Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 17

Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 17
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980 17 í sól og sumaryl bjóðum við SÓISK1NSVERÐ * J Á NÝJUM BÍIUM • : CHRYSLER Suðurlandsbraut 10. Simar 83330 - 83454 Við getum boðið fáeina DODGE ASPEN og PLYMOUTH VOLARE 2dr, 4dr og station 1980, með sérstökum sólskinsafslætti ef samið er strax. Afslátturinn er kr. 750 þús. á bíl. Bílarnir eru í deluxe útgáfu með 6 cyl. vél, sjálfskiptingu, vökvastýri og aflhemlum. Þetta er einstakt tækifæri í ólgusjó verðbólgu og gengisfellinga til aö eignast lúxusbíl á góðu verðl T.d. kostar 2dr bíllinn kr. 8.355.000, fyrir utan ryövörn, og 4dr kr. 8,660.000 miöað viö gengi 04.06.’80. Sending af hinum eftirspuröa TALBOT SIMCA HORIZON 1980 er væntanleg seinna í þessum mánuði og verða þeir einnig boönir með sérstökum sólskinsafslætti til að mæta síhækkandi verðlagi. Verðiö á lúxusútgáfunum á HORIZON verður frá ca. kr. 6.000.000 miöað viö gengið nú. Tryggið ykkur bíl úr næstu sendingu í tíma. UMBOÐSMENN: Bílasala Hinriks, Akranesi, Sniöill h.f., Óseyri 8, Akureyri, Óskar Jónsson, Neskaupstað, og Friörik Óskarsson, Vestmannaeyjum. Við eigum einnig til á boöstólum hina margreyndu og sívinsælu TALBOT SIMCA 1100 LE og GLS árgerð 1980 á einstöku sumarveröi, sem ekki stendur lengi ef gengisfellingarstefnan fær aö ráöa. SIMCA 1100 er 4 dyra, framhjóladrifinn fjölskyldubíll, sem er eini bíllinn á íslandi, sem fjórum sinnum hefur orðið fyrstur í rallkeppnum. SIMCA er óvenjusparneytinn 4 cyl. btll, sem er með sérstaklega varinn undirvagn og er 20 cm. undir lægsta punkt. Fáir smábílar komast það sem SIMCA fer á íslenskum vegum og vegleysum. SIMCA 1100 LE 5dr. kostar kr. 5.110.000, án ryðvarnar, og 1100 GLS 5dr. kr. 5.798.000, miðað við gengi 04.06.’80. Næsta sending af hinum eftirsótta og vinsæla DODGE OMNI 1980 kemur til landsíns með M/S Berglind 17. júní nk. Nokkrum bílum er óráöstafaö. DODGE OMNI er lítill 5 manna bíll með 4 cyl. vél, sjálfskiptingu, vökvastýri og öðrum deluxe útbúnaöi. Tryggiö ykkur 4dr. OMNI eöa 2dr. 024. OMNI er lúxuslausn í orkukreppu. Katalóníumenn koma með draum Listahátið: Els Comediants á Lækjartorgi og víðar, einnig í Þjóðleikhúsi. Leikhópurinn Els Comediants frá Barcelona hefur að mestu snúið baki við hefðbundnu leik- húsi, en iðkar í staðinn list sina út um götur og torg. Á setn- ingardegi Listahátíðar komu þeir mörgum í gott skap á Lækjartorgi. Leikaðferð þeirra minnir á trúðleik, hið ýkta og óvænta er kennimark þeirra. Að mörgu leyti líkist tjáning þeirra þýska leikhópnum sem var hér á ferð á síðustu Listahátið. Þjóðleikhúsið var eins og sirk- ustjald daginn sem Els Comedi- ants fluttu þar þátt sinn Sol Solet, þar sem menn leita sólar- innar, týna henni og.finna hana aftur. Eftir ýmsar þrengingar er Leikilst eftir JÓHANN HJÁLMARSSON gleðin svo mikil yfir að hafa endurheimt sólina að leikhúsið nægir ekki heldur er haldið af stað með leikhúsgesti í halarófu út á göturnar til að fagna dýrð lífsins. Það sem hefur ekki síst eflt sýningar Els Comediants er góða veðrið sem hefur fylgt þeim alla daga. Á Lækjartorgi setn- ingardaginn var engu líkara en áhorfendur væru staddir á Spáni: leikhópurinn og veðrið sameinuðust um það. Sol Solet er í raun einföld sýning en ákaflega vel unnin. Barátta fer fram á milli góðs og ills. Öfl birtunnar og myrkursins heyja stríð. Brugðið er á leik með ýmsum táknum, skugga- myndum á tjaldi og fleiru og þannig er laðað fram hið barns- lega og einlæga í lífinu. Það er draumurinn sem þessir Kata- lóníumenn færa okkur og vilja láta okkur taka þátt í. Ekki er auðvelt að ráða þessa drauma í fljótu bragði, hér er á ferð annars konar leikræn tjáning en við þekkjum. En segja verður það að áhrifin eru oft sterk þótt stundum sé ekki öðru komið til leiðar en minna okkur á gildi trúðleiksins, barnið í okkur öll- um. Líklega hafa Els Comediants höfðað mest til barna .með sýn- ingum sínum og er það vel. Koma þeirra hingað hefur verið öllum til ánægju.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.