Morgunblaðið - 15.05.1980, Side 48

Morgunblaðið - 15.05.1980, Side 48
Síminn á ritstjórn og skrifstofu: 10100 Jfloríjunblflbib FIMMTUDAGUR 15. MAÍ 1980 Síminn á afgreiðslunni er 83033 Rekstrarafgang- ur Seðlabankans 1,2 milljarðar ARANGURSRÍKARI bar- átta við verðbólguna heíur undanfarin ár ekki reynzt samrýmanleg ýmsum öðr- um markmiðum, sem menn hafa viljað keppa að, en þó fyrst og fremst kröfum um kaupmátt, atvinnustig og opinber útgjöld. Eigi betri árangur að nást í fram- Verzlaði í Frihöfn- inni fyrir Vh m. kr. MAÐUR, sem rekur verk- fræðifyrirtæki í Rhiad í Saudi-Arabíu, Nasser al Rashid að nafni, kom til Keflavíkurflugvallar í gær- morgun í einkaþotu sinni á leið til New York. Þotan, sem er af gerðinni BAC 111, tekur um 160 farþega, en hún er innréttuð sem íbúð fyrir eig- andann. Með honum í þotunni var kona hans. í Fríhöfninni í Keflavík keypti Arabinn postulín, ilm- vötn og tvo kassa af dýru viskíi fyrir um eina og hálfa milljón kr. Mun hann hafa vantað smágjafir til að gefa kunningj- um við komuna til New York. Arabinn er væntanlegur aftur til Keflavíkur á bakaleið. tíðinni verður að afla al- mennari skilnings á því, að nokkru verði til að fórna um tíma, ef koma á verð- lagsþróun hér á landi niður á viðunandi stig. — Þannig mæltist Jóhannesi Nordal, seðlabankastjóra í ræðu, sem hann flutti á ársfundi Seðlabankans í gær. Ræðan er birt í Morgunblaðinu í dag. I ræðu, sem formaður banka- ráðs, Ingi R. Helgason, hélt, kom fram að rekstrarafgangur bankans varð á árinu 1979 1.246,9 milljónir króna, en þá höfðu 25,5% vextir af eigin fé verið færðir til gjalda og námu þeir 618 milljónum. Eigin sjóð- ir bankans að frátöldum geng- isreikningum námu í árslok 4.785,6 milljónum og er þar meðtalið stofnfé, 100 milljónir og arðssjóður, 388 milljónir króna. Höfðu þessir sjóðir hækkað um 1.999,8 milljónir króna á árinu. Rekstrarkostnaður Seðla- bankans nam 1.255 milljónum króna og eru laun þar með talin, en aukning þeirra varð 40% frá árinu 1978. A ársfundinum flutti banka- málaráðherra, Tómas Arnason, einnig ræðu og lýsti hann þeirri skoðun sinni, að banka- kerfið væri nú orðið bæði of dýrt og of stórt. Þrátt fyrir það hefði ríkisstjórnin ekkert um það mál sagt í málefnasamn- ingi sínum. Kvaðst hann mundu taka þetta mál upp í ríkisstjórninni. Kolbeinsey — myndin var tekin 1978. Danir viðurkenna ekki Kolbeinsey sem grunnlínupunkt íslenzkrar eínahagslögsögu en missir Kolbeinseyjar minnkar lögsöguna um 9.400 ferkílómetra. Sjá frétt á bls. 2. Landlæknir um frumvarp um aðbúnað á vinnustöðum: Miklir smíðagall- ar á írumvarpinu ÞRÁTT fyrir ýmis jákvæð atriði frumvarpi til laga um aðbúnað, hollustuhætti og öryggi á vinnu- stöðum, sem verið er að samþykkja á Alþingi. eru að mati landlæknis miklir smíða-gallar á frumvarp- inu, sem hafa í för með sér verra eftirlit en nú cr. Þetta kemur fram í grein sem Ólafur ólafsson land- læknir hefur sent Morgunblaðinu (sjá bls. 23), en þar skýrir hann frá því að hann og Ileilbrigðiscft- iriit ríkisins hafi rætt frumvarpið við þingnefndir. „Á tillögur okkar hefur ekki verið hlustað," segir landlæknir og upplýsir enn- fremur, að ekki hafi verið leitað álits heilbrigðisnefndar og sveit- arfélaga, en frumvarpið skipti þessa aðila miklu máli. Ólafur Ólafsson rekur síðan nokkra megingalla frumvarpsins í 7 töluliðum. Hann segir að sam- kvæmt frumvarpinu skuli samið um starfsskilyrði og starfshætti á vinnustöðum milli aðila vinnu- markaðarins. Um það segir land- læknir: „Það ber að hafa í huga, að Fjórum dönskum sjómönnum bjargað um borð í Fjallfoss sunnan við Færeyjar: „Björgunin gekk mjög vel og mennirnir blotnuðu varla“ FJALLFOSS, skip Eimskipafélags íslands, bjargaði í fyrrinótt áhöfn danska flutningaskipsins Jesper frá Korsör um 70 mílur suðaustur af Færeyjum. Skyndilegur leki kom að þessu 760 lesta skipi og sökk það um klukkan 4 í fyrrinótt. Þremur skipverjanna og skipshundi var bjargað úr gúmmíbjörgunarbát um borð í Fjallfoss, en skipstjórinn vildi ekki yfirgefa skip sitt fyrr en útséð væri um að þvi yrði bjargað. Kom hann á litlum gúmbáti yfir í Fjallfoss skömmu áður en danska skipið sökk. Skipstjóri á Fjallfossi er Helgi Steinsson. Fjallfoss Gott veður var á þessum slóðum í fyrrinótt, þokuslæðingur, hægur vindur en nokkur undiralda. Að sögn Jögvans Arge, fréttaritara Morgunblaðsins í Færeyjum, sendi skipið út neyðarkall um klukkan 00.30 í fyrrinótt þar sem leki var þá kominn að skipinu og sjór streymdi inn í vélarrúmið. Tjaldur, skip færeysku Strand- gæzlunnar, lagði þá af stað til móts við danska skipið, en um klukkan 4 fékk Strandgæzlan til- kynningu frá Fjallfossi um að skipverjunum fjórum hefði verið bjargað um borð í Fjallfoss og danska skipið Jesper væri sokkið. Helgi Steinsson skipstjóri á Fjallfossi sagði í samtali við Morgunblaðið í gær, að þeir hefðu séð neyðarblys um klukkan hálf- þrjú í fyrrinótt. — Að sjálfsögðu tókum við strax stefnu á blysið og komum fljótlega að gúmmíbjörg- unarbáti með þremur mönnum í. Er við höfum tekið þessa skip- verja á Jesper og skipshundinn um borð sögðu skipverjarnir okk- ur, að skipstjórinn væri enn um borð. Skipið var ekki langt undan og er skipið var orðið sigið að aftan og farið að halla í stjór kom skipstjórinn yfir til okkar á litlum gúmbáti. Við lónuðum þarna í kring þar til klukkan var orðin 4 og þá sökk danska skipið. — Þeir sögðu okkur að skipið hefði slegið úr sér og ekki veri hægt að ráða við neitt, en það mun hafa verið smíðað árið 1965 og hafði verið í því að flytja fisk milli Englandsstranda og Fær- eyja. Það var á leið frá Færeyjum er óhappið varð og var alveg tomt. Við heyrðum aldrei neyðarkall frá skipinu, sáum aðeins neyðarblys- ið. Þarna var ekkert annað skip í grennd og og fyrir færeyska björgunarskipið var um 7 tíma sigling á staðinn. — Björgunin gekk mjög vel og það er varla hægt að segja að mennirnir hafi blotnað, sagði Helgi Steinsson að lokum, en Fjallfoss er á leið til Rotterdam og er væntanlegur þangað á morgun. sjúkdómur, er hlýzt af atvinnu er og verður heilbrigðisvandamál og verður því ekki læknaður með samningum.“ Þá segir landlæknir, að sam- kvæmt lögunum komi heilbrigðis- yfirvöld hvergi nærri mótun stefnu í atvinnuheilbrigðismálum, en starfa einungis sem ráðgefandi aðili. Á þann hátt sé verið að kljúfa stóran þátt heilbrigðismála frá heilbrigðisgeiranum í landinu, sem eitt af fáum hefur sérstakt heilbrigðisráðuneyti. Þá segir Ólaf- ur að stjórn og eftirlit atvinnuheilbrigðismála verði undir miðstýrðri stjórn í Reykjavík, sem hafi lögregluvald í vissum málum og telur hann fáránleg atriði í frumvarpinu um vinnutíma ung- linga. Landlæknir telur að um aft- urkipp í þessum málum verði að ræða, ónýt verði reynsla hundruð manna víða um land og miðstýrð stofnun í Reykjavík muni ekki ráða við málin til hlýtar. Frumkvæði heilsugæzlustöðva verði afnumið og gert ráð fyrir samningum við þær um þjónustu. Hér sé því verið að koma á fót tvöfaldri heilsugæzlu, sem nágrannaþjóðirnar hafi slæma reynslu af. Að lokum segir Ólafur Ólafsson landlæknir að umbætur í atvinnuheiibrigðismáium á Islandi hafi ekki strandað á skorti á lagasetningu, heldur fjármagni, stuðningi vinnuveitenda og laun- þega við þá aðila, sem um málin hafa fjallað. Rúmlega áttræð- ur hjólreiðamað- ur mikið slasaður RÚMLEGA áttræður hjól- reiðamaður varð fyrir bifreið á mótum Reykjavíkurvegar og Arnarhrauns í Hafnarfirði og slasaðist hann alvarlega og varð að gangast undir aðgerð í Borgarspítala m.a. vegna inn- vortis blæðinga.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.