Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 16
16
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980
Listahátíð í Reykjavík:
Verk John Cage í máli,
tónlist og myndum
BANDARÍSKA tónskáldið og
nýlistamaðurinn John Cage
les upp verk eftir sig í
Lögbergi í kvöld kl. 20.30.
Nefnist , verkið „Empty
words.“ Á morgun, miðviku-
dag, flytja nemendur Tónlist-
arskólans í Reykjavík og
Menntaskólans við Hamra-
hlíð verk eftir tónskáldið
John Cage í Bústaðakirkju
kl. 20.30.
John Cage fæst við fleira en
tónsmiðar. Sl. sunnudag tókst
hann á við matargerðarlistina i
Félagsstofnun stúdenta og var þá
myndin hér að ofan tekin af
honum.
Verk John Cage „Empty
words" byggist á verkum
bandaríska heimspekingsins
Thoreau, sem uppi var á 19.
öld. Notaðar eru litskyggnur,
en verkið er úrvinnsla Cages á
ritum Thoreaus eftir tilviljun-
arlögmálum (change operat-
ions) og er það á tilbúnu máli,
sem tengir venjulegt tungu-
mál við tónlist.
Á tónleikunum í Bústaða-
kirkju verða flutt þrjú verk,
sem heyrast í fyrsta sinn á
íslandi. Kór Menntaskólans
við Hamrahlíð undir stjórn
Þorgerðar Ingólfsdóttur flytur
Sálma og tilbrigði fyrir 12
raddir, sem samið var árið
1979 og byggt á gömlum
bandarískum sálmum. Þá mun
Hjálmur Sighvatsson, sem
3tundar nám í píanó-
kennaradeild Tónlistarskólans
í Reykjavík flytja verk frá
árinu 1945, sem nefnist Dætur
Einmanaeyjar. í lokin leikur
Nemendahljómsveit Tón-
listarskólans í Reykjavík und-
ir stjórn John Cage, Atlas
Eclipticalis fyrir 1—98 spil-
ara. Það er samið eftir tilvilj-
unarlögmálum og er stjörnu-
kortið lagt til grundvallar.
Mývatnssveit:
Hólmfríður Þórðardótt-
ir frá Grænavatni látin
Mývatnshveif, 9. júni.
ÚTFÖR Hólmfríðar Þórðardótt-
ur frá Grænavatni var gerð frá
SkútiLstaðakirkju s.l. lauvardav
Árangurslaus
sáttafundur
SÁTTAFUNDUR var i gær hald-
inn í kjaradeilu Vinnuveitenda-
sambands íslands og Alþýðu-
sambands íslands. Á fundinum
var rætt um kröfur og gagnkröf-
ur aðila, en niðurstaða varð
engin og fundurinn þvi árang-
urslaus. Siðdegis var svo haldinn
fundur með Sambandi bygg-
ingamanna.
Fundurinn með bygginga-
mönnum var einn af mörgum
fundum VSÍ með sérgreinasam:
böndum innan ASI. Þar lagði VSÍ
fram kjarnasamninginn og þær
kröfur, sem það hefur þegar lagt
fyrir Alþýðusambandið.
Sjö ára
barn varð
undir valtara
SJÖ ára gömul telpa varð á
laugardag undir valtara á túninu
við bæinn Hróarsholt í Villinga-
holtshreppi. Siysið varð með þeim
hætti að verið var að valta túnið
og dró dráttarvél valtarann. Telp-
an var að leik þarna á túninu en
faðir hennar ók dráttarvélinni, og
er ekki vitað nánar um tildrög
slyssins. I fyrstu var telpan flutt á
sjúkrahúsið á Selfossi en þaðan á
gjörgæsludeild Borgarspítalans. í
gær var talið að telpan væri úr
lífshættu.
að viðstöddu mjög miklu fjöl-
menni. Hóimfriður fæddist i
Krossdal í Kelduhverfi 11. mai
1890. Foreldrar hennar voru
Jakobina Jóhannsdóttir og Þórð-
ur Flóventsson.
Ung að árum flutti hún með
foreldrum sínum í Svartárkot í
Bárðardal, sem var henni heimili
þar til hún flutti að Grænavatni í
Mývatnssveit og giftist Jónasi
Helgasyni 1915. Þau hófu búskap
á hluta jarðarinnar. Þau voru
mjög samhent og búnaðist vel.
Þegar þau svo létu af búskap tók
Helgi sonur þeirra við jörðinni.
Þau hjónin eignuðust fimm börn,
sem öll eru á lífi, það er Árni,
erindreki Stéttarsambands
bænda, Þóroddur, læknir á Akur-
eyri, Helgi, hreppstjóri á Græna-
vatni, Jakobína, sem er búsett á
Hvanneyri og Kristín, sem starfar
hjá Kísiliðjunni.
Jónas á Grænavatni andaðist
1970 og bjó Hólmfríður eftir það
með Kristínu dóttur sinni að
Helluhrauni 7 hér í sveit. Þar lézt
Hólmfríður 29. maí s.l.
Samferðarfólk og sveitungar
þessara heiðurshjóna minnast
þeirra með mikilli virðingu og
þökk.
— Kristján.
Philipus prins
hafði viðdvöl
hér á landi
PHILIPUS prins, drottningar-
maður, hafði skamma viðdvöl á
Reykjavíkurflugvelli á sunnudag á
leið sinni frá Kanada til Bret-
lands. Sendiherra Breta á íslandi
tók á móti prinsinum. Prinsinn
flaug að venju flugvél konungs-
fjölskyldunnar.
1 1 j if
1 Wffig; § 1
Þátttakendur i keppninni fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1980.
(ljósmynd Kristinn).
Fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1980:
17 ára ljósmynda-
fyrirsæta ber
sigurafhólmi
Á sunnudag var fulltrúi ungu
kynslóðarinnar 1980 kjörin úr
hópi 8 keppenda og fór krýningin
fram á Hótel Sögu um kvöldið.
Það var Unnur Steinsson sem
varð fyrir valinu að þessu sinni
og var það samdóma álit dóm-
nefndarinnar. í öðru sæti var tris
Hreinsdóttir cn þriðja Svava Jo-
hansen.
Keppnin um titilinn fulltrúi
ungu kynslóðarinnar er hæfiteika-
keppni fyrst og fremst. Dómnefnd-
in var skipuð: Ómari Einarssyni,
Henný Hermannsdóttur, Ragnari
Th. Sigurðssyni, Pétri Kristjáns-
syni og Kristinu Bernhöft. Kepp-
endur voru metnir eftir persónu-
leika, hæfileikum og útliti.
Fyrir keppninni stóðu Hljóm-
plötuútgáfan, Vikan og Ferðaskrif-
stofan Úrval. Voru fyrstu verðlaun
3ja vikna sólarlandaferð fyrir tvo
hjá Úrvali, JVC kassettur og út-
varpstæki frá Faco, 100 þús. kr.
fataúttekt hjá Plaza og 50 þús. kr.
úttekt hjá Hljómplötuútgáfunni.
Önnur og þriðju verðlaun voru 50
þús. kr. fataúttekt hjá Plaza og 50.
þús. kr. úttekt hjá Hljómplötuút-
gáfunni.
Unnur var fengin til keppninnar
frá París en þar starfar hún sem
ljósmyndafyrirsæta. Hún kom til
landsins á föstudagskvöld en fer til
Unnur Steinsson, fulltrúi ungu
kynslóðarinnar 1980.
(ljósm. Kristinn).
að hún hafi haft töluvert fyrir
sinni þátttöku.
Morgunblaðið átti stutt spjall
við Unni Steinsson og var hún
fyrst spurð hvað hún vildi segja
um sigur sinn í þessari keppni.
„Mér finnst það mjög gaman að
hafa orðið fyrir valinu, það er ekki
á hverjum degi sem ég fæ slíka
viðurkenningu", svaraði hún. Um
keppnina sjálfa sagði Unnur að
hún hefði verið erfið og mjög lítill
Parísar aftur í dag og má því segja
tími til undirbúnings. Hún telur að
keppni sem þessi eigi fullan rétt á
sér, og miklu fremur en hin
hefðbundna fegurðarsamkeppni
þar sem stúlkurnar eru eingöngu
metnar eftir ytra útliti. Aðspurð
um hvort henni findist að karl-
menn ættu að taka þátt í slíkri
keppni, svaraði hún: „Nei.“ og vildi
ekki annað um málið segja.
Unnur starfar sem ljósmynda-
fyrirsæta hjá Chatrin Harlé í
París en það er önnur af tveim
stærstu umboðsskrifstofum París-
ar í þessari grein. Hún segir að
þetta sé erfitt starf og samkeppnin
gífurleg. Samt sé þetta skemmtileg
reynsla en freisti sín ekki sem
framtíðarstarf. Unnur stundar
nám við Verslunarskólann og ætl-
ar að ljúka því námi en hyggur
síðan helst á framhaldsnám í
kerfisfræði við Háskóla íslands.
Unnur Steinsson er 17 ára og
hefur ekki tekið þátt í hliðstæðri
keppni fyrr, en var nýlega útnefnd
Karnivaldrottning Utsýnar 1980.
Helstu áhugamál hennar eru:
skíðaíþróttir, badminton, dans og
ferðalög.
í framhaldi af sigri sínum í
þessari keppni mun Unnur taka
þátt í alheimskeppni um fulltrúa
ungu kynslóðarinnar í Manilla á
Filippseyjum.
Eftir krýninguna á Hótel Sögu. F.v. íris Hreinsdóttir sem varð önnur i keppninni, Unnur Steinsson
fulltrúi ungu kynslóðarinnar 1980 og Svava Johansen, sem varð þriðja i keppninni.