Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 30

Morgunblaðið - 15.04.1980, Side 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 + ÁSTA KRISTÍN SIGURDARDÓTTIR, Merkisteini, Vestmannaeyjum, Blönduhlíö 29, lést á Landspítalanum, sunnudaginn 13. apríl. Aöstandendur. STEFÁN HALLDÓRSSON, fré Tréstööum, lést aö heimili sínu, Dalbraut 23, 9. apríl. Elín Magnúsdóttír, Halldór Stefánsson, Þóra B. Bragadóttir, Jónína Magnúsdóttír, og barnabörn. Sonur okkar og bróöir ÞÓRIR BALDVINSSON, Bergstaöastræti 43 A lést at slysförum laugardaginn 12. apríl sl. Baldvin Sigurösson, Halldóra Guömundsdóttir, og systkini. t ÞURÍÐUR JÓNSDÓTTIR Hátúni 10 A lést í Landakotsspítala 11. apríl. Útförin auglýst síöar. Harald Isakssen, Ingibjörg Þorgrímsdóttir. + Eiginmaöur minn og faöir okkar EGGERT ÓLAFSSON skipasmíöameistari, lést að heimili sínu, lllugagötu 75 Vestmanneyjum aö morgni 12. apríl. Helga Ólafsdóttir, Ólafur og Kristján Eggertssynir. + Móöir okkar og tengdamóöir HALLDÓRA EYJÓLFSDÓTTIR frá Syöri-Steinsmýri til heimilis aó Lönguhlíö 3, Rvík., lést á Borgarspítalanum þann 1. apríl. Útförin hefur fariö fram í kyrrþey aö ósk hinnar látnu. Börn og tengdabörn. + Eiginkona mín, móðir okkar, tengdamóðir og amma, INGIBJÖRG GUÐRÚN KRISTJÁNSDÓTTIR, Vallargeröi 2, Kópavogi sem lést 6. apríl sl. veröur jarösungin frá Kópavogskirkju, miövikudaginn 16. apríl kl. 3. e.h. Sveinn A. Sæmundsson, Alda Sveinsdóttir, Jón Ingi Ragnarsson, Ólína Sveinsdóttir Burkni Dómaldsson, og barnabörn. + Hjartkær sonur okkar, bróöir og mágur, BALDUR BALDURSSON Torfufelli 24, veröur jarðsunginn frá Fossvogskirkju miðvikudaginn 16. apríl kl. 13.30. Blóm og kransar vinsamlegast afbeöin, en þeim sem vilja minnast hans þendum viö á Slysavarnarfélag íslands, Hjálparsveitir Skáta og Flugbjörgunarsveitina. Msgnea Jónsdóttir, Baldur Guömundsson, Hafliöi Baldursson, Hildur Þorláksdóttir, Brynja Baldursdóttir, Guömundur Jónsson, Guömundur Ó. Baldursson, Helga Stefánsdóttir, Halldóra Baldursdóttir, Jón Baldursson. Hilmar Sígurjónsson, Minning: Steingrímur Matthías- son loftskeytamaður í dag verður til moldar borinn frá Fossvogskirkju, Steingrímur Matthiasson fyrrum loftskeyta- maður hjá Landhelgisgæslunni, en hann lézt 25. mars s.l. á Borg- arspítalanum. Steingrímur var fæddur 3. maí 1906 í Reykjavík, fjórða barn þeirra heiðurshjóna Matthíasar Matthíassonar, versl- unarmanns í Holti við Skóla- vörðustíg og Ragnheiðar Skúla- dóttur konu hans en þau eignuðust 7 börn. Snemma snerist hugur Stein- gríms að þeirri nýjung sem þá var að ryðja sér til rúms á Islandi sem annarsstaðar, loftskeytatækninni. Var hann í fyrsta árgangi nem- enda Loftskeytaskóla Islands sem útskrifaðist árið 1923, þá 17 ára gamall. Réðst hann þá til Skipaútgerðar ríkisins, sem þá sá bæði um rekstur strandferðaskipanna og varðskipanna. Árið 1933 er Steingrímur ráðinn sem loft- Kveðja: Thomas P. Reynolds Nýlega andaðist í New York Thomas (Tom) P. Reynolds, um- boðsmaður Álafoss h.f. í Banda- ríkjunum. Samskipti hans við Álafoss hóf- ust fyrir rúmum tólf árum. Þá var íslenzk ullarvara nær alveg óþekkt á erlendum mörkuðum, enda stór- átak það, sem gert hefur verið í markaðsmálum þessarar iðngrein- ar, rétt að fara af stað. Þá eins og ávallt var erfitt að koma nýjum og algjörlega óþekkt- um vörutegundum inn á markað- inn. Tom tók að sér að kynna og markaðssetja LOPA á bandaríska markaðnum. Hafði hann mikla trú á þessari vöru og sparaði hvergi í fé né fyrirhöfn við að koma henni á framfæri og síðan festa hana í sessi. Árangur þessa starfs hans hefur líka orðið sá, að nú er LOPI einhvert þekktasta og virtasta ullarbandsmerkið á markaðssvæði hans. Það má því með sanni segja, að hann hafi verið einn af ötulustu brautryðjendunum fyrir þeirri velgengni í sölumálum, sem íslenzki ullariðnaðurinn á við að búa í dag. Á þessum árum hefur Tom margoft komið til íslands og eignaðist hér marga vini og kunn- ingja, enda var hann mjög félags- lyndur. Við fyrirtæki Toms tekur nú sonur hans Sandy, sem um árabil hefur starfað við fyrirtækið og komið hingað nokkrum sinnum. Um leið og ég þakka Tom samfylgdina, sendi ég ekkju hans, Peggy, dóttur hans, Beath, og Sandy sem og tengdabörnum og barnabörnum hans mínar innileg- ustu samúðarkveðjur. Magnús Pétursson Afmœlis- og minningargreinar ATHYGLI skal vakin á því, að afmælis- og minningargreinar verða að berast blaðinu með góðum fyrir vara. Þannig verður grein, sem birtast á í miðvikudagsblaði, að berast í síðasta lagi fyrir hádegi á mánudag og hliðstætt með greinar aðra daga. Greinar mega ekki vera í sendibréfsformi. Þess skal einnig getið af marggefnu tilefni að frumort ljóð um hinn látna eru ekki birt á minningarorðasíðum Morgunblaðsins. Handrit þurfa að vera velrituð og með góðu línubili. + ÓSKAR CLAUSEN rithöfundur veröur jarösunginn frá Dómkirkjunni miðvikudaginn 16. apríl kl. 1.30. F.h. vandamanna, ~ örn og Haukur Clausen + Móöir mín, BRYNHILDUR MAGNÚSDÓTTIR, frá Litla Soli, Framnesvagi 14, veröur jarösungin frá Dómkirkjunni þriöjudaginn 15. apríl kl. 13.30. Blóm afbeöin. Þórir Björnsson. Lokað vegna jaröarfarar INGIBJARGAR G. KRISTJÁNSDÓTTUR, frá hádegi miðvikudaginn 16. apríl. Blikksmiðjan Vogur. skeytamaður á v/s Ægi 1. og er á því skipi til ársins 1951 er hann fer loftskeytamaður á v/s Þór 3. sem hann sækir nýsmíðað til Danmerkur. Á v/s Þór 3 var Steingrímur til áramóta 68—69 er hann fór alfar- inn í land. Steingrímur var 2. loftskeyta- maður á Esjunni, á móti Lýði Guðmundssyni þegar skipið fór hina frægu Petsamo-för. Hann var einn af stofnendum Félags ísl. loftskeytamanna og studdi af alhug stofnun Farmanna og fiskimannasambands íslands og átti sambandið stuðning hans óskertan. Steingrímur var fæddur í Holti við Skólavörðustíginn. Þar ólst hann upp og átti ætíð heima. Honum þótt því, sem að líkum lætur, vænst um Skólavörðustíg- inn af öllum götum í Reykjavík og var óspar að láta menn vita að þeir sem fæddir og uppaldir væru þar væru af höfðingjum komnir. Það mátti til sanns vegar færa því Steingrímur var höfðingi á alla lund. Steingrímur var mikill vexti og sómdi sér vel. Hann var glæsi- menni og þá sérstaklega er hann var kominn í fullan embættis- skrúða. Það kom oft fyrir þegar ókunnugir komu um borð í varð- skipið og hittu Steingrím einkenn- isklæddan að þeir töldu að þar færi sjálfur skipherrann og ávörp- uðu hann sem slíkan, og hafði Steingrímur lúmskt gaman af, sérstaklega ef skipherrann var einhvers staðar nálægur og heyrði ávarp þess ókunnunga. Steingrímur var gæddur sér- stakri kímnigáfu sem hann beitti bæði þegar hann var að segja sögur og eins þegar hann þurfti að svara fyrir sig, en það gerði hann venjulega með svo skemmtilegum tilsvörum, að þeir sem á hlýddu veltust um af hlátri, og urðu mörg tilsvör Steingríms fleyg um flot- ann. Steingrímur var ókvæntur og barnlaus. Hann var í foreldrahús- um á meðan foreldrar hans lifðu, en faðir hans dó 1937, og móðir hans 2 árum síðar. Eftir lát foreldra hans hélt Sólveig systir hans honum heimili í Holti, en Sólveig var í mörg ár símamær á langlínustöð Landssíma íslands. Sólveig lést árið 1960 og syrgði Steingrímur hana mikið því þau voru mjög samrýnd. Eftir lát Sólveigar tók bróðir hans, Matthías, sem nú er látinn og kona hans Sigríður, Steingrím í þjónustu og fæði og hugsuðu þau afburðavel um hann. Einnig var Skúli sonur þeirra alltaf reiðubúinn að vera Steingrími innan handar ef eitt- hvað á bjátaði. Ekki get ég svo skrifað minningargrein um Steingrím Matthíasson án þess að minnast á einn af hans gömlu skipsfélögum sem alltaf var til- búinn að aðstoða Steingrím, hvort sem var á nóttu eða degi, en það var Einar V. Skúlason bryti hjá Landhelgisgæslunni. Margt kemur upp í hugann við fráfall Steingríms og eru þær minningar allar ánægjulegar. Eg vil að lokum senda öllum aðstandendum hans innilegar samúðarkveðjur starfsmanna Landhelgisgæslunnar. Blessuð veri minrfing Steingríms Matthíassonar. Helgi Hallvarðsson

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.