Morgunblaðið - 03.05.1980, Side 2
2 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAI1980
Þorlákshöfn:
Ágætri vetr-
arvertíð lokið
Þorlákshófn, 2. maí 1980.
ÞAÐ VAR mesta mildi að ekki urðu slys á fólki
þegar vörubifreið hlaðin timbri fór á hliðina i
Tryggvagötu gegnt Hamarshúsinu skömmu fyrir
klukkan 15 í gær. Þrátt fyrir mikla umferð var
engin bifreið á hinni akgreininni né gangandi
vegfarendur á gangstéttinni, þar sem timbrið
hafnaði. Bifreiðastjórann sakaði ekki en bifreið-
in er stórskemmd. Bifreiðin ók hægt en þegar
hún kom í aflíðandi beygju lagðist hún á hliðina.
Er talið að skýringu á óhappinu sé að finna í þvi
hvernig timbrinu var hlaðið á bifreiðina. Mikið
umferðaröngþveiti skapaðist í Miðbænum í gær
vegna þessa óhapps.
Ljósm. Mbl. Emilla.
Sveitarstjórnir undir meirihlutastjórn Sjálfstæðisflokksins:
Ú ts'varið
sama og í
HÉR er nú ágætri vetrar-
vertíð lokið. Þrír afla-
hæstu bátarnir eru Frið-
rik Sigurðsson með 1504
tonn, Höfrungur III með
1322 tonn og Jón á Hofi
með 1315 tonn. Á vertíð-
inni er bátafiskur á land
kominn 18.790 tonn, en á
vertíðinni í fyrra 16.331
tonn. Togararnir hafa
landað 3.280 tonnum það
sem af er þessu ári, en á
vertíðinni í fyrra 1.629
tonnum. Það skal tekið
fram, að þarna er um afla
af þremur togurum að
ræða, en tveimur í fyrra,
því Bjarni Herjólfsson hef-
ur landað hér að einhverju
leyti, en ekki í fyrra.
Nú hefur því borist hér á land
afli báta og togara samanlagt
22.070 tonn, en í fyrra 17.360
tonn. Um aflaaukningu upp á
4.000 tonn er því að ræða.
Þá má geta þess að 13 bátar
eru nú með afla á bilinu frá 600
tonnum til 1500 tonna. Þessir
bátar eru þvi að meðaltali með
Lést af
slysförum
DRENGURINN sem lést af slys-
förum á Hellissandi á þriðjudag-
inn, hét Sigurvin Jónsson. Hann
var ellefu ára gamall, tii heimilis
að Fögruvöllum Hellissandi.
Hinn drengurinn sem varð und-
ir sandbarðinu er nú á batavegi,
en töluvert var af honum dregið er
björgunarmenn fundu hann eftir
slysið.
913 tonn á bát. Alls voru bátarnir
á vertíðinni hér rúmlega 30, en
þar af margir smábátar.
Eins og fyrr sagði er Friðrik
Sigurðsson aflahæstur yfir land-
ið allt. Skipstjóri á Friðrik er
Sigurður Bjarnason Haukabergi
4 í Þorlákshöfn.
Allt er enn óráðið um hvað við
tekur þegar veiðibanni lýkur, ef
til vill net aftur eða troll hjá
þeim stóru. Smærri bátarnir fara
að sjálfsögðu á humarveiðar en
nú er sem sagt millibilsástand
hér sem og annars staðar.
— Ragnheiður.
Mikil
vinna á
Bíldudal
BUdudal, 2. maí 1980.
SKUTTOGARINN Sölvi
Bjarnason hefur nú lagt hér
upp þrisvar sinnum, og er
aflinn samtals 330 tonn. Afl-
inn er aðallega þorskur, karfi
og grálúða. Mestur hluti afl-
ans er unninn hér á Bildudal,
en einhverjum hluta hans hef-
ur þó verið ekið á brott.
Atvinnuástand hefur verið
gott hér í vetur, og kemur þessi
afli togarans því sem viðbót, og
er nú mjög mikil vinna hér, en
útgerð skipsins virðist ætla að
ganga vel.
Þá er einn bátur byrjaður á
línu, og hefur farið nokkra túra
á steinbít, og hefur aflað bara
vel. Þá eru tveir bátar byrjaðir
á hörpudiski, og farið verður á
úthafsrækjuveiðar í sumar.
- Páll.
SVEITARSTJÓRNIR Mos-
fellssveitar, Garðabæjar
og Seltjarnarness hafa nú
allar gengið frá fjárhags-
áætlunum sínum fyrir árið
1980, og var alls staðar
ákveðið að nýta ekki heim-
ild til útsvarshækkunar
sem stjórnarmeirihlutinn
á Alþingi samþykkti ný-
lega. Verður útsvarspró-
sentan í ár sú sama og hún
var í fyrra í öllum fyrr-
nefndum sveitarfélögum.
í Garðabæ verður lagt á 11%
útsvar, og einnig í Mosfellssveit,
en á Seltjarnarnesi verður útsvar
10% eins og í fyrra.
Öll önnur sveitarfélög á land-
inu, sem þegar hafa gengið frá
fjárhagsáætlunum, hafa þegar
ákveðið að hækka útsvarið frá því
sem það var í fyrra, mismunandi
það
mikið, en samkvæmt hinum ný-
samþykktu lögum má álagningin
nú hækka úr 11% í 12,1%. Bæjar-
stjórnir Seltjarnarness, og Garða-
bæjar, og hreppsnefnd Mosfells-
sveitar, eru einu sveitarstjórnirn-
ar á landinu þar sem sjálfstæðis-
menn hafa hreinan meirihluta. í
öðrum sveitarfélögum, svo sem á
Akureyri og í Reykjavík hafa
fulltrúar Sjálfstæðisflokksins
einnig lagst gegn útsvarshækkun-
inni.
Kraftaverk að ökumað-
urinn skyldi sleppa lífs
ÞAÐ VERÐUR að teljast kraftaverk að ökumaður
fólksbifreiðar sem fór út af óshlíðarvegi milli Bolung-
arvíkur og ísafjarðar um tvöleytið í gær skyldi halda
lífi. Ökumaðurinn, 31 árs karlmaður, var að koma frá
ísafirði þegar hann ók út af veginum við svonefnda
Steinsófæru sem er milli Seljadals og Krossins á
hlíðinni.
Vegurinn þarna er í um það bil
30 metra hæð yfir sjó, og er
þarna kröpp og blind beygja á
veginum. Bifreiðin fór án við-
komu niður í malarfjöru, þar
sem hún kom niður á framend-
ann, endasteyptist og hafnaði á
hvoífi um það bil 20 metrum
norðar í fjörunni. Höfuð öku-
mannsins fór út um framrúðu
bílsins og var hann fastur á
hálsinum í glugganum. Öku-
maður sem var á undan þessari
bifreið sá hvað gerðist og gerði
lögreglunni í Bolungarvík við-
vart. Skömmu síðar komu lög-
reglubílar frá ísafirði og Bolung-
arvík á vettvang og tókst lög-
reglunni að ná manninum út úr
flakinu og koma honum á
sjúkrahús á ísafirði þar sem
hann liggur óbrotinn en nokkuð
skorinn.
Bifreiðin er gjörónýt. Úlfar.
Þannig leit bifreiðin út eftir fallið, gjörónýt og talið kraftaverk að
ökumaðurinn skyldi lifa byltuna af.
Ljósm: Cunnar.