Morgunblaðið - 03.05.1980, Side 1

Morgunblaðið - 03.05.1980, Side 1
44 SÍÐUR 99. tbl. 67. árg. LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. London, 2. maí. AP. ÞREYTTIR samningamenn brezku lögreglunnar héldu áfram að tala við vopnuðu Arab- ana frá íran sem hafa íranska sendiráðið í London á valdi sinu í dag og aðrir íranskir Arabar hótuðu „tugum“ svipaðra árása í öðrum höfuðborgum gegn írönsku byltingarstjórninni. Námsmennirnir sem hafa bandaríska sendiráðið í Teheran á valdi sínu sögðu írönsku gíslur um i London að „óttast ekk pislarvætti“ og sögðu að umsátr- ið í London mundi torvelda frels- un bandarisku gislanna i sendi- ráðinu í Teheran. Arabarnir í íranska sendiráðinu hafa stungið upp á viðræðum við írönsku stjórnina fyrir milligöngu sendiherra íraks, Alsírs og Jór- daníu, en íranski utanríkisráð- herrann, Sadegh Ghotbzadeh, hafnaði tillögunni. Hann kvaðst heldur mundu sætta sig við að gíslarnir í London yrðu drepnir en að láta undan þeirri kröfu að 91 pólitískur fangi í olíuhéraðinu Khuzestan yrði látinn laus. „Við látum aldrei undan fjárkúgun," sagði hann. Osveigjanleg afstaða írönsku byltingarstjórnarinnar sást á því að tilkynnt var um aftöku tveggja iranskra Araba sem voru sakaðir um að skipuleggja háskólaóeirðir í Khuzestan. Vörður hefur verið efldur við brezka sendiráðið í Teheran vegna hótana um að taka sendiráðið. Sendiráðsmaðurinn Arthur Wyatt sagði við fréttamenn: „Það er ekki hægt að hundsa þessar viðvaran- ir.“ Hann sagði að einnig hefði verið hótað að sprengja upp sendi- ráðið. Brezka lögreglan er því fegin að byssumennirnir í sendiráðinu fást áfram til að tala og hafa ekki sett frekari fresti. Tveir runnu út í dag án þess að þeir létu verða af hótun sinni um að sprengja upp sendiráðið. Mótmælendur urðu í dag við áskorun Bani-Sadr írans- forseta og hörfuðu frá sendiráð- inu. Námsmennirnir í Teheran sök- uðu Bandaríkin í dag um að standa á bak við sendiráðstökuna. Ghotbzadeh utanríkisráðherra sagði að írakir hefðu skipulagt hana. Stuðningsmenn Khomeinis mótmæla skammt frá iranska sendiráðinu í London (til hægri). Einn hinna þriggja manna sem tóku sendiráðið birtist í dyrum þess með byssu í vinstri hendi (til vinstri) og vopnaður lögreglumaður stendur uppi á húsaþaki með skambyssu i slíðrum og biður eins og tugir annarra félaga hans og fylgist með því sem fram fer í sendiráðinu í Kens- ington hverfi. Ráðizt til atlögu gegn andófsfólki í Havana Havana. 2. mai. AP. ÁTÖK urðu hjá skrifstofu Banda- rikjamanna i Havana i dag milli öryggisvarða og um 1.500 Kúbu- manna sem komu þangað til að fá vegabréfsáritanir til þess að komast úr landi Átökin hófust þegar 40 örygg- isverðir vopnaðir prikum, rörum og keðjum komu með strætis- vagni og réðust á hópinn fyrir framan skrifstofuna. Kúbumenn- irnir, sem seinna kölluðu sig fyrrverandi pólitíska fanga, vörðust með kolamolum og múrsteinum. Nokkrir særðust og einn andófsmaður var fluttur í sjúkrahús. Talsmaður bandaríska utan- ríkisráðuneytisins sagði að lög- reglumenn hefðu fylgzt með því sem fram fór en haldið að sér höndum. Um 400 Kúbumenn hafa leitað hælis í skrifstofunni, marg- ir þeirra særðir, en engin ákvörð- un hefur verið tekin um framl-'ð þeirra. Átökin stóðu í um 20 mínútur og þeim lauk þegar liðsauki var sendur á vettvang. Nokkrir and- ófsmenn flúðú, en aðrir voru fluttir burtu í strætisvögnum. Nokkrir hinna særðu voru fluttir inn í skrifstofuna þar sem læknar gerðu að sárum þeirra. Kúbumenn sem vilja bandarísk- ar vegabréfsáritanir koma dag- lega til skrifstofunnar en þeir voru fleiri í dag en venjulega. Kúbustjórn leyfir ekki fyrrver- andi föngum að fara frá Kúbu um hafnarbæinn Mariel þar sem þús- undir báta frá Florida hafa sótt flóttamenn. Atburðurinn í dag fylgir í kjöl- far 1. maí ræðu Fidel Castro þar sem hann sagði að þeir sem vildu fara úr landi mættu það. „Við viljum þá ekki, við þörfnumst þeirra ekki,“ sagði hann. íranskir Arabar hóta að taka fleiri sendiráð Mótmæli stúlkna í Kabul voru „nánast sjálfsmorð44 Nýju Delhi, 2. maí. AP. SKOTHRÍÐ heyrðist í dag í Kabul í kjölfar fimm daga mót- mælaaðgerða gegn Rússum og 60 námsmenn biðu bana þegar rússneskir hermenn bæidu þær niður að sögn ferðamanna sem komu til Nýju Delhi i dag. Ferðamennirnir sögðu að mót- mæli gagnfræðaskólastúlkna á þriðjudag og miðvikudag hefðu „nánast verið sjálfsmorð“. Þær reyndu að ögra afgönskum her- mönnum við Arg-höllina, sem nú er aðsetur stjórnarinnar. Rússn- eskir yfirmenn skipuðu afgönsk- um hermönnum að skjóta, en þeir neituðu. Skólastúlkurnar gengu að ung- um afgönskum nýliðum, kölluðu þá „skepnur" og sögðu: „Ef her- mennirnir eru eins og þið verða konur Afganistans að bjarga landinu." Unglingsstúlka þreif AK-47 riffil af afgönskum hermanni og sagði við hann: „Ég mundi ekki skjóta landa mína.“ Rússi skaut stúikuna út um lúgu á skriðdreka og hún beið bana. Nokkrir afganskir hermenn í höfuðborginni hlupust undan merkjum eftir atburðina. Áður en skothríðin hófst fóru miðaldra konur sem voru staddar nálægt höllinni greinilega hjá sér þegar 300 skólastúlkur réðust með fúk- yrðum að hermönnunum. En þær sáu að alvara var á ferðum og fylgdust grátandi með því sem fram fór þótt eiginmenn þeirra bæðu þær að fara. Samkvæmt heimildunum vissu námsmennirnir frá byrjun að mótmælin væru þýðingarlaus, „en þeir stjórnuðust næstum því af sjálfsmorðshvöt og sögðu í raun og veru: „Við viljum ekki lifa undir sovézkum yfirráðum“.“ „Jafnvel eftir að Rússar höfðu skotið nokkrar skólastúlkur héldu þær mótmælunum áfram,“ sagði einn ferðamannanna. „Kaupmaður sem ég þekki hefur haft búð sína lokaða í tvo daga. Hann missti tvær dætur." Hann sagði að sorg og vonleysi ríkti í Kabul. Margir Afganir skammast sín fyrir að það voru ungar skólastúlkur sem höfðu á hendi forystuna í þessum mót- mælum í landi þar sem karlmenn hafa öllu ráðið frá fornu fari.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.