Morgunblaðið - 03.05.1980, Page 28
28
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980
áherslu á að styrkja starfse.ini
ungs fólks, sem fram fer 'í
„útjöðrum" Evrópu þ.e. á íslandi,
Færeyjum, Grænlandi, norður-
héruðum Skandinavíu og syðstu
löndum álfunnar, og er því enn
brýnni ástæða til þess en áður
fyrir íslensk æskulýðssamtök að
kynna sér starfsemi og reglur
þessa sjóðs.
í fyrsta sinn í sögu sjóðsins á
Island fulltrúa í stjórnarnefnd
hans. Er það Guðmundur Þ.
Bjarnason og mun hann sitja í
stjórnarnefndinni tímabilið
1980—1981. Ætti vera hans í
nefndinni að tengja æskulýðs-
samtök hér á landi enn nánar við
sjóðinn.
Stuöningiir Evrópu-
ráðsins við æskulýðs- og
félagsstarf n ngs fólks
Á vegum Evrópuráðsins
starfa tvær stofnanir, sem hafa
það meginhlutverk að styrkja
félagshreyfingar ungs fólks í
aðildarríkjum ráðsins, til auk-
innar alþjóðlegrar samvinnu.
Þetta eru Evrópusjóður æsk-
unnar (The European Youth
Foundation) og Æskulýðsmið-
Reynir G. Karlsson:
fyrsta fjárhagsárið hófst í jan-
úar 1973. Markmið stofnunarinn-
ar er fyrst og fremst „að stuðla
að samvinnu æskulýðs í Evrópu
með því að veita fjárhagsaðstoð
þeirri æskulýðsstarfsemi, sem
stuðlar að friði, skilningi og
samstarfi Evrópumanna og ann-
arra heimsbúa í anda virðingar
fyrir mannréttindum og frelsi,"
opa, 67006 Strasbourg, Cadex,
France). Æskulýðsráð ríkisins
getur einnig veitt nánari upplýs-
ingar.um stofnunina.
„Æskulýðsmiðstöð
Evrópu“ (The European
Youth Centre)
Á sama hátt og Evrópuráðið
hefur stuðlað að beinum fjárveit-
ingum til æskulýðssamtaka sbr.
Evrópusjóður æskufólks, hefur
ráðið látið byggja æskulýðs-
miðstöð (The European Youth
Centre) í Strasbourg. Hlutverk
þessarar æskulýðsmiðstöðvar er
m.a. að stuðla að aukinni þjálfun
leiðbeinenda og forystumanna í
æskulýðsstarfi; að veita æsku-
lýðssamtökum aðstöðu til að
halda ráðstefnur og fundi um
sameiginleg málefni Evrópu-
þjóða og stuðla á þann hátt að
því að ungt fólk frá ýmsum
löndum fái tækifæri til þess að
koma saman og skiptast á skoð-
unum, og taka þannig virkan
þátt í því að leysa ýmis vandamál
er þau sjálf varða.
Nýlega var byggt við æsku-
lýðsmiðstöðina þannig að þar
geta nú 75 þátttakendur nám-
skeiða og ráðstefna gist á sama
tíma, og aukið var verulega við
rými til fundahalda, tómstunda-
starfa o.s.frv.
stöðin í Strasborg (The Europ-
ean Youth Centre).
Evrópusjóður æskufólks
(The European Youth
Foundation)
Ráðherranefnd Evrópuráðsins
samþykkti stofnskrá Evrópu-
sjóðs æskufólks í maí 1972 og
eins og segir í samþykktum
stofnunarinnar.
I reglugerð segir að stofnunin
megi einungis styrkja fjölþjóða-
starfsemi, og til þess að verða
styrkhæf, þurfa samtök annað-
hvort að vera alþjóðleg, og ekki í
tengslum við ríkisstjórnir, eða
æskulýðsfélög og samtök, sem
ekki eru í beinum tengslum við
ríkisstjórnir, og starfa á grund-
velli landssambanda og í sam-
vinnu við önnur landssambönd í
a.m.k. þremur öðrum löndum
(eða við alþjóðleg æskulýðssam-
tök).
Stjórn sjóðsins hefur nýlega
lýst því yfir að hún vilji leggja
Þá geta félagasamtök aflað sér
nánari upplýsinga um Æsku-
lýðsstofnun Evrópu með því að
skrifa eftir bæklingi með leið-
beiningum varðandi umsóknir
um styrki frá stofnuninni þ.e.
„Guidelines for applying for
grant from European Youth
Foundation" (c/o Council of Eur-
Stjórn æskulýðsmiðstöðvar-
innar hefur einnig lýst því yfir
nýlega, eins og stjórn Evrópu-
sjóðsins að hún vilji gjarnan sjá
fleiri gesti frá „útjöðrum" Ev-
rópu og er því full ástæða fyrir
æskulýðssamtök hér á landi að
kynna sér hvernig það megi
verða.
Aðalstöðvar Evrópuráðsins í Strasbourg Æskulýðsmiðstöð Evrópu
Þorsteinn Júlíusson endurkjörinn
f ormaður Lögmannaf élags íslands
AÐALFUNDUR Lögmanna-
félags íslands haldinn 28.
mars sl. að Hótel Loftleiðum í
Reykjavík.
I upphafi fundar minntist
formaður félagsins, Þorsteinn
Júlíusson, hrl., félagsmanna
sem látist hafa frá síðasta
aðalfundi, þeirra Bjarna
Bjarnasonar, hdl., Jóhanns
Gunnars Ólafssonar, hrl. og
fyrrverandi sýslumanns, Jóns
N. Sigurðssonar, hrl. og Svein-
bjarnar Jónssonar, hrl., sem
jafnframt var heiðursfélagi í
Lögmannafélagi íslands. Vott-
uðu félagsmenn hinum látnu
virðingu með því að rísa úr
sætum.
í skýrslu formanns, þar sem
rakin voru störf stjórnar og
nefnda félagsins á liðnu
starfsári, kom m.a. fram að
haldnir hafa verið 36 stjórn-
arfundir og 344 málsatriði
bókuð. Þrír almennir félags-
fundir voru haldnir á árinu,
þar sem m.a. var fjallað um
nýju hlutafélagslögin nr. 32/
1978, svo og nýjar framtals-
Stjórn Lögmannafélags íslands
reglur og breytingar á skatta-
lögum. Þá var einnig haldið á
vegum félagsins námskeið um
efnið — lögmaður sem skipta-
stjóri — og var danskur hæst-
aréttarlögmaður, Hans
Brochner fyrirlesari á nám-
skeiðinu.
Þorsteinn Júlíusson, hrl. var
endurkjörinn formaður félags-
ins en meðstjórnendur til
tveggja ára voru kjörnir, Ólaf-
ur Axelsson, hdl. og Svala
Thorlacius, hdl. Úr stjórninni
gengu samkv. félagslögum,
þeir Skarphéðinn Þórisson,
hdl. og Stefán Pálsson, hdl.
Áfram sitja í stjórninni til
næsta aðalfundar, þeir Jónas
A. Aðalsteinsson, hrl. og Helgi
V. Jónsson, hrl. í varastjórn
voru kjörnir til eins árs, þeir
Gunnar Sólnes, hrl., Jón
Magnússon, hdl. og Kristinn
Björnsson, hdl.
Endurskoðendur félagsins
voru kjörnir Ragnar Ólafsson
hrl. og Óthar Orn Petersen,
hdl. og til vara Gústaf Þór
Tryggvason, hdl.
I gjaldskrárnefnd voru kjör-
nir þeir Jón Ólafsson, hrl.,
Gylfi Thorlacius, hrl. og Garð-
ar Garðarsson, hdl.
í laganefnd voru kjörnir
Guðmundur Ingvi Sigurðsson,
hrl., Benedikt Blöndal, hrl.,
Jón Finnsson, hrl., Baldur
Guðlaugsson, hdl. og Páll A.
Pálsson, hdl.
í kjaranefnd voru kjörnir
Jón E. Ragnarsson, hrl.,
Brynjólfur Kjartansson, hrl.,
Ragnar Aðalsteinsson, hrl.,
Jón Steinar Gunnlaugsson,
hdl., Gestur Jónsson, hdl.