Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 3

Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 3
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980 3 Jón Axel Pétursson fv. banka- stjóri látinn JÖN Axel Pétursson, fyrrverandi bankastjóri Landsbanka íslands. er látinn i Reykjavík, 81 árs að aldri, en hann var fæddur á Eyrarbakka 29. september 1898. Jón var sjómaður á Eyrarbakka og í Þorlákshöfn um hríð, síðan á skipum Eimskipafélagsins og á flóabátnum Ingólfi. Hann lauk stýrimannsprófi frá Stýrimanna- skólanum 1920. Jón var í sigling- um fram tii ársins 1925 er hann réðst sem hafnsögumaður í Reykjavík. Því starfi gegndi hann fram til ársins 1946 utan eitt og hálft ári er hann var fram- kvæmdastjóri Alþýðusambands íslands. Jón var síðan fram- kvæmdastjóri Bæjarútgerðar Reykjavíkur frá 1946 til 1961 er hann var settur bankastjóri Landsbanka íslands. Hann gegndi því starfi til ársins 1969 er hann lét af störfum fyrir aldurs sakir. Jón var bæjarfulltrúi og bæj- . arráðsmaður í Reykjavík í 20 ár frá árinu 1934 til ársins 1954. Hann gegndi auk þess ýmsum trúnaðarstörfum fyrir Alþýðu- flokkinn. Friðfinnur Ólafsson látinn FRIÐFINNUR ólafsson, fyrver- andi forstjóri Háskólabiós, er látinn, 63 ára að aldri, en Frið- finnur var fæddur á Strandselj- um, Ögurhreppi við ísafjarðar- djúp 19. februar 1917. Friðfinnur lauk gagnfræðaprófi frá Gagnfræðaskólanum á ísafirði 1933, stúdentsprófi frá Mennta- skólanum á Akureyri 1938 og kandídatsprófi frá Viðskiptadeild Háskóla íslands 1941. Upp frá því var Friðfinnur starfsmaður Viðskiptanefndar, forstöðumaður innkaupadeildar Viðskiptaráðs, fulltrúi í Við- skiptaráði, forstjóri Tjarnarbíós fram til ársins 1961 þegar hann tók við forstöðu Háskólabíós, en þar var hann forstjóri þar til á síðasta ári er hann lét af störfum. Friðfinnur gegndi ýmsum trún- aðarstörfum fyrir Alþýðuflokk- inn, sat m.a. í m iðstjórn hans um skeið. Daihatsu Charade á föstu verði í gengissigshrynu Daihatsu Charade er margfaldur verö- launabíll úr sparaksturs- keppnum og sparneytnastl fólksbíllinn á markaönum í dag. Daihatsu Charade er jap- anskur gæöa- bfll, vörn gegn orkukreppu, vörn gegn verö- bólgu. Getum á næstunni afgreitt nokkra Daihatsu Charade á föstu verði þrátt fyrir yfirvofandi gengisfall. Kr 4.790.000 með ryðvörn Tæplega 500 ánægðir kaupendur hafa fengio Daihatsu Charade afhentan frá áramótum og einsýnt að hann verður metsölubíllinn á þessu ári. 500 afgreiddir frá áramtum DAIHATSUUMBOÐIÐ Ármúla 23, sími 85870 — 39179.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.