Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 36

Morgunblaðið - 15.04.1980, Qupperneq 36
44 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 15. APRÍL 1980 Hafðu ekki áhyggjur, með aldr- inum förum við ekki eins hratt yfir. — Þetta er reglan, sem gildir fyrir alla. BRIDGE Umsjón: Páll Bergsson Oft eru reyndar við spilaborðið aðferðir, sem jafnvel allir við- staddir, aðrir en sá, sem reynir, vita, að ekki mun takast. Þá hefur eitthvert atriði sloppið óséð framhjá augum hans. Austur gaf, austur-vestur á hættu. Norður S. KG H. 743 T. ÁDG84 L. Á97 Vestur S. 43 H. 5 T. 765 L. DG108532 Suður S. Á98752 H. K9 T. K103 L. 64 Austur S. D106 H. ÁDG10862 T. 92 L. K Austur hóf sagnir með einu hjarta en eftir það fengu suður og norður frið og enduðu í fjórum spöðum. Vestur spilaði út hjartafimmi, sem austur tók með ás og hann lét félaga sinn næst trompa hjarta- kónginn. Vestur skipti þá í lauf- drottningu, sem tekin var í blind- um. Næst fylgdu tveir siagir á tromp og í ljós kom, að austur átti þar slag vísan. Enn átti suður eftir gjafaslag á lauf og honum þótti skásti mögu- leikinn, að losna við hann í tígullit blinds. En austur trompaði þriðja tígulinn og eftir það var ekki undankomu auðið. Vestur hlaut að fá úrslitaslaginn, einn niður. Suður hlýtur að hafa gleymt trompun vesturs. í öllu falli var of mikill hluti spila austurs orðinn opin bók. Hjartatrompun vesturs upplýsti sjö spil í hjartanu í austur, spaðalegan þrjú og lauf- kóngurinn hafði komið í ásinn. Þannig var ekki rúm fyrir nema tvo tígla og þannig í raun eini möguleikinn, að austur ætti ekki til fleiri lauf. Og allt, sem gera þurfti var að láta austur taka trompslaginn en eftir það yrði hægt að spila tíglunum í friði. COSPER Mælirinn er f ullur Undanfarnar vikur hafa birzt óhugnanlegar og mjög alvarlegar fréttir af afbrotum og skemmdar- verkum sem framin hafa verið nýlega. Ekki sízt brá öllum hugs- andi mönnum í brún, þegar borg- arstjóri Reykjavíkur birti þá fregn að skemmdarverk sem framin hefðu verið á eignum borgarinnar — eignum okkar allra, — á síðasta ári væru metin hátt í 100 millj. kr. Þar sem vitað er að hliðstæð skemmdarverk sem eru unnin árlega meira og minna um land allt, er hér um að ræða svo stórkostleg verðmæti sem fyrst og fremst eru framin vegna skorts á siðlegu uppeldi þjóðarinnar að allir ábyrgir uppalendur verða hreint og beint að taka höndum saman til að vinna gegn þessum ósóma. Það er áreiðanlega hægt ef nægur vilji er fyrir hendi. Ymsir hafa látið til sín heyra í ræðu og riti um þessi efni, og öllum hrýs að sjálfsögðu hugur við því fádæma siðleysi sem þarna býr að baki. Og öllum ber saman um að nú sé ekki lengur hægt að horfa aðgerðalaust á slíka þjóðar- skömm, heldur sameinast til átaka gegn ósómanum. Ég vil leyfa mér að þakka þeim Dagrúnu Kristjánsdóttur og Sig- urði Gunnarssyni fyrrv. skóla- stjóra fyrir ágætar og skorinyrtar umræður um þessi mál nú rétt fyrir páskana. Alveg sérstaklega vil ég vænta þess, að tillaga Sigurðar um að ábyrgustu og áhrifamestu uppeldisaðilar þjóð- arinnanheimili, skólar og kirkja kjörnir aðilar frá þeim stofnun- um — taki sem allra fyrst saman höndum um að móta framtiðar- stefnu um siðlegt uppeldi þjóðar- innar, — stefnu sem fylgt yrði markvisst og ákveðið eftir á heimilum, í skólum og i öllu kristilegu starfi, — af foreldrum, kennurum og prestum. Telja má víst, að þetta sameig- Lágmarksverð ákveðið á kolmunna og spærlingi YFIRNEFND Verðlagsráðs sjávarútvegsins hefur ákveðið lágmarksverð á kolmunna og spærlingi til bræðslu frá byrj- un vorvertíðar til loka ágúst- mánaðar. Verðið er ákveðið krónur 12,50 á hvert kíló og er uppsegjanlegt frá og með 1. júní með viku fyrirvara. Verð- ið er miðað við 3% fituinni- hald og 19% fitufrítt þurrefni. Verðið breytist um kr. 1.30 til hækkunar fyrir hvert 1%, sem fituinnihald hækkar frá viðmið- un og hlutfallslega fyrir hvert 0.1%. Verðið breytist um kr. 1.70 til hækkunar eða lækkunar fyrir hvert 1%, sem þurrefnismagn breytist frá viðmiðun og hlut- fallslega fyrir hvert 0.1%. Auk verðsins, sem að framan greinir, skal lögum samkvæmt greiða fyrir spærling og kolmunna 2.5% olíugjald og 10% gjald til stofnfjársjóðs fiskiskipa, sem ekki kemur til skipta. Verk- smiðjunum ber þannig á grund- velli þessarar verðákvörðunar að greiða til veiðiskipa eftirfarandi heildarverð: Hcildarverð til útgerðar að með- tðidu oliugjaldi og 8tofnfjár- sjóðagjaldi kr. pr. kg. 1. Fyrir hvert kg af spærlingi og kolmunna miðað við 3% fituinni- hald og 19% fitufritt þurrefni 14.06 2. Viðbót fyrir frávik um 1% af fituinnihaldi frá viðmiðun sbr. hér að framan 1.46 3. Viðbót eða frádráttur fyrir frávik um 1% að þurrefnisinnihaldi frá viðmiðun sbr. hér að framan 1.91 Fituinnihald og fitufrítt þurr- efnismagn hvers kolmunna og spærlingsfarms skal ákveðið af Rannsóknastofnun fiskiðnaðar- ins eftir sýnum, sem tekin skulu sameiginlega af fulltrúa veiði- skips og fulltrúa verksmiðju, eftir nánari fyrirmælum Rann- sóknastofnunar fiskiðnaðarins. Sýni skulu innsigluð af fulltrúa veiðiskips með innsigli viðkom- andi skips. Verðið er miðað við að seljend- ur skili kolmunna og spærling á flutningstæki við hlið veiðiskips eða í löndunartæki verksmiðju. Ekki er heimilt að nota aðra dælu en þurrdælu eða blanda vatni eða sjó í hráefni við löndun. Verðuppbætur: Með vísun til laga nr. 4 frá 1. febrúar 1980 skal greiða uppbót á framangreind verð er nemi kr. 3.40 á hvert kg spærlings og kr. 8.40 á hvert kg kolmunna allt verðtímabilið. Uppbót þessi greiðist úr verðjöfnunardeild Aflatryggingasjóðs og annast Fiskifélag Islands greiðslurnar til útgerðaraðila eftir reglum, sem sjávarútvegsráðuneytið set- ur.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.