Morgunblaðið - 03.05.1980, Qupperneq 22

Morgunblaðið - 03.05.1980, Qupperneq 22
22 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980 JMtaQgttnlNbifrft Otgefandi Framkvæmdastjóri Ritstjórar Ritstjórnarfulltrúi Fréttastjóri Auglýsingastjóri hf. Árvakur, Reykjavík. Haraldur Sveinsson. Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Þorbjörn Guömundsson. Björn Jóhannsson. Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 4.800.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 240 kr. eintakið. Andóf kjarkleysisins Einhleypur verkamaður með meðaltekjur greiddi 25,8% launa sinna í beina skatta 1978. Þetta hlutfall hækkar í 28,5% í ár. Skattar hjóna með meðaltekjur verkafólks voru 19,2% launa 1978 en verða 21,4% 1980. Engu að síður lætur Ragnar Arnalds fjármálaráðherra birta um þvera forsíðu Þjóðviljans að skattstigi hans þýði 5.500 m.kr. eftirgjöf í sköttum láglaunafólks, þvert á staðreyndir málsins. Satt er að vísu, að skattar hinna lægt launuðu léttast lítið eitt, ekki frá sköttum fyrra árs, heldur frá upphaflegum tillögum ríkis- stjórnarinnar sjálfrar. Hörð viðbrögð stjórnarandstöðu ollu því, að stjórnarliðar gáfu eftir fremsta skattvígi sitt. Engu að síður stóð fjármálaráðherra þann veg að verki, að áhrif þessarar „eftirgjafar" frá hans eigin tillögum um lágtekju- skatta fjara út áður en náð er meðaltekjum verkamanns, eða áður en náð er 5 m.kr. tekjumarki. Skattstigi Alþýðubandalagsins varð að lögum á þriðju klukkustund 1. maí, hátíðisdags launþega. Skattstiginn varð því 1. maí — kveðja ríkisstjórnarinnar til launafólks í landinu. Það vakti verðskuldaða athygli að Guðmundur J. Guðmundsson, formaður VMSÍ, mætti hvorki til fundar í fjárhagsnefnd neðri deildar, er skattstiginn var þar til umfjöllunar, né á Alþingi, er umræða og atkvæðagreiðsla fóru fram. Formaður verkamannasambandsins virðist hafa aðrar hugmyndir um áhrif skattstigans á kjarastöðu launþega í landinu en fjármálaráðherra Alþýðubandalagsins. Fjarvera Guðmundar J. Guðmundssonar, er skattstiginn varð að lögum, felur í sér þögul mótmæli, sem athygli vekja. Engu að síður er fjarvera hans andóf kjarkleysisins. Mannborulegra hefði verið að mæta til leiks og greiða atkvæði gegn skattpíningunni, ef samvizka hans stóð til slíkrar afstöðu. Það að skríða í felur skoðast ekki karlmennska, þó sína sögu segi um skattstigann og skoðanaágreininginn milli „gáfumannadeildar" og „glímudeildar" Alþýðubandalagsins. Mikil konungsgersemi er smekkur mannanna. Hann er ekki aðeins fær um að skera úr því, hvað sé rétt og rangt, illt og gott, fagurt og ljótt, heldur er hann svo húsbóndahollur, að hann er ævinlega boðinn og búinn að hafa endaskipti á öllum sínum ályktunum, hvenær sem hentar líðandi stund; og svo göldróttur er hann, að þrátt fyrir þetta er hann óskeikull. í fyrra kvað hann upp þann dóm, að allt sem þá var í tízku, væri einmitt það fallegasta og bezta sem verða mætti, allt þar til prangarar þurftu að koma nýrri vöru á markaðinn; þá hafði hann fyrir því fullkomin rök á hverj- um fingri, að það sem áður þótti af öðru bera, væri fyrir neðan allar hellur. Hrólfur er maður nefndur og er Sveinsson; hann er vinur minn. Einhverntíma sagði hann við mig, þegar við vorum saman á gangi: „Það bregzt mér ekki, þegar skaparinn fann upp smekkinn, hefur hann haft Hall- grímskirkju í huga. Fyrir bragð- ið þarf ég ekki annað en segja: Hókus Pókus, hún skal vera falleg; og um leið er hún orðin eitthvert fegursta hús í bænum." Svo var það einhverju sinni, að ég var að spóka mig suður með Tjörn, og sá hvar gífurlegur vatnsstrókur stóð upp úr jörð- inni. Hamingjan góða! hugsaði ég, þarna hefur bilað vatnslögn. Síðar komst ég þó að raun um að þessi bilun hafði ekki orðið af slysni, heldur samkvæmt á- kvörðun réttra yfirvalda, og því engin von um viðgerð í bráð. Nú hugsaði ég mér gott til glóðar- innar að beita aðferð Hrólfs vinar míns, og sagði: Hókus Pókus, þessi buna skal vera sannkölluð bæjarprýði! En viti menn, allt kom fyrir ekki! bunan hélt áfram að vera bilun í vatnsveitukerfi bæjarins. Hvernig gat staðið á þessu? Var smekkurinn eftir allt saman ekki sá sjónhverfingameistari, sem tryggði það, að líft yrði í henni Reykjavík, á hverju sem gengi? Ég rölti heim með svellu sinni og hugsaði Hrólfi þegjandi þörfina fyrir marklaust hjal. Smám saman fór mig að gruna, að náttúran léti ekki að sér hæða. Goshver, sem á heið- um vellur, er í sætt við náttúr- una; hann er náttúran sjálf. En vatnsbuna, sem stendur upp úr kranastút í trjágarði, er sams- konar móðgun við skaparann og gerviblóm í glugga. Áður en þessi bunugangur upphófst, var syðri tjörnin og næsta umhverfi hennar einn af fáum stöðum í Reykjavík, sem enn voru náttúr- an lítt spjölluð. Nú er þetta sprautuverk látið hrópa hástöf- um, að svo sé ekki framar. Jafnvel pálmalundur úr plasti væri náttúrlegri á svipinn. Þarna er ekki lengur það afdrep, sem var bæjarbúum tákn þess, að steinöld hin nýja hefði ekki enn gleypt þá með húð og hári. En hvers vegna í rækallanum eru slík náttúruspjöll framin að yfirlögðu ráði? Manni er sagt, að einhver góður íslandsvinur er- lendis hafi óvægur viljað spand- éra gusumaskínu upp á veslings Reykvíkinga. Og þá er ekki að sökum að spyrja; ekki dugir að styggja forríka heiðursmenn, sem þar að auki eru útlendingar. Mikið er annars sorglegt að sjá hvernig gjafasýkin getur hlaupið með fólk í gönur; ekki sízt þegar hún skal fyrir hvern mun auglýst á almannafæri. Þar hefur mörg kirkjan í landinu verið grátt leikin. Sumar þeirra eru orðnar eins og hanabjálkar, þar sem safnast fyrir alls kyns ónytjugóss sem menn hafa trassað að koma fyrir kattarnef. Þá hefur sá ósiður verið að sækja í sig veðrið um nokkurt skeið, að heilir árgangar gam- alla nemenda gefi skólum mynd- ir af kennurum sínum, venjulega stóreflis fleka, sem æ erfiðara reynist að finna stað til að hanga á. í sumum skólum er að verða engu minna vandamál að hýsa dauða kennara á veggjun- um en lifandi nemendur á gólf- unum, og hefur það þó víða reynzt ærin þraut. Oftar en hitt eru þessar kennaramyndir sneyddar öllu listgildi, jafnvel þótt góðir listamenn hafi verið þar að verki, því sjaldnast hafa þeir séð eða heyrt þá sem þeir áttu að lýsa. í skóla nokkrum, þar sem ég hef á liðnum árum drukkið kaffi á kennarastofu, hefur þessi frumstæða persónu- dýrkun lagt undir sig hvern vegg, og sér þó ekki fyrir endann á því sem koma skal; ætli undirritaður verði ekki næstur upp á þilið? Ekki tekur betra við, þegar kemur út á víðan vang í höfuð- staðnum. Þar hefur drjúgum verið stundaður sá siður er- lendra einvaldskonunga að hreykja upp líkneskjum af heldri mönnum, og eiga jafnvel danskir kóngar þar fulltrúa. Yfirleitt eru þessir karlahlunkar til hins mesta óþrifnaðar, þegar frá eru taldar svo sem tvær myndir, sem að sönnu eru lista- verk. Það er sjaldan við góðu að búast, þegar listamönnum er sagt fyrir verkum; og í Reykja- vík má sjá þess dapurleg dæmi. Ágætir listamenn virðast oft og tíðum fara alveg úr sambandi, þegar þeim eru fengin forsagn- Helgi Hálfdanarson: Hve gott og f Hannes Pétursson: Kaldar 1. maí kveðjur Geir Hallgrímsson, formaður Sjálfstæðisflokksins, vakti athygli á því í umræðu um skattstigann, að vinstri stjórnar skattar, sem nú hefðu verið framlengdir með drjúgri ábót, hefðu allir verið lagðir á með stuðningi Alþýðuflokksins, sem aðild átti að ríkisstjórn Ólafs Jóhannessonar. Minni- hlutastjórn Alþýðuflokksins gerði heldur enga tilraun til að fá þeim breytt. Alþýðuflokkurinn ber því ábyrgð, til jafns við Alþýðubandalag og Framsóknarflokk á þeim sköttum. Geir Hallgrímsson sagði 1. maí-lög ríkisstjórnarinnar um tekjuskatt kalda kveðju til launþega á hátíðisdegi þeirra, en þynging skatta, bæði beinna og óbeinna, væri kjaraatriði og hefði áhrif á kaupgildi launa í landinu. Þessi 1. maí-lög ríkisstjórnarinnar væru því ekki jákvætt innlegg í þá kjaraumræðu, sem fram færi nú milli aðila vinnumarkaðar- ins. Skattastefna ríkisstjórnarinnar skerti ekki aðeins kaup- gildi launa, heldur kæmi hún einnig illa við atvinnuvegina; þrengdi möguleika þeirra til að færa út kvíar og auka á framleiðni. Efling atvinnuvega væri forsenda framleiðni- aukningar og vaxtar þjóðartekna, sem tengdist atvinnuöryggi og möguleikum þess að bæta lífskjör í landinu. Þar við bættist að ofsköttun yki jafnan á spillingu, eða freistingu til undanskota á skattasviði, og þjónaði ekki yfirlýstum mark- miðum í verðbólguhömlun. Geir Hallgrímsson sagði Sjálfstæðisflokkinn hafa borið fram breytingatillögur við skattstigafrumvarpið, sem væru í samræmi við skattastefnu flokksins og fyrirheit í kosninga- baráttunni. — Sjálfstæðisflokkurinn hefði því verið trúr kosningasáttmála sínum við kjósendur. Ábyrgðin á skatta- stefnu væri alfarið á herðum stjórnarliðsins, sem fellt hefði allar tillögur þingflokks sjálfstæðismanna. Línur til Halldór Halldór minn góður. Ég hef lengi verið þeirrar skoð- unar, að íslenzkir rithöfundar, þegar margir koma saman í fé- lagsskap, séu í hópi misvitrustu manna, þótt hver þeirra um sig geti verið sæmilegur, jafnvel prýðilegur. Ýmis rök mætti færa fyrir þessu, en þau skipta litlu máli hér, því ljómandi gott dæmi um fálkaháttinn liggur nú á hvers manns diski, þar sem er upphlaup 40—50 lima í Rithöfundasam- bandi Islands vegna úthlutunar svonefndra starfslauna síðastliðin tvö ár. Þeir segja hana rammpóli- tíska, um allt sem mestu varðar þjónkun við Alþýðubandalagið; lýðræðið og málfrelsið sé vanvirt og í hættu statt, og eitthvað fleira voðalegt, sem ég man ekki í bili, kvað vera þar á ferðum; úthlutun- armenn séu brotlegir og verði að víkja. Ekki er mitt verkefni að útskýra sjónarmiðin sem ráðið hafa út- hlutun þessara starfslauna í ein- stökum atriðum hingað til, það er annarrra hlutur. En ég nenni ekki að þegja með öllu, úr því mótmæl- endur hafa sett nafn mitt í töflur sínar og birt opinberlega, og myrkraverkin eiga að vera slík, að „leggja þarf öll plögg á borð, skrá um umsækjendur sem útvalda" eins og þú mæltir úr ræðustóli Alþingis, að því er stendur í Morgunblaðinu nú í dag, 30. apríl. Einnig birtir blaðið skrá sem nokkrir úr röðum mótmælenda tóku saman og á að sýna „hvernig hvor stjórn Launasjóðs um sig, hefur hagað úthlutun sinni“. Þar er tilgreint, hveru marga mánuði sérhver höfundur hefur búið við starfslaun skv. ráði fyrri stjórnar sjóðsins annars vegar, núverandi stjórnar hins vegar, þannig að enginn þurfi að efast um hlut- drægni hinnar síðarnefndu. Þar sem „leggja þarf öll plögg á borð“ hlýt ég að staldra við þessa skrá sem einn meðal „útvaldra", að mér sýnist. Ég get eingöngu um það borið sem að sjálfum mér snýr. Skráin er að því leyti bjánaleg, að þar sést hvergi að sækja þurfi um starfslaunin, né heldur að ákveðnar reglur eru í gildi þess efnis, að höfundur getur því að- eins hlotið margra mánaða starfs- laun að hann sinni ritstörum Hannes Pétursson. einvörðungu, þiggi ekki föst laun fyrir önnur störf. Af þeim sökum er gróf blekking að bera saman þann fjölda mánaða sem þessi höfundur eða hinn hefur hlotið starfslaun nema fram komi um leið, til hve margra mánaða sótt var um launin þá eða þá, og í öðru

x

Morgunblaðið

Direct Links

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.