Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 36
44
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980
womúu
KAFP/NU
Þetta er tilfinninKasamasti
hundur, sem ég hefi átt, öll
þessi ár!
BRIDGE
Umsjón: Páll Bergsson
Gefist tækifæri i vörninni má
sjaldnast slcppa þvi, þar sem
ekki er vist að það gefist aftur.
Þetta er betra að hafa i huga með
spil vesturs i dag.
Vestur gjafari, aðeins norður og
suður eiga game.
Norður
S. D1087
H. 54
T. ÁG105
L. ÁK10
Vestur
S. 42
H. ÁKD732
T. K7
L. 872
Stökksögn austurs í 3 hjörtu er
hindrunarsögn, svo að ekki þarf að
búast við miklum spilum hjá
honum. En hvert er framhald þitt
þegar suður lætur níuna í kóng-
inn?
Varla er skynsamlegt að spila
aftur hjarta. Sögn austurs hreint
og beint segir suður hafa átt
einspil í hjartanu. Sé hjarta spilað
aftur fær sagnhafi því sennilega
frumkvæðið í meðferð spilsins.
Fái austur slag á tromp kemur
hann sjálfkrafa og virðast því
drottningarnar í láglitunum vera
spilin, sem máli skipta. Líklega á
sagnhafi a.m.k. sjö spil í láglitun-
um og sé tíguldrottningin þar á
meðal getur vörnin sennilega ekk-
ert gert. Tígulkóngurinn er þá
gagnslaust spil og því ekki að spila
honum í von um, að austur eigi
eiginkonu hans.
Vestur Norður Austur Suður
1 Hj. Dobl 3 Hj. 3 Sp.
pass 4 Sp. pass pass
pass
Þú velur að spila út hjartakóngi
gegn fjórum hjörtum eftir þessar
sagnir:
Austur
S. Á6
H. G1086
T. D32
L. 9543
Suður
S. KG953
H. 9
T. 9864
L. DG6
Þar með er hálfur sigur unninn.
Og hinn helmingurinn kemur þeg-
ar austur hjálpar til og lætur þig
seinna trompaJúguL_ _ _
Nei, ert það þú, vinur. Ekki vissi ég að þú værir
búinn að læra á bíl.
V.S. skrifar:
„Maður á ekki orð til, þegar það
heyrist, að leigð sé einkaþota til að
flytja söngvara til landsins, og
áætlaður kostnaður mun vera 6—7
milljónir króna. Þá dugir víst
ekkert minna en „svíta" handa
svona frægum manni, og má þá
reikna með, að þeir menn, sem
standa á bak við þetta, sói þarna
8—9 milljónum króna.
Til að kóróna allt saman er
Flugleiðum kennt um allt saman,
og að auki er þess krafist að
Flugleiðir taki þátt í kostnaðinum
við að flytja listafólkið til lands-
ins, sem fyrirtækið mun að sjálf-
sögðu vísa á bug.
Flugleiðir felldu niður flug af
hagkvæmnisástæðum, sem er
skiljanlegt í alla staði. Flugleiðir
hljóta alltaf að gera svo, þegar
farþegar eru of fáir, enginn þjóð-
hollur íslendingur getur verið svo
illgjarn, að hann ætlist til þess, að
félagið fljúgi með of fáa farþega
og stórtapi á því. Sjálfsagt er að
sameina fámennisferð flugi næsta
dags, þetta gera öll flugfélög.
Forsetar, konungar, forsætis-
ráðherrar og hátt settir menn
hafa flogið með Flugleiðum. Þess-
ir menn hafa aldrei sett það fyrir
sig að fljúga með almennri far-
þegavél. En þeir hjá listahátíð
þora ekki að þjóða þessum fræga
söngvara upp á slíkt. Enginn er
það hátt settur, að öllu skipti
hvort flogið er degi fyrr eða
seinna. Það ættu þeir, sem eru að
vasast í listahátíð, að vita, og
biðja Flugleiðir afsökunar á þess-
um áburði. Frekar ættu Flugleiðir
kröfur á þessa menn, en ég veit að
félagið ber ekki slíku við. Styrkj-
um og stöndum vörð um Flugleið-
ir.“
Kristinn Finnsson, Laufás-
vegi 7, Stykkishólmi, skrifar:
„Velvakandi. Um leið og ég
þakka mörg og fróðleg bréf og
greinar, er birst hafa í þætti
þínum um langa hríð, bið ég þig
fyrir eftirfarandi:
• „Of góður“?
Nú er kosningabaráttan fyrir
forsetakosningarnar að fara af
stað, og ég held að þjóðin hafi
fengið góða frambjóðendur að
þessu sinni sem endranær, þótt
ólíkir séu.
Aðeins einn þessara manna er
stjórnmálamaður, og hann hefur
Varstu að hringja?
Miösumarvaka út um
land á vegum Þjóð-
málahreyfíngarinnar
ÞJÓÐMÁLAIIREYFING ís-
lands geng.st næstu daga
fyrir svonefndri Miðsum-
arvöku en í frétt frá hreyf-
ingunni segir að þetta sé
lista- og skemmtidagskrá
með menningarlegu ívafi
fyrir alla aldurshópa. Verð-
ur þessi Miðsumarvaka
haldin í öllum helstu
byggðakjörnum landsins og
að því er segir í fréttinni er
henni ætlað að vera nokkurs
konar „listahátíð lands-
byggðarinnar“. Fyrsta
skemmtunin verður á Sel-
fossi í dag, 10. júní og næsta
skemmtun verður á Akran-
esi á miðvikudag, 11. júní,
en þessu næst verður farið
austur um land í hringferð.
Meðal dagskráratriða á Mið-
sumarvökunni verður ávarp full-
trúa Þjóðmálahrevfingarinnar,
Guttorms Sigurðssonar, og fjall-
ar hann um menningu og vist-
kreppu. Fram koma látbragðs-
leikararnir Ole Brekke og Shar-
on Ostreicher en þeir koma fram
sem trúðar. Þá leikur hjaltlenski
fiðluleikarinn Wilma Young
ásamt fleirum þjóðlagatónlist
frá ýmsum löndum og lesin
verða upp ný og gömul ljóð eftir
ýmsa höfunda. Einnig leikur
hljómsveitin Púrusottam frum-
samda tónlist af ýmsu tagi.
í frétt frá Þjóðmálahreyfing-
unni segir að hún hafi verið
stofnuð haustið 1978, en hreyf-
ingin er í tengslum við alþjóða-
hreyfinguna Proutist Universal,
sem stofnuð var á grundvelli
hugmynda P.R. Sarkars. Þá seg-
ir í fréttinni að hreyfingin sé
ópólitísk menningarhreyfing,
sem taki „afstöðu til þjóðmála á
grundvelli mannúðarstefnu, al-
heimshyggju, vistfræðilegra
sjónarmiða og andlegs eðlis
mannsins".
Látbragðsleikarinn Ole Brekke, sem er kunnur sem trúðurinn
Otomoto kemur meðal annarra fram á Miðsumarvökunni.