Morgunblaðið - 15.05.1980, Side 47

Morgunblaðið - 15.05.1980, Side 47
MORGUNBLAÐIÐ, FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1980 47 ToutkjóothaU Henrv Guldemont oeJge . v les arneres „ i. etles medians gommo Forsíða bókarinnar. Eins og sjá má er mynd af Ásgeiri á for- siðunni. Myndin er i litum. Björgvin til liðs við Fram? KOMIÐ hefur fram að Björgvin Björgvinssin, handknattleiks- maðurinn góðkunni, hafi ákveðið að koma til íslands á nýjan leik cftir nokkurra ára dvöl hjá þýska liðinu Grambke Bremen. Björgvin lék sem kunnugt er áður með Fram og Víkingi og er margreyndur landsliðsmaður. Hann hafði tekið þá ákvörðun að hætta handknattleiksiðkun, en hefur nú breytt um skoðun. Mbl. hefur rökstuddan grun um að Björgvin hafi í hyggju að ganga • Fer Björgvin í Fram? Michelin-golf.. MICHELIN-keppnin í golfi verð- ur haldin á Hólsvelli við Leiru í dag og hefst klukkan 9.00. Þetta er 36 holu keppni og keppt bæði með og án forgjafar. .. og Bubnov-golf BUBNOV mótið í golíi verður haldið á Nesvellinum í dag og er hér um 18 holu keppni að ræða. 16 bestu kylfingarnir leika síðan einnar holu keppni. Mótið hefst klukkan 10.00 og ræst verður út til klukkan 14.00. til liðs við sína gömlu félaga í Fram og verði það ofan á, þarf ekki að fara í neinar grafgötur um hvers kyns liðsauka Fram fær þar með. Það kann að ráða hér nokkru, að Axel Axelsson, sem leikið hefur með GW Dankersen síðustu árin, er einnig á heimleið og mun ætla sér að leika með Fram eins og í gamla daga. Samvinna Axels og Björgvins var rómuð bæði hjá Fram og er þeir léku saman landsleiki og verður kærkomið að fá þá félaga aftur í íslensku 1. deildina. — gg. Stefán aftur í Víking? MBL. HEFUR haft spurnir af því að Stefán Halldórsson, landsliðs- maður fyrrverandi í handknatt- leik og fyrrverandi atvinnu- knattspyrnumaður í Belgíu, hafi í hyggju að ganga til liðs við sína gömlu félaga í Víkingi á næstu handknattleiksvertíð. Stefán hef- ur leikið handknattleik og knattspyrnu með Kristianstad síðustu misserin við sérlega góðan orðstír. _ gg Kristjónsson en ekki Kjartansson I MBL. i «ær var xreint frá þvf að knattspyrnumenn Vals hefðu laut blómsveijf á leiði fyrrum knattspyrnumanns úr Val sem lést af slysförum í knattspyrnuleik árið 1933. Var saift að leikmaðurinn hafi heitið Jón Kjartansson. Hið rétta er, að hann var Kristjónsson o>í eru aðstandendur beðnir velvirðinxar á mistókunum. Ásgeir í hópi hinna ósnertanlegu Kafli um hann í nýútkominni bók um belgíska knattspyrnu BLAÐAMAÐUR við blaðið La Meuse-La Lanterne í Belgiu Henry Guldemont að nafni hefur nýlega gefið út bók um knatt- spyrnumenn í Belgiu og fjallar hún um varnar- og miðjuleik- menn og heitir á frönsku: Les Arriéres et les Médians, útgef- andi Editions Gamma, Brússel. í bókinni er sérstakur kafli um Ásgeir Sigurvinsson, er ber yíir- skriftina „Sigur de Reykjavík", en „Sigur“ er nafn, sem höfundur gefur Ásgeiri og mun hann nefndur því sem leikmaður. Fer þessi bókarkafli hér á eftir: „Þegar það gerðist í leik Stand- ard og Glenovan í undanúrslitum bikarkeppni U.E.F.A. 1979—80, að Ernst Happel kallaði „Sigur“ út af leikvellinum eftir klukkustundar leik, ætluðu áhorfendur á Sclessin leikvelli varla að trúa sínum eigin augum. Aldrei fyrr hafði það gerst, að Ásgeir Sigurvinsson væri kallaður úr leik. Þjálfarinn frá Vínarborg hafði tekið ákvörðun, sem enginn þjálfari á undan honum hafði tekið. „Sigur" hefur nefnilega um nokkurra ára skeið verið talinn næstum ósnertan- legur hjá Standard, eins og Rens- enbrink og Hann hjá Anderlecht eða Boskamp hjá R.W.D. Molen- beek. Sigurvinsson er óumdeilanlega driffjöðurinn í liði Standard. Hann er laginn við að færa sér í nyt góð tækifæri og reynist oft „tromp" leikmaður, þegar hann beitir vinstra fætinum. Hann ótt- ast ekki að skjóta úr þröngri stöðu í mark af 30 metra færi, en hann er einnig sá maður á Sclessin velli, sem gengur næst brotlegu mörk- unum. Almennt finnst mönnum, að „Sigur“ hafi dvalist lengi hjá okkur hér í Belgíu, og þó var hann aðeins 24 ára við lok keppnistíma- bilsins 78—79, þegar hann undir- ritaði nýjan 3 ára samning. Nokk- ur félög höfðu sýnt áhuga á að klófesta hann, þeirra á meðal Anderlecht, Frankfurt og Ajax. Verðið, sem sett var upp, var 27 milljónir belgískra franka (eða um 416 millj. ísl. kr., innskot). Það bar þess órækt merki, að Standard ætlaði sér að halda í Ásgeir á miðjunni. Með réttu var hann kynntur á Sclessin leikvelli sem arftaki Wilfried Van Moer ... Hann var uppgötvaður af Raymond Goethals í leik Islands gegn Belgíu (1—1) í U.E.F.A. -keppni unglingaliða í Viareggio 1973, en þá var „Sigur" maðurinn bak við mark Islands. Goethals lét Roger Petit framkvæmdastjóra Standard vita af þessum mjög efnilega leikmanni. „Sigur“ hrfði þá þegar gengið undir próf hjá skoska félaginu Glasgow Rangers, en honum fannst, að skoska knattspyrnan, sem honum þótti of hörkuleg, ætti ekki við sig. Hann var fljótur að samlagast Sclessin. Eftir andlát föður hans flutti móðir hans til Liége og býr þar með honum. Bróðir hans, sem er varnarleikmaður, leikur einnig utan Islands og er búsettur í Belgíu." — afrek sem ekki er á færi meðalmanna Keppnistímabilinu í Hollandi er nú lokið og væntanlega taka leikmenn sér þar einhverja hvíld, þó varla verði hún eins löng og þeir vildu gjarnan. Sem kunnugt Enn tapar ENSKA liðið Arsenal tapaði í gærkvöldi fyrir spænska liðinu Valencia í úrslitum Evrópu- keppni bikarhafa. en leikurinn fór fram í Brússel. Hefur Arsenal þar með tapað tveimur úrslita- leikjum á 5 dögum, en vart þarf að minna á tapið gegn West Ilarn á laugardag. Ekkcrt mark var skorað á venjulegum ieiktima, né í framlengingu, en i vítaspyrnu- keppni sem fór siðan fram, skor- aði Valencia 5 mörk gegn 4. Leikur liðanna þótti frekar slakur og Arsenal heldur skárra liðið ef nokkuð var. Markverðirnir vörðu meistaralega hvor sitt markið í fyrri hálfleik, en í þeim síðari hafði Jennings síðan lítið að gera, starfsbróðir hans, Pereira, hins vegar heldur meira. Eftir framlengingu fengu liðin síðan 5 víti hvort lið. Brady og Kempes brenndu þá báðir af, en þeir Talbot, Sunderland, Stapleton og Hollins skoruðu fyrir Arsenal og þeir Solsona, Pablo, Éonhof og Castelanos fyrir Valencia. Var þá er á ísland einn leikmann i hollensku knattspyrnunni, Pétur Pétursson, sem hefur í vetur haslað sér völl sem einn skæðasti framherji Evrópu. Talar það sínu Arsenal! enn jafnt, 4—4. Var þá haldið áfram þar til öðru liðinu mistókst og stóð ekki á því, Aries skoraði fyrir Valencia og síðan varði Pereira glæsilega gott skot frá Rix... Landsliðs- þjálfarinn til Póllands JÓHANN Ingi Gunnarsson, lands- liðsþjálfarinn í handknattleik, fer utan á næstunni og er ferðinni heitið til Póllands, þar sem hann mun dvelja um tveggja vikna skeið með pólska landsliðinu sem verður um þær mundir í æfinga- búðum. Mun Jóhann Ingi m.a. fylgjast með liðinu í þremur landsleikjum gegn Tékkum. Sem kunnugt er þjálfar góðkunningi Islendinga, Janus Cherwinski, lið Póllands. máli að hann varð í öðru sæti í keppninni um markakóngstitil Hollands, auk þess sem hann var allt keppnistímahilið meðal markhæstu manna Evrópu. Pétur hóf keppnistímabilið með miklum látum og skoraði í tíu fyrstu leikjum sínum. Var hann um tíma langmarkhæstur. Síðan veiktist kappinn eitthvað og átti nokkra rólega leiki, auk þess sem hann missti nokkra leiki úr. Undir lok keppnistímabilsins fór hann að skora aftur og lauk keppnis- tímabilinu með 22 mörk í deild- arkeppninni. Feyenoord komst auk þess í þriðju umferð UEFA- keppninnar og í þeirri keppni skoraði Pétur 4 mörk, þar af sína fyrstu og til þessa einu þrennu sem hann hefur gert í alvöruleik með Feyenoord. Gerðist það í heimaleiknum gegn Malmö í 2. umferð og fengu íslenskir knatt- spyrnuáhugamenn að skoða afrek- ið í þáttum Bjarna Fel. Feyenoord er komið í úrslit bikarkeppninnar í Hollandi þar sem liðið mun glíma við Ajax, sjálfa meistarana. Til þessa hefur Pétur skorað 4 mörk í bikarkeppninni og gæti hugsanlega bætt við þá tölu. Pétur hefur því skorað 30 mörk á keppnistímabilinu, sem er stór- kostlegt afrek hjá jafn ungum og tiltölulega óreyndum knatt- spyrnumanni og hann er. Hvernig verður hann þegar hann nær toppnum? Ætla má að hann geti enn bætt sig til muna.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.