Morgunblaðið - 03.05.1980, Side 11
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980
11
FRÆÐI
EÐA
FJÁR-
KÚGUN?
I ljósi þess sem nú er rakið
fellur allur samanburður Sigurðar
á sálarfræði og öðrum fræðigrein-
um — efnafræði sem á rætur í
gullgerðarlist, stjörnufræði sem
spratt af stjörnuspeki — um
sjálfan sig. Saga fræðigreinar og
gildi hennar eru vitaskuld tvö
aðskilin málefni. Allt um það er
saga greindarfræðanna umhugs-
unarverð. Hvernig stendur á því
að greindarsálarfræði Lewis
Terman og Steingríms Arasonar
lifir það af, í sömu gömlu mynd-
inni, að mannkynið snýr baki við
allri annarri mannbótafræði með
hryllingi? Er ekki nærtækt að láta
hvarfla að sér að það sé vegna
þess að greindarfræðin bitni helzt
á börnum, eins og öll uppeldis-
fræði, og þá sé fólki skítsama?
Hitt meginatriðið í grein Sig-
urðar er sýnu skynsamlegra.
Hann segir að ekki megi dæma
heila fræðigrein af fáeinum dæm-
um um glöp iðkenda hennar. Og
þetta er vitaskuld satt og rétt. Ég
tók aðeins fá dæmi, og lét mér svo
nægja að fullyrða að þau væru
dæmigerð. Við þá fullyrðingu skal
ég að vísu standa, með venjulegum
fyrirvörum. Engu að síður er
ábending Sigurðar þörf og skyn-
samleg.
Sigurður reynir síðan að verja
sálfræðinga gegn árásum mínum.
Hann segir að „greindarkenning-
ar, og þó einkum greindarmæl-
ingar, séu mjög umdeildar innan
sálarfræðinnar". Síðar segir: „Sál-
fræðingar hafa bæði gagnrýnt
greindarhugtak prófanna og þá
herfilegu misnotkun og mistúlkun,
sem orðið hefur hlutskipti greind-
arprófa og reyndar allra prófa."
Og Ásgeir Sigurgestsson tekur
undir: „Það mun fáum betur ljóst
en sálfræðingum sjálfum hverjar
takmarkanir þessara prófa eru, og
fáir munu hafa lagt þar meira og
betra til en einmitt þeir.“ Allt sem
ég hef að segja á að vera umræða
sem „hafi lengi átt sér stað innan
sálarfræðinnar", og skrif mín eiga
aðeins að vera „endurómur af
þeim gagnrýniröddum" sem al-
kunnar séu.
Lítum nú til íslenzkra sálfræð-
inga. Um greindarfræði eru til að
minnsta kosti tvær heilar bækur
eftir íslenzka höfunda, Mannbæt-
ur Steingríms Arasonar frá 1948
og Mannleg greind Matthíasar
Jónassonar frá 1967, og hefur
engin sérgrein sálarfræðinnar
notið annarrar eins alúðar hér á
landi. Við þetta bætist að íslend-
ingar eiga nú völ tveggja frum-
saminna kennslubóka i sálarfræði
— og búa þar betur en í nokkurri
annarri fræðigrein: Sálarfræði
eftir Símon Jóh. Ágústsson frá
1967 og Sálarfræði eftir Sigurjón
Björnsson frá 1973 og síðar. í
báðum þessum bókum er ítarlega
fjallað um greind og greindarpróf.
Og nú spyr ég eins og saklaust
barn: hvar í ósköpunum er nú öll
hin gagnrýna umræða í þessum
fjórum bókum? Eða hvar annars
staðar? Hvar er í bókunum annað
að finna en ruglingslega fram-
setningu hinna frumstæðustu
hugmynda? Og þess utan hjá
öllum þessum höfundum nema
Símoni einum á skelfilegu
íslenzku máli. Svo að lítið dæmi sé
tekið gengur Sigurjón svo langt í
sinni bók að fullyrða um hinn
meinta greindarmun á svörtum
mönnum og hvítum að hann sé
„tvímælalaust fyrir hendi" (Sálar-
fræði 1,146). Ef það er nú rétt hjá
þeim Ásgeiri og Sigurði að sú
umræða sem ég hef hafið á íslandi
snúist mest um gamlar lummur,
þá er eitthvað meira en lítið bogið
við kennslubók meistara þeirra
Sigurjóns Björnssonar úr því að
hann veður í villu um mikilvægt
atriði sem allur þorri sálfræðinga
er iöngu búinn að átta sig á.
Fyrir fáum árum efndi ég í
Háskóla íslands til samstarfs við
sálfræðikennara um málstofu um
greindarpróf og greindarmæl-
ingar, og entist hún okkur heilt
misseri. Ef þar komu einhverjar
gagnrýnisraddir frá sálfræðing-
um, þá fóru þær öldungis fram hjá
okkur hinum sem málstofuna sát-
um. Því má líka bæta við, svo
menn haldi ekki að um skólaskraf
eitt sé að tefla, að hið umdeilda
einkunnakerfi sem grunnskólinn
býr nú við — hlutfallakerfið — er
einatt talið stutt þeirri „vísinda-
legu kenningu" sálfræðinga að
greind sé meðaldreifð sem kallað
er. Og svo mætti lengi telja. Og
þetta gerist ekki á íslandi einu. Til
að mynda er ein virtasta alþjóðleg
kennslubók í sálarfræði um þessar
mundir, líka í Háskóla íslands,
samin af Richard Hernstein.
Hann er ekki einasta einn skelegg-
asti talsmaður greindarfræða sem
uppi er, heldur líka liðsmaður
þeirra Arthurs Jensen og Hans
Eysenck, Steingríms Arasonar og
Sigurjóns Björnssonar, í baráttu
þeirra gegn blökkumönnum —
baráttu sem er háskalegust vegna
þess að hún er háð í góðri trú.
Úr því að ég nefndi málstofu um
greind sem haldin var í Háskólan-
um fyrir fáum árum, held ég að ég
láti fleira vaða. Ég hef fylgzt
nokkuð með kennslu í félags-
vísindadeild Háskólans. Og ég
fullyrði að þar hef ég hvergi orðið
var við snefil af gagnrýnni hugs-
un, eins og greinar andmælenda
minna eru raunar til vitnis um. Og
þegar sálfræðinemar sjálfir taka
sig til af mesta myndarskap og
efna til gagnrýnnar umræðu um
tilraunasálarfræði á veglegu
málþingi á Loftleiðahótelinu, eins
og þeir gerðu á síðasta pálma-
sunnudag og reyndar að frum-
kvæði Sigurðar Grétarssonar, þá
láta kennarar deildar þeirrar ekki
sjá sig, hvað þá til sín heyra.
Mér virðast sálfræðinemar og
félagsfræðinemar í Háskóla
íslands litla sem enga menntun
hljóta svo orð sé á gerandi; í
hennar stað sæta þeir innrætingu.
Ég hef fylgzt með Skinneröldu,
kennda við bandaríska atferðis-
fræðinginn B.F. Skinner, ríða yfir
og fjara út; kannski kemur röðin
næst að Wilhelm Reich sem hafði
merkilegar kenningar um algleymi.
Þá getur deildin ráðið til sín
Steinunni Jóhannesdóttur leik-
konu, með hliðsjón af grein henn-
ar í Þjóðviljanum sunnudaginn
27da apríl, sem kennara eða
kennslugagn. Eins hef ég fylgzt
með innrætingaröldum í félags-
fræðum, einkum undir merkjum
róttækra vinstrimanna sem kalla
sig svo því þeir skilja ekki orðið
‘róttækur’. Eg bíð þess nú með
lítilli eftirvæntingu að baksletta
frjálshyggjunnar dynji yfir deild-
ina. Sama tóbakið, „með hugsuðu
öfugu formerki" eins og segir í
limrunni.
Blað og tímarit
Ég þykist vita að andmælendur
mínir séu öðrum þræði jafnæstir
og raun ber vitni vegna þess að
grein mín birtist í Morgunblað-
inu. Ásgeir Sigurgestsson hefur
um þetta efni átakanleg orð:
Og stærsta blað landsins
hefur lagt sltt af mörkum,
útvarpaö tíöindunum og lagt
á þau sérstaka áherzlu meö
því að bregöa um þau svört-
um sorgarramma á miöopnu
einmitt annan þeirra daga,
sem þjóöin má helzt vera aö
því aö lesa blööin. Jafnvel
ekki meö góöum vilja var
hægt aö fletta fram hjá þess-
um ótíðindum.
Hér er naumast við mig að
sakast. Fyrir fimm árum birti ég í
Skírni fræðilega ritgerð undir
yfirskriftinni „Ætti sálarfræði að
vera til?“. Ólafur Jónsson Skírnis-
ritstjóri gerði þá ítrekaðar til-
raunir til að fá sálfræðinga til að
standa fyrir máli sínu 1 tímaritinu
og kom allt fyrir ekki. Fræðilega
rökræðu vilja þeir ekki, hvorki á
málþinguin nemenda sinna né í
Skírni. Þeir eru ugglaust önnum
kafnir við að róa í stjórnarráðinu
og Alþingi, ef þeir ekki beinlínis
sitja þar sjálfir eða í bæjarstjórn-
inni, til að tryggja nýjar stöður
handa þeim vesalings ungmennum
sem þeir hafa innrætt óskapnað-
inn sem þeir kalla fræði. Það skal
koma sálfræðingur í hvern skóla,
hver einasti kennari skal vera
uppeldisfræðingur að einum
fjórða, og svo þarf áreiðanlega
margar nýjar stöður á upptöku-
heimili. Á einu slíku er nú ekki
nema átján manna starfslið fyrir
ellefu vistmenn, og aðeins þriggja
manna stjórn yfir öllu saman
undir forsæti Sigurjóns Björns-
sonar. Það segir sig sjálft að með
svo naumum mannana eru næst-
um engin færi á að fara með
heimilismenn í skemmtiferðir til
Stykkishólms að skjóta þar á
sjúkrahúsið.
Saga um
uppeldisfræði
Sigurður Grétarsson biður um
„stranga og viturlega umræðu"
um hvort það gagn sé að uppeldis-
fræði, sálarfræði og félagsfræði
að skikka megi „íslenzka háskóla-
menn í uppeldisfræðinám til þess
að þeir megi löglega stunda
kennslu". Ég þykist hafa hafið
slíka umræðu — raunar fyrst aí
heita má í Skirni fyrir fimm árum
— og viðbrögðin hafa annaðhvort
verið alls engin, eða þá af því tæi
sem ég hef gert skil í þessari
grein. En ég skal gjarnan halda
áfram, og segja næst dálitla sögu
sem samkennari minn Mike Mar-
lies færði mér að gjöf á dögunum.
Sagan er af dr. Frederick S.
Haydon, sagnfræðingi sem um
skeið var prófessor í hernaðarsögu
við Yaleháskóla. Hún birtist í
Johns Hopkins Magazine í nóv-
ember 1977.
Haydon var fyrir og eftir heims-
styrjöldina háskólakennari í sagn-
fræði við ýmsa bandaríska há-
skóla; á styrjaldarárunum stund-
aði hann kennslu á ýmsum skóla-
stigum meðal hermanna og gat sér
hið bezta orð. Kom nú sá tími að
hann fékk hug á að kenna frekar í
menntaskóla en háskóla og sótti
um margar stöður. Honum var
hvarvetna hafnað vegna þess að
hann hefði ekki kennsluréttindi —
hann vantaði uppeldisfræði. Á
endanum gafst hann upp fyrir
þessari kröfu stjórnvalda, og tók
að stunda hið tilskilda nám í
uppeldisfræðideild sjálfs Har-
vardháskóla. Tímaritsgrein hans
er lýsing á þeirri reynslu og
annarri af fræðunum. Ég ætla
ekki að endursegja greinina; hún
er mönnum aðgengileg á sínum
stað.
Uppistaðan í öllu sagnasafni
Haydons er hin sama. Uppeldis-
fræðingar héldu yfir honum og
skólasystkinum hans langa fyrir-
lestra um hvernig kenna skyldi til
að mynda sagnfræði; og voru þó
sjálfir svo átakanlega fáfróðir um
alla sögu eða hverja kennslugrein
aðra að þeir komu upp um sig á
fimm minútna fresti. Einn upp-
eldisfræðingur sem Haydon segir
frá óð fram og aftur um pall í
kennslusal, veifaði löngu priki og
hafði hátt. Allt í einu rekur hann
prikið fyrir bringspalirnar á
Haydon og spyr hastur hver sé
höfuðkostur á góðum kennara.
„Að hann kunni sitt fag,“ svaraði
Haydon skelfdur. „Rangt!" æpti
uppeldisfræðingurinn. „Höfuð-
kosturinn á góðum kennara er
röddin!"
Haydon vitnar líka í skýrslu
eina um uppeldisfræði; hana
samdi sérfræðingur bandaríska
uppeldisráðsins (American Coun-
cil of Education) sem starfaði um
hríð við sömu hernaðarsögustofn-
un og Haydon sjálfur. í skýrslunni
standa þessi orð meðal annarra:
Uppeldisfræöi þarf aö
koma sér upp vísindalegu og
framandlegu („esoteric") máli
sem greini uppeldisfræöinga
frá öörum sérfræöingum. Þaö
mundi auka bæöi viröingu
þeirra og samstööu. Lög-
fræöingar tala lagamál, lækn-
ar tala læknamál, herinn ræð-
ur yfir sérstökum oröaforöa
og aö vissu marki stnu sér-
staka máli. Hvers vegna
skyldum viö uppeldisfræð-
ingar ekki sitja viö sama
borö?
Fræði eða
fjárkúgun?
Sigurður Grétarsson spyr hvort
sálarfræði megi ekki vera til. Og
ég svara: vissulega má hún það.
Ég er ekki að biðja um að neitt sé
bannað; sálarfræði má vera til
alveg eins og heimspeki og stærð-
fræði, fiskifræði og handritafræði.
En ég er á móti fjárkúgun. Og ég
get ekki kallað það annað en
fjárkúgun þegar hópur manna
lætur halda sér uppi með þeim
hótunum, þótt löghelgaðar séu, að
ella fái aðrir ekki full laun fyrir
störf sín.
Látum sálfræðinga, uppeldis-
fræðinga og félagsfræðinga sitja
við sama borð og aðra fræðimenn
í landinu. Látum þá standa fyrir
máli sínu á málþingum, látum þá
svara rökstuddri gagnrýni á fræði
sín í blöðum og tímaritum. Látum
þá brautskrá góða stúdenta sem
halda til framhaldsnáms við
fremstu háskóla heimsins og eru
þar landi sínu og þjóð til sóma, þó
svo þeir eigi enga atvinnu vísa
þegar heim kemur. Látum þá gera
einhverjar uppgötvanir með
fræðilegum rannsóknum, sama
hversu smáar, og uppgötva þá
eitthvað annað en framandlegt
orðalag um hluti sem verið hafa á
hvers manns vitorði frá því sögur
hófust. Þetta gera stærðfræðingar
og eðlisfræðingar, heimspekingar,
líffræðingar og málfræðingar.
Þeir geta varið ævinni í einhver
smáatriði fræða sinna — spennu-
breytingar í sléttum vöðva úr
marsvíni eða afturbeygða fornafn-
ið í íslenzku — og eru ekki nema
hótinu nær að ævilokum. Enda
lofa þeir engu um gagn að þessari
þrotlausu leit. Hún má vel vera
fullkomlega gagnslaus; hún er
göfug samt. Og svo eru þeir til
taks ef svo ólíklega vill til að
einhver annar þurfi á þeim að
halda.
Látum sálfræðinga, uppeldis-
fræðinga og félagsfræðinga endi-
lega vera til. En látum þá ekki
fjárkúga þúsundir manna til að
innbyrða fimbulfambið sem er
alheimsplága.