Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 27

Morgunblaðið - 15.05.1980, Blaðsíða 27
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAI 1980 27 HVALVERTÍÐIN heíst að venju um næstu mánaðamót. Unnið er af fullum krafti við að gera hvalbátana klára, en fjórir bátar verða gerðir út á veiðarnar eins og undanfarin ár. Einnig er undirbúningur í fullum krafti í hvalstöðinni í Hvalfirði. Myndin var tekin við Reykjavíkurhöfn í dag. Ljósm. Mbl. Kristján. Efni í Hrauneyjafosslínuna: Heildarf járhæð til- boða 2200 milljónir ÚTBOÐ á efni í 220 kv Hrauneyjafosslínu voru auglýst í desember 1979. Efnið, sem hér um ræðir er: stál í möstur, boltar, stagvír, leiðari og einangr- ar. Tilboð í einangra og leiðara voru opnuð 14. marz s.l., en í stál, bolta og stagvír 21. marz. Tilboðin hafa nú verið yfirfai;in og standa nú yfir viðræður við lægstbjóðendur um afhendingu á áðurnefndu efni, en þau eru: Eucomsa, Spáni, stálturnar; Balestri, Ítalíu, boltar; Fical, Frakklandi, stagvír; Gránges Met- allverken, Svíþjóð, leiðari; Cera- ver, Frakklandi, einangrar. Heildarfjárhæð tilboða miðað við gengi á opnunardegi er 2200 milljónir. I janúar s.l. voru auglýst útboð á undirstöðum fyrir fyrstu_þrjá verkhluta Hrauneyjafosslínu. Til- boð voru opnuð 7. marz s.l. og hefur þegar verið samið við lægst- bjóðendur, eins og fram hefur komið í Mbl. Þeir eru: Vörðufell h.f. fyrir verkhluta 1, Ræktunar- samband Flóa og Skeiða og Vörðu- fell h.f. fyrir verkhluta 2 og Aðalbraut h.f. fyrir verkhluta 3. Heildarfjárhæð verksamninga er 930 m.kr. Eftir er að bjóða út undirstöðu- byggingu fyrir verkhluta 4 og 5. Arnarflug bæt- flugliðum Hreinn við eitt verka sinna. Sýnir 70 lista- verk á Akranesi Akranesi. 14. maí. ir við „VIÐ verðum að fara út í þessa fjölgun á starfsmönnum vegna samnings okkar um leiguflug í Jórdaníu i sumar, en til þess flugs höfum við tekið á leigu flugvél frá Bandaríkjunum, Boeing 707,“ sagði Halldór Sig- urðsson hjá Arnarflugi er Mbl. innti hann eftir ástæðum þess að Á TÍMUM hækkandi orkuverðs er sifellt verið að leita leiða til að spara orku og í því sambandi kynntu Philipsverksmiðjurnar hollenzku fyrir skömmu nýja gerð af ljósaperum, svokallaða „SL“-peru, sem sögð er eyða aðeins um fjórðungi þeirrar raf- orku sem venjuleg, sambærileg pera þarf, auk þess sem hún á að endast fimm sinnum lengur. Þrátt fyrir svo litla orkuþörf er ljósmagnið ekki minna en í vénju- legum perum sem framleiddar hafa verið á undanförnum árum. Þessi nýja „SL“-pera er í raun _______SL*t8 *M9O0km*ni22QV'-50Hí Arnarflug auglýsti í gær eftir flugmönnum, flugfreyjum og flugvirkjum til starfa hjá fyrir- tækinu. „Við ætlum að ráða til okkar 20 nýjar flugfreyjur til að taka þátt í þessu leiguflugi og því er ekki um framtíðarvinnu að ræða nema úr rætist með enn frekari verkefni. og veru smækkuð útgáfa af svo- kölluðum „fluorescent“-perum, sem einungis hafa verið til langar og sívalar í stór ljós. Varðandi flugmennina hefur enn ekki verið ákveðið hversu margir verða ráðnir, en þeir sem verða ráðnir munu fara í að fljúga minni vélum félagsins á innanlandsleið- um og þeir flugmenn, sem flogið hafa þeim í vetur, fara svo á leiguþotuna, þeir fara reyndar í þjálfun á hana til Bandaríkjanna innan skamms. Það er ennfremur ekki ljóst ennþá hversu margir flugvirkjar verða ráðnir, én þeir flugvirkjar, sem unnið hafa hjá félaginu í vetur við viðhald, munu fara sem flugvélstjórar á leiguvélina og þeir sem ráðnir verða munu fara í viðhaldið hér,“ sagði Halldór ennfremur. Þá sagði Halldór að sama gilti um flugmennina og flugvirkjana og með flugfreyjurnar, að ekki væri um trygga vinnu að ræða eftir að leigutímanum í Jórdaníu væri lokið. Það myndi ráðast á næstu vikum og mánuðum. HREINN Elíasson, listmálari, opnar sýningu í Bókhlöðunni við Heiðarbraut í dag, en á sýning- unni verða 70 verk, olíuverk, mósaik og pastelmyndir. Verkin eru öll unnin á síðustu tveimur árum. Hreinn hóf mynd- listanám í Myndlistaskólanum ár- ið 1954. Hreinn hélt síðan áfram námi í Handíðaskólanum árin 1958—1960 og síðar í Hamborg og Glasgow veturna 1961—1962. Þetta er tíunda einkasýning Hreins, en auk þess hefur hann tekið þátt í fjölmörgum samsýn- ingum. Álit nefndarinnar: Ríkið greiði Skúla á Laxa- lóni 96,5 milljónir í bætur Nefndin hefur ýmislegt við þátt emb- ættis og framkvæmdavalds í huga NEFNDIN, sem Alþingi fól það verkefni að meta tjón Skúla Pálssonar á Laxalóni, og frá var skýrt í Mbl. í gær, leggur til að hið opinbera bæti tjón hans með því að greiða honum 69,5 milljónir króna. Að sögn Árna Gunnarssonar aiþingismanns er augljóst af skýrslunni, að nefndin hefur ýmislegt við þátt embættis- og framkvæmdavalds i máli þessu að athuga. Lýst er baráttu Skúla i fiskeldismálum um þriggja áratuga skeið og þrautseigju hans þrátt fyrir margvíslegan andbyr og takmarkaðan skilning stjórnvalda. Á einum stað í skýrslunni segir svo: „Hvernig það hefur mátt gerast að regnbogasilungsstofn Skúla Pálssonar hafi verið að mestu inni- lokaður og i sóttkví nærfeilt þrjá áratugi er vægast sagt torskiljanlegt og um leið áminning fyrir framtíðina.“ Niðurstöður nefndarinnar eru annars þessar: Hið opinbera bæti Skúla Páls- syni það tjón, sem hann hefur þegar orðið fyrir og mun verða fyrir vegna sjúkdómsvandamála þeirra, sem upp komu í stöðinni að Laxalóni á árunum 1976—’77 með eftirfarandi fjárhæðum: • 30,2 milljónir króna, sem er áætlað tjón vegna missis á hrognasölu. ► 5,2 milljónir króna, sem er áætlað tjón vegna fellingar á um 100 þúsund ársgömlum regnbogasilungsseiðum, fram- lagður kostnaður eingöngu. 32 milljónir króna, sem er áætlað og metið framlag miðað við sanngjarna skiptingu að dómi nefndarmanna á tjóni vegna skerðingar á laxaseiða- framleiðslu árið 1979—’80. • 2,1 milljón króna vegna bygg- ingar á girðingu að Laxalóni samkvæmt tillögum Sigurðar Helgasonar fisksjúkdóma- fræðings. Reiknað er með byggingu girðingarinnar árið 1981. Auk þessa verði Skúla Pálssyni veitt lán til þess að tryggja eðlilega uppbyggingu þess áfanga fiskræktarstöðvarinnar að Þóroddsstöðum, sem gerð hefur verið grein fyrir. Lánið verði eigi með óhagstæðari kjörum en þeim sem í gildi eru hjá Fiskræktar- sjóði. Þingsályktunar- tillagan Nefndin, sem vann að skýrslu- gerðinni, var kosin á Alþingi á grundvelli þingsályktunar, sem samþykkt var 20. maí 1979. Þingsályktunin hljóðar svo: Alþingi ályktar: 1. Skipuð verði þriggja manna nefnd, sem falið verði að vinna að eftirfarandi verkefnum. Að meta það braut- ryðjandastarf, sem Skúli Pálsson hefur unnið við eldi á regnboga- silungi hér á landi, að meta tjón það sem kann að verða vegna niðurskurðar á regnbogasil- ungsstofni Skúla Pálssonar, þar til nýr stofn er orðinn kynþroska og arðbær, að meta verðmæti stöðvarinnar að Laxalóni með það fyrir augum að Alþingi sam- þykki að ríkið festi kaup á henni, að gera tillögur um byggingu fiskræktarstöðvar að Þórodds- stöðum II í Ölfusi og hvernig þar megi halda áfram þeirri fiskrækt, sem nú er í Laxalóni. 2. Væntanlegur kostnaður vegna máls þessa verði greiddur úr ríkissjóði. í nefndinni áttu sæti dr. Jónas Bjarnason, Kristján Gíslason og Jón Kr. Sveinsson. Þeir skiluðu skýrslunni til forseta Sameinaðs Alþingis, sem síðan framsendi hana til landbúnaðarráðherra og dreifði henni til þingmanna. „SLt4-peran frá Philips: Endist fimm sinnum lengur

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.