Morgunblaðið - 10.06.1980, Side 41

Morgunblaðið - 10.06.1980, Side 41
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980 21 Frábær leikur Teits skaut Öster á toppinn — skoraði tvö mörk er Öster lagði Gautaborg 4—0 TEITUR Þórðarson átti stór- kostlegan leik fyrir lið sitt öster, er íslendingaliðin öster og Gautaborg áttust við á heimavelli öster. Stórsigur öst- er kom nokkuð á óvart vegna þess að Gautaborg hefur sýnt mjög góða leiki það sem af er mótinu. En Teitur var óstöð- vandi, hann skoraði tvö af mörkum öster og átti allan heiðurinn af því þriðja. Er þetta i fyrsta skiptið sem Teitur skorar tvö mörk í leik í sænsku knattspyrnunni og voru um 9000 manns vitni að þvi. Staðan í hálfleik var 3—0 og var ieikmönnum klappað lof i lófa er þeir gengu til búningsklefa. Knattspyrna 1 Að sögn sænskra blaða og útvarps, átti Þorsteinn Ólafsson ekki einn af sínum betri dögum þó naumast sé hægt að saka hann einan um tapið. Vörn Gautaborgar var sem gatasía. Þorsteinn hefði átt að koma í veg fyrir fyrsta mark Öster, en hin þrjú, þ.á.m. bæði mörk Teits, voru óverjandi með öllu. Öster er nú í efsta sæti sænsku deildar- innar ásamt Malmö FF með 15 stig. Hefur Öster aðeins fengið á sig 2 mörk í 10 fyrstu leikjunum og er það með ólíkindum. Úrslit urðu annars sem hér segir. Elfsborg—Kalmar 1—2 Halmstad—Hammarby 2—4 Landskrona—Mjallby 0—1 Norrköping—Malmö FF 3-0 Sundsvall—Atvidaberg 2-0 Öster—Gautaborg 4-0 Dj urgarden—Brage 2-1 Það gengur allt á afturfótun- um hjá Landskrona. Liðið tapaði sínum sjötta leik í röð og er neðst, eftir að hafa verið í efsta sætinu eftir þrjár umferðir. Landskrona lék að vísu betur gegn Mjallby heldur en í siðustu leikjum og miklu betur en gegn Malmö í síðustu viku, en sá leikur tapaðist 0—4. Engu að síður varð tap hlutskipti Lands- kronu. Eina mark leiksins skor- aði Frank Worthington enski miðherjinn kunni sem skoraði bæði mörk úrvalsliðs Bobby Charlton á Laugardalsvellinum gegn íslenska landsliðinu fyrir fáum árum. Komst Worthington einn inn fyrir vörn Landskronu og skoraði fram hjá Árna Stef- ánssyni sem freistaði þess að verja með úthlaupi. í 2. deild gerðu Kristianstad og örgryte bæði jafntefli á útivöllum, 1—1 gegn Hacken og IFK Malmö. Jönköping tapaði heima fyrir Sleipner 0—1, Grimsás með sömu tölu heima fyrir Helsingör og loks tapaði Forward heima fyrir Eskiltuna 1—2. Það má því segja, að þetta hafi ekki verið dagur íslend- inga-liðanna í heiid, þó að dæm- ið hafi gengið upp hjá Teiti. Það er athyglisvert í suðurdeildinni, þá munar aðeins tveimur stigum á efsta liðinu og því liði sem er í tíunda sæti. HH Svíþjóð. Hannes fór holu í höggi - og sigraði á P. Robert mótinu HANNES Eyvindsson sigraði naumlega á Pierre Robert golf- mótinu sem fram fór á Nesvell- inum um helgina. í leiðinni gerði hann sér lítið fyrir og fór hoiu i höggi. Gerði hann það á 3. braut og hjálpaði það að sjálfsögðu mikið, þvi að Hannes varð að vinna upp nokkuð forskot Sveins Sigur- bergssonar. Keppt var i all mörgum flokkum og urðu úrslit sem hér segir. En áður skulum við renna yfir hverjir eru efstir i stigakeppninni til landslið- sins. Hannes Eyvindsson 102,50, Sveinn Sigurbergsson 87,80, Óskar Sæmundsson 59,30, Geir Svansson 39,80, Sig- urður Pétursson 37,40, Þor- björn Kjærbo 32,50, Sigurður Hafsteinsson 32,40, Björgvin Þorsteinsson 28,40, Jón Guð- laugsson 26,70. Gylfi Kristins- son 25,50 og Hilmar Björnsson 24,00. Hér koma siðan úrslit á Pierre Robert mótinu: Meintaraflokkur (forsj. undir 7). Hannes Kyvindsson, GR 151 Sveinn SÍKurberKsson, GK 152 óskar Sæmundsson. GK 152 Gylfi Kristinsson, GS 153 Geir Svansson, GR 153 SigurAur Hafsteinsson, GR 154 Hilmar Björtfvinsson, GS 155 Loftur Öiafsson, NK 155 BjörKvin Þorsteinsson, GA 155 ólafur Skúiason, GR 158 Meistaraflokkur (for^j. 7—23). Tómas Holton, NK 75 ólafur Skúlason, GR 76 ólafur Á. Þorsteinsson, GK 78 Jón ÖKmundsson. NK 79 Sifturður Ág. Jensson, GR 79 Hilmar Steingrimsson, NK 79 Jóhann Benediktsson, GS 79 Meistarafl. 7—23 með forgj. Jón öxmundsson, NK 63 nettó Sitfurður Ák. Jensson, GR 64 nettó InKólfur Isebarn, GR 67 nettó Þórir Sæmundsson, GR 67 nettó Kvennaflokkur Jakobina (lUðlauKsdóttir. GV 85 Kristin Þorvaldsdóttir, GK 87 Guðfinna SÍKurþórsdóttir, GS 87 Sjðfn Guðjónsdóttir, GV 88 Steinunn Sæmundsdóttir, GR 90 ÁsKerður Sverrisdóttir. GR 90 SÍKrún RaKnarsdóttir, GR 91 Lóa SÍKurbjörnsdóttir. GK 96 Kvennafl. með íorKjöf Guðfinna SÍKurþórsdóttir, GS 69 nettó Sjöfn Guðjónsdóttir. GV 70 nettó Steinunn Sæmundsdóttir. GR 72 nettó DrenKjaflokkur HpIkí ólafsson, GR 75 Héðinn SÍKurðsson, GK 77 Jón örn SÍKurðsson, GR 77 ívar Hauksson, GR 77 Gisli SÍKurberKsson. GK 78 Úlfar Jónsson, GK 81 Karl ó. Karlsson, GR 82 Guðmundur Arason, GR 82 Hörður Arnarson. GOS 83 Ásgeir Guðbjartsson. GK 83 UnKlinKaflokkur Frans P. SÍKurðsson, 74 Kristján Hauksson 81 ólafur Oddsson 105 Óskar Jakobsson kominn yfir tuttugu metra i kúluvarpinu. Óskar náði frábærum árangri á bandaríska meistaramótinu i frjálsum iþróttum sem fram fór um helgina, óskar varð annar i kúluvarpi og þriðji i kringlukastinu. Ljósmynd Mbl. — ÞR. Óskar kastaði yfir 20 metra óskar Jakohsson náði frábær- um árangri i kúluvarpi á bandariska meistaramótinu i frjálsum iþróttum sem fram fór um helgina. Óskar varð annar i kúluvarpi náði sinum besta árangri til þessa kastaði 20,21 metra. Og varð þriðji í kringlu- kastinu kastaði 61,14 metra. Hreinn Halldórsson varð í þriðja sæti i kúluvarpinu kastaði 19,91 metra. Hreinn varð fyrir þvi óhappi að togna illa i baki i fyrsta kasti sinu og gat ekki beitt sér sem skyldi i keppninni. Sigurvegari í kúluvarpinu varð blökkumaður að nafni Cart- er, kastaði 20,40 metra. Svíinn Göran Svensson sigraði í kringlukastinu kastaði 61,72 metra. Frábær árangur náðist í flestum greinum á mótinu. Sig- urvegari í 100 m hlaupi varð Floyd hljóp á 10.0 sek. Maree sigraði í 1500 m hlaupi á 3,38,64 mín, Jeff Woodard jafnaði bandaríska metið í hástökki stökk 2,32 metra. Sigurvegarinn í langstökki stökk 8,35 metra svo nokkur afrek séu nefnd. Ekki tókst blaðinu að ná sambandi við Óskar í gær, en hann mun vera væntanlegur til landsins á sunnudag. Hreinn Halldórsson kom til landsins í gærdag og sagðist hann hafa haft mjög gott af dvöl sinni vestra, en þar hefur hann dvalið í fimm mánuði. Hreinn sagðist ætla að taka það rólega hér heima á næstunni og stefna að því að fá sig góðan af meiðslun- um sem hann hlaut í bakinu. Hreinn sagði að mikill hiti um 35 stig og raki hefðu gert ýmsum erfitt fyrir á meðan á mótinu stóð. Tuttugu keppendur hófu keppni í kúluvarpinu en 12 komust í úrslit. Háskóli Hreins hafnaði í sjötta sæti á mótinu. Hreinn sagðist stefna að Olympíuleikunum og það væri næsta stórmót hjá sér. — þr. Staðan í 1. deild STAÐAN í 1. deild eftir leiki helgarinnar er þessi: Vaiur - ÍBV 7:2 ÍBK — Fram 0:0 Víkingur - UBK 1:2 FH - KR 1;2 Þróttur — ÍA 1:1 Fram 5 4 1 0 5:0 9 Valur 5 4 0 1 17:5 8 ÍBK 5 2 2 1 6:5 6 ÍA 5 2 1 2 4:6 5 UBK 5 2 0 3 8:9 4 Víkingur 5 1 2 2 5:6 4 KR 5 2 0 3 3:6 4 ÍBV 5 2 0 3 5:10 4 Þróttur 5 113 3:4 3 FH 5 113 7:11 3 Markhæstir eru: Matthias Hallgrímsson Val 7 Ingólfur Ingólfsson UBK 4 Sigurður Grétarsson UBK 3 Ólafur Danivalsson Val 2 Magnús Teitsson FH 2 Sigþór ómarsson ÍA 2 Pétur Ormslev Fram 2 Albert Guðmundsson Val 2 Magnús Bergs Val 2 Heimir Bergsson FH 2 Steinar Jóhannsson IBK 2 Allt í járnum í sundboltanum ÍSLANDSMÓTIÐ í sund- knattleik hófst á föstudags- kvöldið og hafa farið fram þrír leikir. Fjögur lið keppa á íslandsmótinu. KR, Ægir, Sundfélag Hafnarfjarðar og Ármann. í fyrsta leik mótsins sigr- aði KR Ægi 10-8. KR-ingar töpuðu síðan fyrir Ármenn- ingum 6—7 í spennandi leik. Loks vann Ægir nýliðana, Sundfélag Hafnarfjarðar 9-6. • « Völsungar á toppnum Völsungarnir frá Húsavik fara brátt að teljast „spútn- iklið“ t 2. deild. Liðið kom upp úr 3. deild á siðasta keppnistimabili og eftir þrjár umferðir i lslandsmót- inu i 2. deild. hefur liðið forystu með fullt hús stiga. Og það sem meira er. liðið hefur ekki fengið á sig eitt einasta mark. Um helgina fékk liðið Selfoss i heimsókn og sigraði örugglega 2—0, eftir að staðan i hálfleik hafði verið 1—0. Það er skemmst frá að segja að heimaliðið var mun sterkari aðilinn á vellinum og sigurinn sanngjarn í sam- ræmi við það. Framherjar liðsins fóru illa með nokkur góð tækifæri, en Selfyssingar hins vegar ekki. Það var vegna þess að þeir fengu hreinlega engin færi. Mið- vörðurinn sterki ómar Eg- ilsson, sem áður lék með Fylki, kom liði sínu á bragðið með góðu marki og Gísli Haraldsson innsiglaði sigur- inn með marki sinu i síðari hálfleik. Staðan í 2 deild eftir 3 umferðir er þessi: Völsungur 3 3 0 0 4—6 6 ísafjörður 3 2 1 0 7—64 5 KA 2 110 5-1 3 Haukar 3 111 5-6 3 Þór 1 1 0 0 3-0 2 Fylkir 3 111 3-3 3 Þróttur 2 10 1 4-4 2 Ármann 3 0 1 2 3—7 1 Selfoss 3 0 1 2 3-6 1 Austri 2 0 0 2 1—3 0 Rifjað upp til glöggvunar Eitthvað skolaðist tii frá- sögn Mbl. af leik Austra og Þróttar sem fram fór á Norðfirði á föstudagskvöld- ið. Skulu helstu punktarnir rifjaðir hér upp til glöggv- unar á þvi sem fram fór. Björgúlfur Halldórsson náði forystunni fyrir Þrótt á 15. minútu leiksins og nokkru síðar átti Þróttur. möguleika á að komast i 2—0. en Benedikt markvörð- ur Austra varði þá vel víta- spyrnu. Hjálmar Ingvarsson skoraði glæsilegt mark fyrir Austra i siðari hálfleik. en sigurmark Þróttar skoraði siðan Bjarni Jóhannesson úr vafasamri vitaspyrnu þegar skammt var til leiksioka.

x

Morgunblaðið

Direkte link

Hvis du vil linke til denne avis/magasin, skal du bruge disse links:

Link til denne avis/magasin: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Link til dette eksemplar:

Link til denne side:

Link til denne artikel:

Venligst ikke link direkte til billeder eller PDfs på Timarit.is, da sådanne webadresser kan ændres uden advarsel. Brug venligst de angivne webadresser for at linke til sitet.