Morgunblaðið - 03.05.1980, Side 29

Morgunblaðið - 03.05.1980, Side 29
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980 29 1. maí-lög ríkisstjórnar: Skattstiginn og flugvallar- gjaldið samþykkt á næturfundi Guðmundur J. Guðmundsson mætti ekki til fundar í þingdeildinni Eftir allsnarpar umræður í neðri deild Alþingis sl. miðvikudag og miðvikudags- kvöld, sem stóðu fram á nýjan dag — 1. maí — eða til klukkan hálf þrjú að nóttu, var skattstigafrumvarpið loks samþykkt sem lög frá Alþingi með 20 atkvæðum stjórnarliða gegn 18 atkvæðum stjórnarandstöðu. Allar breytingartillögur voru felldar, yfirleitt með 20 atkvæðum gegn 19 en þó sumar með 19 atkvæðum gegn 19, svo tæpara mátti ekki standa. Þá var hækkun flugvallagjalds, bæði á flugleiðum innanlands og milli landa, samþykkt með 20 atkvæðum gegn 19. Fjarvera Guðmundar J. Guðmundssonar (Abl) og spurningin um það, hvern veg Valdimar Indriðason, varamaður Friðjóns Þórðarsonar, dómsmálaráðherra, greiddi atkvæði, skapaði spennu á Alþingi, bæði meðal þingmanna og fréttamanna, enda valt afgreiðsla málsins á afstöðu hans. Geir Hallgrimsson Hin rauðu ljósin í anddyri Alþingis og á gangi framan þingsalar eru nafnatöflur með rauðri peru við nafn hvers þingmanns. Allan miðvikudaginn, miðvikudagskvöldið og fram á nýj- an dag, 1. maí, eða til klukkan hálf þrjú að nóttu, loguðu rauð ljós við nöfn 39 þingmanna neðri deildar, sem þýddi að viðkomendur voru viðstaddir í húsinu. Fertugasta peran var dimm, pera Guðmundár J. Guðmundssonar (Abl), formanns Verkamannasambands Islands. Hans var vant á Alþingi þennan miðvikudag og eins þann 2% klukkutíma nýs dags, 1. maí, sem það tók þingdeildina að koma lagastimpli á skattstiga og flug- vallagjald stjórnarinnar. Fjarvera Guðmundar J. Guð- mundssonar (Abl) olli því að ef varaþingmaður fyrir dómsmála- ráðherra, Valdimar Indriðason, hefði greitt atkvæði með meiri- Guðmundur J. Guðmundsson hluta þingflokks sjálfstæðismanna, vóru umrædd skattamál ríkis- stjórnarinnar fallin. Þetta skapaði eftirvæntingu fréttamanna og ann- arra viðstaddra. Skattamálin mörðust þó í gegn, eins og fyrr segir. Efnisatriði í umræðum Stjórnarandstaða gagnrýndi harðlega þær skattahækkanir margs konar, sem hún taldi demb- ast yfir þjóðina þessar vikurnar í formi tekjuskattshækkunar, út- svarshækkunar, hækkunar sölu- skatts og fleiri verðþyngjandi gjalda, en stjórnarliðar töldu að- stæður í þjóðfélaginu og ríkis- fjármálum ekki leyfa frávik frá skattastefnu sinni. Þingmenn Alþýðuflokks gerðu mikið veður úr því, að skattstiga- Valdimar Indriðason frumvarpið og flugvallagjaldiö hefðu fallið, ef tiltekinn varaþing- maður Sjálfstæðisflokksins hefði greitt atkvæði með meirihluta þingflokks síns. Sjálfstæðisflokk- urinn bæri því að nokkru leyti ábyrgð á þeim skattahækkunum, sem þingmenn hans gagnrýndu sem ákafast. Þrátt fyrir kosninga- fyrirheit um að fella niður alla skattauka vinstri stjórnar, væru þeir nú framlengdir með drjúgum ábótúm fyrir tilstilli nokkurra sjálfstæðismanna, er styddu skattastefnu Alþýðubandalags og Framsóknarflokks. Geir Hallgrímsson (S) og fleiri þingmenn Sjálfstæðisflokksins vitnuðu til breytingatillagna full- trúa flokksins í fjárhagsnefnd deildarinnar, sem væru í samræmi við landsfundarsamþykktir og kosningastefnuskrá flokksins. Féllu þessar tillögur bæri þing- flokkur sjálfstæðismanna ekki á- byrgð á skattastefnunni. Svonefnd- ir vinstri stjórnar skattar hefðu allir gengið fram á sínum tíma með stuðningi Alþýðuflokksins, sem þá átti aðild að ríkisstjórn, og ekki vóru afnumdir í minnihlutastjórn þess flokks. Alþýðuflokkurinn á því sinn hlut og sína ábyrgð í þessari skattsúpu allri, sagði Geir Hall- grímsson. 1. maí-lög ríkisstjórnar Geir Ilallgrimsson sagði þessi 1. maí-lög rikisstjórnarinnar kalda kveðju til launþega á hátíðisdegi þeirra, en skattastefna væri kjara- atriði, sem hefði áhrif á kjör fólks, hvort heldur sem litið væri til . beinna skatta (útsvars, tekjuskatts og sjúkratryggingargjalds), sem lagðir væru á sem hlutfall af aflatekjum, eða óbeinna skatta í vöruverði, er hefðu að sjálfsögðu áhrif á kaupgildi launa. Hann taldi einsýnt að þessi stjórnarkveðja yrði neikvætt innlegg í samninga- viðræður á vinnumarkaði, en þar væru nú lausir samningar og óvissa ríkjandi. En skáttastefnan kæmi einnig við atvinnuvegina, væri þröskuldur í vegi þeirra til að byggja sig upp til að mæta at- vinnuþörf fólks og framleiðniaukn- ingu. sem borið gæti bætt lífskjör í landi. Ofsköttun yki og jafnan á spillingu og tilraunir til undan- skota á skattasviði og þjónaði gegn yfirlýstum markmiðum í verðbólguhömlun. Atkvæðagreiðslan Breytingatillögur þingflokks sjálfstæðismanna, sem fulltrúar flokksins í fjárhagsnefnd báru fram, vóru allar felldar, a.m.k. ein á jöfnum atkvæðum, en flestar með 20 atkvæðum gegn 19. Með tillög- unum greiddu atkvæði allir þing- menn Sjálfstæðisflokks (utan 3 ráðherrar, Eggert Haukdal og Valdimar Indriðason, sem þó greiddi atkvæði með a.m.k. einni breytingatillögu og þingmenn Al- þýðuflokksins. Valdimar Indriða- son sagði m.a., er hann gerði grein fyrir atkvæði sínu við nafnakall, að menn yrðu að skilja þá afstöðu sem hann væri í hér í þinginu. Skatt- stiginn og flugvallagjaldið vóru síðan samþykkt naumlega með atkvæðum sömu þingmanna og felldu breytingatillögur þingflokks sjálfstæðismanna, þar á meðal atkvæði Valdimars Indriðasonar. — Og þá er hægt að fara að reikna út tekjuskattinn. - sf. Þingmannanefnd: Fylgist með fram- kvæmd skattalaga ER Ragnar Arnalds fjármálaráð- herra mælti fyrir skattstigafrum- varpi sínu í neðri deild Alþingis sl. mánudag, tjáði hann sig samþykk- ábendingu Halldórs Blöndal an (S) þess efnis, að skipuð yrði þingmannanefnd til að fylgjast með framkvæmd nýrra skatta- laga, til að Alþingi gæti staðið betur að hugsanlegri endurskoðun í ljósi tiltækrar reynslu. Sagðist hann myndu hafa samband við formenn þingflokka um, hvern veg staðið yrði að skipun þessarar nefndar. Halldór Blöndal (S) þakkaði ráðherra góðar undirtektir og hvatti til að nefndarskipan yrði hraðað. Alþingismannatal: „Ættfræði kvenleggsins verulega öruggari“ Eiður Guðnason: Orð og ef ndir ríkisstjórnar „í stjórnarsáttmála núverandi ríkisstjórnar er talað um niðurtaln- ingarleið," sagði Eiður Guðnason í umræðu um skattstigafrumvarpið. „Enn sem komið er hefur forsætis- ráðherra og lið hans ekki sýnt að þeir kunni að telja í aðra átt en upp. Það hefur allt hækkað; það veit almenningur bezt. Heimild til út- svarsálagningar var hækkuð, sölu- skattur hækkaður, tekjuskattur hækkaður... “ Eiður vitnaði til greinar er for- sætisráðherra hefði skrifað í Morg- unblaðið undir fyrirsögninni „Þak á fjárlögum — leiðir til lækkunar" — nokkrum dögum fyrir kosningar. Þar hafi staðið: „Það er ekki lengur hægt að hækka skatta, þeir eru þegar allt of háir.“ „Þetta sagði forsætisráðherra í nóvember.. En hvað hefur oddviti ríkisstjórnar- innar verið að gera nú að undan- förnu. Það veit þjóðin öll.“ Tíunda febrúar sl. var viðtal við Ragnar Arnalds, fjármálaráðherra, í sjónvarpinu, sagði Eiður. Frétta- maður spurði: „Getur þjóðin fengið yfirlýsingu frá nýjum fjármálaráð- herra um að skattar verði ekki hækkaðir eða nýir skattar lagðir á?“ Og ráðherran sagði orðrétt í svari sínu: „Ég verð var við það í fjöimiðlum núna seinustu daga að stjórnarandstaðan er farin að hræða fólk á því að nú hafi tekið við miklir skattpíningarmeistarar. Ég held, að það sé nokkuð snemmt að fullyrða slíkt, og þess vegna svara ég spurningunni neitandi, að það sé ætlunin að leggja aukna skatt- byrði á almenning i landinu." En hvað hefur fjármálaráðherra verið að gera undanfarna daga, spurði Eiður. Hann hefur mælt fyrir hverju skattahækkunarfrumvarp- inu á fætur öðru hér í sölum Alþingis. „í sjónvarpsþætti daginn sem stjórnin var mynduð, var Steingrímur Hermannsson spurður, hvern veg ætti að afla peninga til alls í stjórnarsáttmálanum. Á að hækka skatta, spurði fréttamaður. Steingrímur Hermannson svaraði orðrétt: „Nei, það er ekki meining- in. Það hefur verið á stefnuskrá okkar að hækka ekki skatta. Við teljum ekki svigrúm til þess.“ En hvað hefur Steingrímur Her- mannsson verið að dunda við síðan. Og fólk veit, hvern veg hafa farið saman orð og efndir hjá ráðherrum og ríkisstjórn. Guðrún Helgadóttir (Abl) hefur sent alþingismðnnum bréf þar sem hún vekur athygli á undarlegum Hækkun beinna skatta Halldór Blöndal (S) vakti, í umræðu um skattstiga í neðri deild, athygli á hækkandi hlutfalli beinna skatta í meðaltekjum verkafólks. Rakti hann eftirfarandi dæmi: I. — Skattar einhleyps verka- fólks: HBl sagði skatthlutfall af með- alaflatekjum einhleyps verkafólks hafa þróazt sem hér segir. 1978 — 25,86%, 1979 - 26,14%, 1980 - 28,46%. II. — Skattar hjóna: Skatthlutfall af meðalaflatekj- um hjóna, er vinna samkvæmt taxta verkalýðsfélags: 1978 — 19,24%, 1979 - 19,24%, 1980 - 21,43%. spurningum frá skrifstofu Alþingis vegna úgáfu alþingismannatals. Spurningar eru mismunandi eftir því hvort spurt er um karl- eða kvenlegg þingmanna. • í fyrsta lagi er spurt um sér- mennt og stöðu föður en ekki móður. • I öðru lagi er spurt um föður- afa, föðurlangafa, móðurafa og móð- urlangafa. Undrun vekur, segir Guð- rún, „að ömmur og langömmur al- þingismanna virðast ekki taldar eiga stóran hlut í hérvist þeirra, þó flestum komi saman um að ættfræði kvenleggsins sé verulega öruggari.“ • I þriðja lagi er spurt um foreldra maka, en þar hefur orðið „foreldrar" verið vélritað ofan í orðið „faðir“. Gagnrýnir Guðrún Helgadóttir harðlega í bréfinu þá „fordóma" og „virðingarleysi" gagnvart konum, sem þessi spurningalisti grundvallist á. Telur hún þetta „lítilsvirðingu við þann helming þjóðarinnar, sem enn á aðeins þrjá fulltrúa á þingi“.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.