Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 38
46
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980
Vill flytja fund
Ol-nefndarinnar
Lausanne, 9. júní. AP.
TILLAGA um að flytja frá Moskvu
fund, sem Alþjóða Ólympfunefndin
hafði ráðgert að halda þar i vik-
Henry Mill-
er látinn
Kalifornia. 9. júní. AP.
BANDARISKI rithöfundurinn,
Henry Miller, lést á heimili sínu í
Kaliforniu á lauxardag sl. 88 ára að
aldri. Nokkrar af fyrstu bókum
hans voru óleyfilegar í Bandaríkj-
unum í tæp 30 ár þvi þær þóttu
ósiðsamlegar.
Miller bjó í París á fjórða ára-
tugnum og kynntist þar m.a. rithöf-
undinum James Joyce. Þar starfaði
hann að útgáfu ýmissra bókmennta-
legra rita en fluttist aftur til Banda-
ríkjanna árið 1940.
Meðal helstu verka hans eru
„Krabbabauguri n n“ (Tropic of Canc-
er), „Steingeitarbaugurinn" (Tropic
og Capricorn), „Sexus", „Plexus",
„Nexus", „Staða skapandi lista-
manna í Bandaríkjunum" og „Risa-
líkneskið frá Maroussi", sem er
ferðabók frá Grikklandi og af sum-
um talin hans besta verk.
unni, var borin upp af Jean de
Beaumont, frönskum fulltrúa i
nefndinni i dag. Hann sagði, að
vegna ákvörðunar tæplega 40 rikja
um að hunsa ólympiuleikana i
sumar væri óvist um hve margir
nefndarmannanna myndu sækja
fundinn ef hann yrði haldinn þar.
Fundurinn er, að sögn Beaumont,
mjög mikilvægur enda á að kjósa
þar eftirmann Killanins lávarðs,
sem hefur ákveðið að gefa ekki kost
á sér aftur. Þar verða einnig til
umræðu leikarnir í Los Angeles 1984
og fjallað um þá tillögu að flytja
ieikana endanlega til Grikklands.
Los Angeles gæti átt á hættu að
missa af leikunum vegna ákvörðunar
bandarísku Ólympíunefndarinnar
um að mæta ekki til leiks í Moskvu.
Killanin hefur þó tilkynnt að hann
vænti þess að áætlun um leikana
1984 standi óbreytt.
Ýmsir fulltrúanna vilja að fundur-
inn verði haldinn í Moskvu, en kjöri
nýs forseta verði frestað þar til síðar
á árinu.
Þegar eru komnar ýmsar tillögur
um eftirmann Killanins, en talið er,
að ef margir fulltrúanna mæta ekki
á fundinn í Moskvu, geti það rýrt
mjög möguleika ýmissra fulltrúa á
að ná kjöri.
Harðar deilur á
fundi OPEC-ríkia
AlKrirshorx. 9. júní. AP.
HARÐAR deilur hafa verið á fundi
samtaka olíuframleiðsluríkja
OPEC, sem nú fer fram í Algeirs-
borg. Chadli Benjedid, forseti Als-
irs, hvatti í dag til hærra oliuverðs.
Búist er við að fundurinn endi án
samkomulags um sameiginlegt
olíuverð OPEC-rikjanna. Olíumála-
ráðherra Kuwait. Al-Sabah, sagði i
Yamani, oliumálaraunCrr"
Saudi-Araba í Algeirsborg.
Símamynd AP.
dag við fréttamenn, að hann ætti
von á því, að verð á oliu haldist
svipað og nú er.
Yamani, olíumálaráðherra Saudi-
Arabíu sagðist í dag svartsýnn á að
samkomulag náist á fundinum í
Algeirsborg. Saudi-Arabar hafa ver-
ið undir þrýstingi annarra olíu-
framleiðsluríkja um að hækka verð
sitt á olíu. Saudi-Arabar eru stærstu
útflytjendur olíu. Irakar hafa sagst
mundu leggja fram sáttatillögu á
fundinum, sem fer bil harðlínuríkj-
anna og Saudi-Araba. Samkvæmt
tillögu Iraka, þá ákveði OPEC-ríkin
sameiginlegt verð á olíufatið 32
dollara. Það þýddi að Saudi-Arabar
hækkuðu verð sitt á olíufatið um 4
ríkin Líbýa, Alsír, Iran, Nígería og
ýmis önnur sagst mundu halda fast
við sitt og freista þess, að fá eins
hátt verð fyrir olíu sína og kostur
væri hverju sinni. Alsír selur nú
olíufatið á 38.21 dollara. Yamani er
sagður algeriega andvígur sáttatil-
lögu íraka um 32 dollara verðið.
Saudi-Arabar eru sagðir styðja sam-
komulag um sameiginlegt olíuverð
OPEC-ríkja.
í dag átti að ræða um „stjórnun-
arleg atriði" fyrir luktum dyrum á
fundinum í Algeirsborg. Heimildir
frá Algeirsborg, segja, að verð-
ákvörðun oiíu íKÍÍ ,fikin frrir á
morgun, þriðjudag.
Þetta gerðist
1979 — Heimsókn Jóhannesar
Páls páfa II til Póllands lýkur.
1976 — Friðargæzlulið Araba
kemur til Líbanon.
1972 — 236 fórust í flóðum í
Rapid City, Suður-Dakota.
1971 — Bandaríkin aflétta 21
árs gömlu viðskiptabanni á
Kína.
1968 — Mikill meirihluti aðild-
arríkja Sþ. samþykkir drög að
samningi Bandaríkjanna og Sov-
étríkjanna um bann við út-
breiðslu kjarnavopna.
1967 — ísrael samþykkir vopna-
hlé við Egypta.
1946 — Italía verður lýðveldi.
1942 — Gestapo drepur alla
karlmenn í Lidice í Bæheimi til
að hefna tilræðisins við Hey-
drich.
1940 — ítalir segja Bretum og
Frökkum stríð á hendur.
1924 — ítalski sósíalistaleiðtog-
inn Giacomo Matteotti myrtur.
1918. — Orrustunni í Belleau-
skógi lýkur.
1903 — Alexander Serbakon-
ungur og Draga drottning myrt.
1898 — Bandarískir landgöngu-
liðar gera innrás í Kúbu.
1868 — Mikael III Serbakonung-
ur myrtur og Milan IV tekur við.
1848 — Sigur Austurríkismanna
við Vicenza á Ítalíu.
1826 — Síðasta uppreisn Janiss-
ara í Tyrklandi.
1809 — Napoleon bannfærður.
1803 — Frakkar leggja undir sig
Hannover — Bretar taka við
stjórn St. Lucia og Tobago í
Vestur-Indíum.
1794 & Vðld frönsku byltingar-
dómstólanna aukin og fjölda-
morð fylgja á eftir.
1610 — Fyrstu hollenzku land-
nemamir koma til Manhattan-
eyju (New York).
1469 — Margrét prinsessa af
Danmörku giftist Jakobi III
Skotakonungi.
Nýju Dehli 7. júní.
MIKIÐ uppgjör um Kabúl, höf-
uðborg Afganistan er nú i
uppsiglingu, að þvi er ferða-
maður, sem kom til Nýju Dehli
fyrir helgina, skýrði frá. Hann
sagði að i Pagman-Carikarfjöll-
um hafi 20 þúsund manna lið
frelsisherja múhameðstrúar-
manna búið um sig. Pagman-
Carikarfjallhryggurinn er 20
kilómetra norður af höfuðborg-
inni.
Ferðamaðurinn, sem ekki vildi
láta nafns síns getið hafði upp-
lýsingar sínar frá æðstu stöðum
í landinu. Hann sagði, að Sovét-
menn hefðu sent hundruð
skriðdreka og þúsundir her-
manna, grá fyrir járnum til að
koma í veg fyrir sókn frelsis-
NDIEN
Frelsissveitir múhameðstrúarmanna hafa búið um sig í Pagman-
Carikarfjallgarðinum, 20 kílómetra s-vestur af Kabúl.
Frelsissveitir múhameðstrúarmanna:
Undirbúa sókn
í átt að Kabúl
herjanna til Kabúl. Sovétmenn
hafa flogið þúsundum hermanna
til Kabúl til að styrkja varnir
þar. Hersveitirnar hafi komið
frá landamærahéruðunum.
Hermennirnir voru sendir til
fjallahéraðanna. Frelsisherir
múhameðstrúarmanna hafa
hrakið sovézkar hersveitir frá
hinu hernaðarlega mikilvæga
Darra Noor skarði.
Þá hafa birst fréttir um, að
samgönguleiðir til höfuðborgar-
innar hafi verið tepptar. Ferða-
maðurinn sagði, að minnsta
kosti 5 þúsund sovéskir hermenn
og stjórnarhermenn séu nú í
Pagman-Carikarfjöllum. Þegar
hefur komið til átaka meðal
þeirra og frelsisherja múham-
eðstrúarmanna. Hann sagði, að
þúsundir óbreyttra borgara
hefðu flúið frá svæðinu til Var-
dak-héraðs. Stórskotaliðsdrunur
hefðu heyrst til Kabúl, en sjón-
varpið í Kabúl sagði að það
hefðu verið fallbyssur stjórnar-
hersins, sem borgarbúar hefðu
heyrt í.
Frelsissveitir múhameðstrú-
armanna eru nú betur útbúnar
að vopnum en áður. Ferðamað-
urinn sagði að frelsissveitirnar
væru staðráðnar í að frelsa
Kabúl — eða deyja ella.
Þá skýrði ferðamaðurinn frá
því, að sókn Sovétmanna í Kun-
arhéraði sé nú lokið. Sovétmenn
beittu þar fallbyssuþyrlum sín-
um og lögðu mörg þorp í rúst.
Fréttir, sem hafa borist til Nýju
Dehlí, skýra frá því, að í maí-
mánuði hafi 600 sovéskir her-
menn verið lagðir inn á sjúkra-
hús í Kabúl og af þeim hafi 200
látist. Á undanförnum mánuð-
um segja heimildir, að meðaltal
sovéskra hermanna, sem hafa
verið lagðir inn á sjúkrahús, hafi
verið 150 á mánuði.
Ásaka tyrknesk stjórn-
völd um „umfangsmiklar
kerfisbundnar pyntingar“
Lundúnum. 9. júní. AP.
AMNESTY International sam-
tökin ásökuðu tyrknesk stjórn-
völd í dag um að beita „um-
fangsmiklum og kerfisbundnum
pyntingum" á pólitiskum föng-
um. Samtökin sögðu að 3 manns,
að minnsta kosti hefðu látist við
yfirheyrslur. Nefnd frá samtök-
unum dvaldist í Tyrklandi 19.—
öu. iTiií. HÚ2 kom8t að þeirri
Afmæli. Gustave ’ Courbet,
franskur listmálari (1819—1877)
— Sir H.M. Stanley, brezkur
landkönnuður (1840—1904) —
Filippus prins af Bretlandi
(1921-).
Andlát. 1190 Friðrik Barbarossa
keisari — 1727 Georg I Breta-
konungur — 1836 Nadré Amp-
ére, eðlisfræðingur — 1934 Fre-
derick Delius, tónskáld.
Innlent. 1961 Danska þingið
samþykkir frumvarpið um hand-
ritamálið — 1313 íslendingar
skyldaðir að sækja Alþingi ár
hvert — 1803 Konungur skipar
nefnd til að rannsaka embættis-
færslu Ólafs Stephensens.
Orð dagsins. Mér líkar vel við
mann sem glottir þegar hann
berst — Sir Winston Churchill,
brezkur stjórnmálaleiðtogi
(1874-1965).
niðurstöðu, að „i mörgum tilfell-
um hafa engar sannanir verið
gegn fórnarlömbum pyntinga
stjórnvalda".
Herlög voru sett í Tyrklandi í
desember 1978. Þau eru nú við lýði
í 21 af 67 héruðum landsins. Nærri
47 þúsund manns hafa verið hand-
teknir á þriggja mánaða tímabili á
þessu ari. Að sögn samtakanna
nefndarmenn lögfræðinga,
lækna, stjórnmálamenn,
menn, verkalýðsleiðtoga auk fórn-
arlamba pyntinga. Samtökin
halda því fram, að tyrknesk yfir-
völd beiti raflosti, berji fanga í
iljarnar og „líkamlegu ofbeldi á
alla hluta líkamans, þar með talin
kynfæri fórnarlamba".
Samtökin nefndu máli sínu til
stuðnings nokkur tilvik fórnar-
lamba pyntinga, þar sem meðal
annars fangar voru látnir ganga á
glerbrotum, þeim hótað að fjöl-
skyldur þeirra yrðu handteknar,
nema j)eir viðurkenndu. Samtökin
nefndu tilvik þar sem maður
nokkur var pyndaður samfleytt í
þrjá daga og nætur án nokkurra
ákæruatriða. Hann framdi síðan
sjálfsmorð.
Ung kona, Dilek Yurdagel, nemi
við háskólann í Istanbúl var hand-
tekin 1. mai, fyrir að bera bækling
vinstri sinnaðra samtaka, að því
er virtist, að sögn samtakanna.
Henni var haldið á íþróttavelli. Á
meðan yfirheyrslur stóðu yfir var
hún beitt líkamlegu ofbeldi, þar
með talið raflosti og hún barin í
iljarnar. Á þriðja degi var hún
flutt frá íþróttavellinum, þar sem
þá fór fram knattspyrnukappleik-
ur. Þann 5. maí var hún flutt til
aðalstöðva lögreglunnar í Gayret-
eppe. Þar var hún beitt likamlegu
ofbeldi og yfirheyrð. Hún var flutt
til aðalstöðva hersins í Selimiey
þann 8. maí og látin laus þann 10.
mai að skipun dómara. Þessa sögu
höfðu samtökin eftir stúlkunni.
Deng hæít-
ir ráð-
herra-
mennsku
PekinK, 9. júni — AP.
DENG Xiaoping sagði í viðtali í
Maryland í dag að hann hyggðist
segja af sér embætti varaforsæt-
isráðherra þegar þingið kemur
saman i ágúst.
Hann sagðist vilja rýma fyrir
yngri mönnum og nefndi sem
hugsanlegan eftirmann sinn Wan
Li, 64 ára gamlan fyrrverandi
fylkisstjóra. Hann sagði að enn
væri langt að bíða þess að ungir
menn stjórnuðu Kína en hann
vildi með afsögn sinni gefa gott
fordæmi. Deng hyggst þó áfram
gegna embætti varaformanns
flokksins og ýmsum fleiri stöðum.
Fréttamönnum virtist hann við
góða heilsu.