Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 26

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 26
26 MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1980 Baráttan við verðbólguna þær hafa smám saman orðið mik- ilvægari í stefnumótun varðandi alla þætti opinberra fjármála og starfsemi lánsfjármarkaðsins. Hins vegar hefur reynslan sýnt glögg- lega, að áætlanagerð af þessu tagi, getur reynzt óskhyggja ein, nema menn séu reiðubúnir til að fylgja henni eftir í daglegri ákvörðunar- töku og með því að beita viðeigandi hagstjórnartækjum, eftir því sem nauðsyn krefur til þess að ná settum markmiðum. Það var frá upphafi þessarar áætlunargerðar talin mikilvæg for- senda betra jafnvægis á lánsfjár- markaði, að það tækist að stórbæta stöðu ríkissjóðs og endurgreiða þær skuldir, sem hann hafði safnað í Seðlabankanum á erfiðleikaárun- um. Þótt verulega drægi úr halla ríkissjóðs þegar á árinu 1976, hefur . leiðin til jafnvægis og hvað þá greiðsluafgangs í ríkisbúskapnum reynzt æði torsótt, og hélt skulda- söfnun ríkissjóðs við Seðlabankann áfram ár hvert allt til ársins 1978. A síðastliðrtu ári urðu þau mikils- verðu umskipti, að lítils háttar greiðsluafgangur varð í viðskiptum ríkissjóðs við Seðlabankann í fyrsta skipti síðan 1972. Hafði skuldasöfn- un ríkissjóðs átt drjúgan þátt í því að veikja stjórn peningamála fram að þessu, og skiptir því miklu máli, að ekki verði hvikað frá ásetningi, sem fram kemur í afgreiðslu fjár- laga og lánsfjáráætlun fyrir árið 1980, um lækkun skuldarinnar við Seðlabankann í samræmi við gerða samninga. En í lok ársins 1979 nam nettó-skuld ríkissjóðs við bankann 28 milljörðum króna. • Sjálfkrafa reglur um endurkaup afurðavíxla Önnur meginorsök peningaút- streymis úr Seðlabankanum undan- farin ár hefur verið mikil aukning endurkaupa afurðavíxla, en vegna þeirra sjálfkrafa reglna, sem um þessi útlán gilda, hafa þau aukizt nokkurn veginn í hlutfalli við þjóð- arframleiðslu og reyndar rúmlega það. Skilyrði þess, að aukning endurkaupa hafi ekki í för með sér þensluáhrif, eru þau, að Seðlabank- inn geti ætíð með innlánsbindingu eða öðrum hætti tryggt sér á móti þá aukningu ráðstöfunarfjár, er nægi til að standa undir þessum útlánum. En vegna þeirrar rýrnun- ar á ráðstöfunarfé bankakerfisins, sem átti sér stað, einkum á árunum 1970—1976, skilaði innlánsbinding- in ónógu fé til þess að standa undir aukningu endurkaupa, enda þótt bindiskylduhlutfallið væri hækkað smám saman upp í það 25% hámark af heildarinnlánum, sem þá var í lögum. Loks var svo komið á árinu 1977, að endurkaupin voru komin verulega fram úr því fé, sem bundið var í Seðlabankanum. Síðan hafa verið gerðar ítrekaðar ráðstaf- anir til þess að ráða bót á þessum vanda, og er nauðsynlegt að gera þær enn á ný að umræðuefni vegna þess, hve mikilvægur þáttur þróun endurkaupa og innlánsbindingar er í stjórn peningamála hér á landi. Að óbreyttum lögum um innláns- bindingu hafði Seðlabankinn aðeins eina leið til þess að hemja út- streymi fjár vegna endurkaupa, en það var með lækkun endurkaupa- hlutfalla. Var því gripið til þess ráðs að lækka endurkaupahlutföll um 2 prósentustig í ársbyrjun 1978 og um 3 prósentustig til viðbótar snemma á árinu 1979. Þessar ráð- stafanir voru þó enn ófullnægjandi, og gerði bankinn margsinnis grein fyrir þeirri skoðun sinni, að aðeins væri um tvo kosti að velja, meiri lækkun endurkaupa eða aukna inn- lánsbindingu. Með lagasetningu um stjórn efnahagsmála var sá kostur valinn að hækka heimild Seðla- bankans til innlánsbindingar úr 25 í 28% af heildarinnstæðum. Sú skoð- un Seðlabankans lá þá fyrir, að frekari hækkunar væri þörf, ef leysa ætti vandamálið eingöngu með þessum hætti. Sú hefur einnig orðið raunin á. Seðlabankinn ákvað að nota þegar hina nýju lagaheim- ild um hækkun innlánsbindingar, og er bundið fé flestra innláns- stofnana komið upp í eða mjög nálægt 28% hámarkinu. Banka- stjórn Seðlabankans taldi því nauð- synlegt, að gerðar yrðu enn frekari ráðstafanir til þess að draga úr endurkaupum, og var í janúar sl. ákveðið að lækka endurkaupahlut- fall enn um 3,5 prósentustig í þremur áföngum, og kom hinn fyrsti, l'/z prósentustig, til fram- kvæmda síðastliðinn febrúar. Fyrir eindregin tilmæli ríkisstjórnarinn- ar var hins vegar frestað frekari aðgerðum í þessu máli, unz fyllri upplýsingar lægju fyrir um aðra þætti stefnu hennar í lánsfjármál- um. • Óhjákvæmilegt að styrkja stjórn peningamála Þótt frekari ákvarðanir hafi ekki af þessum sökum verið teknar varðandi þessi mál, er bankastjórn Seðlabankans enn þeirrar skoðun- ar, að óhjákvæmilegt sé að gera, áður en langt um líður, frekari ráðstafanir til þess að styrkja stjórn peningamála á þessum vett- vangi. Eins og margfaldlega hefur verið bent á, er ekki eingöngu nauðsynlegt að tryggja, að endur- kaup fari ekki fram úr ráðstöfun- arfé Seðlabankans í formi bundis fjár, heldur er nauðsynlegt að losa um hluta bindiskyldunnar, svo að hægt sé að beita henni sem al- mennu stjórntæki á sviði pen- ingamála. Eins og nú standa sakir hefur Seðlabankinn ekki yfir að ráða neinu áhrifamiklu tæki til þess að vega gegn utanaðkomandi þenslu, t.d. vegna óvenjulega mik- illa gjaldeyriskaupa, þar sem inn- lánsbindingin er að fullu notuð til þess að fjármagna endurkaup. Er bankastjórn Seðlabankans eindregið þeirrar skoðunar, að það svigrúm, sem nauðsynlegt sé í þessu efni, verði ekki fengið með því móti einu að halda áfram að hækka hlutfall bundins fjár í Seðlabank- anum. Eina raunhæfa leiðin til lengdar er sú, að draga stórlega úr þeirri lánsfjármiðlun, sem í endur- kaupunum felst, og færa þennan þátt lánastarfseminnar að veru- legum hluta aftur í hendur inn- lánsstofnana. Framkvæmd slíkrar stefnu er þó óneitanlega ýmsum vandkvæðum bundin. Sú víðtæka endurkaupastarfsemi, sem Seðlabankinn hefur með hönd- um, á bæði rætur í einhæfni íslenzkra atvinnuvega og hinni miklu og sveiflukenndu lánsfjár- þörf sjávarútvegs og landbúnaðar. Jafnframt hefur þróun bankakerf- isins orðið með þeim hætti, að viðskipti víð þessar atvinnugreinar eru svo að segja eingöngu bundin við tvo banka, ef litið er á þær hvora fyrir sig. Miðlunarhlutverk Seðlabankans er fólgið í því, að jafna verulegum hluta af lánsfjár- þörf þessara tveggja atvinnuvega á innlánsstofnanir í landinu með því að fjármagna þær af innlánsbind- ingu, sem leggst hlutfallslega jafnt á þær allar. Um leið hefur þessi fyrirgreiðsla Seðlabankans vafa- laust orðið til þess að draga úr hvatningunni til eðlilegri dreif- ingar þessara viðskipta á allar innlánsstofnanir. Þannig er endur- kaupakerfið, eins og svo oft vill verða, bæði afleiðing þeirrar óeðli- legu sérhæfingar í viðskiptum við einstakar atvinnugreinar, sem er einkenni íslenzkrar bankastarf- semi, og á um leið þátt í því að viðhalda þessu ástandi og komá í veg fyrir jafnari dreifingu útlána. Það er löngu ljóst orðið, að út úr þessari sjálfheldu verður að brjót- ast, en leiðin til þess er ekki eingöngu sú að draga úr endur- kaupastarfsemi Seðlabankans, heldur þarf jafnframt að gera beinar og ákveðnar ráðstafanir til þess að endurskipuleggja banka- kerfið og koma á jafnari og heil- brigðari viðskiptadreifingu milli innlánastofnana og þá sérstaklega stærri viðskiptabankanna. Ekki hefur skort tillögur um lausn á þessum vanda, t.d. með sameiningu banka. Tólf ár eru liðin, síðan Seðlabankinn benti á þessa leið á þessum sama vettvangi, og rúm sex ár, síðan bankamálanefndin gerði tillögur í sömu átt. Síðan hefur málið margoft verið til umræðu, frumvörp samin og þau lögð fram á Alþingi, en ekkert meira hefur gerzt. A meðan hefur vandinn í þessu efni haldið áfram að vaxa, og nú er t.d. hlutdeild sjávarútvegs- lána 1 útlánum Landsbankans og Útvegsbankans u.þ.b. 50% meiri en hún var fyrir áratug. Eru þessir bankar að sama skapi viðkvæmari en áður fyrir öllum sveiflum, sem verða í stöðu sjávarútvegsins. Óhjá- kvæmilegt er að minnast hér sér- staklega á Útvegsbankann og hinn mikla vanda, sem hann er kominn í, m.a. vegna einhæfrar útlánastarf- semi, en um tveir þriðju hlutar af útlánum hans eru nú bundnir í sjávarútvegi og fjármögnun olíu- innflutnings. Hefur þetta leitt til sívaxandi skuldasöfnunar við Seðlabankann, sem hefur enn aukið á vandamálin í heildarstjórn pen- ingamála í landinu. Bankastjórn Seðlabankans vill nota þetta tæki- færi til að ítreka enn einu sinni nauðsyn þess, að á skipulagsvanda bankakerfisins sé tekið hið allra bráðasta og sett ný heiidarlöggjöf um starfsemi banka og sparisjóða. Þótt menn kunni að sjálfsögðu að greina á um einstök útfærsluatriði, held ég, að fullyrða megi að meðal stjórnenda banka og innlánsstofn- ana sé fullur skilningur á því, að hér sé róttækra aðgerða þörf, og vilji til þess að eiga samvinnu við stjórnvöld um að koma þeim í framkvæmd. Aðeins á grundvelli slíkra skipulagsbreytinga er unnt að tryggja, að allar innlánsstofnan- ir og um leið viðskiptamenn þeirra sitji við sama borð um þjónustu, bæði að því er varðar innlend og erlend viðskipti. • Stungið við fæti á árinu 1976 Kem ég þá að þeim þætti láns- fjármálanna, sem mestu máli skipt- ir, en það eru ávöxtunar- og láns- kjör á innlendu fjármagni. Það hrun fjármagnsmyndunar á vegum bankakerfisins, sem einkum átti sér stað á árunum 1972—1975, og ég hef þegar drepið á, átti drýgstan þátt í því jafnvægisleysi, sem þá skapað- ist í peningamálum. Hefði áfram- hald þeirrar þróunar á fáum árum lamað getu bankakerfisins til þess að sinna jafnvel allra brýnustu rekstrarfjárþörfum atvinnuveg- anna, en ofurselt þjóðarbúið sívax- andi not.kun erlends lánsfjár. Ekki var verulega stungið fæti við þess- ari þróun fyrr en á árinu 1976, en þá voru teknir upp sérstakir vaxta- aukareikningar með mun betri ávöxtunarkjörum en á öðru sparifé í því skyni að hvetja til aukinnar sparifjármyndunar. Þótt hér væri ekki stórt af stað farið, kom brátt í ljós, að árangur lét ekki á sér standa, mikið fé safnaðist á hina nýju reikninga, og verulega dró úr raunverulegri rýrnun á ráðstöfun- arfé bankanna. Síðan hefur verið haldið áfram á þessari braut, að vísu hægar og með meiri rykkjum en æskilegt hefði verið, og er óþarfi að rekja þá sögu hér. Samtímis var farið inn á þá braut í vaxandi mæli að taka upp verðtryggingu á útlán- um fjárfestingarlánasjóða sam- hliða lækkun nafnvaxta og aukin voru kaup lífeyrissjóða á verð- tryggðum bréfum. Um það markmið, sem að var stefnt, en það var að taka upp ávöxtun fjár í samræmi við verð- bólguþróun, var þó lengi deilt, og það er ekki fyrr en með setningu laga um stjórn efnahagsmála fyrir ári, sem það nær fullri viðurkenn- ingu. Bankastjórn Seðlabankans fagnaði því á sínum tíma, að þannig hefði með samstöðu ríkisstjórnar og löggjafarvalds vérið mörkuð sú grundvallarstefna að koma á já- kvæðri ávöxtun innlends fjármagns og útlána og tryggja þannig bæði aukna fjármagnsmyndun í landinu og réttlæti til handa þeim, sem með sparnaði sínum leggja þjóðfélaginu til fé til rekstrar og fjárfestingar. • Enn vantar mikið til að ná raunvöxtum Samkvæmt efnahagsmálalögun- um var gert ráð fyrir því, að markmiði þeirra um jákvæða ávöxtun yrði náð fyrir lok ársins 1980, og ákvað Seðlabankinn, að það skyldi gert í sjö áföngum, með ársfjórðungslegu millibili. Skyldi vaxtabreytingin í hverjum áfanga ákveðin með hliðsjón af því, hver væri munurinn á útreiknuðu verð- bólgustigi við hverja vaxtaákvörð- un og gildandi vöxtum á sama tíma. Hversu stórir áfangarnir yrðu mundi því ráðast af því, hver verðbólguþróunin yrði á þessum aðlögunartíma. I samræmi við þetta voru þrívegis gerðar breyt- ingar á vaxtakerfinu á síðastliðnu ári. Voru grunnvextir lækkaðir, en verðbótaþáttur hækkaður með hliðsjón af verðbólguþróun og því markmiði, sem ég hef þegar lýst. En þrátt fyrir nálægt 12% hækkun á innlánsvöxtum í þessum þremur áföngum vantaði enn í árslok mikið upp á, að jafnvel hagstæðustu innlánskjör næðu verðbólgustigi, enda urðu verðhækkanir mjög örar á síðara helmingi ársins. Samhliða þessum breytingum var ákveðið að taka upp sérstakan flokk útlána með fullri verðtryggingu og 2% vöxtum, og eru horfur á, að veru- legur hluti útlána lífeyrissjóða og hliðstæðra stofnana utan banka- kerfisins muni í framtíðinni miðast við þau kjör. Þegar kom að ákvörðun áfanga- breytingar verðbótaþáttar hinn 1. marz sl., óskaði ríkisstjórnin, sem þá hafði nýlega tekið við völdum, eftir því að engar breytingar yrðu gerðar á vöxtum á því stigi, enda væru fyrirhugaðar aðgerðir til þess að hægja verulega á verðbólgu- þróun. Bankastjórn Seðlabankans taldi rétt að fallast á þessa beiðni, enda yrði ekki horfið frá fram- kvæmd þeirrar meginstefnu að ná jákvæðri ávöxtun í samræmi við ákvæði laga um stjórn efnahags- mála. Er nú brátt að því komið, að ákvörðun verði tekin um næsta áfangann, sem taka á gildi 1. júní n.k. Vill bankastjórn Seðlabankans leggja ríka áherzlu á þá siðferðilegu og lagalegu skyldu að standa við framkvæmd lánskjarastefnunnar, sem ákveðin var á síðastliðnu ári. Ef auka á innlendan sparnað, er ekkert mikilvægara en að sparifjár- eigendur geti treyst því, að stjórn- völd standi við skuldbindingar sínar og yfirlýsingar um ávöxtun- arkjör. Eru því miður merki þess, að þetta traust hafi verið skert með því að fresta þeirri breytingu verð- bótaþáttar, sem með réttu lagi hefði átt að koma til framkvæmda 1. marz. Það er því brýnt, að nú verði ekki hvikað frá settu marki í þessu efni og breyting verðbóta- þáttar 1. júní n.k. verði í fyllsta samræmi við þau fyrirheit, sem gefin hafa verið. Engin hætta er á því, að skotið verði yfir markið í þessu efni, þar sem auðvelt er að breyta verðbótaþætti til lækkunar á ný, ef stefna ríkisstjórnarinnar um lækkun verðbólgu á síðari helmingi ársins ber tilætlaðan ávöxt. • Fjármagn hefur betur haldið gildi sínu Þótt enn vanti þó nokkuð á, að lokamarkinu sé náð og komið hafi verið á viðunandi ávöxtunarkjörum á hinum innlenda fjármagnsmark- aði, hefur lánskjarastefnan þegar haft meiri áhrif til jafnvægis í íslenzkum þjóðarbúskap en flestir gera sér grein fyrir. Dregið hefur verulega úr þeirri þrálátu spákaup- mennsku á tímum ótrausts gengis, sem áður setti svo mjög svip á gjaldeyrisverzlunina. Fjármagn hefur haldið betur verðgildi sínu, framboð á lánsfé aukizt og dregið hefur úr þeirri mismunun, sem hörð lánsfjárskömmtun hefur ætíð í för með sér. Loks eru raunhæf lánskjör forsenda þess, að hægt sé að fjármagna nauðsynlega upp- byggingu í landinu án óhóflegrar notkunar erlends fjármagns. I lánsfjáráætlun þeirri, sem nú liggur fyrir Alþingi, er gert ráð fyrir því að auka enn verðbréfasölu til lífeyrissjóða og taka einnig upp sölu verðtryggðra skuldabréfa til innlánsstofnana. Að svo miklu leyti sem með þessu er leitazt við að draga úr þörfinni fyrir erlendar lántökur, telur bankastjórn Seðla- bankans þessa leið eiga fullan rétt á sér. Þessi skoðun er þó bundin þeim fyrirvara, að haldið sé fast við lánskjarastefnuna, svo að tryggt verði eðlilegt framboð á innlendu Iánsfé, en án þess er hætt við, að auknar lántökur ríkisins á innlend- um markaði verði til þess eins að draga úr framboði lánsfjár til atvinnuveganna. Á grundvelli heil- brigðra lánskjara er hins vegar ástæða til að ætla, að jafnvægi geti náðst milli framboðs og eftirspurn- ar á innlendum fjármagnsmarkaði, svo að ekki þurfi að beita skömmt- un eða lögþvingunum í því skyni að. auka innlenda fjármögnun til fjár- festingarlánasjóða og opinberra framkvæmda. Ég hef nú gerzt nokkuð langorður um ýmis þeirra verkefna, sem efst hafa verið á baugi í stjórn fjármála og peningamála á síðasta ári og enn er við að fást. Þótt þokazt hafi í rétta átt í sumum greinum, er augljóst, að margt mætti betur fara og aðgerðir til lausnar ýmissa aðsteðjandi vandamála þola litla bið. Þau viðfangsefni, sem ég hef gert hér að umræðuefni, eru um leið dæmi um það þrotlausa stríð, sem heyja verður á öllum sviðum hag- stjórnar, ef halda á þjóðarbúskapn- um nokkurn veginn á réttum kili í öíduróti 40—60% verðbólgu. Þótt segja megi, að sá varnarsigur hafi unnizt í efnahagsmálum undanfar- in þrjú ár, að náðst hafi viðunandi jöfnuður í viðskiptunum við útlönd og haldið hafi verið uppi blómlegri atvinnustarfsemi í mörgum grein- um, þrátt fyrir verðbólguvandann, er ekki þar með sagt, að íslenzkt hagkerfi eða þjóðfélag þoli slík átök til lengdar. Þarflaust ætti að vera að fara enn einu sinni mörgum orðum um þá óvissu og spennu, sem því fylgir að tryggja afkomu sína og halda hlut sínum í jafnmikilli verðbólgu og hér hefur geisað, hvort sem um er að ræða fyrirtæki eða einstaklinga. Baráttan um tekjuskiptinguna hlýtur því að harðna, ákvarðanir um fjárráðstaf- anir eru teknar á grundvelli óeðli- legrar óvissu um framtíðina og mikilvæg langtíma verkefni sitja á hakanum vegna átakanna við verð- bólguvandamál líðandi stundar. Vissulega sýnir reynsla Íslend- inga, að hægt er að draga úr mörgum af óheppilegustu afleiðing- um verðbólgunnar með aðlögunar- aðgerðum á ýmsum sviðum efna- hagsmála og að því verður að vinna, á meðan verðbólgan verður ekki hamin. Hætt er þó við, að slík aðlögun beri takmarkaðan árangur, margs konar skekkjum og misrétti, sem verðbólgunni fylgir verði ekki eytt með þessum hætti, en jafn- framt verði álagið á stjórnkerfi landsins meira en það fái borið til lengdar. • Nokkru verður að fórna fyrir baráttuna gegn verðbólgu Eins og ég drap á fyrr í máli mínu, virðist ljóst, að árangursrík- ari barátta við verðbólguna hefur undanfarin ár ekki reynzt samrým- anleg ýmsum öðrum markmiðum, sem menn hafa viljað keppa að, en þó fyrst og fremst kröfum um kaupmátt, atvinnustig og opinber útgjöld. Eigi betri árangur að nást í framtíðinni verður að afla almenn- ari skilnings á því, að nokkru verði til að fórna um tíma, ef koma á verðlagsþróun hér á landi niður á viðunandi stig. En á meðan við glímum við vanda tekjuskiptingar og jafnvægis milli tekna og ráðstöfunarfjár, megum við ekki missa sjónar af því, að meginmarkmið allra efnahags- starfsemi er sköpun verðmæta og án aukinnar framleiðslu og aukinn- ar atvinnustarfsemi verður minna til skipta og togstreitan milli ólíkra hagsmuna þeim mun harðari. Um allan hinn iðnvædda heim eru nú merki nýrra örðugleika á sviði iðnþróunar og hagvaxtar. Hækk- andi orkuverð, örar tæknibreyt- ingar, samkeppni við ný iðnvædd þróunarlönd og neikvæðari afstaða til framleiðslu og hagvaxtar, allt hefur þetta átt þátt í því að skapa ný vandamál á sviði atvinnu- og framleiðsluþróunar. Þessi vanda- mál hafa vissulega ekki farið hér hjá garði, og mikið liggur við, að lausn þeirra verði ekki látin sitja á hakanum vegna sífelldra átaka um verkefni líðandi stundar. Að mörgu leyti hafa Islendingar á tímum auðlindakreppu betri skilyrði til þess en flestar aðrar iðnvæddar þjóðir að halda hlut sínum og tryggja sér batnandi lífskjör. I fiskimiðunum í kringum landið og orkulindum vatnsafls og jarðhita hafa þeir óskoruð ýfirfáð yfir auðlindum, sem nýta má enn betur en hingað til til bættrar afkomu og mannlífs á íslandi. En á báðum þessum sviðum er eftir að marka stefnu, sem tryggi hagstæðustu nýtingu þessara verðmæta. Að þessum og öðrum aðkallandi verk- efnum á sviði atvinnuþróunar verð- ur að beina kröftum þjóðarinnar í vaxandi mæli, ef vel á að fara.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.