Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 39

Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 39
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980 47 Ghotbzadeh f er til Osló — í boði norska Verkamannaflokksins OslA, 8. júnl. AP. SADEGH Ghotbzadeh, utanrikis- ráðherra írans hefur þegið boð norska verkamannaflokksins um að fara í heimsókn til Osló i vikunni. Þar mun hann hitta ýmsa helstu jafnaðarmannaleið- toga heimsins, sem hittast i Osló. Reiulf Steen, formaður norska verkamannaflokksins lagði á það áherzlu að Ghotbzadeh færi til Osló í boði verkamannaflokksins norska en ekki í boði alþjóðasam- Sadegh Ghotbzadeh bands jafnaðarmanna, sem heldur fund sinn í Osló. Hann sagði að jafnaðarmannaflokkar hygðust ekki vera í hlutverki sáttasemjara í deilu írana og Bandaríkjamanna. „Ghotbzadeh tekur ekki þátt í fundum leiðtoga jafnaðarmanna, en hins vegar er ákjósanlegt tækifæri fyrir hann að ræða við ýmsa helstu leiðtoga jafnaðar- manna víðs vegar að úr heimin- um,“ sagði Steen á fundi með fréttamönnum. í samtali við norska útvarpið neitaði Steen því, að Ghotbzadeh færi til Osló vegna tilmæla þeirra Olofs Palmes, leið- toga jafnaðarmanna í Svíþjóð, Felipe Gonzales, leiðtoga jafnað- armanna á Spáni og Bruno Kreisky, kanslara Austurríkis en þeir voru í Teheran fyrir hálfum mánuði. Steen sagði, að Willy Brandt, fyrrum kanslari V-Þýzka- lands hefði komið boði norska Jafnaðarmannaflokksins áleiðis til Ghotbzadeh. Brandt er nú forseti alþjóðasambands jafnað- armanna. Að sögn starfsmanna á skrif- stofu Alþýðuflokksins mun Kjart- an Jóhannsson, varaformaður Al- þýðuflokksins að öllum líkindum verða á fundinum í Osló þó endanleg ákvörðun hafi ekki verið tekin. Ný viðhorf varð- andi fiskveiðilögsögu — segja Danir Kaupmannahófn — 9. júni — AP. DANSKA stjórnin lýsti þvi yfir í dag, að ákvörðun Norðmanna um að helga sér óskoraða fiskveiði- lögsögu innan allrar 200 milna efnahagslögsögunnar við Jan Veður víöa um heim Akureyri 15 ióttskýjaö Amsterdam 20 skýjaó Aþena 30 heiöskírt Berlin 25 skýjaó BrUssel 23 skýjað Chicago 19 heiðríkt Feneyjar 16 skýjað Frankfurt 23 skýjað Genf 21 mistur Helsinki 26 heiðskirt Jerúsalem 24 heiðskírt Jóhannesarborg 16 heiöskirt Kaupmannahöfn 22 skýjað Las Palmas 22 lóttskýjað Lissabon 22 skýjað London 21 heiöskýrt Los Angeles 29 heiðskírt Madrid 22 heiöskírt Malaga 27 hólfskýjaó Mallorca 22 hálfskýjað Miami 29 rigning Moskva 25 heiðskírt New York 26 skýjað Ósió 24 skýjaö París 21 lóttskýjað Reykjavik 10 lóttskýjað Rio de Janeiro 29 heióskírt Rómaborg 20 heiöskirt Stokkhólmur 20 heiðskírt Tel Aviv 25 heiðskírt Tókýó 25 rigning Vancouver 18 skýjað Vínarborg 22 heiðskírt Mayen geri það að verkum að frá sjónarmiði Dana horfi málið öðru visi við en áður, og muni danska stjórnin nú yfirvega hvort ekki sé ástæða til að breyta um stefnu i þessu máli. í fyrstu kváðust Danir ekki mundu gera tilkall til fiskveiðilög- sögu þar sem 200 mílna-línur við Grænland annars vegar og Jan Mayen hins vegar skerast, en yfirlýsing þeirra nú felur í sér að þeir muni ekki láta sér lynda að Norðmenn helgi sér forréttindi á svæði, sem enn hefur ekki tekizt samkomulag um. Kjeld Olesen utanríkisráðherra Dana sagði í dag, að ekki færi á milli mála að hér væri á ferðinni ágreiningsmál, sem nauðsynlegt væri að leysa hið allra fyrsta, enda kvaðst hann sannfærður um að náin og góð samskipti ríkjanna mundu stuðla að málamiðlun á næstunni. Röng boð um sovéska árás Waxhinictmi. 9. júnl, AP. TALVA í bandaríska varnar- málaráðuneytinu sendi „rong boð“ um að sovéskar eldflaugar væru á leið til Bandarikjanna. Þetta var i annað sinn á nokkr- um dögum, að slikt kom fyrir, að sögn bandariskra varnarmála- ráðuneytisins. TASS-fréttastofan sovéska greip þessa frétt þegar á lofti og gerði harða árás, — munnlega, á handariska „árás- arstefnu“. Nokkrir brezkir þingmenn kröfðust umræðu í þinginu um hættuna af slíkum „röngum boð- um“. Sir Francis Pym, varnar- málaráðherra Bretlands sagði, að ekki væri minnsta hætta á að heimstyrjöld brytist út vegna rangra boða, þar sem þau hefðu verið leiðrétt með venjubundnu eftirliti. Aðeins þrjár mínútur hefðu liðið frá því bandaríska talvan gaf röng boð um sovéska árás þar til mistökin voru leiðrétt. Frá önnu Bjarnadóttur fréttaritara Morgunblaósin.s i Washington. 9. júni. EDWARD Kennedy hef- ur neitað að viðurkenna ósigur sinn fyrir Jimmy Carter í nýafstöðnum for- kosningum Demókrata- flokksins og heldur bar- áttu sinni fyrir forseta- útnefningu flokksins áfram. Hann hitti Carter í Hvita húsinu s.l. fimmtudag. Carter benti honum þá á, að baráttan er yfirstaðin og tími til kominn, að þeir taki sam- an höndum gegn Ronald Reagan, frambjóðanda Repúblikana. Kennedy Carter Hvers vegna þrjózkast Edward Kennedy við? En Kennedy er ekki reiðubú- inn til að gefst upp. Carter hlaut samtals 51% atkvæða í forkosningunum og hefur um 300 fulltrúa á landsþing flokksins í ágúst umfram þann fjölda, sem hann þarf til að hljóta útnefningu flokksins við fyrstu atkvæðagreiðslu. Kennedy vann alls 38% at- kvæða í forkosningunum og vantar um 400 fulltrúa til að geta hlotið útnefningu flokks- ins. Líkurnar til, að hann geti náð útnefningunni frá Carter eru litlar, en öll von er ekki úti enn. Robert C. Byrd, formaður öldungadeildarþingflokks Demókrata, sagði t.d. um helg- ina, að margt gæti skeð á 9 vikum og Kennedy gæti enn hlotið útnefningu Demókrata. Kennedy skoraði enn á Cart- er að eiga við sig kappræður á fundi þeirra í síðustu viku. Carter ákvað í nóvember að taka ekki opinberlega þátt í kosningabaráttunni fyrr en gíslunum í Teheran yrði sleppt úr haldi og hætti við kappræð- ur, sem átti að halda í Iowa í janúar. Kennedy hefur síðan klifað á mikilvægi kappræðna. Hann vill nú, að þeir hittist fyrir landsþing flokksins og gefi að kappræðunum loknum öllum fulltrúum sínum á þing- inu frjálsar hendur til að kjósa þann, sem þeir telja betur hæfan til að gegna embætti forseta. Reglur landsþingsins kveða á um, að fulltrúar ríkj- anna greiði þeim, sem þeir eru kjörnir á þingið fyrir, atkvæði sitt við fyrstu atkvæða- greiðslu. Ef enginn hlýtur nægilegan fjölda atkvæða þá, 1666 í þessu tilviki, er kosið aftur, og þá mega fulltrúarnir greiða atkvæði að eigin geð- þótta. Carter telur landsþingið réttan vettvang fyrir umræðu og ákvarðanir varðandi stefnu flokksins og neitar enn að eiga kappræður við Kennedy. Cart- er hefur sagst vera reiðubúinn til að taka tillit til ýmissa skoðana Kennedys í kosn- ingastefnuskrá flokksins, en mun ekki leggja blessun sína yfir verð- og kaupstöðvun eða benzínskömmtun, sem er með- al málefna, sem Kennedy hef- ur barizt harðast fyrir. Nú, þegar loku virðist end- anlega vera skotið fyrir kapp- ræður milli þeirra, er talið, að Kennedy muni reyna að fá reglum landsþingsins breytt á þann veg, að fulltrúarnir verði ekki bundnir ákveðnum fram- bjóðanda við fyrstu atkvæða- greiðslu. Hann þarf að vinna stuðning um 400 af fulltrúum Carters til að geta það, en fátt þykir benda til, að það takist. Starfsmenn Carters hafa vak- andi auga með ðllum full- trúum Carters og bjóða þeim reglulega til fundahalda eða gleðskapar í Hvíta húsinu. Það eykur ánægju þeirra með for- setann og dregur úr líkum á að þeir bregðist honum. Hugh Carey, ríkisstjóri New York, og Daniel P. Moynahan, öldungadeildarþingmaður frá New York, hafa lagt til, að fulltrúar á þinginu verði frjálsir til að velja milli Cart- ers og Kennedys og þriðja frambjóðanda strax við fyrstu atkvæðagreiðslu. Þeir telja að forkosningarnar hafi sýnt, að lítil ánægja sé með Carter, þótt hann sé augljós sigurveg- ari, og Kennedy sé ekki sá, er kjósendur vilja í staðinn. Walter Mondale, varaforseti, Morris Udall, fulltrúadeildar- þingmaður frá Arizona, og Edmund Muskie, utanríkisráð- herra, eru oftast nefndir sem hugsanlegir frambjóðendur í stað Carters og Kennedys. En engin skipulögð hreyfing er fyrir þessari hugmynd og ólíklegt þykir, að af henni verði. Kennedy virðist eiga litla sem enga von um útnefningu flokksins, og því spyrja menn sig, hvers vegna hann kýs að halda baráttunni áfram. Þrjár röksemdir eru færðar fyrir því. í fyrsta lagi ríkir mikil óánægja með Carter meðal almennings og innan flokks- ins. Skoðanakannanir sýna, að helmingur kjósenda í forkosn- ingunum greiddu honum at- kvæði aðeins vegna þess, að af tvennu illu þótti hann þó skárri en Edward Kennedy. í síðustu viku kom vel í ljós, að Carter á lítinn stuðning innan flokksins. Hann lagði til fyrir nokkru að 10 senta benzíngjald yrði liður í nýjum fjárlögum þingsins. Þingið féllst ekki á það, og Carter beitti neitun- arvaldi gegn samþykkt þings- ins, en neitunarvaldi hans var synjað í þinginu með miklum hávaða og hlátrasköllum. Það var í fyrsta sinn í 28 ár, að neitunarvaldi forseta úr sama flokki og meirihluti þing- manna var synjað. Sagt er, að auk þess að vera á öndverðum meiði um margt, hafi Carter og Kennedy aldrei kunnað að meta hvor annan persónulega. Aldrei fyrr hefur nokkur barizt svo hart gegn endurútnefningu forseta flokksins eins og Kennedy ger- ir nú. Lyndon B. Johnson dró sig til baka úr baráttunni 1968, þegar samstaða var ekki leng- ur innan flokksins um endur- útnefningu hans. Starfsmenn Carters hafa tekið hart á Kennedy og farið óvægum orð- um um hann. Metnaður Kenn- edys hefur verið særður í baráttunni, og það er stundum nefnd sem önnur ástæða fyrir þrjózku hans. í þriðja lagi er talið, að Kennedy sé að leggja grund- völlinn að forsetaframboði sínu 1984 með því að halda baráttunni áfram. Hann hefur tekið hverjum ósigrinum á fætur öðrum með jafnaðargeði og aldrei kennt öðrum um ófarir sínar. Fjöldi manna lagði hart að honum að bjóða sig fram s.l. haust, þegar skoðanakannanir sýndu, að hann gæti sigrað Carter auð- veldlega. Meðal þeirra voru öldungardeildarþingmennirnir John Culver, frá Iowa og Birch Bayh frá Indiana. Þeir veittu Kennedy engan stuðning í bar- áttunni, eftir að gamanið fór að kárna, en Kennedy hefur aldrei lýst óánægju í þeirra garð eða annarra. Hann hefur unnið virðingu margra með því. Frammistaða hans í sjón- varpsviðtölum hefur tekið stakkaskiptum frá því í byrjun baráttunnar og frekari auglýs- ing getur hjálpað honum til að koma skoðunum sínum á fram- færi og í framkvæmd, og jafnvel til að ná forsetakjöri 1984. En áframhaldandi barátta hans stofnar Demókrata- flokknum í hættu. Kennedy hefur enn ekki viljað lýsa yfir stuðningi við Carter, ef lands- þingið kýs hann sem frambjóð- anda flokksins. Carter tapaði forkosningunum í New York, New Jersey, Pennsylvaniu og Michigan. Hann á litla von um að ná endurkjöri án þess að sigra í þessum ríkjum í haust og það tekst honum varla án stuðnings Edwards Kennedy og stuðningsmanna hans.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.