Morgunblaðið - 03.05.1980, Qupperneq 14

Morgunblaðið - 03.05.1980, Qupperneq 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1980 við Aust- í viðræðum þeim, sem fram fara í Osló í næstu viku milli norskra og íslenskra stjórnvalda um Jan Mayen- málið, verða ráðagerðirnar um útfærslu fiskveiðilögsög- unnar við Austur-Grænland fyrir norðan 67 breiddar- gráðu ofarlega á baugi eins og í viðræðunum hér á landi um miðjan síðasta mánuð. Svo virðist sem Danir hafi ekki enn ákveðið útfærsludaginn en flest þykir benda til, að grænlenska lögsagan á þessu svæði verði 200 sjómílur í júní e.t.v. hinn 1. júní. í afstöðu sinni til lögsögu um hverfis Jan Mayen hafa Danir mótað aðra stefnu en íslendingar. Þeir draga ekki í efa norsk yfirráð yfir eyjunni, en segja, að vegna landfræðilegrar legu sinnar fjarri heimalandinu og smávægilegs efnahagslegs gildis sé óeðlilegt, að henni fylgi 200 mílna lögsaga. Með vísan til þessa og sanngirnissjón- armiðsins, sem mælt er fyrir um í drögunum að hafréttarsáttmála, komast Danir að þeirri niður- stöðu, að ekki skuli verða dregin miðlína milli Grænlands og Jan Mayen heldur verði grænlenska línan dregin 200 mílur frá Græn- landsströnd og Jan Mayen fái það, sem af gengur. Svæðið, sem um er deilt, frá miðlínu til grænlensku 200 mílnanna er um 100 þúsund ferkílómetrar. Samskonar svæði milli íslands og Jan Mayen er 25 þúsund ferkílómetrar. Undirbúningur undir þessa út- færslu er flókinn, því að Danir þurfa að ráðfæra sig við marga aðila. Við vesturströnd Grænlands kemur útfærslan til með að hafa áhrif á hagsmuni Kanada. En hér snertir hún Norðmenn beint og okkur íslendinga óbeint. Munu þegar hafa farið fram viðræður milli danska og íslenska utanríkis- ráðuneytisins um þetta mál. Sjón- armið Dana gagnvart okkur í þessu máli er það, að þeir þurfi einungis að tilkynna okkur ráða- gerðir sínar en ekki semja við okkur um neitt. 1975 var gengið frá miðlínunni milli íslands og Grænlands. Síðast en ekki síst Kortið sýnir þær ólíku markalínur, sem unnt er að draga umhverfis Jan Mayen eftir þeim hugmyndum, sem fram hafa komið um þær. Athygli er vak- in á því, að uppruni kortsins er norskur og þess vegna eru miðlínurnar um- hverfis Jan Mayen dregnar í heilum línum af teiknara Morgunblaðsins. íslendingar kref j- ast yfirráða að brotnu línunni úr suðri, sem næst er Jan Mayen, og Græn- lendingar úr vestri. Inn á kortið eru einnig dregin ystu mörk norsku lögsög- unnar allt frá Sval- barða suður til Hjaltlandseyja, sem heyra til Bretlands og þá sjást einnig norð- urmörk færeysku lögsögunnar. Á kortinu sést glöggt hve lítill „al- menningurinn“ verð- ur í Norður- Atlantshafi, þegar strandríkin hafa helgað sér yfirráðas- væði sín. Og ætti eng- um að þurfa að koma á óvart, að þetta nýja „Iandnám“ leiðir til nokkurrar togstreitu. útfærslan JPB Óskert logsaga fyrir Jan Mayen Grænland ísland '*V\_---------2O0mftur d-. . |____Miðlína milli: \ Q Jan Mayen/Graenland 0 Jan Mayen/ísland 0 Grænland / ísland ur-Grænland hættu- leg fyrir íslendinga? þurfa Danir að tilkynna samaðil- um sínum að Efnahagsbandalagi Evrópu frá áformum sínum. Innan danska ríkisins er málinu þannig háttað, að samkvæmt grænlensku sambandslögunum um heimastjórn þar í landi, eru landhelgismál sameiginlegt mál, sem farið er með af ríkisstjórninni í Kaupmannahöfn í samráði við heimastjórnina. Dönsku ríkis- stjórninni er mikið í mun að allt, sem hún aðhefst í þessu máli miðist sem mest við grænlenska hagsmuni í bráð og lengd. Þess vegna mun 'hún ekki ljá máls á neinu, sem unnt er að túlka sem eftirgjöf grænlenskra hagsmuna. Eftir að fært hefur verið út telst lögsagan við Grænland til sameig- inlegrar efnahagslögsögu Efna- hagsbandalags Evrópu, á meðan Grænland er hluti bandalagsins. Þjóðaratkvæðagreiðsla um fram- hald aðildarinnar fer fram á næsta ári eða 1982. Segi Græn- lendingar sig úr bandalaginu verð- ur lögsagan við land þeirra sam- eiginleg dönsk lögsaga. Formlega hliðin er því í stuttu máli þessi: Danska ríkisstjórnin ákveður útfærsluna og ræðir um hana við aðrar þjóðir. Eftir að fært hefur verið út verða yfirráðin á svæðinu á valdsviði Efnahags- bandalagsins, það ákveður veiði- kvóta þar og semur við utan- bandalagslönd um fiskveiðar. Bandalagið hefur ekki enn mótað sameiginlega fiskveiðistefnu sína en hefur gert bráðabirgðasamk- omulag við ýmsar þjóðir um gagnkvæm fiskveiðiréttindi, þar með Norðmenn. Enginn slíkur samningur er við íslendinga, en við heimilum einni bandalagsþjóð, Belgum, veiðar innan lögsögu okk- ar. Ekki eru stundaðar miklar fisk- veiðar við Austur-Grænland. Á árinu 1978 var þorskkvótinn þar 3000 tonn og var Grænlendingum einum heimilað að veiða hann. Þá var karfakvótinn 20.500 tonn en 28 þúsund tonn 1979. 1978 var grá- lúðukvótinn 20 þúsund tonn en 15 þúsund tonn 1979. En þessir kvót- ar hafa til þessa gilt fyrir sunnan 67. breiddargráðu. Af Efna- hagsbndalagslöndunum eru það einkum Vestur-Þjóðverjar, sem sækja til veiða við Grænland og togarar þeirra stunda þar karfa- veiðar. Þó virðast þeir einnig hafa leitað í aðra fiskstofna ef marka má nýleg málaferli í Grænlandi gegn þýskum togaraskipstjórum, sem sakaðir voru um að veiða þorsk í trássi við heimildir sínar. Færeyingar hafa haft veiðiheim- ildir við Grænland og þeir sækjast ekki síst eftir úthafsrækju þar. Sömuleiðis Norðmenn, sem hafa heimild til að veiða 2500 tonn af rækju við Grænland og 1800 tonn af grálúðu. Þessir veiðikvótar hafa allir verið ákveðnir af stjórnar- nefnd Efnahagsbandalagsins í Brússel og þangað verða íslensk stjórnvöld að snúa sér vilji þau fá heimild fyrir íslensk úthafsrækju- skip til að veiða handan miðlín- unnar gagnvart Grænlandi, eins og til umræðu hefur verið. Norð- menn hafa heimilað skipum Efna- hagsbandalagslanda að veiða inn- an sinnar lögsögu og veiðar þeirra við Grænland byggjast því á gagnkvæmnisgrundvelli gagnvart bandalaginu. Eins og af ofangreindu sést hefur loðnuveiði ekki verið stund- uð innan grænlensku lögsögunnar til þessa, enda er það yfirleitt fyrir norðan 67. breiddargráðu,

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.