Morgunblaðið - 03.05.1980, Page 37
MORGUNBLAÐIÐ, LAUGARDAGUR 3. MAÍ1980
fclk í
fréttum
+ Frægustu gluggaþvottamenn í heiminum eru
þeir sem gefa sig sig aö gluggaþvotti á skýjakljúfum í New York. Þessi náungi Roko Camag er
einn þeirra. Hann hefur í 7 ár verið gluggaþvottamaöur hæstu byggingarinnar í borginni, sem
jafnframt er líklega annaö hæsta mannvirkið í heiminum, skrifstofum- og verzlunarhöllin
„World Trade Center". Myndin er tekin af Roko þvottamanni þar sem hann hangir utan á
stórbyggingunni og er aö þvo glugga á 107. hæðinni. — Hinir gömlu skýjakljúfar
stórborgarinnar í námunda við þennan mikla skýjakljúf minna einna helzt á kubbahús. Þaö er
mikiö verk aö annast um gluggana á „World Trade Center"- byggingunni því þeir munu vera
nær 22.000 talsins.
Louise Kennedy ræðir við Thatcher
+ Þessi mynd er tekin í bústaö brezka forsœtisráðherrans í Downingstreet nr. 10. Þar knúði
nýlega dyra bandarísk kona, Louise Kennedy að nafni, — ekki í œtt við þá Kennedy-bræður_
að sögn kunnugra. Hún er eiginkona eins af bandarísku gíslunum í íran. Konan ræddi við frú
Thatcher forsætisráðherra í 15 mínútur um mál gíslanna og bað forsætisráðherrann um
stuðning. Að þessum fundi loknum sagði frú Kennedy við blaðamenn, sem spurðu hana um
undirtektir frú Thatcher, að hún hefði það vissulega á tilfinningunni að forsætisráðherrann
myndi láta mál gíslanna til sín taka.
+ Einn af starfsmönnum Hvíta hússins, sem lenti í hinu sögufræga
^P1^ Watergate-samsæri, John Dean, sagöi á fundi meö stúdentum vestur í
III 3 Kaliforníu, um daginn, aö sögusagnir um aö lögö heföu verið á ráöin um
morð í stjórnartíö Nixons forseta væri hreinn uppspuni og slíkum
söguburöum hrundiö af staö, til aö örva söluna í bókum þeirra Gordons
Liddy (Watergate-maður) og Spiro Agne's, er var varaforseti um skeiö.
Þegar Liddy segir frá þvf í bók sinni, aö hann hafi verið til í aö myrða
L& 0^%, |/||VinA|i dálkahöfundinn Jack Anderson — og Agnew segist hafa sagt af sér
U e ■■ CÍ I varaforsetaembættinu af ótta viö aö hann myndi ella veröa drepinn, —
þá eru slíkar yfirlýsingar gefnar í þeim tilgangi einum aö selja bækur.
Sagöi John Dean stúdentunum aö sér væri ekki kunnugt um aö rætt
heföi verið um manndráp í æöstu stjórn landsins.
Þess má aö lokum geta aö vegna aöildar aö þessu samsærismáli sat
John Dean undir lás og slá í fjóra mánuöi.
37
Hef flutt
Tannlæknastofu
rriína frá Hverfisgötu 37 aö Hátúni 2A, Reykjavík.
Óþreytt símanúmer 28164.
Jón Birgir Jónsson,
tannlæknir.
Hef opnað
Tannlæknastofu
aö Hátúni 2A. Viðtalstími 12—5, sími 21516.
Skúli Kristjánsson,
tannlæknir.
Nýtt fyrirtæki
Tannsmíðastöðin sf.
Hátúni 2A. S: 22350.
Önnumst alla tannsmíöi.
Hef opnaö
Tannlæknastofu
aö Hátúni 2A. Viötalstími 9—12. S: 26645.
Björn Baarregaard
tannlæknir.
Hef flutt
Tannlæknastofu
mína aö Hátúni 2A. Tímapantanir kl. 9—11. S:
26333.
Gunnar Helgason tannlæknir.
Erum búin aö fá sjálfvirkan síma
Mr
Síminn er 66018
Unnur og Teitur
Frá Reykjavíkurdeild
Norræna félagsins
Fundur, ætlaöur æskufólki, um náms- og styrkja-
möguleika um ódýra feröamöguleika og um atvinnu-
möguleika á Norðurlöndum verður í Norræna húsinu
þriöjudaginn 6. maí kl. 20.30.
Allir velkomnir.
Stjórnin.
Aðalfundir Samvinnutrygg-
inga g.t., Líftryggingafélags-
ins Andvöku og Endurtrygg-
ingafélags Samvinnutrygg-
inga hf.,
veröa haldnir aö Hótel KEA, Akureyri, þriöjudaginn 3.
júní nk. og hefjast kl. 10 fyrir hádegi.
Dagskrá veröur samkvæmt samþykktum félaganna.
Stjórnir félaganna.