Morgunblaðið - 03.05.1980, Qupperneq 13
13
— Hvernig þá?
— Það er óglæsilegt að sjá
lekavatn úr Krókslóni fossa niður
hjá Sigölduvirkjun. Á móts við
rafstöðina er komið aftur inn í
gamla Tungnaárfarveginn leka-
vatn, sem nemur einum 4 til 6
venjulegum Elliðaám og að auki
má gera ráð fyrir að nokkurt
lekavatn sé undir yfirborði jarðar
og eigi ekki afturkvæmt frá undir-
heimum. Þannig er ástandið og þó
er nokkurra metra borð á Króks-
lóni, en eins og vænta má er
gegnumrennslið háð þrýstings-
hæðinni. Hinn hlutinn, sem í
súginn fer, er til ísskolunar við
inntak Búrfellsstöðvar.
— Hvað er þar til ráða?
— Fyrra atriðið — lekinn í
Krókslóni — er jarðfræðilegs eðl-
is, svo að ég held að best sé nú, á
öld sérfræðinganna, að leiða það
hjá sér. Um ísinn við Búrfell væri
hægt að segja margt og mikið, en
ég læt nægja að vísa til greinar,
sem ég skrifaði um Þjórsárísa í
Tímaritið Jökul 1962. Þeir sem
hafa áhuga á að kynna sér fyrir-
bærið eiga vafalítið hægt með að
nálgast það rit. Taka verður verk-
efninu af raunsæi. Þau eru þess
eðlis, náttúrufyrirbærin. Allir sjá
að við höfum ekki efni á að láta
helminginn af hinum miklu auð-
æfum í Þórisvatns gullkistunni
fara í ísskolun á hverjum vetri.
Landsvirkjun hefur á undanförn-
um árum unnið stöðugt að því að
þrengja farveg Þjórsár ofan Búr-
fells með grjótgörðum, til þess að
minnka kæliflötinn og á þann hátt
draga úr ísmyndum. Þetta er
tvíeggjað. Nokkuð hefur áunnist,
en sá hængur er á, að hætta er á
að í einhverju gáskafullu vetrar-
flóði sigli garðarnir burt að miklu
eða nær öllu leyti. Hraunsteinarn-
ir eru léttir fyrir í vatninu, þegar
ísskararbrydding er frosin við þá
og vatnsborðið stígur skyndilega.
Á þennan hátt flytja ár stóra
steina. T.d. tekur Blanda þannig
stóra steina og flytur þá um 3—4
metra í áfanga. Steinarnir sitja
eftir þar sem ísinn losnar frá
þeim. Skapa slikir steinar slæmt
ánauð á inntaksmannvirkin við
Búrfell. Landsvirkjun hyggst
losna við allan ísavanda með því
að byggja stíflu í Sultartanga,
einhvers staðar nálægt ármótum
Þjórsár og Tungnaár og taka
vatnið undan lagnaðarísi ofan
stíflunnar í göng um Sandfell. Og
leiða það svo í djúpum skurði til
Búrfells.
— Telurðu það ekki rétt við-
bragð?
— Jú, æskilegra hefði að vísu
verið að snúa sér að virkjun þar
sem meiri fallhæð er, svo sem við
Dynk eða Gljúfurleitarfoss ofar í
ánni. En það er svo veigamikið
atriði að nýta vatnið vel, að
eðlilegt er að virkjanirnar komi í
þessari tímaröð og þá næst stíflan
við Sultartanga, sem bætir nýt-
ingu vatnsins við Búrfell.
— Nú höfum við aðeins rætt
um vatnsbúskapinn sunnanlands.
Hvernig er ástandið annars staðar
á landinu?
— Undanfarin ár hefur verið
skárri vatnsbúskapur fyrir norðan
en á Suðurlandi. Blanda er nú um
40 teningsmetrar og rennslis-
skýrslur bera með sér að hún er
18—20 teningsmetrar að vetrin-
um. Sömu sögu er að segja um
Austurland undanfarin 3 ár. En
svona sveiflur verða. Þegar mikið
vatn er á Suðvesturlandi þá er
oftast lítið á Norðausturlandi og
öfugt. Þetta er meginreglan, sem
kemur fram ár eftir ár.
— Koma ekki minnkandi jöklar
til með að hafa áhrif í fram-
tíðinni?
— Jöklarnir eru orðnir minni
og það er eðlilegt að það fari að
segja til sín, svarar Sigurjón. Til
dæmis hefur jökulsporðurinn þar
sem farið er í Jökulheima á
Vatnajökli stytzt á annan kíló-
metra. Eitthvað minna vatns-
rennsli kemur því úr jöklunum.
En það er svo lítill hluti af
vatnsmagninu, að það mun ekki
hafa mikil áhrif, þótt frekar stefni
í þá áttina.
- E.Pá.
MOEGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1980
Dr. Ragnar Ingimarsson, verkfræðingur:
Undanfarna tvo laugardaga
hafa birst eftir þig forvitnilegar
greinar í Morgunblaðinu. Af þessu
tilefni langar mig til að leggja
fyrir þig nokkrar spurningar.
1. Telur þú æskilegt að kjós-
endur viti sem allra minnst um
þá sem eru í framboði til forset-
akjörs?
Áf greinum þínum verður helst
ráðið að þú teljir að farið sé inn á
mjög varhugaverða braut með því
að upplýsa væntanlega kjósendur
um orð og athafnir frambjóðenda
til forsetakjörs og sér í lagi ef
yfirlýsingar frambjóðendanna eru
leiðréttar þegar þörf er á.
Á sama tíma talar þú um það
móti sýningu á leikriti Svövu
Jakobsdóttur, en verið ofurliði
borin.
4. Ertu viss um að tengdason-
ur þinn, Þórarinn Eldjárn, sé
ástsælt skáld?
í greinum þínum er að finna
setninguna „en Þórarinn er eitt
ástsælasta skáld yngri kynslóðar-
innar". Máltækið segir að hverjum
þykir sinn fugl fagur. En ein-
hvernveginn finnst mér nú illa
hæfa að tengdapabbi sé að hrósa
tengdasyninum á opinberum
vettvangi. Þórarni er eflaust hrós-
að í þín eyru. Þú heyrir sennilega
minna frá þeim hópi manna sem
tala með hneykslun og aumkun
eftir rússneskum leyniþjónustu-
manni að 200—300 manns ynnu á
íslandi fyrir sovésku leyniþjónust-
una. Hvar telur þú líklegast að
þessa einstaklinga sé að finna?
Gæti ekki verið að menn úr
þessu hópi hefðu undirbúið og
gegnumfært þá áróðurherferð,
sem haustið 1973 hafði sem næst
fullvissað meirihiuta af forystu-
mönnum þjóðarinnar um að flest-
ir þegnanna vildu slíta varnar-
samvinnu okkar við vestrænar
þjóðir?
10. Ertu á móti þvi að fólk fái
að láta i ljós skoðanir sinar með
undirskrift?
Þú varpaðir þeirri spurningu til
dr. Þorsteins Sæmundssonar
hvaða álit hann héldi að Jón
Sigurðsson hefði haft á „atferli og
Nokkrar spumingar til Ölaís
Pálssonar, verkfræðings
sem markmið að halda kosninga-
baráttu vegna forsetakjörs á
hærra sviði en kosningabaráttu í
pólitískum kosningum. Er eitt-
hvað svið hærra en það, þar sem
sannleikurinn er látinn koma
fram og athugasemdir studdar
óhrekjanlegum rökum?
Kveikjan að þessum skrifum,
voru eins og þú vonandi manst,
svör Vigdísar Finnbogadóttur við
spurningu blaðamanns „Hefur þú
haft afskipti af stjórnmálum?"
Vigdís svaraði spurningunni á
þann veg að ætla mátti að hún
hefði lítil afskipti haft af þeim. í
óvenjulega vel skrifaðri grein
sýndi dr. Þorsteinn Sæmundsson
fram á að Vigdís hafði vissulega
haft afskipti af stórpólitísku
deilumáli og reyndar gegnt þar
forystuhlutverki. Dr. Þorsteinn
kastaði ekki fram órökstuddum
fullyrðingum um eitt eða neitt.
Hann lét sig hafa að fletta upp í
opinberum gögnum og staðreyna
það sem hann minnti að gerst
hefði.
En lítum nú á annan þann
fróðleik sem þú hefur fram að
færa í greinum þínum.
2. Hvaðan kemur þér sú vitn-
eskja að þjóðin skiptist í tvo
jafnstóra hiuta?
í annari grein þinni stendur: „í
þjóðfrelsismálum gegnir öðru
máli, þar skiptist þjóðin í tvo
líklega jafnstóra hluta, en þá
hefur ekki fram að þessu tekist að
sætta því miður.“
Hvernig í ósköpunum færð þú
út að um tvo líkleg jafnstóra hópa
sé að ræða? Nokkrir þeirra sem
unna frelsi þessarar þjóðar og
vonast til að varðveita það um
ókomna framtíð létu til sín heyra
1974. Á fimm vikum, um hávetur,
skrifuðu yfir 55 þúsund atkvæðis-
bærir íslendingar undir álit um
það hvernig frelsið yrði best
tryggt. Undirskriftalistarnir lágu
frammi í sölum Alþingis, öllum til
sýnis. En þeir sem voru gagn-
stæðrar skoðunar hafa líka geng-
ist fyrir undirskriftasöfnunum.
Hvar skyldu þær undirskriftir
hafa verið látnar liggja frammi?
Hversu margar undirskriftir at-
kvæðisbærra manna fengu þeir?
Samanburður á undirskriftafjölda
þessara tveggja hópa hefði senni-
legast gefið nokkra hugmynd um í
hvaða hlutföllum þjóðin skiptist í
þessum málum.
3. Ræður leikhússtjórinn
Vigdís Finnbogadóttir ekki vali
leikrita hjá Leikfélagi Reykja-
vikur?
Á að skilja skrif þín 19. apríl sl.
þannig að Vigdís Finnbogadóttir
hafi ekki mest um það að segja
hvaða leikrit skuli tekin til sýn-
ingar hjá Leikfélagi Reykjavíkur
hverju sinni? Hafa áhrif Vigdísar
þá verið minni en annarra leik-
hússtjóra? Ef svo er, hvað stendur
þá eftir af ágæti Vigdísar sem
leikhússtjóra? í grein dr. Þor-
steins var smekkur Vijgdísar í
leikritavali til umræðu. Alyktanir
dr. Þorsteins standast nema sýnt
verði fram á að Vigdís hafi lagst á
um Þórarin eftir að hann lagðist
svo lágt að semja níðrímur um Walt
Disney, þennan ágæta listamann
og barnavin.
5. Voru einhverjir dæmdir að
ósekju?
„En fimm árum síðar dundu
ólánið yfir og dómstólarnir tóku
til starfa," segir þú.
í ofangreindri setningu átt þú
eflaust við atlöguna að Alþingis-
húsinu 1949 og dóma sem upp voru
kveðnir yfir afbrotamönnunum.
Ekki ertu ósáttur við að dómar
voru kveðnir upp yfir afbrota-
mönnunum er það? Og því síður
trúi ég því að þú haldir því fram
að viðkomandi hafi verið dæmdir
að ósekju. Þekkir þú kannski til
einhvers sem þú telur að hafi
verið dæmdur að ósekju?
6. Skipta staðreyndir þig engu
máli?
Það er ekki hægt að draga aðra
ályktun af skrifum þínum en þá að
staðreyndir skipti engu máli og er
það undarlegt viðhorf hjá verk-
fræðingi. Þú býrð til einhverja
sögu um tvær baunadósir og
Steingrím Hermannsson, núver-
andi ráðherra flugmála, og notar
reyndar tækifærið til að skjalla
ráðherrann svolítið, í leiðinni.
Fjármál Rannsóknaráðs ríkis-
ins voru til opinberrar umræðu á
árinu 1971. Nokkrar greinar birt-
ust um þessi mál í blöðum í maí
eða júnímánuði það ár. Sumar
þessara greina skifaði dr. Þor-
steinn Sæmundsson, þá fulltrúi í
rannsóknaráði, og hafði hann
mikinn sóma af vönduðum og vel
rökstuddum málflutningi.
Það er út í hött að halda því
fram að opinber málgögn verði
ekki skoðuð nokkur ár aftur í
tímann nema menn hafi aðgang
að tölvuvæddum upplýsingabönk-
um.
Þér er vorkunnarlaust að fara á
Landsbókasafn íslands og fá að
líta á Morgunblaðið, Nýtt land,
Tímann og Þjóðviljann frá þessum
tíma. Þú munt fljótlega komast að
þeirri niðurstöðu að þú hefur farið
með fleipur eitt. Mér segir svo
hugur að þér muni þykja skyn-
samlegra að vera ekki að vekja
upp þetta gmala og löngu af-
greidda mál.
7. Heldurðu að það sé því
erfiðara að safna fé, sem stuðn-
ingsmennirnir eru fleiri?
I grein þinni 26. apríl sl. lýsir þú
mikilli undrun yfir velgengni und-
irskriftastöfnunar Varins lands.
Lætur þú í það skína að ekki sé
einleikið hversu vel gekk að fjár-
magna undirskriftasöfnunina. Þú
hefur ekki kynnt þér málin vel.
Endurskoðaðir reikningar vegna
fjármögnunar og kostnaðar við
undirskriftasöfnunina voru lagðir
fram fyrir rétti. Heildarkostnaður
af undirskriftasöfnuninni var
rúmlega ein milljón króna og rann
um helmingur þeirrar upphæðar
til tölvuvinnslu. Þetta samsvarar
um 20 kr. framlagi af hálfu hvers
undirskrifanda. Reyndin varð líka
sú að andstæðingar undirskrifta-
söfnunarinnar vildu ekki ræða
meira um peninga — hafa ef til
vill litið í eigin barm og séð að
ekki yrði nú auðvelt að gera grein
fyrir öllu áróðursfjármagni þess
fámenna hóps. Sagan um þessa
tugi milljóna króna sem alltaf er
verið að sækja sem frjáls framlög
hafnarverkamanna til styrktar
Þjóðviljanum, herstöðvarand-
stæðingum o.fl. hlaut að verða
ótrúleg, jafnvel fyrir hina trú-
gjörnustu.
8. Heldurðu að tölvur hugsi
fyrir menn?
Um skipulagningu undirskrift-
asöfnunarinnar segir þú, „Nú spyr
ég hver skipulagði og hvaðan kom
þekkingin? Var þarna kannski
tölva í notkun."
Og enn spyrð þú, „Af hverju var
ekki barið að dyrum hjá þeim sem
vitað var að væru á móti, heldur
hinum? Ég spyr nú bara á móti:
hversvegna átti að berja að dyrum
hjá þeim sem vitað var að væru á
móti?
Þú og þínir líkar virðast ekki
enn hafa áttað ykkur á því að við
sem stóðum að undirskriftasöfn-
uninni vorum fyrst og fremst að
verða við ósk mikils hluta þjóðar-
innar um að fá tækifæri til að láta
í ljósi skoðun sína á því hvernig
frelsi þjóðarinnar yrði best tryggt.
Við þurftum þess vegna ekki að
hafa mikið fyrir skipulagningu
víðs vegar um landið. Ekki þurft-
um við heldur að boða til dýrra
gangna, áróðursfunda og slag-
orðaauglýsinga — við höfðum
engan áróður í frammi. Þessu er
öðruvísi háttað þegar minnihlut-
ahópar eins og herstöðvaandstæð-
ingar eru að reyna að þvinga
óvelkomnum skoðunum sínum inn
á almenning. Nei, Ólafur þú skýrir
ekki velgengni undirskriftasöfn-
unarinnar með einhverri ímynd-
aðri skipulagstölvu.
9. Hvernig skilgreinir þú orð-
ið hernám?
Það voru fleiri en þú sem stóðu í
rigningunni á Þingvöllum á af-
mælisdegi Jóns Sigurðssonar. Ég
minnist þessa dags eins og hann
hefði verið í gær. Síðan eru liðin
mörg ár og enn búum við við fullt
frelsi. Ekki eru allir jafnheppnir
og við. Síðan þennan eftirminni-
lega rigningardag í júní 1944 hafa
margar þjóðir og einstaklingar
misst það frelsi sem okkur er svo
tamt að ætla að sé sjálfsagt,
ævarandi og óumbreytanlegt. Eg
þarf ekki að nefna dæmi. En þú
talar um hernám og gefur í skin
að við búum í hernumdu landi.
Hvernig skilgreinir þú orðið her-
nám?
Við sem stóðum að undirskrifta-
söfnuninni Varið land, vorum
vissir um hver væri vilji meiri-
hluta þjóðarinnar. Við lögðum
okkur fram til að tryggja að við
fengjum enn um sinn notið þess
frelsis sem við fögnuðum á Þing-
völlum 1944.
Nýlega mátti lesa forsíðufrétt í
Morgunblaðinu þar sem haft var
málflutningi Varins lands
manna"?
Dr. Þorsteinn svaraði spurningu
þinni skilmerkilega í Morgunblað-
inu, þriðjudaginn 22. apríl sl.,
bæði frá eigin brjósti og með
tilvitnunum í ræður Jóns Sigurðs-
sonar.
I grein þinni í Morgunblaðinu sl.
laugardag spyrðu sömu spurn-
ingarinnar aftur. Af þessu verður
ekki dregin önnur ályktun en sú að
þú hafir fyrirfram ákveðnar skoð-
anir á því hvaða álit Jón Sigurðs-
son hefði haft og sættir þig ekki
við neitt annað svar.
Þú svarar hinsvegar ekki spurn-
ingu dr. Þorsteins um það hvað þú
eigir við með málflutningi Varins
lands manna. Vegna tölvuleysis og
hvers annars sem kann að hafa
valdið því að þú manst ekki of vel
hvað gerðist fyrir nokkrum árum
er rétt að ég gefi þér í hnotskurn
yfirlit um „atferli og málflutning
Varins lands manna.“
Við sem stóðum að undirskrifta-
söfnun undir einkennisorðunum
Varið land, gáfum löndum okkar
sem komnir voru á kosningaaldur
tækifæri til að skrifa undir yfir-
lýsingu um það hvernig sjálfstæði
okkar og öryggi yrði sem best
tryggt. Enginn áróður átti sér stað
af okkar hálfu og við neituðum
algjörlega að láta draga okkur inn
í neinar deilur um þessi mál.
Okkur fannst sjálfsagt að hver og
einn gerði það upp við sig sjálfan
hvort hann skrifaði á undir-
skriftaskjalið eða léti málið
afskiptalaust. Að vísu fengum við
ansi margar kvartanir að undir-
skriftasöfnuninni lokinni frá fólki
sem ekki hafði fengið tækifæri til
að skrá nöfn sín á undirskrifta-
listana. Við því var ekkert að gera.
Andstæðingar vestrænnar sam-
vinnu létu öllum illum látum. Þeir
jusu yfir okkur svívirðingum, sök-
uðu okkur um landráð, lögbrot og
flest það sem þeir héldu að myndi
duga til að hvorki við né aðrir
færu út í svona ævintýri aftur. Við
stefndum þessum aðilum. Tilgang-
urinn var tvíþættur. í fyrsta lagi
sá, að láta óháðan aðilja skera úr
um sannleiksgildi þess sem á
okkur var borið. í öðru lagi, að
tryggja hinum almenna borgara
landsins skoðana- og athafna-
frelsi, frelsi til að taka þátt í og
stofna til lýðræðislegs framtals
svo sem undirskriftasafnana án
þess að eiga á hættu að verða fyrir
ómældum persónulegum svívirð-
ingum sem bitna bæði á einstakl-
ingum og ekki síður fjölskyldu
hans.
Nú sex árum síðar getum við
hrósað fullum sigri að því er fyrra
atriðið snertir. Hvað hið síðara
atriðið áhrærir getur tíminn einn
skorið úr um árangurinn. Ég er
ekki viss um að þau viðurlög sem
dómstólarnir dæmdu hafi verið
nægilega ströng til að halda aftur
af þeim mönnum, sem grípa til
rógs og lyga þegar þeir verða
rökþrota.
Garðabæ 27. apríl 1980,