Morgunblaðið - 03.05.1980, Qupperneq 15

Morgunblaðið - 03.05.1980, Qupperneq 15
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980 15 sem loðnan gengur í áttina að Grænlandi og þá einmitt á því svæði, sem Danir og Norðmenn munu deila um yfirráð á, þegar til útfærslui kemur. Ráði sjónarmið Dana um 200 mílna lögsögu út frá grænlensku ströndinni munu bestu loðnumiðin á þessum slóðum lenda inn á því svæði, en ráði sjónarmið Norðmanna um miðlínu milli Grænlands og Jan Mayen verða miðin innan norskrar lög- sögu. Þetta hafa Norðmenn talið tromp á sinni hendi. Þeir telja það að sjálfsögðu sér einnig til hags- bóta að hafa loðnumiðin í eigin lögsögu, því að þar með batni samningsaðstaða þeirra gagnvart okkur, þegar rætt er um skiptingu aflamagns. Þess vegna segja þeir við okkur: Ef þið semjið ekki og haldið fast við ítrustu kröfur, verðum við í verri aðstöðu til að brjóta Dani á bak aftur, en takist okkur það ekki missum við báðir af loðnunni inn í grænlenska lögsögu og til Efnahagsbandalags- ins. Menn hljóta að velta því fyrir sér, hvort þessi röksemdafærsla standist. í fljótu bragði er aug- Ijóst, að hún er ekki skotheld. Til dæmis er mikið umhugsunarefni fyrir okkur, hvort ekki sé skyn- samlegra að snúa sér alfarið að Efnahagsbandalaginu og styðja sjónarmið Dana í þessu máli heldur en að hafa Norðmenn sem milligöngumenn að einhverju eða öllu leyti. Hvort okkur sé ekki betra, að loðnan sé innan græn- lenskrar lögsögu en norskrar. Eð- lilegt yrði, að við færum þess á leit við stjórnarnefnd Efnahags- bandalagsins, að hún viðurkenndi endanlegt ákvörðunarvald okkar varðandi leyfilegan heildarafla á loðnunni, sem vex upp hér við land og gengur síðan til Grænlands um stuttan sumartíma. Síðan yrðu ákvæði um það í slíku samkomu- lagi, að samið yrði um það við þær þjóðir, sem loðnuveiðar stunda á þessum slóðum, hver hlutdeild þeirra verði í þessum heildarafla og hvar þær megi ná sínu magni úr sjó. En hverjar eru þær þjóðir, sem hér um ræðir? Jú, Norðmenn og Færeyingar fyrir utan okkur sjálfa. Hvorki Grænlendingar né önnur Efnahagsbandalagsþjóð stundar þessar veiðar og því er stjórnarnefndin í Brussel ekki í spennitreyju fiskveiðihagsmuna í þessu máli. Henni er hins vegar í mun að loka engum framtíðar- möguleikum og þess vegna mundi samkomulag í þessum dúr geta orðið stjórnarnefndinni að skapi. Færeyingar hafa sérstök tengsl við Efnahagsbandalagið og skip frá ríkjum þess veiða í færeyskri lögsögu. Með áframhaldandi sam- komulagi við Færeyinga um loðnuveiðar þeirra hér við land fáum við því röksemd í viðræðum okkar við Efnahagsbandalagið auk þess sem eðlilegt er að halda því á loft, að belgískir togarar hafa veitt innan íslenskrar lög- sögu án samskonar réttinda fyrir íslensk skip í bandalagslögsög- unni. í viðræðum okkar og Norð- manna hefur aldrei komið til mála, að þeir fengju að veiða sína hlutdeild í heildarloðnuaflanum innan okkar lögsögu. Án sérstakra samninga við Efnahagsbandalagið yrðu Norðmenn því að láta sér nægja svæðið umhverfis Jan Mayen til loðnuveiða og það væri þeim lítils virði, ef loðnan héldi sig að mestu á íslensku eða grænlensku yfirráðasvæði. Með hliðsjón af þessu ætti engin sérstök hætta að felast í því að semja við Norðmenn á þann veg, sem grundvöllur virðist vera fyrir eftir viðræðurnar hér í Reykjavík, svo framarlega sem þeir viður- kenna framtíðarrétt okkar á land- grunninu utan 200 mílna efna- hagslögsögu íslands. Hins vegar er óþarfi, að Norðmenn hafi nokkra milligöngu fyrir okkar hönd gagnvart Dönum og Efna- hagsbandalaginu. Björn Bjarnason Guðmundur H. Garðarsson: Hér fer á eftir ávarp, sem Guðmundur H. Garðars- son flutti á 1. maí sam- komu í Sjálfstæðishúsinu í fyrradag: 1. maí baráttudagur verkalýðs- ins. Hvað felst í þessum orðum? Fávíslega spurt kunna ýmsir að hugsa. Það vita jú allir, að 1. mái er hátíðis og baráttudagur launafólks. Þá setur verkalýður- inn fram kröfur sínar, efnt er til kröfugangna, ræður fluttar og greinar birtar. Þannig hefur jafnrétti og bræðralagi. Það þyk- ir kannske svo sjálfsagt, að það ríki á íslandi í dag. En hvernig er það, er 1. maí ekki alþjóðadagur verkalýðsins? Snýst hann bara um eigin hag og þrengstu þjóðarhagsmuni? Var það ekki tilgangurinn á sínum tíma með 1. maí, að hann væri sameiginlegur kröfudagur verka- lýðsins um allan heim? Var ekki krafan um frelsið og bræðralagið alþjóðleg krafa um almenn mannréttindi? Hér kem ég að atriði sem er yfirleitt aldrei talað um af sósí- ranglæti. Ég hefi nefnt hér eitt dæmi. En skyldi þetta ranglæti koma fram víðar í störfum verkalýðshreyfingarinnar? Skyldu neikvæð áhrif sósíalista standa í vegi fyrir því, að íslenzk verkalýðshreyfing geti í reynd staðið við kjörorðið frelsi, jafn- rétti og bræðralag þannig, að allir launþegar, hvar í stétt sem þeir eru staddir og hvaða póli- tízkar skoðanir sem þeir kunna að hafa, njóti fullra og óskertra mannréttinda? Ég tel, að þetta sé ekki tryggt sem skyldi vegna ofstækisfuílrar afstöðu þeirra sósíalista, sem koma í veg fyrir, að verkalýðs- Islenzk verkalýðshreyf- ing verður að vera sjálfri sér samkvæm þetta verið á íslandi allar götur frá árinu 1923, þegar fyrsta — 1. maí kröfugangan fór fram í Reykjavík. Kröfugangan 1. mái og fundarhöld að henni lokinni var farin að undirlagi jafnað- armanna og fram kemur í sam- tíðaheimildum, að hún hafi farið vel fram. Talið er að 3—4000 manns hafi "safnazt saman á fundinum, sem fór fram þar sem Alþýðuhúsið nú er neðst við Hverfisgötuna. Var það mikill mannfjöldi miðað við stærð Reykjavíkur á þeim tíma og hlutfallslega margfalt meiri þátttaka í 1. maí hátíðarhöldun- um heldur en nú á sér stað. Við vitum hvernig 1. maí fer fram ár hvert á Islandi. Við könnumst við kröfurnar um hærra kaup, styttri vinnutíma, lengra orlof, meiri tryggingar o.s.frv. .Við könnumst einnig við til- hneigingu kommúnista hérlendis sem erlendis til að reyna að tileinka sér þennan dag. — Það hefur þeim vissulega tekizt í Austur-Evrópu og Sovétríkjun- um, kommúnistaríkjunum, þar sem alræði öreiganna á að ríkja. — Þar eru árlega haldnar mestu skraut- og hersýningar heimsins undir blaktandi rauðum fánum og risamyndum af Marx og Lenin og áður fyrr einnig Stalín.— Þar er ekki gengið undir kröfuborð- um um frelsi, jafnrétti og bræðralag. Og vel á minnst. Ég efast um að einn einasti borði í kröfugöng- unni hér í dag, hafi verið helg- aður þessum slagorðum. Frelsi, aiistum í verkalýðshreyfingunni. Upphaf og tilgang dagsins í þágu frelsisins í raunverulegri merkingu þess orðs. Hver skyldi vera ástæðan fyrir þessu? Hún er, að minni hyggju tvíþætt. í fyrsta lagi hafa komm- únistar, sósíalistar, reynt að slá eign sinni á daginn allt frá því að byltingin varð í Rússlandi 1917. í skjóli þessa og valda sinna í ýmsum verkalýðsfélögum hafa þeir síðan reynt að misnota daginn í þágu kommúnismans, kúgunar og einræðis þessarar stefnu, þar sem því hefur verið viðkomið. I öðru lagi vilja þessir menn ekki, að því sé haldið á lofti, að alþjóðaráðstefna verkamanna, sem haldin var í París árið 1889, ákvað að gera 1. maí að sameig- inlegum kröfudegi verkalýðsins um allan heim, vegna atburða, sem voru að eiga sér stað í Bandaríkjunum. Verkalýðssamband Ameríku (American Federation of Lab- our) hafði ákveðið að stofna til allsherjarvinnustöðvunar 1. maí 1890 til að fylgja eftir áratuga baráttu um að 8 stunda vinnu- dagur yrði lögskipaður hjá verkamönnum. Það var þetta skref, sem olli því fyrst og fremst, að ákvörðun- in var tekin á alþjóðaráðstefn- unni í París. Þar með var þetta orðið að alþjóðlegu baráttumáli: Að frelsa hinn almenna erfiðis- vinnumann undan oki hins langa vinnudags, sem þá tíðkaðist. Það voru hinir frljálsu verka- lýðssinnar í Bandaríkjunum, en — hver sem ríkis- stjórnin er og hvar sem mann- réttindabrot eru framin ekki sósíalistarnir í Evrópu, sem voru kveikjan að 1. maí. Ég rifja þetta hér nokkuð upp vegna þess, að í 1. maí ávarpi Fulltrúaráðs verkalýðsfélaganna í Reykjavík í ár, er hvergi minnst á ofbeldisverk Sovétmanna í Afganistan, né tekið undir þau orð á ávarpi Alþjóðasambands frjálsrar verkalýðshreyfingar, þar sem það er fordæmt, að milljónir verkamanna í A-Ev- rópu eru ekki frjálsir að því að vinna að málefnum núna á þann hátt, sem þeir kysu að gera. Muna menn ekki lengur for- dæmingu sósíalista vegna þátt- töku Bandaríkjamannaí styrjöld- inni í Víet-Nam. Kommúnistar nefndu það þjóðfrelsisstríð og fordæmdu íhlutun Bandaríkja- manna í því. Nú þegja þeir þunnu hljóði yfir innrás Sovétmanna í Afganistan og afskiptum þeirra af málefnum Afríkuríkjanna. Varðandi frelsi einstaklingsins og mannréttindi gildir engin málamiðlun, hjá frjálsum mönnum. Ósamræmið í afstöðu verka- lýðshreyfingarinnar til mann- reftinda eftir því hverjir eiga í hlut, felur í sér himinhrópandi hreyfingin geti verið sjálfri sér samkvæm í hagsmuna- og bar- áttumálum hennar. Islenzk verkalýðshreyfing verður að vera sjálfri sér sam- kvæm, hvort sem um er að ræða vinstri eða hægri stjórnir á Islandi og hvort sem afstöðu þarf að taka til og fordæma mann- réttindabrot af hálfu valdhaf- anna í Sovétríkjunum, Suður- Ameríku, Afríku eða annars staðar. Þetta hefur hún ekki gert vegna þess, að áhrifamáttur sósíalista er of mikill innan verkalýðshreyfingarinnar. Hún er enn um of njörfuð niður í fjötra úreltra skoðana kreppu- kommúnista og menntaðra hug- myndafræðinga, sem taka félags- hyggjuna fram yfir einstakling- inn. Það er verkefni framtíðarinn- ar að losa um þessar viðjar þannig að unnt sé að skapa það umhverfi sem leyfir mannsand- anum að þroskast á frjálsan hátt og veitir frelsi til óhindraðrar tjáningar og athafna. Lýðræði og félagafrelsi á að snuast um það, fyrst og fremst að tryggja frelsi og sjálfstæði, stöðu og afkomu einstaklingsins. Þetta eru þau grundvallarmannréttindi, sem verkalýðshreyfingunni ber að berjast fyrir. Geri hún það ekki, hefur hún brugðizt hlutverki sínu og hug- sjónum. Það erí ljósi þessara atriða, sem við eigum að vega og meta afstöðu okkar til stöðu og krafna verkalýðshreyfingarinnar í framtíðinni. Ráðstefna um ræktun og dreifingu matjurta Náttairulækningafélag tslands og timaritið Heilsuvernd héldu ráð- stefnu um ræktun og dreifingu matjurta laugardaginn 26. april og voru þrjár framsöguræður fluttar. Sigurður Þráinsson, kennari við Garðyrkjuskóla ríkisins ræddi um grænmetisframleiðslu á íslandi og kom m.a. fram í ræðu hans að garðyrkja er mjög ung búgrein á Islandi og hefur heldur farið halloka miðað við hefðbundnar búgreinar svo sem kjöt- og mjólkurframleiðslu síðustu tvo áratugina. Megin þorri garðyrkjubænda byggir afkomu sína á ræktun í gróðurhúsum en útirækt er mjög lítið stunduð sem aðalbú- grein. Einnig fjallaði Sigurður um markaðsmál og þann vanda sem óhjákvæmilegir framleiðslutoppar skapa á markaðnum. Halldór Sverrisson, plöntusjúk- dómafræðingur ræddi um plöntu- sjúkdóma og varnir gegn þeim. Rakti hann stuttlega helstu flokka sjúk- dóma í íslenskri ræktun og nefndi algengustu leiðir í baráttunni gegn þeim. Einnig kom hann inn á líf- fræðilegar varnir og skýrði frá, að nú væri farið að nota suðræna tegund af svokölluðum ránmaur til þess að verjast roðamaur en hannn er mikill skaðvaldur í íslenskum gróðurhús- um. Guðfinnur Jakobsson, garðyrkju- stjóri talaði um lífræna ræktun á íslandi og þá reynslu sem fengist hefur í þeim efnum síðustu árin. Hann sagði að í lífrænni ræktun forðuðust menn að nota verksmiðju- framleidd áburðarefni en legðu mikið upp úr alhliða lífrænum áburði með safnhaugagerð. Markmiðið væri að framleiða heilbrigðar matjurtir i háum gæðaflokki hvað bragð og næringargildi snertir, sem væru ó- mengaðar af skordýraeitri og öðrum óæskilegum framandi efnum. Að framsöguerindunum loknum voru hringborðsumræður, en auk framsögumanna tóku þátt í þeim, Eðvald B. Malmqvist, yfirmatsmaður Grænmetisverslunar landbúnaðar- ins, Hjalti Jakobsson, formaður Sölufélags garðyrkjumanna, Sigur- geir Arnarson neytamdi, Jónas Bjarnason, varaformaður Neytenda- samtakanna og Þórunn Pálsdóttir, matreiðslukennari. Umræðurnar spunnust að miklu leyti um markaðs- og verðlagsmál, gæði og ræktunaraðferðir. Jónas Bjarnason lagði áherslu á að mikilla breytinga væri þöff á neysluvenjum Islendinga og því væri óskiljanlegt hversu þungar verðlagsálögur væru lagðar á grænmetisafurðir á íslensk- um markaði, miðað við kjöt og mjólkurafurðir. Taldi hann meðal annars til, háa tolla á innfluttu grænmeti og háa smásöluálagningu. Fram kom sú almenna skoðun þátt- takenda að ofnotkun tilbúins áburð- ar, þó sér í lagi köfnunarefnis- aburðar væri ekki óalgeng í íslenskri grænmetisrækt og kæmi það gjarna niður á gæðum afurðanna, t.d. óæski- lega háu nítratmagni og skertu geymsluþoli. Ráðstefnuna sóttu um það vil 45 manns og vakti það athygli hve margt ungt fólk mætti til leiks. Náttúrulækningafélag íslands mun halda áfram að vekja athygli á ýmsum þáttum í grænmetisfram- leiðslu og þá sér í lagi lífrænum ræktunaraðferðum og gæðaeftirliti. í framhaldi af þessari ráðstefnu mun félagið standa fyrir sýnikennslu í safnhaugagerð, laugardaginn 10. eða sunnudaginn 11. maí.

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.