Morgunblaðið - 03.05.1980, Qupperneq 24
24
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980
BLÓM smst áf'7.
VIKUNNAR Hr <
UMSJÓN: ÁB. (§)
DÍSARUNNI
Syringa
Margir hafa gaman af að rækta DÍSARUNNA (Syringa)
og er ég ein af þeim. Mun ég nefna hér nokkrar tegundir
sem ég rækta í garðinum mínum og hafa reynst vel. Sumar
þeirra eru vel þekktar, aðrar ekki.
Syringa Amurensis — Amúrsýrena mun hafa komið
hinga til lands með fræi sem Furtcefa menntamálaráð-
herra Rússa gaf á sínum tíma Skógrækt ríkisins er hún
var hér á ferðalagi. Þetta er ágæt sýrena og falleg, virðsit
harðgerð og er með rjómableika blómklasa. Kettir sækjast
nokkuð eftir að naga greinarnar. Þegar ég var búin að
standa í nokkru þófi við kettina, stakk ég grenigreinum í
moldina í kringum stofninn og batt utanum. Þetta líkaði
köttunum heldur illa og hef ég sýrenurnar mínar því
nokkurn veginn í friði fyrir þeim.
Syringa josikaea — ungverskur dísarunni — er
harðgerður og fallegur með dökkfjólubláa blómklasa,
hávaxinn runni eins og s. amurensis og kettir sækja einnig
í hann.
Syringa reflexa — bogasýrena, er svipuð en með stærri
blöð og rauðbleik blóm, reglulega falleg og harðgerð.
Syringa sweginzowi — kínversk sýrena, hávaxin með
mjög fallegan og þéttan vöxt. Blómin eru bleikfjólublá.
Harðgerð og skemmtileg.
Syringa Anna — Runni sem mun kominn til Skógrækt-
ar ríkisins frá konu norður í Hörgárdal, nánar tiltekið
Önnu Einarsdóttur í Auðbrekku, og kennd er við hana.
Sumarlegt á Héraði
Syringa reflexa — bogasýrena — við hús ólafs K. Magnússonar
blaðaljósmyndara við Melabraut á Seltjarnarnesi. Runninn hefur
staðið þar um árabil, dafnað vel og blómstrað á hverju sumri
ibúum hússins til yndis og ánægju.
Anna í Auðbrekku mun hafa fengið þessa sýrenu frá
N-Ameríku og er hún talin blendingur. S. Anna er falleg
og blómviljug. Blómstrar bleikum blómum þegar á unga
aldri. Blöðin eru mjó og er runninn allur fínlegur og
spengilegur.
Syringa vulgaris þrífst vel hér en vill ekki blómstra.
Syringa chinensis (blendingur af S. vulgaris og S.
persica) hefur ekki reynst mér harðgerð, en að vísu fékk ég
lélega plöntu í upphafi en sýrena þessi er einhver sú allra
fallegasta sem völ er á.
Syringa pygmea er mjög lágvaxin, verður tæplega
meira en 50 cm á hæð um hversu harðgerð hún er get ég
ekki sagt enn sem komið er. Hún er falleg í blóma og
klasarnir ljósfjólubláir.
Syringa prestoniae (S. reflexa & S. villosa) blendingar
framleiddir af Miss Preston í Kanada. Þetta eru fallegir
runnar og virðast harðgerðir hér. Blómalitir breytilegir en
sú sem ég á er með fjólurauð blóm.
Að síðustu vil ég nefna Syringa josiflexa (S. reflexa x S.
josikaea). Blendingar frá Kanada með bleikum eða ljóslilla
blómum. Harðgerðar og fallegar. Nokkrar fleiri tegundir
veit ég um í ræktun hér svo sem S. villosa, S. velutina og S.
wolfi og eru sagðar góðar, en margar fallegar sýrenur eru
alveg óreyndar hér ennþá, og er það verðugt verk að vinna
fyrir góða garðyrkjumenn. St. ól.
Ejolsstöðum, 28. april.
Sumardagurinn fyrsti
var að venju haldinn
hátíðlegur hér á Egils-
stöðum enda allt að vera
sumarlegt hér á Héraði.
Reyndar var brugðið
út af venjunni að þessu
sinni. Junior Chamber
klúbburinn á Héraði
stóð fyrir vetraríþrótta-
degi á skíðasvæði Egils-
staðabúa á Fagradal.
Meðal annars fór fram
snjóþotukeppni, sem var
öllum opin yngri sem
eldri og fengu allir verð-
laun. Þá fór einnig fram
vélsleðakeppni og varð
sigurvegari Bjarni bak-
ari Helgason. Ýmislegt
fleira var til skemmtun-
ar og var hátíðin vel
sótt.
Tónskóli Fjótdalshér-
aðs hélt sína árlegu
vortónleika s.l. laugar-
dag 26. apríl. Allir nem-
endur skólans komu
fram á tónleikunum,
sem voru fjölsóttir að
vanda. Skólastjóri
Tónskólans er Magnús
Magnússon og kennari
Árni ísleifsson.
Hér með fylgja nokkr-
ar myndir frá lífinu hér
á Egilsstöðurr Þær sýna
skrúðgöngu á sumardag-
inn fyrsta, stangaveiði-
menn æfa sig, svip-
myndir eru frá tónleik-
unum og loks sjást
nokkrir Egilsstaðabúar
hvíla lúin bein og þiggja
veitingari.
— Jóhann