Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 33

Morgunblaðið - 03.05.1980, Blaðsíða 33
33 MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ 1980 Vilborg Kristjánsdóttir: Bréf frá Nýju- Jórvík Ung kona með barnakerru íyrir framan brauðbúð í SoIIo. SoHo er dálítil þyrping af húsasamstæðum, sem nær frá Canal-stræti að norðan til Houston-strætis að sunnan og snertir næstum Greenwich Vill- age. Þessi borgarhluti er nú aftur búinn að öðlast líf eftir margra ára fjármálalegt hrun. Byggingarnar í SoHo eru þær einu í heiminum, sem hafa framhliðar úr mótuðu smíða- járni. Þessar byggingar, undan- farar skýjakljúfanna, urðu vin- sælar á miðri 19. öld, þegar ítalskir hlutir komu í tízku á meðal borgarbúa í New York. Það var ódýrara og tók minni tíma að hella smíðajárni í mót í stíl franska renaissancins eða Ný-Grikkja en að höggva allt þetta skraut í stein. Járninu var síðan komið fyrir yfir sölubúðum, inngöngudyrum, kringum glugga og haldið við með málningu. Þessi bygg- ingarstíll rann sitt skeið 1880, þegar sléttu fletirnir og stálið kom til sögunnar. 14. ágúst 1973 var SoHo- -hverfið friðað. I dag er þetta ódýr, frumlegur og skemmtilegur afþreyingar- staður fyrir borgarbúa, sem eru þakklátir friðunarnefnd. Kemur manni þá til hugar í þessu tilefni, að sennilega hafi íslend- ingar þeir sem varðveita vilja Torfuna og Grjótaþorpið, mikið til síns máls. Það, að SoHo er til í dag er fyrst og fremst að þakka fátæk- um listamönnum, sem fóru um og upp úr 1960 að hreiðra um sig uppi á háaloftum vöruhúsanna og verksmiðjanna, þar sem þeir gátu stækkað þakgluggana svo þeir fengju meiri og betri birtu inn á vinnustofur sínar. Þessi húsakynni voru í niður- níðslu, þegar þessir ágætu lista- menn fóru að hreinsa til á jarðhæðunum og gátu þar með fengið stóra, ókeypis sýningar- sali eða gallerí fyrir listaverk sín. Þessir listamenn höfðu aldrei haft efni á að taka sýningarsali á leigu upp í borg- inni eða komast inn á samsýn- ingar þar. Því varð SoHo Mekka fátækra listmálara, sem nú eru margir hverjir orðnir frægir og ríkir og löngu fluttir í burtu en aðrir búa áfram og láta ekki frægð og frama breyta neinu um heimilisfang. Til að geta fengið leigt í SoHo þurfa menn að geta sýnt og sannað, að þeir séu listamenn. í SoHo eru yfir 80 gallerí og eru mörg þeirra helztu við West Broadway. Þau eru opin yfirleitt alla daga vikunnar frá 10—6 e.h. nema sunnudaga og mánudaga. Dyrnar eru bókstaflega hafðar upp á gátt, því aðgangur er ókeypis. O.K. Harris-galleríið er stærst og eitt af hinum elztu og vinsæl- ustu í SoHo, Nancy Hoffmann- -galleríið er með nútímalist, Westbroadway-galleríið hefur eingöngu samsýningar og svo kemur Leo Castelli-galleríið, en í þeirri byggingu eru 5 sýningar- salir, þar má m.a. finna pop-list. Let There Be Neon er bæði gallerí og verzlun. Það er eins og að ganga inn í helli, þar sem neon-ljósa-listaverk lýsa upp eins konar hellisskúta. Rudi Stern, sem er eigandi og stjórn- andi ásamt 14 listamönnum, stofnaði þetta fyrirtæki 1972. Þar er að fá neonljós af hvaða gerð sem er, í hvaða skrift og fígúru sem hugsast getur, t.a.m. saxófón, herðatré, stól eða kakt- us og er hvorki meira né minna en 30 ára ábyrgð á verkum þeirra. Vorpal-galleríið býður þrykkimyndir á klæði, högg- myndir o.fl. og í The Bayard- -galleríi getur að líta list Indí- ána og ljósmyndir. Hér er rétt minnst á örlítið brot af því, sem á boðstólum er í SoHo. Margir hafa mikla ánægju af að heimsækja rauðmálaða bygg- ingu frá 1870, sem hýsir Museum of Holography, eitt sinnar teg- undar í heiminum. Gríska orðið holox þýðir heild, og þarna er um að ræða ljósmyndir, sem teknar eru með þrívíddarlinsu. Myndirnar hafa í margvídd meiri dýpt og eru því ólíkar þeim flötu myndum, sem við eigum að venjast. Þarna er einnig einstætt safn í nágrenninu, „Safn litrófs og glerja". Svo einkennilega vill til, að leikhúsin á 19. öld eru einmitt á þeim spotta Broadway, sem ligg- ur um SoHo. Enn þann dag í dag eru leikin þarna verk eftir nýja og gamla höfunda. Þarna er vagga tilraunaleikhúsanna, þar sem verkin eru frumflutt og endurbætt og þau gömlu færð í nýjan búning. Fjölmarga dýrlega matstaði er að finna í SoHo. Einn af þeim eldri og þekktari er Spring Street Bar við samnefnda götu. Þar var áður vatnsból nágrenn- isins. Fyrir utan fjölbreytilegan matseðil, þá setja egglaga glugg- ar mjög svo sérkennilegan svip á staðinn. Eldamennska flestra landa á sér bólstað í hverfinu, t.d. franski staðurinn Raouli’s eða La Gamelle, kínverskar mat- og testofur, ítalskir og grískir stað- Úr verslun Bean & Deluca. Koparpottar og pönnur. ir að ógleymdum japanska staðnum Robata, sem er í 170 ára gömlu „innréttinga“-húsi, sem áður var bóndabær. Þar er matreitt við opinn eld að jap- önskum sveitasið. Á þessum stöðum er alltaf að finna frægt fólk og forvitna. Verzlanir eru þarna í tugatali, stórar og smáar, dýrar og ódýr- ar. Flestar eru þær samt nokkuð sérhæfðar, t.d. Harriet Love, sem verzlar með kvenfatnað, sem var í tízku frá aldamótum til 1945. Allt eru þetta gömul föt, ýmist notuð eða ekki. Þarna er að finna verzlun, sem selur vörur frá Jövu, m.a. handsaumaðar brúðarblússur, sem notaðar hafa verið af fjórum ættliðum. Á einum stað er svo mikið úrval af kortum og eftirprentunum að heilan dag tæki að komast yfir það sem sú frábæra verzlun hefur upp á að bjóða. Verzlunin hefur ekki hlotið nafn, en er til húsa að Prince-stræti 159. Við mið-Canal-stræti eru flóamarkaðir, þar sem hægt er að finna allt frá skinnavöru á hálfvirði, fyrra stríðs gasgrímur, Auglýsing frá einu „gallerí- inu“. undarlegustu rafmagnsáhöld, varahluti í bílmótora o.fl., sem ég kann ekki nöfnum að nefna. Áður en við yfirgefum SoHo, skulum við heimsækja verzlun, sem er sú frægasta þar um slóðir og verðskuldar því, að um hana sé fjallað og hugað að því hvernig þessi ostabúð varð að stofnun í SoHo. Orðið virðuleiki er aðeins not- að um stofnanir, sem hafa áhrif virðuleika og aldurs. I heimi fæðutegundanna er slíkt heiti notað um Fauchon í París, sem hefur verið við lýði síðan 1886_ Það getur alveg eins verið notað um hinn athyglisverða matar- markað í Harrods í London, sem stofnaður var 1894. Einnig kemur okkur í hug Dallmayr’s í Miinchen. Það hóf göngu sína seint á 16. öld. Hvað um Dean og Deluca í SoHo og East Hampton, Long Island? Að mati matreiðslufræðinga er þessi virðulega stofnun sú bezta sinnar tegundar hér í landi, enda hefur hún öðlast frægð á örfáum árum. Ef ostur er, eins og maður nokkur lofsöng hann einu sinni, mjólk, sem hefur hlaupið inn í ódauðleikann, þá geta Dean og Deluca hrósað sér af vandaðasta safni ódauðleika bak við gler- rennihurðir. Þar eru pýramídar af Pouligny-osti, geitarosturinn St. Pierre, hinn mikilfenglegi og djúpkryddaði Vacherin Mont d’Or og þannig mætti lengi telja. Fæðan og eldunaráhöldin eru hvaðanæva að úr heiminum. Brauðúrvalið er það fjölbreyti- legasta í borginni og heita þau m.a. svissneski bóndinn, rúss- neskt heilbrigði, sem inniheldur svört piparkorn og lauk, heil- hveiti- og rúgbrauð og eru þau bökuð í átta bökunarofnum ú New York og New Jersey. í hillunum má sjá 15 mismunandi nöfn á lifrarkæfu, óteljandi teg- undir af dósamat, krukkur með piparkornum og sætum kornum, leirkrukkur með ólífum, sem bera nöfn eins og Alfonso, Sicil- ian eða Nicoise. Kavíar er að finna af öllum gæðum og verð- flokkum. 30 mismunandi tegund- ir af niðurskornu ofanáleggi og pylsur og bjúgu hanga úr loftinu. Mennirnir tveir á bak við þessa verzlun eru Joel Dean, 48 ára gamall, ættaður frá Michi- gan, en Deluca er Brooklynbúi, 35 ára að aldri. Þeir fengu hugmyndina fyrir 5 árum. Dean sagði: „Ég var áður í banka og við bókaútgáfu og var hundleiður í starfi, þrátt fyrir mína B.A.- gráðu í bókmennt- um.“ Deluca sagði: „Ég var sögukennari í gagnfræðaskólum á Manhattan um árabil og án fullnægju í starfi." Deluca datt í hug að opna litla ostasölu fyrir 6 árum, þar eð faðir hans hafði flutt inn mat- vöru um 30 ára skeið. Hann lærði í fyrstu það sem til þurfti í sambandi við innflutning og opnaði síðan verzlunina í húsinu beint á móti verzlun þeirra félaga í dag, Prince-stræti 121. Vinir þeirra, sem eru listmál- ari, innanhússarkitekt og mat- reiðslubókarhöfundur, áttu mik- inn þátt í að móta verzlunina. Þeir hjálpuðu til með að innrétta pg velja viðeigandi vörutegundir. I fyrstu óttuðust þeir, að stað- setningin væri slæm þ.e. ná- grannarnir eru fátækir lista- menn, en sáu brátt, að kaupend- ur listaverka, sem komu á þessar slóðir, myndu bæta það upp. Nú í dag annast Dean verzlun- ina í SoHo á meðan Deluca ferðast um heim allan til að kaupa inn vörur, sem þjóna bragðsmekk allra þjóðarbrota. Um leið og við fjarlægjumst þessa einstöku verzlun, heyrum við létt-klassíska hljómlist, sem eykur á hið magnaða andrúms- loft SoHo og þá dettur manni í hug, að ekki væri úr vegi að heimsækja eitthvert af hinum fjölmörgu jazz-háaloftum, sem þjóta upp í þessu hverfi eins og gorkúlur eftir rigningu, en því miður leggjast niður oft á tíðum jafn snögglega. Þeir sem kynnast SoHo og kunna að meta þetta friðaða svæði, sem hefur öðlast nýtt og betra líf, hljóta að óska öllu ferðafólki, hvort sem það er á eigin vegum eða ferðaskrifstofa að fara ekki svo til New York, að ekki sé eytt a.m.k. einum degi „SOuth of HOuston Street" eða í SoHo. Ragna Ragnars kjörin formaður Kvenstúdentafélags Islands AÐALFUNDUR Kvenstúdentafé- lags íslands og Félags íslenskra háskólakvenna, sem starfar inn- an þess, fór fram á Hótel Sögu laugardaginn 26. april 1980. Fráfarandi formaður, Kristín Ragnarsdóttir, tannlæknir, gerði grein fyrir störfum félagsins á liðnu starfstímabili, en starfsemin miðar að því meðal annars að efla kynningu og samvinnu íslenskra kvenstúdenta, vinna að hagsmun- um þeirra og áhugamálum og auka samband þeirra við umheim- inn. Haldnir voru nokkrir hádeg- isfundir þar sem flutt voru fræðsluerindi. Talaði dr. Broddi Jóhannesson um „Barnið og Dauð- ann“, Silja Aðalsteinsdóttir um „Þróun íslenskra barnabóka" og Sjön Sigurbjörnsdóttir um „Stðrf borgarstjórnar". Að venju var efnt til árshátíðar þar sem 25 ára stúdínur frá M.R. sáu um skemmtiatriði eins og þær hafa gert í áratugi og einnig til jólafundar þar sem 25 ára stúdín- ur frá M.A. önnuðust nú dagskrá. Næsta árshátíð verður haldin í Átthagasal Hótel Sögu 14. maí næstkomandi og eru stúdínur 1955 í óðaönn að undirbúa skemmtiat- riðin. Gjaldkeri félagsins, Þóra Ósk- arsdóttir, las upp reikninga og voru þeir samþykktir. Samþykktar voru lagabreyt- ingar varðandi stjórnarkjör. I stjórn voru kjörnar: Ragna Ragnars, formaður, Þóra Óskars- dóttir, gjaldkeri, Steinunn Einars- dóttir, ritari við útlönd, Bergljót Ingólfsdóttir, fundaritari, Aðal- heiður Eleníusardóttir, Hildur Bjarnadóttir og Arndís Björns- dóttir. Varastjórn : Kristín Guð- mundsdóttir og Inga Dóra Gúst- afsdóttir. I stjórn Félags ísl. háskóla- kvenna voru kosnar: Ragna Ragn- ars, formaður, Þóra Óskarsdóttir, Steinunn Einarsdóttir og til vara Björg Gunnlaugsdóttir. Endurskoðendur: Brynhildur Kjartansdóttir og Erna Erlends- dóttir. Auk þess var kjörið í kvenréttindanefnd félagsins, og jólahappdrættisnefnd. Fundarstjóri á aðalfundi var Helga Gröndal.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.