Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 23

Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980 23 ar-verkefni, og þarf víst engan að undra. Tökum til dæmis klyfjahrossið í Sogamýrinni. Fyrir snjallan myndlistarmann hlýtur íslenzki vinnuhesturinn að vera mergjað viðfangsefni. Hefði snillingurinn Sigurjón Ól- afsson fengið að vera með öllu sjálfráður um verk sitt, má nættir geta, hvort árangurinn hefði ekki orðið annar en það allslausa ekkert, sem þarna hef- ur verið tildrað upp á stall. Einhverjir framtaksmenn agurt! fundu upp á því að skreyta húsvegg einn mikinn við Tryggvagötu og fengu til liðs við sig þá ágætu listakonu Gerði Helgadóttur. Þar er skemmst af að segja, að flísamynd Gerðar er ótæk á þessum vegg. Hún verður eins og hluti af enn stærri mynd, sem gerð er úr bílum og öðru götudrasli; og verður sú heild hin óhrjálegasta. Varla dygði minna en að brjóta niður þrjá fjóra steinkumbalda við Tryggvagötu og Hafnarstræti, ef mynd þessi ætti að njóta sín; og þyrfti þó að girða fyrir bílaum- ferð, sökum þess hve lágt hún stendur. Það var semsé ekki listrænt sjónarmið, heldur ann- að, sem réð því hvar hún hlaut samastað. Hlálegt dæmi þess, hvað menningar-daður getur verið menningarsnautt, er Ásmund- arjárnið á lóð gamla mennta- skólans. Nú er ég ekki að full- yrða, að skultið að tarna sé afskaplega slæmt listaverk; en hvernig getur nokkrum dulizt, að á þessum stað má það ekki standa, í svo nöpru ósamræmi við timburhúsið gamla og virðu- lega? Þar fer hins vegar hin forna mynd Pallasar Aþenu svo vel sem verða má, með íþöku á aðra hönd; og þegar hún hvarf af stalli sínum hér um árið, sællar minningar, gæti ég trúað að fleiri en ég hafi bölvað þjófunum fyrir að álpast ekki fremur á Ásmundinn í túninu. En það er ekki einu sinni von til þess að honum verði stolið. Og jafnvel hann Hrólfur minn Sveinsson með sinn snúningalipra smekk er þarna með öllu ráðþrota. Þetta er þeim mun hastar- legra, að hér á hlut að máli svo frábær listamaður sem Ásmund- ur Sveinsson. En það er til marks um seinheppni Reykvík- inga í skiptum við Ásmund, að þeir skyldu dæma Vatnsberann til útlegðar í afskekktu holti, þar sem enginn sér hann nema hrafnarnir. Og er þó þar að líkindum eitthvert hreinasta snilldarverk sem til er í íslenzkri myndlist. Vel hefði farið á að setja þá mynd í stað Sæmundar á selnum framan við háskólann. Þessi Sæmundarmynd er æsku- verk, að vísu í ætt við góðan skáldskap sem staðnum hæfir, en sem myndverk óttalega við- vaningslegur tætingur, þar sem sundurleitum stíltegundum ægir saman. Vatnsberinn, hið full- komna meistaraverk, nyti þessa staðar sérlega vel; nágrennið vísaði á margrætt tákngildi myndarinnar, sem bezt fer að ekki sé oftúlkað á einstaka vegu. Slysið í Hljómskálagarðinum verður víst ekki aftur tekið. En góðu heilli hafa varðveitzt í Reykjavík nokkur falleg útivist- arsvæði, sem hafa ekki enn orðið „þéttingu byggðar" né hégóma- dýrð að bráð. Eitthvert hið ágætasta þeirra er spildan með- fram Elliðaánum, milli Árbæj- arhverfis og Breiðholts. Þarna hefur Árbæjarsafn hlotið tilval- inn griðastað. Þetta er sá vist- vangur, sem Reykvíkingum ger- ist æ meiri þörf að sækja; annars vegar Árbæjartún, þar sem gömul smáhús úr timbri, hlöðnu grjóti og torfi kúra sig í grasinu kurteis og fríð, í tíma og rúmi handan við háværan þeytings-eril vélaaldar; hins veg- ar áin, kliðmjúk og bakkafögur í fangi óspilltrar náttúru, tært vatn í frjálsum straumi um klöpp og hyl, ótamin iðuköst á flúðum, kjarr og lyng í hrauni, skóf og mosi á litríku holta- grjóti, smávaxinn gróður um mýradrög og hreiðurmóa, í sælli andstæðu við þóttafullt yfir- bragð verðandi borgar, þar sem malbik og reglustrika ráða lög- um og lofum. En í tápmiklum athafnabæ er á margt að líta. Brýnasta nauð- syn Reykvíkinga um þessar mundir er að auka hraðann á öllum sviðum; umfram allt þarf ökuhraðinn að stóraukast. Þetta er forráðamönnum bæjarins vel Ijóst, og því hafa þeir afráðið að gera þak yfir nokkuð af Elliðaár- dal og eftir því ferfalda hrað- braut. Menn gera sér vonir um að þessi framkvæmd ein geti aukið svo umferðarhraðann, bæði í þessum bæjarhluta og annarsstaðar, að verulega muni draga úr slysatíðni á öllu höfuð- borgarsvæðinu. En þó er sú lofsverða nærgætni við höfð að leggja akbraut þessa meðfram túngarði Árbæjar, en ekki yfir túnið sjálft, eins og beinast lá þó við. Enn fremur hefur því verið fastlega heitið og mjög á loft haldið, að ekki komi til mála að láta mannvirki þetta á nokkurn hátt spilla sjálfum Kermóafossi, enda sé hann höfuðprýði alls þessa svæðis. Þarna sést, að með siðuðum mönnum hljóta menningarminj- ar og náttúruvernd að hrósa sigri. En með leyfi að spyrja: Hvar er þessi margverndaði dýrgripur, Kermóafoss? Hann kvað hafa horfið af stalli sínum eina nóttina í fyrra og ekki ijomið í leitirnar síðan. Honum skyldi þó aldrei hafa verið stol- ið? Og ætli þá sé til nokkurs að bölva þjófum hans fyrir að hafa ekki fremur álpazt á vélmiguna í Hljómskálagarði? Einhvern veg- inn virðist þessi þjófnaður hafa farið framhjá forráðamönnum bæjarins. En kannski borgar- stjórn taki rögg á sig með vorinu, auglýsi eftir fossinum, og bjóði Einar skáld Benedikts- son á Klambratúni í fundar- laun? s Blöndals lagi hversu oft tiltekinn höfundur lagði fram umsókn. Án umsóknar hlýtur enginn þessi laun. Ógerlegt er að meta „hvernig hvor stjórn Launasjóðs um sig hefur hagað úthlutun sinni" án slíkrar vitn- eskju. Hún liggur auðvitað á lausu, allar umsóknir eru geymd- ar, sendar menntamálaráðuneyti sem tók á móti þeim fyrir hönd sjóðsstjórnar. I áðurnefndri skrá getur að lesa, að fyrri sjóðsstjórn hafi veitt mér starfslaun í 9 mánuði, sú síðar- nefnda í 12. Hér vegur syndabagg- inn 3 mánuði, fljótt á litið. En gáum nánar að. Fyrri stjórn sat þrjú ár. Ég sótti ekki um starfs- laun til hennar fyrr en síðasta árið og til 9 mánaða, sem var hámark. Þá var ég kominn af stað með bók um skáldskap eftir Jónas Hallgrímsson, hafði jafnframt fleira í smíðum og taldi mig þurfa mikinn tíma til ritstarfa. Umsókn minni var sinnt. Og svo kom ný sjóðsstjórn. Þá átti ég enn nokkuð langt í land með áðurnefnda bók, lagði fram umsókn um 6 mánaða starfslaun (sem er næstefsta þrep) og hlaut þau. Nú nýverið hlaut ég aftur starfslaun jafnlangan tíma, í samræmi við umsókn, vegna ljóðabókar sem kemur út á þessu ári og þátta sem ég er að smíða um Hjálmar vorn í Bólu. Hvernig líta svo myrkraverkin út í þessu dæmi? Sjóðsstjórnirnar starfa eins. Þær verða við um- sóknum mínum óbreyttum. Það er allt og sumt. Hitt getur svo vel verið, að þær afgreiðslur séu rangar og ósanngjarnar og bók- menntunum til bölvunar, en ég vil þá dreifa syndabyrðinni jafnt á báðar stjórnir. Nú hef ég, Halldór minn, staðið fyrir rannsóknarréttinum, orðið við þinglegri kröfu þinni um að leggja öll plögg á borðið í þessu hitamáli, að því marki sem það nær til mín. Ekki vanþakkar maður, eins og þú getur nærri, að þeir sem signa yfir fjárlögin ár hvert skuli end- urgreiða rithöfundum nokkurn hluta þess sem ríkið hirðir í söluskatt af bókum. Aftur á móti er leiðara, og sennilega einsdæmi í öllum heiminum, hvílíkur dóma- dagshávaði verður oft í kringum greiðslur til okkar sem bjástrum við að yrkja og skrifa hér á landi. Nú síðast skulfu salarkynni al- þingis. Umræðurnar þar hljóta að hafa verið merkilegar í heild sinni, því „alþing er sá landsins partur, sem þenkír og ályktar" sagði Konráð Gíslason í vinar- bréfi. Uppi eru þær raddir meðal rithöfunda (Jóns úr Vör og fleiri), að á miklu velti að dreifa hvers kyns fjárhagslegum hagsbótum eins mikið og verða má, þannig að allir fái samtímis tíu krónur að minnsta kosti. Þetta er mjög skringilegt. Ég held að með þeirri aðferð gagnist lítið „afl þeirra hluta sem gera skal“. Ég held ennfremur að fullkominn jöfnuður eigi ekki við í þessum efnum, geti meira að segja bæði verið heimskulegur og ranglátur, ef á allt er litið. Á öldinni sem leið lifðu tveir bræður til fjalla frammi norðan- lands, smámunasamir og fésækn- ir. Þeir tóku arf eftir foreldra sína og var reytunum skipt af mestu nákvæmni. Síðast kom upp exi. Þeir renndu báðir ágirndarauga til axarinnar og vildu hvorugur láta hana lausa við hinn. Nú var vandi á höndum. Loks datt þeim ráð í hug: annar tók til sín skaftið, hinn blaðið. Það er göfugt og gott að standa vörð um jöfnuðinn, en ekki svo stíft að það breytist í molbúahátt. Með bestu kveðju, kæri Halldór. Adorjan — Hiibner II Húbner hafði hvítt í fyrstu skákinni og lék fram drottn- ingarpeði. Adorjan valdi Grún- felds vörn og jafnaði taflið fljótlega. Eftir mikil uppskipti var samið jafntefli eftir 28 leiki. Onnur skákin endaði einnig í friðsömu jafntefli eftir aðeins 19 leiki. Byrjunin var opna afbrigð- ið í spánska leiknum, og virtist sem Adorjan kæmi þessi byrjun á óvart. En í þriðju skákinni dró til tíðinda. Þriðja einvígisskákin Hvítt: Robert Húbner Svart: Andras Adorjan Sikileyjarvörn 1. e4 - c5, 2. Rf3 - Rc6, 3. d4 - cxd4, 4. Rxd4 - Rf6, 5. Rc3 - e6, 6. Rd-b5 - d6, 7. Bfé e5, 8. Bg5 — a6, 9. Ra3 — b5, Adorjan hefur undanfarin tvö ár teflt þetta afbrigði, sem kennt er við Lasker og Svesnikov með góðum árangri. Við eyddum ekki ófáum dögum á afbrigðið, enda Skák eftir Guðmund Sigurjónsson eru vandamál þessi torleyst og flókin. 10. Rd5 — Vinsælla er 10. Bxf6 — gxf6,11. Rd5.10 ... Be7, 11. Bxf6 — Bxf6, 12. c3. Rýmir fyrir riddaranum á a3, en hann er á leið til e3 til að styrkja kollega sinn á d5 í sessi. 12 ... 0-0, 13. Rc2 - Bg5, 14. a4 - bxa4,15. Hxa4 — a5,16. Bc4 — Hb8,17. b3 - Kh8,18.0-0 - f5, 19. exf5 - Bxf5, 20. Rc-e3 - Bg6. Önnur leið var 20 ... Be6 21. Be2 — e4. Svartur veikir tak sitt á d4 en treystir yfirráð sín á d3-reitnum og þangað skal svarti riddarinn halda. 22. b4. Hvítur skapar sér hættulegan frelsingja. 22 ... axb4, 23. cxb4 — Hb7. Svartur óttaðist 24. b5 - Re5, 25. Ha7. 24. b5 - Re5, 25. Dd4! Þarna stendur drottningin af- ar vel. 25 ... Dd7, 26. b6. Vörn svarts er orðin erfið, og auk þess er Adorjan kominn í tímahrak. 26 ... h6, 27. Ha2! Hann er á leið til c7. 27 ... De6(?), 28. Hc2 — Rd3. Loksins sá svartur ástæðu til að leika þennan leik en hann hefði mátt koma fyrr. 29. Hc7 - Hf-f7, 30. h3 Lítill leikur en góður. Hvítur hótar Bg4. 30 ... Rf4? Afleikur í tímahraki, en taflinu varð vart bjargað úr þessu. 31. Rxf4. Vitaskuld ekki 31. Bg4?? vegna Dxg4, 32. hxg4 — Re2+ ásamt Rxd4. 31 ... Bxf4, 32. Bc4. Nú kemst svartur ekki hjá liðstapi. 32... d5,33. Bxd5 - Dxb6. Eða 33 ... Dd6, 34. Hc8+ - Kh7, 35. Dc4 og hvítur vinnur. En nú tapar svartur manni. 34. Dxb6 — Hxb6, 35. Hxf7 og Adorjan gafst upp. Húbner tefldi þessa skák vel og vann verðskuldað. Staðan að loknum þremur skákum: Húbner: 2 vinningar. Adorjan: 1 vinningur. Húbner hafði tekið forystuna. Guðmundur Sigurjónsson. Karl Kvaran við nokkur verka sinna, sem unnin eru með kinversku bleki. Ljósm. RAX. Karl Kvaran opnar sína tólftu einkasýningu KARL Kvaran opnar sýningu á verkum sínum í Ásmundarsal við Freyjugötu kl. 2 í dag, laugardag, og verður hún opin kl. 14—22 um helgar og 16—22 virka daga. Síðast sýndi Karl olíumálverk á Kjarvalsstöðum í fyrra. Á þessari sýningu er aðeins eitt olíumálverk, en 26 myndir gerð- ar með kínversku bleki, allt myndir unnar á sl. 3 árum. Karl kvaðst hafa unnið með kínversku bleki í 10—12 ár. — Maður tjáir sig á annan hátt með því en öðru, sagði hann. Það er mjög skemmtilegt að vinna þannig í svörtu og hvítu. Formin verða mjög afgerandi. Fyrir 30 árum hafði Karl eina af sínum fyrstu sýningum í þessum sama Ásmundarsal. Þá þegar var hann farinn að mála abstrakt-myndir og hefur haldið því áfram fram á þennan dag. Þeirri athugasemd að margir fyrri abstraktmálarar væru nú farnir að halla sér að öðrum línum í listinni og hvort hann væri nokkuð á leið í þann hóp, svaraði Karl einfaldlega: — Það er þeirra mál. En ég finn enga þörf fyrir að mála hlutlægar myndir. Síður en svo. Karl Kvaran byrjaði að mála 17 ára gamall og um tvítugt hélt hann til Danmerkur og var þar við nám í 3 ár, í listaakademí- unni og í einkaskóla. Síðan hefur hann tekið þátt í fjölda sýninga, hér og erlendis. En þessi sýning, sem hann opnar nú, er 12. einkasýning hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.