Morgunblaðið - 15.04.1980, Síða 27
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRIL 1980
35
Oddur A. Sigurjónsson:
Einskonar vakning!
Fyrir u.þ.b. hálfum öðrum ára-
tug virtust íslendingar vakna við
þann draum, að líklega færi vel á
því, að þeir tækju að sinna ræki-
legár en áður þörfum uppvaxandi
kynslóðar.
Þetta birtist m.a. í því, að varla
greindu fjölmiðlar svo frá karla-
og kerlingafundum, að þeim lyki
ekki með ályktunum um að endi-
lega þyrfti að gera eitthvað fyrir
börnin og unglingana.
Ef ég man rétt, var það hinsveg-
ar lítt eða ekki skilgreint hvað
þetta eitthvað skyldi vera, né að
hverju það ætti að beinast. Óhætt
má þó fullyrða, að flestu vitibornu
fólki hefði mátt vera Ijóst, að svo
bezt gat þessi hreyfing orðið
gagnleg, að hún væri skynsamlega
grundvölluð.
Um þetta leyti vorum við að rísa
úr fátækt til nokkurra bjargálna
og því má telja nokkurn veginn
víst, að undirstraumurinn hafi
verið, að kynslóðin sem fæddist og
ólst upp í kreppunni, hafi talið sér
skylt, að fá afkvæmum sínum
nokkru rífari kjör en hún þekkti
úr sínum uppvexti.
Þetta er auðvitað einstaklega
mannlegt og artarlegt.
Því miður hefur okkur víst
láðzt, svo sem oft endranær, að
skoða endinn í upphafi og frekar
hirt um að gera eitthvað, en að
ígrunda afleiðingar.
Auðvitað er fjarri því, að margt
hafi ekki gerzt, sem gott var og
full nauðsyn á. Okkur dylst ekki,
að börn okkar og unglingar eru
yfirleitt glæsilegt og frjálslegt
fólk í útliti og fasi og vel haldið að
fæði og klæðum, gagnstætt því
sem tíðkaðist fyrr á tímum. En
getum við þá ekki litið fagnandi
yfir farinn veg og talið okkar
árangur harla góðan?
Þrálátar umræður umunglinga-
vandamál benda þó ekki til, að allt
sé í því lukkunnar velstandi, sem
vera ætti. Og ef við á annað borð
viðurkennum tilvist unglinga-
vandamáls, hljótum við að spyrja
okkur að því, í hverju okkur hafi
skjátlast.
Fráleitt væri, að gera sér von
um að þetta sé einstaklega einfalt
mál og við getum fyrirhafnarlítið
komizt að viðhlítandi niðurstöð-
um. En allt um það sakar ekki að
gera heiðarlega tilraun. Allar
líkur mættu benda til þess, að
engin ein orsök valdi. Miklu held-
ur, að margar samvirkar ástæður
séu fyrir hendi.
Það, sem við blasir
Mér kemur það svo fyrir sjónir,
einkum af viðtölum við fjölda
foreldra, að aðaláhyggjuefnin séu
grómtekið hirðu- og hugsunarleysi
barnanna og unglinganna, virð-
ingarleysi í umgengni við dautt og
lifandi, að viðbættri taumlítilli
heimtufrekju. Rétt er að staldra
við þetta fyrst.
Gamalt máltæki segir: „Án er
ills gengis, nema heiman hafi“. Og
í stað þess að setjast í dómarastól
yfir því, sem úrskeiðis kann að
ganga hjá unga fólkinu, er ekki
fjarri lagi, að athuga þátt okkar
sjálfra og spyrja í fullri alvöru.
Getur það ekki verið, að við séum
hér að deila við heimatilbúin
vandræði?
Hvernig höfum við rækt
ábyrgðina, sem á okkur hefur
fallið við að fá hinum ungu
heilbrigt veganesti?
Þeir munu vera fáir, sem viður-
kenna ekki, a.m.k. í orði, að
heimilið sé hornsteinn þjóðfélags-
ins. Það þarf fyeldur ekki að
vefjast fyrir neinum, sem vill
sjáandi sjá og er samvistum við
börn frá heimilum-þar sem agi og
regla ríki, hver geysi munur er á
þeim og börnum frá heimilum sem
láta vaða á súðum.
Foreldrar, sem temja börnum
sínum hógværð og kurteisi og
skilgreiningu á hvað er rétt og
hvað er rangt, eru heilladrýgri
sáðmenn á mannlífsakrinum flest-
um öðrum. Enda leggja þeir um
leið traustan grundvöll að lífs-
hamingju barnanna. Fáir eru sem
faðir og enginn sem móðir, er
gamalla og viturra manna mál.
Af þessu leiðir nú beint, að
umönnun, foreldra einkum á þeim
tíma, sem börnin þurfa mest á að
halda, til að öðlast öryggi, er þeim
dýrmætara en tölum verði talið.
Það er því full ástæða til að
staldra við uppeldishætti, sem nú
eru sem óðast að verða hreint
tízkufyrirbæri á okkar góða landi
og því fremur sem við erum alls
ekki frábitin því, að hlaupa út á
allskonar galeiður að lítt athug-
uðu máli.
Við þurfum ekki, hvorki lengi né
mörgum blöðum að fletta nú, til
að sjá að uppeldismálin eru mjög í
sviðsljósinu. Þar kveða sér hljóðs
margir, sem eru kallaðir, hvað
sem um útvalið má segja. Rauði
þráðurinn í orðræðum flestra eru
kröfur um aukna möguleika til að
sundra heimilunum og henda
börnunum helzt frá öndverðu inn í
allskonar stofnanir undir hand-
leiðslu óviðkomandi fólks. Fyrir
þessu standa margir harðsnúnir
flokkar, allt frá uppeldisfræðing-
um með fínum titlum, hvað sem
þar er nú á bak við, niður í
svokallaðar rauðsokkur.
Og því miður er ekki annað að
sjá, en að foreldrar gíni við þessu
agni, ekki sízt mæður. Fúslega
skal játað, að til eru þær aðstæð-
ur, sem geta réttlætt sumt af
þessu. En það er aftur jafn
fráleitt, að hér sé um að ræða
brennandi réttlætismál, eins og
hinir háværustu vilja vera láta.
Grunntónninn í orðræðum
þeirra er nefnilega, að það sé
einhver helgur réttur að geta
fleygt afkvæmunum frá sér, sem
fyrst, jafnvel h^áblautum úr fæð-
ingu. Slík afstaða til afkvæma er
lítt þekkt meðal dýra, hvað þá að
hún ætti að finnast í stórum stíl
meðal „herra jarðarinnar",
Útileguþjóð í eigin landi
Verði framhald, að ekki sé talað
um aukningu á viðleitninni, að
hrekja börnin frá heimilum
sínum, þarf víst ekki að fara í
grafgötur um árangurinn. Hann
liggur raunar þegar á ljósu, sem
vaxandi rótleysi unga fólksins er
óljúgfróðast vitni um. Fleira renn-
ur í slóðina.
Líklegt er, að börn, sem búin eru
að svamla milli vöggustofa, dag-
heimila og leikskóla og undir
handarjöðrum fjölmargra svokall-
aðra uppalenda þar á hrifnæm-
asta aldursskeiði sínu, finni að
þau hafa ekki einkar fast undir
fótum svona almennt séð. Er þá
ekki rökrétt að búast við, að þeim
verði helzt fyrir að treysta á
hópinn?
Vitað er öllum sem vitja vilja að
foringjar hópanna eru ekki ætíð
æskilegustu leiðtogarnir. Hallær-
isplönin svokölluðu eru drjúg vitni
þar um. Sízt af öllu bætir úr skák
oft stórfurðuleg fjarráð óvitanna.
„Margur verður af aurum api“.
Ef vikið er aftur að þætti
foreldranna, heyrum við langoft-
ast við báruna um fjárþörf þeirra,
til að hafa í sig og á og koma upp
þaki yfir höfuð fjölskyldunnar.
Vissulega er ýmislegt rétt í því.
En væri það ekki íhugunar efni,
hvort kröfugerð okkar um fínni og
dýrari hús og húsgögn eiga að
hafa jafn mikinn forgang fyrir
þörfum barnanna og raun er á?
Að ekki sé talað um þegar börnun-
um er svo byggt út úr dýrðinni.
Fráleitt væri, að áfellast fólk
fyrir að reyna að bjarga sér, og
víst er landinn, jafnt konur sem
karlar, vinnufús svo að af mun
bera. Annað mál er samt, hve dýru
verði aukin fjárráð eru kaupandi.
Vinnuergja, sem kostar það að
vanrækja heimili og þar með
börnin, er dýrustu fjármunir, sem
búandi f41k getur aflað.
Vissulega er þetta mál engan
veginn fulltæmt og verður víst
seint. Margt er það sem mannin-
um mætir og neyð er aldrei
kaupmaður. En samt verðum við
að telja, að velferðarríkið, sem við
erum sí og æ að státa af, hljóti að
gefa færi á kostum, sem níða ekki
niður hamingjuvonir þeirra, sem
erfa eiga landið.
Síðari ár hafa kóklað upp und-
arlegu og heldur ógeðfelldu fyrir-
bæri á landi hér, eflaust víðar. Er
þar átt við svokallaða rauðsokka-
hreyfingu.
Eins og vænta má virðist hug-
myndaheimur þeirra, sem hneigj-
ast að henni ærið furðulegur,
einkum kvenna. Varla verður ann-
að sagt en grunntónninn sé óval-
inn öfuguggaháttur hjá þeim, sem
á annað borð ganga til sambúðar
við hitt kynið vígðrar eða óvígðr-
ar.
Vitanlega er það þeirra einka-
mál, að gera sitt til að má út
kynþokka sinn, ef einhver væri, og
búa svo að sínu með sjálfum sér.
En þegar til sambúðar kemur og
einkum ef þær eignast afkvæmi,
breytist dæmið.
Að sjálfsögðu er barátta kvenna
fyrir jafnrétti við karla í alla staði
eðlileg og væri furðulegt að amast
við slíku. Hitt er jafn furðulegt, að
telja umönnun afkvæmis ein-
hverja himinhrópandi réttar-
skerðingu.
Miklu heldur mætti telja það
sjálfsagðan rétt móðurinnar,
enda eðlislægan.
Á okkar tímum hafa konur, sem
betur fer og sjálfsagt er, jafnan
rétt til menntunar og karlar.
Hvernig þær spila á sín spil í
uppvextinum, um undirbúning að
æfistarfi er og á að vera þeirra
mál. En auðvitað er fráleitt, að
kasta svo sökinni á aðra, vegna
vonbrigða af því að hafa valið
rangt.
Rétt er að játa, að ekki er við
því að búast, að allir séu fæddir í
þeim sigurkufli að skjátlast ekki
oft og einatt. Það gildir auðvitað
um val viðfangsefna í lífinu. En
enginn er að bættari með því að
leggjast í sekk og ösku, þó lakar
takizt til en vænzt var.
Allra sízt er þó mannsæmandi,
að kenna alfarið öðrum um það,
sem miður fer. Se'm betur fer, eru
fáir svo aumir, að geta ekki fundið
nokkra lífsfyllingu í og utan
venjulegs hversdagsstarfs, ef vilji
er til. En það má rétt vera, að
steiktar gæsir fljúgi sjaldan í
munn manna án þeirra eigin
tilverknaðar. Því eru einhliða
kröfur á hendur öðrum ekki
þroskavænlegar.
Hér er drepið á þetta, vegna
þess tízkufyrirbæris, að sjálfsagt
sé að húsmæður þurfi endilega að
vera eins og fjúkandi haustull
utan heimila sinna næstum hvem-
ig sem á stendur og því borið við,
að ella hafi þær ekki möguleika til
eigin fjárráða auk þess sem þær
missi þá af blendni við annað fólk.
Hvað sem öðru líður er það"þó
reiturinn, sem hver og einn hefur
að rækta, sem skiptir máli öðru
fremur fyrir hvern einstakling.
Ef þetta þykir kuldaleg niður-
staða, má hún vel réttlætast af
áratuga kynnum af „lyklabörn-
um“, sem koma dögum oftar að
aðsetri sínu mannlausu og köldu,
eða eru fengnir fjármunir, þegar
foreldrar koma heim og aftur
rekin út, til að kaupa sér „coca
cola og prins polo“.
Þarf nokkurn að reka í roga-
stanz, þó börn sem þannig eru
svipt hlýju heimilisins, verði ekki
sérlega heimakær né handgengin
foreldrum? „Smekkurinn, sem
kemst í ker, keiminn lengi eftir
ber.“
Gert fyrir börnin
En aldur barnanna er ekki hár,
þegar þurfa þykir, að gera aukin
átök í þá veru að leggja skipulagð-
an grundvöll að „menntun“ þeirra.
Þetta skal nú gera, samkvæmt
sænskum fyrirmyndum og máske
sóttum víðar að, með því að kalla
þau í skóla ári fyrr en skólaskylda
mælir fyrir um. Ein aðal röksemd-
in fyrir þessu er, að með því sé
verið að þjálfa þau og gera hæfari
fyrir alvarlegt nám. En hvernig
fer svo þessi þjálfun fram?
Það er opinbert leyndarmál, að
ríkust áherzlan er víðast lögð á, að
fremja allskonar leikspil, sem
engan skynsamlegan tilgang virð-
ist hafa og beinist næsta lítið, ef
nokkuð, að kunnáttuatriðum. Á
þessum aldri eru börnin einmitt
opnust fyrir fræðslu, þó auðvitað
verði að ætla þeim af um tíma-
lengd daglega. Og nú byrjar ballið.
Börnin fá í hendur pappír og
allskonar liti, til þess að sulla með
einhvern veginn stundum að krota
upp einhverjar fígúrur, sem engin
tilgerð er á, að vonum. Dæmalaust
er ekki, að hvolft sé á pappírsblað
fyrir framan börnin allskonar
litadufti. Síðan eru þau látin
glenna út fingur beggja handa og
hræra í hrúgunni stundum undir
tónlist (!) og „Presto" brátt birtist
mynd (?) listaverk!
Vissulega kemur fyrir að þeim
séu sýndir bókstafir, en auðvitað
verður að gæta þess vandlega, að
vetrarskamturinn sé þá ekki nema
svona Va af stafrófinu og skal
lukka til, að ruglað sé ekki saman
hljóðaðferð og gömlu góðu
bandprjónsaðferðinni!
Auðvitað verða börnin, sem sjá í
gegnum tilgangsleysið og leikara-
skapinn, hundleið á svona æfing-
um. En þá er alltaf hægt að grípa
til kynfræðslu sem áhugavekjandi
kennslu! Ekki er ráð, nema i tíma
sé tekið!
Ýmsir bókaútgefendur hafa ver-
ið svo vingjarnlegir að láta skól-
unum í té auðvitað fyrir fulla
greiðslu myndskreytta samfara-
fræði.
Óbrjálað fólk ætti nú að geta
gert sé í hugarlund, hversu svona
smábarnakennsla þjálfar krakk-
ana í hagnýtu námi og námsað-
ferðum og hversu mikið færari
þeir hljóta að vera að taka við
alvarlegu námsefni, sem bíður á
næsta leiti! En hvað um þetta
„Vertu ekki að aka þér“íslands
frjálsi blómi. Bara ef lúsin útlend
er/er þér bitið sómi“!
Öllum, sem nokkur veigur í, er
það í blóð borið, að vilja sjá
nokkurn ávöxt iðju sinnar. Það er
vaxtarbroddur þroskans. Börn og
unglingar eru ekki hér undan
skilin, nema síður sé og víst
mættu ýmsir hinna útblásnu
„fræðinga" bera dökkan kinnroða
fyrir raunsæi þeirra. En af sjálfu
leiðir, að þau þurfa að finna
tilgang í því, sem þeim er fyrir
lagt og hafa hæfilegt viðnám fyrir
orku sína í viðfangsefnunum. Það
er ekki út í hött, að fyrstu kynni af
námi þurfi að efla þetta mark-
visst, enda býr lengi að fyrstu
gerð. Ávextina sjá menn hinsveg-
ar í sívaxandi námsleiða sé hvorki
hirt um heilbrigðan metnað eða
fróðleiksfýsn.
Menntun er dýrmætt hnoss,
enda sé hún ekki einvörðungu
miðuð við samtíning sundurlausra
staðreynda eða langa skólasetu.
Raunar er inntak hennar, að
öðlast það, sem gerir menn að
mönnum. Að því verður allt upp-
eldi að beinast, ef ekki á verr að
fara. En það getur aldrei gerzt
með því að fá ungmennum allt upp
í hendurnar fyrirhafnarlaust og
svipta þau frumkvæði, eða til-
gangi með lærdómi.
Annað mál er, að uppalendur
gæti þess að sveigja frumkvæðið
inn á brautir, sem byggja persónu-
leikann upp til góðra og gagnlegra
hluta.
Oddur A. Sigurjónsson.
Sverrir Runólfsson:
Er þetta hægt?
Vegna þess umtals undanfarið
að ég gefi kost á mér til forseta-
kjörs, (t.d. í Velvakanda 29. mars
sl.) hafa margir viljað vita í
leiðinni hvort ég væri búinn að
gefast ugp í baráttunni fyrir betri
vegum. Ég hef verið að undirbúa
málaferli gegn Vegagerðinni, en
það hefur gengið seint, því ég er
ákveðinn að sækja málið sjálfur
og lítill tími frá brauðstritinu.
Sem betur fer er eins og flestir,
eða furðumargir, skilji nákvæm-
lega hvað skeði í sambandi við
tilraunakaflann á Kjalarnesi. Mín
mistök eru þau að ég tók ekki
alvarlega þegar fólk varaði mig
við því, að ráðamenn í vegagerð og
einnig þeir sem stæðu í vega-
framkvæmdum hér á landi,
mundu gera allt til að fyrirbyggja
að tilraunin tækist. Þrátt fyrir
allt, tókst hún þó yfir 90%. Það er
víst nokkuð satt í því, að hrekk-
laus maður varast síður hrekkinn.
Hvernig átti ég nýkominn heim,
eftir um 25 ára fjarveru, að þekkja
og vara mig á kerfinu. Allan
tömann sem ég var að vinna við
tilraunina stóð ég í þeirri mein-
ingu að eftir að ég væri búinn með
kaflann, sem Vegagerðin skammt-
aði mér, fengi ég að velja kafla á
móti. Eins og þeir höfðu lofað,
áður en ég byrjaði á framkvæmd-
um. Ef ég hefði ekki haft þetta
loforð, þá hefði ég aldrei byrjað.
Margir hafa sagt: „Sverrir minn,
þú hefðir átt að fá loforðið skrif-
legt.“ Jú, víst er það rétt. En
reynið að fá embættismenn til að
skrifa undir hliðstætt. Það eru
nóg vitni að loforðinu. Enda stend
ég í þeirri meiningu að þessir
menn hljóti að verða að athlægi ef
þeir þora ekki að láta mig velja
kafla á móti. Og ráða algjörlega
framkvæmdum. Því á Kjalarnesi
var það öfugt. Nú er eins og
Vegagerðin hafi ákveðið að svíkja
þetta loforð. Ég spyr: Er þetta
hægt? Að háttsettir embættis-
menn geti hreint og beint blekkt
saklausa menn sem aðeins vilja
gera þjóð sinni gagn. Það er hreint
ótrúlegt. Allir verktakar, sem
unnu við kaflann ( 13 að tölu),
unnu nákvæmlega eins vel fyrir
mig og fyrir aðra. Því miður fóru
miklir peningar í auka flutninga
Sverrir Runólfsson
og það að að fá ekki þau tæki sem
ég hafði reiknað með. Nema á
sunnudögum. Það er ekki nema
von að þjóðin sé í fjárhagslegu
öngþveiti ef svona hefur verið
farið með góða krafta ( lærða
menn) þegar þeir hafa ætlað að
gera þjóðinni gagn. Því miður er
viðureign mín við kerfið ekkert
einsdæmi. Þess vegna spyr ég
aftur: Er þetta hægt?