Morgunblaðið - 03.05.1980, Qupperneq 20
20
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980
Ágreiningur rétt einu sinni
milli forseta og Khomeinis
Nú um þaö hvort líkum Bandaríkjamannanna verði skilaö
Abu Dhabi, Teheran 2. maí. AP.
UTANRÍKISRÁÐHERRA Irans
Ghotbzadeh sagði í gær, að stjórn
hans hefði lagt það í hendur
brezku stjórnarinnar að leysa
sendiráðstökuna i London eins
„og hún teldi hagstæðast“. Hann
sagði að þetta væri hryðjuverk og
stjórn sín myndi ekki láta sér
detta i hug að semja við slika
glæpamenn. Aðspurður um það
hvort ekki væri í því nokkur
kaldhæðni að hann fordæmdi töku
sendiráðs í London, meðan annað
sendiráð væri í ræningjahöndum
sagðist hann ekki sjá þar neina
hliðstæðu, þvi að taka bandariska
sendiráðsins væri aðeins merki
um viðbrögð irönsku þjóðarinnar
við áralangri kúgun og yfirgangi
Bandarikjanna eins og hann
komst að orði.
Hópur kúrdiskra stúdenta réðst
á fimmtudag inn í dómkirkju
Frankfurt og kváðust með því
mótmæla því sem þeir kölluðu
fjöldamorð á minnihlutahópum og
þjóðarbrotum í íran. Ekki hafa
borizt neinar meiriháttar óeirða-
fregnir frá Kúrdistan nú, en hins
vegar er því meiri ólga í Khuzest-
anhéraði, heimaslóðum íranskra
Araba í kjölfar atburðanna í Lond-
on. Tveir menn voru teknir þar af
lífi dag fyrir ótilgreindar sakar-
giftir. Mjög mikil átök hafa verið
þarna síðustu daga, en fréttir um
þau verið af skornum skammti. í
Khuzestan er mjög mikil olía og
meirihluti íbúanna af arabiskum
ættum.
Þrír hópar arabiskra Irana í
New York Times um björgunartilraun Bandaríkjamanna:
Sprengjuflugvélar til
taks ef út af brygði
Khuzestan hafa hótað að ekki verði
látið við sendiráðstökuna í London
sitja og muni hugað á frekari
aðgerðir og séu þeir fúsir að deyja
sem píslarvottar frekar en þola þá
mismunun og kúgun sem þeir og
aðrir minnihlutahópar séu beittir
af hálfu núverandi stjórnvalda í
Iran.
Bani Sadr forseti írans ítrekaði í
dag að Bandaríkjamenn fengju
skilmálalaust afhentar jarðneskar
leifar bandarísku mannanna sem
létust í tilrauninni til að frelsa
gíslana. Aftur á móti sagði
Ayatollah Beheshit, fyrsti ritari
byltingarráðsins, að Khomeini og
ráðið myndu úrskurða um hvað
yrði um lík mannanna. í frettum
frá íran í dag segir að fundizt hafi
lík tíunda Bandaríkjamannsins, en
sjálfir staðhæfa Bandaríkjamenn
að ekki hafi fleiri en átta menn
farizt.
Frá önnu Bjarnadóttur, fréttaritara Mbl.
i Washington, 2. maí.
í GREIN, sem The New York Times
birtir í dag, segir, að sprengiflug-
véiar hafi verið tii taks i björgun-
artilraun Bandarikjamanna í íran i
siðustu viku. Þessar vélar hefðu
getað varið brottflug herliðsins og
gislanna og eyðilagt herstöðvar i
kringum Teheran, ef til vandræða
hefði komið, þegar heriiðið var i
sendiráðinu.
Jimmy Carter forseti og helztu
ráðgjafar hans hafa sagt að hættu-
legasti og erfiðasti hluti björgunar-
ferðarinnar hefði verið ferðin til
Teheran. 1 grein The New York
Times segir, að sprengivélarnar
hafi verið á valdi Carters og hann
hefði aðeins gripið til þeirra i
aigjörri neyð.
Cyrus Vance, f.v. utanríkisráð-
herra, sagði af sér embætti vegna
björgunartilraunarinnar. Hann hef-
ur ekki sagt, hvers vegna hann var
svo andvígur henni. New York Times
hefur eftir samstarfsmönnum hans,
að hann hafi óttast, að íranir hand-
tækju bandaríska fréttamenn í Te-
heran, sem eru um 20 talsins, og um
200 aðra Bandaríkjamenn, sem eru
enn í íran, í stað gíslanna 50, ef þeim
hefði verið bjargað. Hann er einnig
sagður hafa óttast, að Sovétmenn
myndu nota björgunarferð Banda-
ríkjamanna sem afsökun fyrir að
ráðast inn í íran, en þeir hafa flutt
mikinn herafla að landamærum
írans á undanförnum mánuðum.
Hætt var við björgunarferðina á
miðri leið til Teheran vegna bilana í
3 þyrlum. Enn er óljóst af hverju
bilanirnar stöfuðu, en starfsmenn
varnarmálaráðuneytisins kenna
sandstormi og mjög erfiðu og löngu
flugi um. Aðrir gagnrýna viðhald
vélanna, útbúnað þeirra fyrir flugið
og þjálfun flugmannanna.
Fyrsta þyrlan sneri við til her-
skipsins Nimitz í Persaflóanum, eftir
að áttavitar hennar biluðu í sand-
stormi og kælivifta brast. Önnur
þyrlan var skilin eftir í eyðimörk-
inni, þegar sprunga í einum þyrlu-
spaða hennar kom í ljós. Og sú þriðja
var skilin eftir á fyrsta mótsstað
herliðsins í eyðimörkinni vegna leka
í slöngu, sem dró úr afli vélarinnar.
Viðgerðarhlutir höfðu verið í fyrstu
þyrlunni, sem sneri við.
Ekki gafst tími til að eyðileggja gögn
í þyrlunum og óttast er að íranir hafi
komizt yfir meira en Bandaríkja-
menn kæra sig um að sé í þeirra
höndum.
ERLENT
Veður
Akureyri 12
Amsterdam 18
Aþena 21
Barcelona 19
Berlín 9
Chicago 16
Denpasar 33
Dublin 11
Feneyjar 20
Frankfurt 20
Genf 15
Helsinki 8
Hong Kong 25
Jerúsalem 30
Jóhannesarborg 22
Kaupmannahöfn 12
Las Palmas
Lissabon
London
Los Angeles
Madrid
Mexicoborg
Mallorca
Malaga
Miami
Moskva
Nýja Delhi
New York
Ósló
París
Reykjavík
Rio de Janeiro
Róm
San Francísco
Sfokkhólmur
Sydney
Tel Aviv
Tókýó
Vancouver
Vínarborg
22
18
15
19
18
25
19
20
28
23
42
20
17
20
9
34
16
17
12
21
30
18
22
16
heióskírt
heióskírt
skýjaó
þokumóóa
skýjaó
heióskírt
heiöskírt
heiöskírt
lóttskýjaó
heióskírt
skýjaó
heiðskírt
skýjaó
heiöskírt
heiðskírt
heiðskírt
skýjaö
skýjaó
skýjaó
skýjaó
skýjaó
heiöskírt
alskýjað
léttskýjað
skýjaó
skýjaó
heiöskírt
skýjaó
heiðskírt
skýjaó
skýjað
skýjað
heiöskírt
skýjaö
heióskírt
rigning
heiöskírt
skýjað
skýjaö
heiðskírt
Reagan spáð
sigri í Texas
Frá fréttaritara Morgunblaösins
önnu Bjarnadóttur, Washíngton i gær.
REPÚBLIKANAR halda forkosn-
ingar í Texas á laugardag. 80
fulltrúar verða kjörnir á lands-
þing flokksins. Ronald Reagan
þykir eiga sigur vísan. George
Bush hefur þó lagt sig allan fram í
ríkinu og unnið nokkuð á, en þvi
er spáð, að hann hljóti aðeins um
12 fulltrúa i kosningunum.
Dcmókratar halda prófkjör í
Texas sama dag. Reglur flokksins
þar eru mjög flóknar og litill
áhugi hefur verið sýndur kosning-
unum. 152 fulltrúar eru i veði og
Jimmy Carter er spáð auðveldum
sigri.
Edward Kennedy leggur nú hart
að Carter að eiga við sig kappræðu
fyrir forkosningar flokkanna í Kali-
forníu 3. júní n.k. Carter ákvað í
vikunni að ferðast nokkuð um
landið og taka þátt í kosningabar-
áttunni á næstunni, en hann hefur
haldið sig innan veggja Hvíta
hússins síðan gíslarnir voru teknir í
Teheran 4. nóvember s.l.
Hann ætlar þó ekki að fást við
Kennedy í kappræðu, en mun mæta
frambjóðanda repúblikana í kapp-
ræðu með haustinu, ef hann hlýtur
útnefningu demókrataflokksins.
Viðskiptaráðunautur brezka sendiráðsins i Teheran, Arthur Wyatt, talar við kanadiskan fréttamann (til
hægri) gegnum lokað hlið sendiráðslóðarinnar og byltingarvörður fylgist með. Herskáir menn hafa hótað
að taka sendiráðið og þar cr nú aðeins sex manna starfslið.
Færeyingum nú bannað
að drekka sterkan biór
Jr
Fylgishrun Ihalds
í sveitarstjórnum
Frá Joifvan Arge. fréttaritara
Mbl. i Færeyjum, 2. mal.
FÆREYINGAR hafa fengið nýja
áfengislöggjöf, sem hvort tveggja í
senn er strangari en gamla löggjöf-
in og veitir Færeyingum meira
frelsi i neyzlu áfengra drykkja.
Lögþingið samþykkti lögin á mið-
vikudagsnóttina, áður en sumar-
leyfi þingmanna hófst.
Samkvæmt hinni nýju löggjöf fá
ölgerðir í Færeyjum nú að brugga öl
allt að 4,6% að styrkleika — eða
svokallað milliöl. En á móti kemur
að Færeyingum er bannað að
drekka sterkan bjór yfir 4,6%.
Héðan í frá mega Færeyingar ekki
drekka bjór eins og t.d. Elefant.
Jafnframt þessu var ákveðið að hver
einstaklingur megi kaupa 4 kassa af
bjór á mánuði og gildir einu hvort
um er að ræða færeyskan bjór eða
danskan.
Þá var neyzla áfengis yfir 60% að
styrkleika bönnuð í Færeyjum.
Jafnframt hyggjast yfirvöld reyna
að beina neyslunni í auknari mæli
yfir á létt vín. Færeyingar mega
kaupa 9 lítra á mánuði af vínteg-
undum undir 23% og eins og þá
lystir af víni undir 13%. En áfram
stendur það í færeyskri löggjöf, að
eyjarskeggjum er bannað að kaupa
áfengi, nema þeir hafi greitt keisar-
anum það sem keisarans er.
Lundúnum, 2. maí. AP.
STJÓRN Margaretar Thatcher
fékk heldur kaldar kveðjur frá
brezkum almenningi á 1 árs
afmælisdegi sínum. íhaldsflokk-
ur Thatcher tapaði 396 sætum í
sveitarstjórnakosningum í dag
en Verkamannaflokkurinn vann
469 sæti. Kosið var í 177 héruð-
um. Leiðtogar Verkamanna-
flokksins voru sigurreifir eftir að
úrslit lágu fyrir og sögðu, að
brezka þjóðin hefði sagt hug sinn
í verki til stjórnar Thatchers.
íhaldsmenn sögðu hins vegar að
þeir hefðu átt von á fylgistapi,
raunar meira en raun varð á. Þeir
sögðu, að hin harða stefna Thatch-
ers í efnahagsmálum væri nauð-
synleg ef þjóðin ætti að ná sér upp
úr þeim öldudal, sem hún hefði
verið í.
Barn lifði af fall af 13. hæð
Seul, 2. maí. AP.
TVEGGJA ára gamalt barn féll
út um glugga á þrettándu hæð i
Seul i dag, en slapp lifs af þegar
niður kom, því að móður barns-
ins tókst að grípa það áður en
barnið skall á jörðina. Fallið var
33 metrar.
Bæði móðir og barn slösuðust
nokkuð. Móðirin hafði farið út á
lóð hússins til að ná í peningaseðil
sem lítill sonur hennar hafði
kastað út um glugga. Henni varð
síðan litið upp og sá þá að barnið
var að detta niður. Hljóðandi af
skelfingu tókst móðurinni að
hlaupa til og ná að grípa barnið.