Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 42
22
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980
m m
|Ql
m
-**■*&<
• Sigþór Ómarsson skorar fyrsta mark leiksins með skalla. Jón borbjörnsson kemur engum vörnum við.
Ljósm. Kristinn.
Hæpinn vítaspyrnudómur
færði Þrótti annað stigið
ÞAÐ stefndi allt í sigur lA í leik
liðsins við Þrótt á Laugardals-
vellinum i gærkvöldi í 1. deild
enn fimm mínútum fyrir leikslok
var dæmd afar hæpin vitaspyrna
á ÍA ok úr henni skoraði Daði
Harðarson fyrir Þrótt og jafnaði
metin 1 — 1. Eftir gangi leiksins
voru það í sjálfu sér ekki óréttlát
úrslit í leiknum en leiðinlegt var
það fyrir ÍA að þurfa að sjá á
eftir öðru stiginu vejfna mjög svo
hæpins dóms i lok leiksins. Leik-
ur liðanna var langt frá þvi að
vera góður. Oft á tiðum var mikil
óþarfa harka i leiknum og oft á
tiðum sáust gróf brot. Hafði
Sævar Jónsson dómari alls ekki
nægilega góð tök á leiknum.
Tveir leikmenn fengu að sjá gula
spjaldið ok Baldri Ilannessyni
var vikið af leikvelli fyrir að slá
Kristján Olgeirsson. Hafði Bald-
ur þá leikið í 14 minútur f siðari
hálfleik en hann kom inn á sem
varamaður. Kristján braut illa á
Baldri og hann braut heimsku-
lega af sér með þvi að slá
Kristján.
Fyrri hálfleikurinn bauð ekki
upp á mörg tækifæri, lið ÍA var
betri aðilinn í hálfleiknum og
skapaði sér betri marktækifæri. A
19. mínútu fá Skagamenn innkast
við endalínu og Guðjón Þórðarson
Linda meistari
í 3000 m hlaupi
í GREIN i blaðinu í gærdag frá
meistaramóti íslands i frjálsum
iþróttum gleymdist að geta þess
að Linda Loftsdóttir FH varð
íslandsmeistari í 3000 metra
hlaupi, fékk timann 11.58.0
minútur. Linda er aðeins 12 ára
gömul.
17. JÚNÍ-mótið í frjálsum iþrótt-
um verður haldið á Laugardals-
vellinum á þjóðhátiðardaginn og
hefst kl. 14.00. Keppt verður í
þessum greinum:
110 m grhl — 100 m — 200 m
— 400 m — 800 m — 1500 m —
langstökk — þristökk — hástökk
— stangarstökk — kúluvarp —
kringlukast — spjótkast — 1000
m boðhl. — 100 m kv — 200 m kv
— 100 m gr kv — 800 m kv —
spjótkast kv — hástökk kv —
langstökk kv — 4X100 m kv.
Þátttökutilkynningar sendist
Í.B.R., POB 864, Reykjavík fyrir
15. júni.
Þróttur — IA
1—1
kastar alla leið inn í markteig, þar
barst boltinn fyrir markið fram-
hjá leikmönnum en Sigþóri
Ómarssyni tókst að ná til boltans
og skalla í netið. Jón Þorbjörnsson
markvörður Þróttar var illa á
verði, svo og varnarleikmennirnir.
Á 28. mínútu á Kristinn gott skot
sem smaug framhjá stönginni.
Kristinn var á markteig og fékk
góða skallasendingu, en brást
bogalistin. Eitt besta tækifæri
Þróttar í fyrri hálfleik kom á 29.
minútu er Harry Hill átti þrumu-
skot að marki ÍA en Bjarni
Sigurðsson varði vel.
Þróttarar hófu síðari hálfleik-
inn af miklum krafti og um tíma
leit út fyrir að þeím tækist að
jafna metin. En vörn ÍA var föst
fyrir og gaf sig ekki. Á 57. mínútu
komst Halldór Arason einn inn-
fyrir vörn í A og átti aðeins Bjarna
markvörð eftir en Bjarni sá við
honum og varði skot hans í horn.
Þarna fór gott tækifæri forgörð-
um hjá Þrótti. Skömmu síðar var
Páll í góðu tækifæri en það sama
varð upp á teningnum. Er líða tók
á síðari hálfleik náði lið ÍA aftur
tökum á leiknum og jafnaðist þá
leikurinn nokkuð. Sigþór Ómars-
son átti þrumuskot rétt framhjá
marki og nokkrum sinnum mynd-
aðist hætta við mark Þróttar eftir
hornspyrnur. Á 85. mínútu leiks-
ins fær Páll Ólafsson boltann,
brunar upp og á vítateigshorninu
lendir hann í samstuði við Sigurð
Halldórsson og var ekki hægt að
sjá annað en boltinn væri greini-
lega á milli þeirra og langt frá því
að illa væri brotið á Páli sem lét
sig þó fallíT með tilþrifum. Sævar
Jónsson dómari var þó á öðru máli
og dæmdi umsvifalaust víta-
spyrnu án þess að ræða við
línuvörð. Og ekki þýðir að deila við
dómarann. Daði Harðarson fram-
kvæmdi síðan vítaspyrnuna af
yfirvegun og öryggi og skoraði
með föstu jarðarskoti í bláhorn
marksins. Hart var barist síðustu
mínútur leiksins en það var meira
af kappi en forsjá eins og svo oft í
leiknum.
Lið ÍA virkaði þungt í leiknum
þrátt fyrir að þeir næðu á köflum
ágætum leik. Þess á milli var of
mikið um langspyrnur og hlaup en
lítil kaup. Það er aiveg greinilegt á
liði ÍA að leikmenn hafa ekki
nægilega mikla leikgleði og
ánægju af leiknum. Bestu menn
liðsins að þessu sinni voru Jón
Gunnlaugsson og Sigurður Hall-
dórsson í vörninni ásamt Bjarna
Sigurðssyni markverði.
Lið Þróttar verður að gara betur
ef þeir ætla sér að ná í fleiri stig í
1. deildinni. Leikur þeirra er oft á
tíðum tilviljunarkenndur og send-
ingar leikmanna oft alveg út í
bláinn. Enginn einn skar sig úr í
liði Þróttar, einna helst var það
aftasta vörnin sem lék sæmilega.
í stuttu máli:
Islandsmótið 1. deild. Laguardals-
völlur Þróttur — ÍA 1—1 (1—0).
Mark Þróttar: Daði Harðarson úr
vítaspyrnu á 85. mínútu.
Mark IA: Sigþór Ómarsson á 19.
mínútu.
Gult spjald: Halldór Arason
Þrótti og Jón Áskelson í A.
Rautt spjald: Baldur Hannesson
Þrótti.
Dómari: Sævar Jónsson.
Áhorfendur voru 738.
- ÞR.
Islandsmótlð i. delld
Loks tapaði
Fram stigi
— en enn hefur liöiö
ekki fengiö á sig mark
lúmsku þrumuskoti að marki sem
Guðmundur markvörður varði
mjög vel, síðan prjónaði Ólafur sig
í gegn niður hægri vænginn og
sendi fyrir. Þar var staddur Stein-
ar Jóhannsson fyrir opnu marki,
en Steinari tókst að senda knött-
inn beina línu upp í loft. Þriðja
færið kom eftir laglega sóknarlotu
Ragnars og Þórðar Karlssonar.
Hilmar Hjálmarsson skallaði
fyrirgjöf Þórðar naumlega yfir.
Framarar sóttu mun meira í
síðari hálfleik en í hinum fyrri, en
herslumuninn vantaði að þeir
hnýttu eitthvað saman. Um miðj-
an hálfleikinn átti Gunnar Orra-
son þó góðan skalla naumlega yfir,
en annað opnaðist ekki fyrir
Framara fyrr en á síðustu mínút-
unni, er Kristinn Jörundsson var
næstum búinn að stela báðum
stigunum.
Lið ÍBK lék þennan leik oft
mjög vel, einkum í fyrri hálfleik.
Fóru þeir Ólafur Júlíusson og
Ragnar Margeirsson oft á kostum.
Þórður Karlsson og Guðjón Guð-
jónsson voru einnig mjög góðir og
þeir Hilmar Hjálmarsson, Steinar
Jóhannsson og fleiri áttu góða
spretti. En sá leikmaður í liði IBK
sem sýnt hefur mestu framfarirn-
ar er án nokkurs vafa markvörð-
urinn Jón Örvar Arason. Fyrr í
sumar var það algeng sjón að sjá
hann skríðandi eins og könguló á
eftir knettinum eftir að hafa
misst hann úr höndum sér. Hann
virkaði ákaflega klaufskur. En
gegn Fram átti hann sinn besta
leik fyrir lið sitt og var öryggið
persónugert.
Framararnir voru ekkert sér-
stakir í þessum leik, alls ekki
þeirra besti leikur. En þeir voru
seigir og stóðu af sér sóknarveður
ÍBK. Þeir voru frekar heppnir
nokkrum sinnum, en voru einnig
óheppnir að skora ekki tvisvar eða
þrisvar. Guðmundur Baldursson
átti mjög góðan leik í markinu og
í vörninni voru þeir Marteinn og
Gunnar Bjarnason sterkir, einnig
Trausti. Kiddi Jör var seigur og
bæði Pétur Ormslev og Guðmund-
ur Steinsson áttu góða spretti í
leiknum.
í stuttu máli:
íslandsmótið í 1. deild Keflavík-
urvöllur ÍBK-FRAM 0-0.
Gul spjöld: Trausti Haraldsson
Fram
Áhorfendur: 700. ~ Kg
Elnkunnaglöfln
Lið í A: Bjarni Sigurðsson 7 Lið ÍBK: Jón örvar Arason 7
Sigurður Harðarson 4 óskar Færset 6
Sigurður Haildórsson 6 Guðjón Guðjónsson 7
Jón Gunnlaugsson 6 Kári Gunnlaugsson 6
Guðjón Þórðarson 5 Gísli Eyjóifsson 5
Kristján Olgeirsson 5 Skúli Rósantsson 6
Kristinn Björnsson 4 Hilmar Hjáimarsson 6
Sigþór ómarsson 5 Steinar Jóhannsson 6
Jón Áskellsson 3 Ragnar Margeirsson 7
Árni Sveinsson 5 Þórður Karlsson 7
Sigurður Lárusson 5 ólafur Júliusson 8
Lið ÞRÓTTAR: Jón Þorbjörnsson 4 Þórir Sigfússon (vm) Lið FRAM: Guðmundur Baldursson 4 8
Ottó Hreinsson 4 Simon Kristjánsson 6
Rúnar Sverrisson 5 Trausti Haraldsson 7
Harry Hill 5 Gunnar Guðmundsson 5
Sverrir Einarsson 6 Marteinn Geirsson 7
Þórður Theódórsson 5 Gunnar Bjarnason 7
Halldór Arason 5 Kristinn Átlason 6
Páll ólafsson 5 Kristinn Jörundsson 6
Ágúst Hauksson 5 Guðmundur Torfason 5
ólafur Magnússon 4 Pétur Ormslev 7
Daði Harðarsson 6 Guðmundur Steinsson 6
Baldur Hannesson (vm) 4 Gunnar Orrason (vm) Dómari: Arnþór óskarsson 6
Dómari Sævar Jónss. 4 6
o—Q
FRAM tapaði sinu fyrsta stigi á
íslandsmótinu i knattspyrnu, er
liðið gerði markalaust jafntefli
við IBK suður í Keflavik í
gærkvöidi. Engu að siður hefur
Fram eins stigs forystu í deild-
inni og hefur liðið enn ekki
fengið á sig mark. Markatalan er
5—0 í 5 leikjum. Það er athyglis-
vert að bera markatöiu Fram
saman við markatölu Vals, en
bæði liðin hafa leikið 5 leiki.
Hefur Vaiur skorað 17 mörk, en
Fram 5 eins og áður sagði. Engu
að síður er það Fram sem hefur
forystuna i mótinu, vann m.a. Val
og hafa Valsmenn þvi skorað öll
mörk sin i fjórum leikjum af
fimm.
Leikmenn ÍBK léku ákaflega vel
í fyrri hálfleiknum í gærkvöldi.
Þar fór saman góð barátta og
skemmtilegur sóknarleikur, þar
sem allir tóku virkan þátt, ekki
síst bakverðirnir Guðjón og
Óskar. Er ekki ofsögum sagt, að
IBK hefði átt að gera út um
leikinn í fyrri hálfleik. Það var
einkum framan af fyrri hálfleik
sem að heimaliðið sýndi klærnar.
Strax á 4. mínútu komst Steinar
Jóhannsson inn fyrir vörn Fram,
en féll við. Vildu heimamenn
ólmir fá vítaspyrnu, en Arnþór
dómari var ekki á þeim buxunum.
Skömmu síðar komst Steinar enn í
skotfæri, en hitti þá knöttinn illa,
og í stöngina utanverða fór hann.
Ragnar Margeirsson komst öðru
sinni algerlega frír að marki
Fram, en Guðmundur markvörður
Baldursson varði meistaralega
með úthlaupi.
Úr þessu fór marktækifærum
fækkandi, heimamenn léku áfram
góða knattspyrnu úti á vellinum,
en hin sterka vörn Fram lokaði
glufunum. Undir lok fyrri hálf-
leiks munaði síðan hársbreidd að
Fram næði forystunni, en það
vantaði millimeter að Pétur
Ormslev næði að pota knettinum
inn eftir aukaspyrnu Símons
Kristjánssonar.
Leikurinn jafnaðist gífurlega í
síðari hálfleik, en sókn IBK var þó
öllu hvassari. Færi voru af skorn-
um skammti, en ÍBK fékk engu að
síður þrjú slík. Fyrst skaut Óli Júl