Morgunblaðið - 15.05.1980, Side 17

Morgunblaðið - 15.05.1980, Side 17
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1980 17 Helgi Hálfdanarson: Nokkur orð til Þor- steins Sæmundssonar Dr. Þorsteinn Sæmundsson. I blaðagreinum þínum að und- anförnu hefur þú meðal annars rætt um skjal nokkurt, sem 152 menn rituðu nöfn sín undir, árið 1974, vegna herstöðvamálsins svo nefnda og málsóknar fyrir meið- yrði. I þessum skrifum þínum hefur þú hvað eftir annað reynt að gera mig og aðra þá, sem undir þetta skjal skrifuðu, tortryggi- lega í augum almennings. Af því tilefni sendi ég þér þessar línur. Persónuleg kynni mín af þér hafa að vísu ekki verið mikil, en þau hafa verið góð, og þess vegna kom mér mjög á óvart furðuleg framkoma þín í garð Vigdísar Finnbogadóttur, sem að þessu sinni hefur gefið kost á sér til forsetakjörs. Ég skal láta þess getið, að ég hafði ekki ætlað mér að taka þátt í þessum kosningum; og hafði ég þó einmitt óskað Vigdísi braut- argengis, ekki vegna þess að ég vantreysti öðrum frambjóðend- um, heldur vegna þess að ég þekki hana betur og veit hvern mann hún hefur að geyma. En eftir þessa atlögu þína er ég staðráð- inn að fylgja henni að málum. Þú reynir að gera Vigdísi að minni manni fyrir það sem í mínum augum er sérstaklega lofsvert, að hún þorði á sínum tíma að taka afstöðu gegn bram- bolti þínu og þinna félaga við að negla niður erlendan her á ís- landi um ómælda framtíð, og lét það ekki á sig fá, að margur þarf með ýmsu móti að gjalda heilinda sinna í þeim efnum. Þó að ég hafi oft við hana rætt, man ég ekki til að þau mál hafi borið á góma; en víst óska ég þess, að hugur hennar sé þar enn hinn sami og forðum. Hins vegar veit ég, að hún er svo háttvís kona og hógvær, að hún dregur ekki meiri háttar deilumál inn í umræður um það embætti sem vera skal einingu þjóðarinnar til eflingar, og ég býst ekki við að hún láti neinn ögra sér til þess með ósæmilegri frekju. Ég hef enga hneigð til að sýna þér ókurteisi. En þú hefur neytt mig til að gera grein fyrir undirskrift minni um árið, og það get ég ekki gert nema skýra frá viðhorfi mínu til málavaxta svo satt og rétt sem mér er unnt, og hlýt ég þá að láta mér sitthvað um munn fara, sem ég hefði helzt látið ósagt. Undir þetta skjal skrifaði ég ekki vegna þess, að ég væri ánægður með orðalag textans í hvívetna. Hins vegar er augljóst, að ekki gat hver og einn heimtað að semja hann sjálfur, fremur en flokkar sem ganga til myndunar samsteypustjórnar geta vænzt þess hver um sig að fá þar öllu ráðið. Enda skipti það mestu, að ég var í aðalatriðum efni hans samþykkur. Nú liggur það í hlutarins eðli, að í máli eins og herstöðvamálinu hljóta getsakir að láta mjög til sín taka. Raunar mætti svo segja, að þau mál snúist að mestu um gagnkvæmar getsakir. Um hugs- anlegar afleiðingar af „vörnum“ landsins eða „varnarleysi" verður fátt sannað né hrakið fyrir fram. Þar er um að ræða mat á líkindum. En þau líkincn eru svö þung á metunum, sökum þess hve gífurlega mikið er í húfi, að eðlilegt er, að slíkt mat marki ekki aðeins afstöðu manna til málsins, heldur ráði það einnig getsökum í garð andstæðinga. Getsakir landvarnarsinna eru eflaust misþungar eftir tor- tryggni manna og innræti; en alvarlegastar eru þær, að and- stæðingar erlendra herstöðva séu svo hallir undir heimsvalda- stefnu Sovétríkjanna, að þeir gætu sætt sig við íhlutun þeirra um íslenzk málefni, óski jafnvel eftir yfirráðum þeirra, og séu þess vegna andvígir bandarískum landvörnum á íslandi. Þetta munu flestir telja getsakir um landráð; og landráð engu að síður, þótt einhver ímyndaði sér í einfeldni sinni, að yfirráð Sov- étríkjanna, meiri eða minni, yrðu íslenzkri þjóð til heilla. Getsakir herstöðvaandstæð- inga eru víst ekki síður af ýmsu tagi, og þær alvarlegastar, að íslenzkir auðhyggjumenn óttist að lýðræðisleg stjórnmálaþróun kunni að nálgast sósíalisma meir en við yrði unað, og þætti þá tryggara að hafa herflokk í kall- færi, undir því yfirskini, að hann eigi að verja landið fyrir Rússum, enda sé dulbúnaður ofbeldis „til bjargar lýðræðinu" þaulreyndur annarsstaðar, ef til þurfi að taka. Getsakir af þessu tagi munu flestir einnig telja getsakir um landráð, og landráð engu að síður, þótt ófáir telji sig vita, að sósíalismi leiði til ófarnaðar. Þar bætist við ekkert minna en hugsanleg hætta á útrýmingu mikils hluta þjóðarinnar, ef á annað borð dragi til styrjaldar milli risaveldanna svokölluðu, því trúlega myndu hvorir um sig greiða sem þyngst högg í upphafi, og viðbúið að Rússar gerðu taf- arlaust vetnissprengjuárás á sem flestar NATO-herstöðvar. Þegar öndverðar fylkingar Islendinga hafa hvor um sig innan sinna vébanda eitthvað af mönnum, sem gera andstæðing- unum í fullri einlægni getsakir um landráð, þó ekki sé þannig orðað fullum fetum, þá má við ýmsu búast í orðbragði, og fer þá mjög eftir skapgerð eða uppeldi, hvað nærtækast verður. Á það hlaut að reyna, þegar íslenzk og bandarísk stjórnvöld gerðu með sér samning þann, sem í augum hinna tortryggnustu hlaut að teljast íslenzkur landráðasamn- ingur, þó að svo hafi raunar ekki verið, því hvað sem hugsanlegum afleiðingum leið, átti aðferðin að heita „lögleg" að forminu til. Ekki batnar um, þegar flokkur landvarnarmanna fer á stúfana að safna undirskriftum hvaðan- æva af landinu til stuðnings bandarískri hersetu á íslandi. Að sjálfsögðu er ekkert við því að segja, að nokkrir menn skrifi nöfn sín undir yfirlýsingar, óskir og annað slíkt, eða menn afli skoðunum sínum fylgis með sæmilegum hætti. En þegar kapp er lagt á að flykkja fólki saman á undirskriftalista, ekki tugum eða hundruðum saman, heldur tug- þúsundum saman, og síðan kallað svo, að sá fjöldi jafngildi meiri hluta þjóðarinnar í atkvæða- greiðslu, þá er kannski engin furða þótt ýmsir fari að hugleiða stjórnarskrána, og velki það fyrir sér hvers vegna kosningar þykja ekki marktækar nema þær séu leynilegar, hvers vegna ástæða þótti til að afnema þann hátt á kosningum, að húsbændur kæmu á kjörstað með hjú sín öll og ' 1 J-l.-X „„ SKyiuuuu uK lótu ureiða atkvæði í sinni augsýn, eða hvers vegna tölu meðmælenda til forsetakjörs er ekki aðeins sett lágmark, heldur einnig hámark. Og þegar jafnvel kennarar í lögfræði standa að slíkum „kosningum“, þá er kannski von, að ýmsum sé nóg boðið, ekki sízt þegar land- varnarmenn neita að ræða málin á eðlilegum vettvangi í lýðræðis- þjóðfélagi. Nú verð ég að játa, að ég hef megna skömm á munnsöfnuði götustráka eins og þeim sem margfræg málaferli snerust um. Mér blöskrar, að þeir sem öðrum fremur beita sér fyrir banda- rískri herstöð á Islandi, séu kallaðir „kanamellur" og annað þaðan af verra af því tagi, enda þótt Keflavíkursamningurinn svonefndi sé í mínum augum hið hraklegasta óhappaverk sem unnið hefur verið af íslenzkum mönnum á síðari öldum. Hins vegar skil ég ekki það hugarfar að rjúka til og féfletta menn fyrir orðaval sem einungis getur svert þá sem beita því. í mínum augum eru slík viðbrögð ekki aðeins hlægileg, heldur umfram allt fyrirlitleg. Hitt er svo annað mál, að ég vil vera frjáls að því að nefna hvern hlut því nafni sem ég tel rétt- nefni. Ef ég tel einhvern verknað glapræði, og ekki fer milli mála hver hann er, þá vil ég vera frjáls að þeirri nafngift. Og ef sá verknaður, sem landvarnarmenn lýsa sjálfir á hendur sér og hæla sér af, er að mínu eigin mati voðalegri en landráð, þá vil ég vera frjáls að því að segja þá skoðun mína skýrt og tæpitungu- laust. Þeim er í lófa lagið að sýna fram á að mér skjátlist, ef þeir eru ekki mállausir af einum saman hroka. Ef mér er varnað þeirrar hreinskilni, nema þá ég eigi á hættu að af mér sé tætt mín lítilfjörlega aleiga og guð veit hvað fleira, þá hef ég verið sviptur því frelsi sem mér er alis dýrmætast. En hvers mætti ég vænta af því réttarfari, sem dæmir menn harkalega fyrir að segja „Bandaríkj asleikj a“ um þá, sem þeir í hjarta sínu saka um þjóðarglæp, eða kalla þá með orðum Þorsteins heitins Erl- ingssonar „hundflatan skræl- ingjalýð", ef til vill af því þeim ofbýður að segja hug sinn allan. Það er sannfæring mín, að því frelsi, sem mér er annast um, stafi hætta af mönnum eins og ykkur, sem kennið ykkur við „Varið land“, að málfrelsinu stafi hætta af þeim hégómlega hroka, sem birtist í meiðyrða-málaferl- um ykkar, að persónufrelsinu stafi hætta af innræti ykkar, eins og það birtist í árás þinni á Vigdísi Finnbogadóttur, og þjóð- frelsinu sts.fi hætta af leik ykkar að fjöreggi þjóðarinnar, eins og hann birtist í baráttu ykkar fyrir erlendum her á íslandi. Af þess- um sökum endurtæki ég nú und- irskrift mína undir skjalið frá 1974, ef ég ætti þess kost; og hefði ég þó kosið, að texti þess væri markvísari og í sumum atriðum harðorðari. Þar rituðu nöfn sín nokkrir þeirra mörgu íslendinga, sem skilja, að hlutleysi er að vísu veik vörn, en þó eina von smá- þjóðar í nútímastyrjöld, fólk sem veit, að engin kynslóð Islendinga hefur rétt til að kalla yfir niðja sína varanlega hersetu erlends stórveldis, því eins og þar segir: „Eitt er að verða að þola ofríki, en annað að krefjast þess frammi fyrir öllum heimi að því megi ekki linna.“ í einni af greinum þínum (Mbl. 6. 5.) segir þú, að þér þyki hvernig menn halda fram skoðunum sínum, og hvort þeir koma til dyranna eins og þeir eru klæddir." Hér hef ég forðazt hvers konar dulargervi, og vænti þess að ég mæti þar óskum þínum. Með vinsamlegri kveðju, Helgi Hálfdanarson. LITAVER — LITAVER — LITAVER — LITAVER — Malning og málningarvörur Afclattnr ftlOlil li «UI Kaupir þú fyrir: Kaupir þú umfram 30—50 þús. 50 þús. veitum við 10% veitum við 15% afslátt. afslátt. Þetta er málníngarafslóttur í Litaveri fyrir alla þá, sem eru að byggja, breyta eöa bœta. Líttu viö i Utaveri, því það hefur ávallt borgaö »ig. AémmAéwMi MrHfílftlkÚAÍIkt j irjji tppWfivvgi, “i ai*T*i 1 * STJÓRNUNARFRÆÐSLAN Núllgrunns- áætlanagerö Leiðbeinendur: Stjórnunarfélag íslands efnir til námskeiös um NÚLLGRUNNSÁÆTLANAGERÐ í fyrir lestrasal fólagsins að Síðu múla 23 dagana 20., 21. og 22. maí kl. 15—19 alla dagana. Kynnt veröur aðferð við gerð fjárhagsáætl- ana, þar sem áætlunin er tekin til endur- skoðunar frá grunni og ítarlegur rökstuön- ingur færður fyrir öllum þeim útgjöldum sem áformað er aö stofna til. Námskeið þetta á erindi til þeirra starfs- manna sem vinna aö gerð fjárhagsáætlana hjá ríkisfyrirtækjum, sveitarfélögum og stærri einkafyrirtækjum. Skráning þátttakenda og nánari upplýsingar hjá Stjórnunarfélaginu, sími 82930. Björn Friðfinnsson lögfræöingur Þórður Sverrisson viöskiptafræðingur. glæslleg stúdentagjöf Stúdentaplattinn minning sem ekki gleymist Veró aóeins kr. 19.500 Póstsendum Úr og Skartgripir JÓN ogÓSKAR LAUGAVEGI 70 - SÍMI 24910 ib VER__LITAVER— LITAVER — LITAVER— LITAVER

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.