Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 20

Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 20
20 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980 Útgefandi hf. Árvakur, Reykjavík. Framkvæmdastjóri Haraldur Sveinsson. Ritstjórar Matthías Johannessen, Styrmir Gunnarsson. Ritstjórnarfulltrúi Þorbjörn Guömundsson. Fréttastjóri Björn Jóhannsson. Auglýsingastjóri Baldvin Jónsson. Ritstjórn og skrifstofur: Aöalstræti 6, sími 10100. Auglýsingar: Aöalstræti 6, sími 22480. Afgreiösla: Skeifunni 19, sími 83033. Áskriftargjald 5.000.00 kr. á mánuöi innanlands. í lausasölu 250 kr. eintakiö. Landið er við- kvæmt og krefst umhyggju * T útlöndum er Island gjarnan kynnt sem land elds og X ísa. Þessi kynning gefur í skyn, að landið sé hrikalegt og sterkt. Ekki er fjarri lagi að fullyrða, að almennt telji Islendingar slíka lýsingu hæfa landi sínu vel. Umgengni þeirra um landið hefur löngum verið með þeim hætti, að þeir hafa talið það þola alla átroðslu. Enda er það ekki fyrr en á hinum síðustu árum, sem menn fara almennt að líta landið öðrum augum en þeim, hvaða afrakstur þeir geti haft af því. Segja má, að landinu hafi verið útjaskað. Og það hefur sýnt sig, að landið er alls ekki sterkt, þótt það sé oft hrikalegt í fegurð sinni, heldur er það viðkvæmt og krefst þess, að öll umgengni sé full af tillitssemi og varúð. Margar ástæður eru fyrir því, að íslendingar gera sér þess betur grein en áður, að land þeirra er eins og viðkvæm jurt, sem verður að hlúa að og sýna umhyggju. En sú almennasta er líklega aukinn áhugi manna á því að ferðast um landið og njóta náttúru þess, að kynnast landinu sínu í öðrum tilgangi en þeim að hafa af því nytjar. Með bættum efnahag, aukinni bifreiðaeign, meiri frístundum og betra skipulagi á ferðalögum um landið allt hefur það á síðari tímum í fyrsta sinn orðið auðveldlega aðgengilegt öllum þorra landsmanna og sívaxandi fjölda erlendra ferðamanna. Samhliða þessum aukna áhuga á ferðalögum um landið hafa dafnað samtök almennings og opinberir eða hálfopinberir aðilar, sem brýna fyrir mönnum að sýna umhyggju sína fyrir landinu í verki. Að mörgu leyti hefur tekist að glæða skilning manna í þessu efni en betur má ef duga skal. Ekki er við því að búast, að með árvökum gæslumönnum eða lögregluliði verði unnt að vernda náttúruna, enda kjósa menn síst afskipti slíkra aðila, þegar þeir eru á ferðalögum sér til skemmtunar. Hins vegar bendir óneitanlega margt til þess, að sumum ferðalöngum megi ekki sleppa út í frjálsa náttúruna án sérstakra gæslumanna. Svo mjög níðast þeir á varnar- lausri jörðinni, tæta hana og umturna eða spilla með hvers kyns drasli og úrgangi. Til að stemma stigu við slíkum sóðaskap þarf í fyrsta lagi að efla sómatilfinningu manna og í öðru lagi að enginn láti hjá líða að ljá jörðinni lið, þegar hann sér henni misþyrmt. Með því að helga árið 1980 trénu erum við með sérstökum hætti minnt á, að okkur er ekki einungis skylt að verja landið, heldur eigum við að leggja okkar skerf að mörkum til að glæða það nýju lífi. Fátt veitir landinu meiri hlíf en gróskumikill skógur. Við lítum gjarnan á hann eins og vin í eyðimörkinni. Og síst af öllum skyldu menn skorast undan því að skapa slíka bletti, hvar sem það er talið unnt og æskilegt. Veðurblíðan undanfarna daga minnir okkur á gæði landsins og fegurð náttúrunnar. Hún hvetur til þess, að allir, sem vettlingi geta valdið, dveljist sem mest utan dyra við hagnýt störf og skemmtan. Þeir, sem landið yrkja, njóta veðurblíðunnar og vænta aukins afraksturs, hinir, sem geta leyft sér að njóta landsins, nota sólbjarta daga til útiveru og ferðalaga. Á herðum beggja hvílir sama skyldan gagnvart landinu. Þótt við séum stolt af íslandi og kennum það við höfuðskepnurnar, sjást þess því miður ekki nægilega víða merki, að virðing okkar sé sýnd í verki. Bæjarbúar þurfa ekki annað en ganga úr alfaraleið í heimabyggð sinni eða á fjörur í nágrenni hennar til að sjá, að þessi fullyrðing er rétt. Og um holt og hæðir hafa jarðvöðlarnir skilið eftir fangamark sitt á hinum ólíklegustu stöðum. Vonandi verður skrautsýning náttúrunnar í veðurblíðunni til þess að auka virðingu manna fyrir henni og minna þá á, að allt sem lifir þarfnast umhyggju. Arar málaðar á Ægisíðunni. I.jósm. EBB. Sólskinsd í Reykjav ÞAÐ ER víst óhætt að segja að skaparinn hafi verið Reykvíkingum hliðhollur undanfarna daga hvað veðrið snert- ir ,og einskonar stór- borgarbragur hafi færst yfir miðbæinn. Allt iðar af lífi og svo virðist sem allir noti tækifærið til að snyrta garðana sína, lagfæra húsin og spóka sig í sólinni. Blaðamaður og ljósmyndari Mbl. fóru á stjá í góða veðrinu í gær og tóku nokkrar myndir, sem eiga að spegla þá góðviðris- menningu sem ríkir í Reykjavík um þessar mundir. Margir nota veðurbliðuna og ditta að hi Avarp í tilefni Ars trésins 1980 Samstarfsnefnd um Ár trés- ins 1980 hvetur Iandsmenn alla til að kynna sér þann árangur, sem náðst hefur í trjá og skógrækt á íslandi. Hafið þið hugleitt, hvernig umhorfs væri ef hvergi hefðu verið gróðursett tré við hús eða önnur mannvirki eða ef hvergi væru hér skógar? Er ykkur ljóst, að enginn þáttur er mikilvægari til að fegra umhverfi heimila okkar en að rækta þar tré og runna og annan gróður í skjóli þeirra? Trjágróður er sérstakur í ríki náttúrunnar og hefur ótrúlega margþætt gildi. Hann bindur jarðveg, miðlar vatni og mildar loftslag. Hann er öllum öðrum gróðri stórvaxnari og langlífari, veitir öllu lífi skjól og skapar fjölbreyttari og betri lífsskilyrði en orðið geta utan skóga. í skóga og trjágarða sækja menn hvíld og heilsubót. Það eykur vellíðan og skerpir feg- urðarskyn að annast trjágróður og umgangast hann. Reynslan sýnir að víða hér á landi er hægt að rækta skóga til Prýóum landió-plontum hjám! beinna nytja, aukinna tekna og betra lands í framtíðinni. Samstarfsnefnd um Ár trés- ins 1980 hefur látið gera marg- háttað fræðslu og kynningar- efni. Hjá henni fást bæklingar og skyggnuflokkar, sem eru til notkunar á fundum og í skólum. Samstarfsnefndin hvetur nú alla landsmenn til liðsinnis. Einstaklingar eru hvattir til að fegra með trjágróðri í kring um heimili sín. Félög eru hvött til að leggja

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.