Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 28
36
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980
Min Tanaka
Ilreyfilist: Min Tanaka
Illjóð: Yoshiaki Ochi, Hisako Horikawa, Takashi
Kaieda.
Listahátíð 1980/ Laugardalshöll.
MIN Tanaka er erfitt að
flokka, hann er ekki venju-
legur dansari né látbragðs-
leikari, nálgast fremur að
vera lítill leikþáttur.' Sólin
skein er hans fyrsta sýning
var og dyrnar opnar á Laug-
ardalshöllinni. Slíkt er mjög í
samræmi við keaningar Tan-
aka sem hann byggir list sína
á, tengslum veðurs, líkama og
sálar. Og þarna birtist hann,
inn úr sólinni móti lítilli lugt
sem komið var fyrir á miðju
gólfi. Var líkast sem hann
vildi þannig þenja líkama
sinn milli sólarljóssins sem
fylgdi honum á bakinu og
gerviljóssins sem ljómaði
framhlið hans. Kom þetta
ekki skýrt fram í fyrsta atriði,
betur í því síðara — er hann
var nakinn. Líkami Tanaka er
mjög vel þjálfaður og ljós og
skuggar leika einkar fallega
um vöðvabygginguna og ekki
er hári né neinu öðru fyrir að
fara sem truflað gæti þennan
slöngulaga vöðvaál í að sýna
til skiptis: eldhraðan dans þar
sem fingurnir þeytast til og
undurhægar hreyfingar, sem
því miður dreifa athyglinni
dálítið hjá áhorfendum. Kom
þetta best fram undir lokin er
Tanaka lék einn hraðasta
dansþátt sem undirritaður
hefir séð. Á þessum punkti
var líkami hans löðursveittur
og glitraði líkt og kobra-
slanga. „Þetta móment,“ sagði
Tanaka í samtaii eftir sýning-
una „... var hið eina í dans-
þættinum sem naut óskiptrar
athygli áhorfenda." Hljóm-
listarmenn þeir er að-
stoða Tanaka frömdu á þessu
mómenti kraftmikinn
trumbuslátt sem hefur vafa-
laust átt sinn þátt í samruna
áhorfenda við dansinn. En á
öðrum tímum hermdu tónlist-
armennirnir aðallega eftir
náttúruhljóðum, var líkt og
maður sæti í mýri og hlustaði
á spóann vella eða kríuna
garga. En slík nánd við hið
upprunalega, i.ióður náttúru
er kjarni hugsunar Tanaka
bak við dansinn. Varð mér
hugsað til iðnaðarborgar.na í
Japan, þar sem menn verða
hluta dags sums staðar að
ganga með grisjur fyrir nefi
og munni. Ætli hér sé ekki að
leita frumuppsprettunnar að
hinni sérstæðu tjáningarlist
Tanaka? Gæti verið. Annars
er maðurinn dulur eins og
þetta japanska fólk yfirleitt.
Nokkur svör hans við spurn-
Lístatiátíð
eftir ÓLAF M.
JÓHANNESSON
ingum nærstaddra að lokinni
sýningu finnst mér þó gefa
dálitla innsýn í hugarheim
hans. Einn áhorfandinn
spurði meðal annars hvort
Tanaka missti ekki mikla
orku meðan hann fremdi
galdur sinn.
Tanaka: Nei. Ekki svo fremi
sem áhorfendur gefa frá sér
orku meðan á sýningu stend-
ur. Eg dreg í mig orku frá
áhorfendum, það eru þeir sem
gefa mér.
Þá spurði annar áhorfandi
lymskulega hvort Tanaka
væri nokkurn tímann feim-
inn.
Tanaka: í fyrsta iagi finnst
mér ég ekki nakinn, penis
minn er vafinn. Og í öðru lagi
skynja ég ekki líkama minn
meðan ég dansa. Vitund mín
færist á æðra stig. Hins vegar
finn ég strax ef einhver er
feiminn meðal áhorfenda. Ég
reyni þá að ná til slíkra
feimnisskjóða og lækna
feimnina.
Þriðji áhorfandi spurði
hvort Tanaka væri grasæta.
Tanaka: Ég ét allt (hlátur).
Fjórði áhorfandi spurði
hvort Tanaka hefði fundið
einhver sér stök áhrif sálræns
eðlis hér á íslandi.
Tanaka: Jú, ég fann hér á
sýningunni mjög mikla vænt-
ingu. Og svo gerðist dálítið
undarlegt í morgun þegar ég
vaknaði. Venjulega finn ég
einhvern blett á líkamá mín-
um sem hindrar flæði skynj-
unar minnar. En í morgun
gerðist ekkert. Ég fann alJs
ekki fyrir líkama mínum. Ég
hafði eiginlega ekkert til að
hugsa um. (Sá þarf ekki að
berjast við rafmagnsreikn-
inga, símareikninga eða
skatta, nú en áfram með
smérið.) Fimmti áhorfandi
varpaði fram þeirri skynsam-
legu spurningu hvort Tanaka
ætti ekki erfitt með að ein-
beita sér. Þegar til dæmis
ljósmyndarar skriðu um öll
gólf og bílar rótuðu upp ryki
fyrir utan.
Tanaka: Það skiptir mig i
rauninni ekki máli, hvort
áhorfendur einbeita sér alger-
lega að dansi mínum. Mér
finnst þægilegt að dansa á
götum úti, með fólk masandi í
kring um mig. Margt annað á
að fanga athygli fólks meðan
á atriðinu stendur. Ég er bara
einn hluti umhverfisins.
Fleira mætti tína til af
athyglisverðum svörum þessa
liðuga Japana. Verður það
e.t.v. gert seinna. Ég verð þó
að segja, að mér fannst full-
yrðing hans um orkutap
áhorfenda út í bláinn, því er
ég gekk út í sólskinið eftir
sýninguna fannst mér þvert á
móti hann hafa gefið nokkur
wött á sálarbatteríið. En ekki
er sagan af Listahátíð þennan
daginn búin. Niðri í bæ er
myndasýning í Breiðfirð-
ingabúð. Og er undirritaður
var að lokinni skoðun að búa
sig til heimferðar, rak hann
augun í kerlingu er var hálf út
um glugga á efri hæð verslun-
arinnar Pfaff við Skólavörðu-
stíg. Var kerla eitthvað að
hrópa. Minnti þetta óþægilega
á kerlingarnar í gamla daga í
sjávarþorpi úti á landi, sem
næstum hræddu líftóruna úr
krökkum, er þær æptu ókvæð-
isorð milli garða. Átti þetta
sér einkum stað er konur
þessar hengdu út þvott. Nú en
við nánari skoðun reyndist
þetta vera leikkona ein að
kalla á tvær aðrar sem voru í
húsi hinumegin við götuna.
Þróuðust hrópin brátt í dá-
litla leiksýningu sem undirrit-
aður getur því miður ekki
fjallað um nánar, því engin
leikskrá fylgdi, né boðsmiði á
þennan óvænta leikþátt. En
slíkir hlutir eru forsenda þess
að virðulegir gagnrýnendur
geti fjallað um málið.
Börkur og^Tómas
settu nýtt íslands-
met í 150 metra
skeiði hjá Sörla
Hcstamannaíélagió Sörli í Hafnarfirði hélt árlega
gæöingakeppni og kappreiðar sínar um helgina. Gæð-
ingar voru dæmdir á laugardag o>? verðlaun afhent
strax að afloknum dómum. Á sunnudaginn fóru fram
kappreiðar félagsins. Það er óhætt að segja að
veðurjíuðirnir hafi verið Sörla-félöKum hliðhollir því
hlíðskaparveður var báða dagana.
I A-flokki gæðinga sigraði
Dylgja Sigurðar Sæmundssonar
en hann var einnig knapi. Dylgja
er 6 vetra, grá, frá Vatnsleysu í
Skagafirði, og hlaut hún 7,92 í
einkunn. í öðru sæti með einkunn-
ina 7,66 varð Þrymur, 13 vetra,
grár, frá Haugi í Árnessýslu,
eigandi Viðar Sæmundsson, knapi
Lísbeth Sæmundsson. Þriðji varð
Glæsir, 8 vetra, grár, frá Bjólu-
hjáleigu, Rang. Eigandi og knapi
Ingólfur Arnarson. Hlaut hann
7,61 í einkunn.
I B-flokki sigraði Krummi, 10
vetra, brúnn, úr Skagafirði, eig-
andi Böðvar Böðvarsson, knapi
Ágúst Böðvarsson, hlaut hann 8,44
í einkunn. Annar varð Blesi, 8
vetra, rauðblesóttur, úr Borgar-
firði, eigandi og knapi Jón B.
Reynisson, og í þriðja síéti varð
Blakkur 12 veíra, brúnn, úr Borg-
arfirði, eigandi Guðmundur Þórir
Sigurðsson.
Kappreiðar hófust með keppni í
150 metra skeiði. Lengi vel leit út
fyrir að árangur í þeirri grein yrði
rýr, en eftir tvær umferðir var
einn hestur aðeins þrem sekúndu-
brotum frá íslandsmeti. Þótti
Sörla-mönnum það ekki nóg og
var ákveðið að leyfa þrem fljót-
ustu hestunum að fara aukasprett.
Smá vindgola var á móti og var
ákveðið að snúa brautinni við, þ.e.
láta hestana hlaupa í öfuga átt, og
þetta nægði, því metið féll og voru
Börkur frá Kviabekk í ólafsfirði setur nýtt tslandsmet í 150 metra skeiði, 14,3 sek. Eigandi Barkar er
Ragnar Tómasson en knapi var Tómas Ragnarsson. Áður hafði Börkur hlaupiö á 14.5 sek., sem einnig er
undir gildandi meti. Ljósm. V.K.
þar tvö hross að verki, Börkur
Ragnars Tómassonar, knapi Tóm-
as Ragnarsson og Snælda Magna
Kjartanssonar, knapi Erling Sig-
urðsson. Til gamans má geta þess
að þetta er sama Snælda og
sigraði á Landsmóti 1978, í flokki
hryssna 6 vetra og eldri. Var
tíminn 14,5 sek, en gildandi met er
15,0 sek. Voru menn hálfvantrúað-
ir á að þetta gæti staðist. Var því
ákveðið að láta hrossin fara annan
sprett. Þar sannaðist að þetta var
engin tilviljun, því þá hljóp Börk-
ur á 14,3 sek. En röð efstu hesta
var þessi: Fyrstur varð Börkur á
15,3 sek. Önnur Snælda á 16,1 sek.
og þriðji Gammur Harðar G.
Albertssonar, knapi Sigurbjörn
Bárðarson.
í 250 metra skeiði sigraði Vill-
ingur Harðar G. Albertssonar á
24,0 sek., knapi var Trausti Þ.
Guðmundsson. Annar varð Þór
Þorgeirs í Gufunesi á 24,5 sek.,
knapi Sigurður Sæmundsson og í
þriðja sæti varð Hjalti, eigandi og
knapi Hlynur Tryggvason. Hljóp
hann á 25,8 sek.
Sérstakur bikar er veittur þeim
hesti í eigu félagsmanna í Sörla er
bestum tíma nær. Hlutskarpastur
varð Hrannar Gunnars Arnars-
sonar, sem rann skeiðið á 26,5 sek.
I 250 metra unghrossahlaupi sigr-
aði Léttir Þrastar Einarssonar,
knapi Anna Auðunsdóttir, á tím-
anum 21,2 sek. Önnur varð Frenja
Sigurðar Ólafssonar, knapi Sævar
Haraldsson, tími hennar var 21,2
sek. Léttir og Frenja hlupu auka-
sprett um fyrsta sætið. í þriðja
sæti varð Dunkur á 21,5 sek.,
eigandi hans er Arnljótur Tyrf-
ingsson, en knapi var Þórir Ás-