Morgunblaðið - 03.05.1980, Side 35
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980
35
Valdimar Björnsson skrifar frá Minnesota:
íslenzkt líf og listir
ofarlega á baugi
íslenzkt líf og listir hafa verið
efst á baugi hér í Minnesota
nýlega. Fyrst um miðjan marz-
mánuðinn, má segja virkilega að
frú Ragnhildur Helgadóttir, fyrrv.
alþingismaður, kom sá og sigraði í
fyrirlestrum á ráðstefnu sem
helguð var Norðurlöndum. Þá, í
lok mánaðarins, 29. marz, hófst
ferðalag tónlistar-þremenning-
anna í Minneapolis, fyrsti áfang-
inn í túrnum þar sem farið verður
um Bandaríkin og Kanada, frá
hafi til hafs. Þátttakendum, þeim
Sigfúsi Halldórssyni tónskáldi,
Guðmundi Guðjónssyni einsöngv-
ara og Bill Holm, kennara við
Háskóla íslands árlangt, sem
syngur, spilar og les ljóðin sín, var
fagnað af fjölda áheyrenda.
A undan þessum opinberu
mannamótum, skaust hingað
Þorkell Sigurbjörnsson, tónskáld
og píanó-kennari til að hitta
framámenn í tónlistinni fyrir
íslands hönd, út af þátttöku í
„Scandinavia Today"- athöfnum,
árið 1982. Á meðan eru nokkrir
hér um slóðir að velta fyrir sér
ferðalagi til New York næstkom-
andi haust, er „Viking“- sýningin
verður haldin þar í borg, með
þátttöku allra Norðurlanda á veg-
um American Scandinavian
Foundation, þar sem Magnús
Magnússon, sjónvarpsstjarna úti í
Englandi, er með í ráðum.
Þorkell biskupssonur var að
kanna gamlar slóðir í skyndi-
heimsókn hér, þar sem hann fékk
sínar gráður í tónlistinni við
Hamline University í St. Paul,
Minnesota og Illinois-háskólanum
í Urbana. Hann skrapp um leið til
Seattle að ræða við tónlistarleið-
toga þar. Fékk hann ágætar und-
irtektir hjá Minneapolis Symph-
ony Orchestra, St. Paul Chamber
Music Orchestra, og samsvarandi
tónlistarfrömuðum í Seattle. Lof-
orð kom frá þeim öllum um að æfa
íslenzka tónlist til flutnings 1982.
Á því ári verða helgaðir Norður-
löndum skemmtiþættir af mis-
munandi tagi á samkundum í New
York, Minneapolis og St. Paul,
Minnesota, Houston, Texas,
Seattle og Washington.
Ragnhildur Helgadóttir fékk
verðskuldað lof fyrir framkomu
sína á ráðstefnu sem Augsburg
College í Minneapolis hélt 14. og
15. marz, „Contemporary Issues:
Scandinavia and America", með
áherzlu þá daga á stöðu kvenfólks
í ýmsum greinum á Norðurlönd-
um. Sem fyrrverandi formaður
Norðurlandaráðs og rúm 15 ár
sem alþingismaður á íslandi, hafði
frú Ragnhildur margt fram að
færa um aðstöðu kvenna á öllum
Norðurlöndum.
Hérlendar konur fluttu ræður
um kvenréttindin í Bandaríkjun-
um og í Svíþjóð og Noregi, helst,
en frú Ragnhildur kom með mik-
inn fróðleik, ekki eingöngu um
ísland í aldaraðir, heldur um
Noreg, Danmörku, Svíþjóð og
Finnland um leið. Hún var með
þýðingarmiklar tölur um þátttöku
kvenna á ýmsum sviðum í öllum
þessum löndum; fyrirlesturinn var
hnitmiðaður og allt rökstutt, og á
lýtalausri ensku. I fyrirspurna-
tímum og frjálsum viðræðum,
varð fólk hissa á orðaforða og
hagleik frú Ragnhildar á ensku, og
gat hún brugðið sér yfir í „skandi-
navisku" fyrir þá sem það best
hentaði. í þeim fáu blöðum sem
koma út enn á Norðurlanda-
málum, með enskt innihald í
auknum mæli síðari árin, hafa
verið greinar þar sem aðalefni
ræðu Ragnhildar hefur verið tekið
upp, og hefur fólki sem áhuga
hefur á þessum málum fundist
fengur að.
Hið gamla máltæki, að
„skemmta sér konunglega", átti
sannarlega við um tónlistarkvöld-
ið í Minneapolis 29. marz. Af
ásettu ráði var degi hinnar árlegu
„Samkomu" Heklu- kvenfélagsins
í Minneapolis og St. Paul breytt til
þess að geta notið komu þeirra
þriggja, Sigfúsar Halldórssonar,
Guðmundar Guðjónssonar og Bill
Holm. Samkomur þessar hafa
alltaf verið frekar vel sóttar í
meira en hálfa öld, en nú var nýtt
met slegið — nokkuð á þriðja
hundrað manns viðstatt á Rich-
field Community Center, 70sta
gata og Nicollet Avenue í Minne-
apolis. Kaffi og veitingar, náttúru-
lega, á eftir — rúllupylsa, vínar-
terta, kleinur og annað góðgæti.
Gail Magnússon setti samkomuna
sem formaður Heklu—klúbbsins;
er hún vestur-íslenzk, dóttir Guð-
Ragnhildur Helgadóttir
mundar heitins Guðmundssonar
tannsmiðs, upprunalega frá Gimli,
og Ingibjargar konu hans, fædd
líka í Nýja— íslandi — var Sig-
tryggur Jónasson, „faðir Nýja-
íslands" ömmubróðir Ingibjargar.
Gail, sem hefur vakið orð á sér
sem listmálari sjálf, er gift Braga
Magnússyni, og var faðir hans,
Magnús Pétursson í mörg ár
kennari á Akureyri; Ingibjörg
Magnúsdóttir hjúkrunarfræðing-
ur í Reykjavík er systir Braga.
Eftir háskólamenntun hér, hvarf
Bragi aftur til íslands þar sem
hann var kennari um tíma, og
voru hann og Gail gefin saman á
Akureyri af séra Pétri Sigur-
geirssyni.
Björn Björnsson, ræðismaður
íslands í Minnesota, kynnti þátt-
takendur, með hlýjum þökkum
áheyranda, flutti þakkir nefndinni
á íslandi sem gerði þessa miklu
ferð hljómlistarmannanna mögu-
lega, þar á meðal séra Braga
Friðrikssyni, Árna Bjarnarsyni og
Heimi Hannessyni. Jón Ásgeirs-
son sem kominn var til Winnipeg
rétt áður en ferðalagið hófst, var
mættur, og fór með sem nokkurs
konar „impressario" með
skemmtikröftunum allan túrinn.
Þá tók Bill Holm við með
skemmtilegt rabb um ársdvöl sína
á íslandi; hann fór úr lipurri
ræðumennsku í ekta „ragtime“
píanóleik, og flutti líka órímað
ljóð eftir sjálfan sig, ort á íslandi,
einmitt um tungumál íslendinga
og „slettur" Vestur-íslendinga
fyrstu árin, þar sem vantaði
algerlega orð yfir allt sem gæti
heitið nýtízkulegt.
Guðmundur Guðjónsson söng
lög eftir Sigfús Halldórsson, og
tónskáldið sjálft spilaði undir,
lögin alla leið frá „Litla flugan" og
„Tondeleyó" að „Afadrengur" og
„Þegar vetrarþokan grá“. Storm-
andi lófatak og bravó-hróp hylltu
þá Sigfús og Guðmund og var
hrífandi stemmning yfir öllum.
Samkoman var talin með þeim
albeztu sem hafa verið í sögu
Heklu-klúbbsins, ekki eingöngu
með aðsóknina heldur líka ágæti
skemmtiatriða. Spáir þetta góðu
um framkomu „músík-mannanna"
og undirtektir sem þeir munu fá í
túrnum um rúmlega 20 bæi og
Sigfús Halldórsson
borgir víða í Kanada og Banda-
ríkjunum. Chicago og Los Angeles
féllu því miður úr dagskrá, þar
sem Chicago-landar voru nýbúnir
með þorrablót sitt, og sambönd
ekki fáanleg í tæka tíð í Los
Angeles. Bæklingur var fáanlegur
á staðnum um þá sem komu með
skemmtunina og um ýmis styrkt-
arfyrirtæki á íslandi, og þá seld-
ust líka þó nokkur eintök af
Sönglögum Sigfúsar Halldórsson-
ar og höfðu Sigfús og Guðmundur
nóg að gera við að skrifa nöfn sín í
bókina.
Sá sem þetta ritar er marg-
búinn að lofa sjálfum sér og
öðrum að koma með fréttapistil,
og hefur einn meiriháttar verið í
smíðum lengi, beðið bara eftir
myndum sem koma með seinna
móti. En það fer að koma bráðum,
með nægilegri ættfærslu!
Á meðan má sannarlega koma
innskot um „líðan manna og hold
fjárs". Einmuna tíð má heita hér í
Minnesota í vetur, samanborið við
fjögra feta snjóskafla og stöðug
kuldaköst um nær allan veturinn í
fyrra. Hangið hefur um frost-
markið og fyrir ofan það hér um
slóðir, og snjólítið, með fólk vor-
kennandi þeim sem orðið hafa
fyrir virkilegri vetrarhörku, bæði
austan okkar og vestan, og jafnvel
í Suðurríkjunum.
Margir frá Minnesota, og
víðsvegar annars staðar að, sóttu
samkomuna miklu 29. marz. Og
má segja um íslendingabyggðina í
Minneota og þar í grennd, að hún
hafi kvatt með virðingu einn
máttarstólpa Sankti Páls safnað-
ar nýlega, er Sigríður Frost var
jörðuð 26. febrúar. Hún hefði
orðið 92 ára gömul núna í október
í haust; fékk slag og sofnaði burt
úr heimi eftir langan og gifturík-
an æviferil. Sigga, eins og hún var
ávallt kölluð, var dóttir Jóhannes-
ar Halldórssonar Frost og Borg-
hildar konu hans Kjartansdóttur,
hún að sunnan og Jóhannes Þing-
eyingur.
Jóhannes Halldórsson, fæddur á
Geitafelli í Aðaldal 9. september
1857, tók nafnið Frost skömmu
eftir að hann kom til Milwaukee
1873; enskumælandi menn vissu
að hann væri frá Islandi og tóku
upp á því að kalla hann „Frosty".
Hann lét það duga og tók sér
Guðmundur Guðjónsson
nafnið Frost sem ættarnafn. Var
hann mágur Benedikts frá Auðn-
um og þannig móðurbróðir Unnar
Bjarklind — Huldu skáldkonu.
Var Jóhannes leiðandi maður á
frumbýlisárunum eftir að hann
kom til Minneöta árið 1878; dó
hann 1935, Borghildur á undan
honum, 1932. Var Sigríður síðust
sinnar kynslóðar og dóu á undan
henni bróðir hennar, Charles, í
Norður- Dakota; Ella, gift George
Benson (Jörgen Björnsson Halla-
sonar frá Fossgerði á Jökuldal); og
Jónína Magnea, kölluð Jennie,
fræðslumálastjóri í Lyon- héraði í
suðvesturhluta Minnesotaríkis í
mörg ár. Eru á lífi þrír synir og
ein dóttir Ellu, eftirlæti Sigríðar
frænku.
Sigga — kölluðu þeir enskumæl-
andi hana það, miskunnarlaust,
eins og landar gerðu — var í fjölda
mörg ár í söngkór Sankti Páls
-kirkju, í kvenfélagsstarfsemi og
tók virkan þátt í félagslífi sveitar
sinnar. Hún var ör í hreyfingum,
rösk, ákveðin, tryggur vinur vina
sinna, ábyggileg og fórnfús, og
syrgja hana allir sem þekktu.
Sigga var við bókhald Stóru búð-
arinnar í Minnesota — og hét
verzlunin það, The Big Store,
langstærsta verzlunin í þeim
hluta ríkisins, en nú liðin undir
lok og er að komast á laggirnar
minjasafn í því stóra húsrými.
Ólafur G. Anderson hét sá er
stofnað Stóru búðina 1896, eftir
það að hafa verið bóndi um tíma
eftir komu sína frá íslandi 1879.
Sigga byrjaði starf sitt við verzl-
unina þó nokkuð eftir aldamótin
og tók trygg þjónusta hennar við
stofnunina yfir full 60 ár áður en
hún hætti.
Ólafur, stofnandi verzlunarinn-
ar, tók með sér þegar byrjað var,
Sigurjón bróður sinn — kallaður
J.S. Anderson — og Sigurð Ander-
son, sem var reyndar Vigfússonar
Andréssonar úr Vopnafjarðar-
heiði; Sigurður og Eiríkur
Stefánsson kennari í Reykjavík,
systkinasynir. Ólafur var einn af
sex Búastaðasystkinum, sem flutt-
ust öll vestur 1879. Hann var
Arngrímsson, og tók það fólk
Andersons-nafnið. Faðir Ólafs —
dó Ólafur, aðeins 44 ára gamall
árið 1903 — var Arngrímur Ey-
mundsson og móðir hans María
Ólafsdóttir. Fræddist Sigfús Hall-
dórsson, tónskálið, um þetta ætt-
fólk við komuna til Minneapolis,
þar sem honum var sagt að hann
ætti frekar marga ættingja í
kirkjugarðinum rétt fyrir sunnan
Minnesota. Arngrímur Eymunds-
son var afabróðir Sigfúsar —
bróðir, náttúrulega Sigfúsar
Eymundssonar sem kom suður frá
Vopnafirði, varð ljósmyndari í
Reykjavík og stofnaði Bókaverzl-
un Sigfúsar Eymundssonar.
Sigfús sagði kunningjum í
Minneapolis er för þeirra hljóm-
listarmanna byrjaði, að hann væri
búinn að heyra miklu meira um
skyldleika sinn við þann fræga
nafna, Sigfús Eymundsson, núna
síðari árin heldur en nokkurn
tíma í bernsku. Hann hafði sjálf-
sagt aldrei heyrt talað um allt
skyldfólkið sem fór til Minneota
— og reyndar var lítið sem ekkert
samband milli Sigfúsar bóksala og
ættingja hans hér úti. Samt var
systir Sigfúsar, Helga Eymunds-
dóttir með Búastaðasystkinunum
þegar þau fóru vestur og er hún
jörðuð í Minneota.
Börn Arngríms og Maríu fædd-
ust á kotbæ sem fór í eyði — Hóll
hét hann — í Hauksstaðatúninu í
Vopnafirði, en heimilið var á
Búastöðum í sömu sveit þegar
flust var vestur. Ólafur var vel
þekktur og í miklum metum, en
það er einnig hægt að segja um
hin systkinin. J. S. Anderson — og
hét hann eiginlega Sigurjón — dó
vestur við Kyrrahaf fyrir mörgum
árum, giftur dóttur Runólfs frá
Snjóholti í Eiðaþinghá, bónda á
Gilsárteigi. Hann lét Cass Gilber
teikna hús sitt í Minnesota, arki-
tektinn sem teiknaði ríkisráðshús-
ið í St. Paul — State Capitol
bygginguna. Var það langstærsta
og flottasta hús í bænum.
Matúsalem varð fasteignasali í
Minneapolis — E.M. Anderson.
Ein systirin giftist Sigfúsi Run-
ólfssyni — Frank R. Johnson — og
áttu þau heima í mörg ár i Seattle;
var Sigfús bróðir Jóns Runólfs-
sonar skálds. Önnur systir varð
kona Jóns Jósepssonar að austan,
sem átti heima í Seattle í mörg ár
eftir að þau fóru frá Minneota.
Stefanía Arngríms var eina syst-
irin sem hélt tryggð við Minneota;
dó hún þar fyrir nokkuð mörgum
árum, kona Bjarna Jones. Bjarni
var Jónsson Rafnssonar frá
Krossavík í Vopnafirði, missti
foreldra sína ungur og ólst upp
undir verndarvæng séra Halldórs
prófasts Jónssonar á Hofi, fór með
„stóra hópnum" til Minnesota
1879. Bjarni var við járnbrautar-
vinnu, eins og margir aðrir fyrst
um sinn, og Jónssonar nafnið
brenglaðist í Jones hjá þeim
enskumælandi og Bjarni lét það
bara gott heita.
Já, hefði hann bara þolinmæð-
ina, þá gæti Sigfús tónskáld, með
móðurætt sína úr Vopnafirði, lært
mikið um ættfólk sitt í vestur-
heimi, eins og Steinunn kona hans
og Guðmundur Guðjónsson og
Kristín kona hans munu vafalaust
gera líka í túrnum mikla. Sæl á
meðan!