá hinni bókmenntalegu hefð
sem lifandi afli sem vakir í núinu
— hún sé tilfinning fyrir sam-
hengi bókmenntanna — tilfinning
sem vakir í meðvitund skáldsins
og sem verður mótandi afl í
upplifun lesandans. Eliot orðar
þetta svo.
„Ekkert skáld, enginn list-
amaður innan nokkurrar list-
greinar, ber með sér allt inntak
listarinnar. Verðleikar hans
verða metnir f tengslum við
mátt hans meðal látinna lista-
manna og skálda. Við verðum
vegna samanburðarins að setja
hann meðal hinna dauðu. Við
getum ekki metið hann sem
einangrað fyrirbrigði ... það
sem raunverulega á sér stað
þegar nýtt listaverk kemur, er
nokkuð sem gerist meðal allra
listaverka sem þegar hafa verið
sköpuð. Öll þau listaverk sem
þegar hafa orðið til mynda
huglægan pýramída, sem um-
myndast þegar nýtt listaverk
fæðist. Pýramídinn er heill sem
slíkur áður en hið nýja verk
kemur til sögunnar, bygging
hans helst eftir sem áður, en —
nú þegar enn einn steinn bætist
við tekur hann breytingum.
Steinn sem hefur trónað við
toppinn gæti færst neðar og
annar ofar ... þannig skiljum
við tengsl — gildi — og mikil-
leik nýs listaverks aðeins í
tengslum við heildina.“
Við sjáum hvert þau vinnubrögð
sem hér er gefin formúla að leiða.
Venjulegur blaðagagnrýnandi get-
ur að sjálfsögðu ekki beitt þeim.
fullorðinn hefur hann starfað
mesta sína tíð við Magdalene
College í Cambridge og frá 1944
sem prófessor í enskum bók-
menntum við Harvard háskólann í
Bandaríkjunum. Richards er
óvenju víðmenntaður maður, jafn-
vígur á atferlissálarfræði sem
fagurfræði, málvísindi og bók-
menntarýni. Á síðastnefnda svið-
inu hefur Richards lyft grettistaki
með því að rífa bókmenntarýnina
upp úr spekúlasjónum á svið
hreinnrar vísindalegrar skoðunar.
Þar sem beitt er málvísindalegum
aðferðum jafnt og sálarfræði-
legum tilraunum. Hefur karl ritað
sitthvað um þessi efni svo sem
merka bók — 1923 — í samvinnu
við C.K. Ogden er þeir nefndu
„The Meaning of Meaning." Þarna
kemur sú skoðun Richards fram
að ekki beri að skoða bókmennt-
irnar í sögulegu samhengi, rýnjr-
inn líti fram hjá þeim öflum sem
eru að baki verkanna, einblíni í
þess stað á hið skáldlega upplifun-
arferli með sálarfræðilegar að-
ferðir að vopni. Gagnrýnandanum
beri að greina „hvað“ ljóðið beri
með sér, á hvern „hátt“ það miðlar
og hvers „virði" tjáskiptagildi þess
er.
Gagnrýnin verður þannig nokk-
urskonar „siglingarfræði“, þar
sem lesandanum er bent á hvar á
hverju einstöku augnabliki hann
er staddur á ferð sinni í heimi
ljóðsins. Ljóðið er fyrir Richards
ein tegund upplifunar — annars-
vegar á stund sköpunarinnar og
hins vegar á stund lestursins. I
báðum viðvikum er upplifunin
flókið sálrænt ferli. Og vilji maður
kanna hana nánar sem slíka þá
verður fyrst að rýna hin flóknu
sálrænu ferli og þau lögmál sem
þar ríkja. Þar sem Richards lítur
á þessi ferli að baki ljóðinu sem
hliðstæðu annarra rannsakan-
legra ferla í lögmálsbundnu ríki
hins huglæga/hlutlæga veruleika
sviptir hann ljóðið hinu yfirnátt-
úrulega, dularfulla — neistanum
úr auga guðs. En þó telur hann
reynsluferli sem samfara eru ljóði
frábrugðin öðrum reynsluferlum
mannsins á tvo vegu. Það er
sérlega dýrmætt og gætt ríku-
legum tjáskiptaeiginleikum.
Dýrmætt er í augum Richards
hver eigind sem fullnægir sér-
manneskjulegum þörfum. Hann
lítur á manneskjuna sem óhemju-
flókið kerfi áhugamála sem að
flestu er hömluð og ná ekki
tjáningarsviði. Ríkast er líf mann-
eskjunnar þegar áhugamál hennar
ná sem flest á svið tjáningarinnar
og þau falla þar í jafnvægi,
skyggja ekki hvert á annað. En
hrærigrautur tilverunnar hamlar
þessarri viðfeldnu innri birtingu.
Skáldið hins vegar getur í ljóði
sínu lokið sér upp fyrir hinni
óendanlegu margræðni tilverunn-
ar, lýst hana í gegn með innsæi og
fellt hana í heilsteypta mynd — í
ljóð. Lesandinn getur síðan ferð-
ast um hinn víða en formaða heim
ljóðsins — numið ný svið innra
með sér án þess að tapa áttum og
þannig leyst úr læðingi þau
áhugasvið sem hann hefir áður
bælt, sem sagt fengið útrás fyrir
sinn innra mann. Oðlast á tákn-
rænan hátt frið og jafnvægi í
sálarlífinu. En þetta verður aðeins
vegna þess að ljóðið er einnig gætt
óvenju ríkum tjáskiptaeiginleik-
um það getur fluttst milli manna
sem virkt og tjáningarferli. En
þessi tjáskipti verða aðeins vegna
þess að sjálft tungumálið er gætt
ákveðnu „tilvísunargildi". Annars-
vegar er um að ræða beina
tilvísun tungunnar þ.e. til hluta og
aðstæðna í veruleikanum. Slík
tilvísun stenst þegar hana ber
saman við það sem vísað var til.
Hinsvegar er hin tilfinningarlega
tilvísun tungunnar — sú vísar til
annarra atriða en koma fram við
fullnægingu þekkingarhvatarinn-
ar. Slík tilvísun er hvorki sönn né
ósönn sen slík en getur haft
ákveðið „gildi" ef hún fullnægir
öðrum hvötum en þekkingarhvöt-
inni. En nú erum við komin inn á
nýtt svið sem varðar blæbrigði
sjálfs tungumálsins. Þessu sviði
gaf einn merkur nýrýnir Empson
mikinn gaum og verður hann
síðastur á dagskrá í þessarri mjög
ágripskenndu kynningargrein —
verðum að sleppa mörgum ágæt-
um nýrýnum á borð við John
Crowe Ransom, Cleanth Brooks,
Allen Tate, R.P. Blackmur, René
Wellek.
William Empson sem fæddist
árið 1906 nam hjá Richards í
Cambridge og varð fyrir sterkum
áhrifum af spekingnum, einnig
var hann framanaf hrifinn af
kenningum Eliot. Nú, að loknu
námi varð Empson prófessor í
Tokyo, og ferðaðist þá nokkuð til
meginlandsins Kína. Hann fór
reyndar víða og var um tíma
starfsmaður BBC. En 1953 var
hann settur prófessor við Shef-
field háskólann. Empson hlaut
fljótt viðurkenningu fyrir texta-
greiningu og 24 ára gaf hann út
merkisverk um þetta efni „Seven
Types of Ambiguity." Þar sem
hann dregur athyglina að marg-
ræðni texta skáldsins sem hann
flokkar í 7 flokka eftir merking-
armun o.fl. Þessa flokka ber þó
ekki að líta á sem lokaða dilka
heldur er hér á heimspekilegan
hátt reynt að nálgast hin smæstu
merkingarafbrigði orðanna. Bæði
sem einstakra fyrirbrigða og sem
merkingarheilda. Til að greina
þannig hin smáu merkingaraf-
brigði tungunnar þróaði Empson
sérstaka lestraraðferð „Close
reading" eða nákvæmnislestur
sem svo mjög var einkennandi
fyrir nýkrítikina. Empson hafði að
vísu séð þessarri aðferð beitt í
bókinni. „A Survey of Modernist
Poetry" sem rituð var af skáldinu
Robert Graves og Laura Riding en
hann pússaði og dýpkaði þessa
vandasömu aðferð sem byggist
eins og nafnið bendir til — á því
að gagnrýnandinn sekkur sér ofan
í einstaka hluta textans reynir að
greina innra samhengi hans og
leysa úr merkingavandamálum
kring um orðin og orðasamböndin.
Hér var sem sagt numið staðar við
kjarna hinnar bókmenntalegu
tjáningar — orðið — þetta undar-
lega fyrirbrigði sem varð til í
„upphafi" og greindi okkur frá
dýrunum.
Orðin í þessum greinarflokki
um gagnrýni daghlaða eru orðin
nokkuð mörg en þó allt of fá. Þó
vona ég að þau hafi nægt til að
leiða háttvirta lesendur upp á
nýjan hól þekkingar og þeir sjái í
framtíðinni þegar þeir líta yfir
hina daglegu „krítik" ýmislegt
sem þeir sáu ekki áður. T.d. hve
hinn þjóðfélagslegi bakgrunnur
læðist fram í mati á verkunum —
hvernig hugmyndir Freud um
dulvitundina og Jung sem hið
sammannlega virka á mat gagn-
rýnandans eða hvernig gagnrýn-
andinn krýfur verkið sem sjálf-
stætt líf búið eigin lögmálum.
Einnig vona ég að hinn almenni
lesandi greini þessa hluti í sjálfum
verkunum og verði þannig virkur
gagnrýnandi. Því hvað er gagn-
rýni annað en dagleg umræða
manna á meðal — umræða sem
allir geta tekið þátt í sem á annað
borð hafa áhuga.