Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 35
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980
43
Frá opnun skriístofunnar.
Stuðningsmenn Guðlaugs í Mosfellssveit
STUÐNINGSMENN Guðlaugs
Þorvaldssonar í Mosfellssveit
hafa opnað skrifstofu í verzlana-
miðstöðinni Þverholti, Mosfells-
sveit og verður hún opin virka
daga frá kl. 17—21 en aðra daga
frá kl. 14-18.
Á meðal þeirra, sem skipa
framkvæmdaráð í Mosfellssveit
eru: Guðmundur Magnússon, Axel
Aspelund, Kristján Þorgeirsson,
Úlfhildur Hermannsdóttir, Jón
Ólafsson, Magnús Guðmundsson,
Karl Andrésson, Karl Jensson og
Ágústa Haraldsdóttir.
(Úr (rétUtilkynningu).
Stuðningsmenn Vigdísar í Eyjum
STUÐNINGSMENN Vigdísar
Finnbogadóttur hafa opnað
skrifstofu í Miðstræti 11 í Vest-
mannaeyjum.
í framkvæmdanefnd stuðnings-
manna eru þessir menn: Eiríkur
Guðnason, Hrafnhildur Ástþórs-
Húsavík:
Kal víðar en
álitið var
í upphafi
Húsavik. 9. júni.
VEÐRIÐ í vikunni
hefur verið nokkuð
gott, aðeins úrfelli
fyrstu dagana. Sólfar
hefur verið nokkuð en
hiti ekki yfir meðal-
lagi sérstaklega hefur
verið kalt hér um næt-
ur.
Sauðburði er víðast
hvar lokið og hefur
hann gengið mjög vel,
þó finnst mörgum
bændum þeir fá minna
tvílembt en áður. Þá
má geta þess að spretta
er meiri nú en á sama
tíma í fyrra.
Kal er nokkuð víða í
túnum en álitið var í
upphafi, sérstaklega
þegar það er haft í
huga að vetur og vor
voru mjög milt.
— Fréttaritari
dóttir, Jóhanna Andersen, Sigríð-
ur Angantýsdóttir, Vilborg Gísla-
dóttir og Ólöf Bárðardóttir.
(Cr (réttatilkynningu frá Ktuðnings-
mönnum)
Stuðningsmenn
Vigdísar
í Hornafirði
STUÐNINGSMENN Vigdísar
Finnbogadóttur í Austur-Skafta-
fellssýslu hafa opnað skrifstofu á
Höfn í Hornafirði að Miðtúni 21
(Miðgarði). /
Forstöðumaður skrifstofunnar
er Erla Ásgeirsdóttir. Kosninga-
nefnd fyrir Höfn skipa Erla Ás-
geirsdóttir, Anna Halldórsdóttir,
Björn Grétar Sveinsson, Kristín
Gísladóttir, Arnbjörn Jónsson,
Sigríður Helgadóttir og Ásdís
Marteinsdóttir. í héraðsnefnd eiga
sæti, Þorsteinn Geirsson, Lovísa
Einarsdóttir, Unnur Kristjáns-
dóttir, Ingibjörg Zóphaníasdóttir
og Margrét Guðbrandsdóttir.
(Úr fréttatilkynningu).
Stuðningsmenn
Alberts í
Stykkishólmi
STUÐNINGSMENN Al-
berts Guðmundssonar í
Stykkishólmi hafa opnað
skrifstofu í verkalýðshús-
inu, en hún verður opin á
þriðjudögum og fimmtu-
dögum frá kl. 8—10.30.
Kjörin hefur verið fimmtán
manna framkvæmdanefnd.
Formaður hennar er Sigfús
Sigurðsson. Aðrir í fram-
kvæmdanefndinni eru: Einar
Magnússon, Einar Sigfússon,
Guðni Friðriksson, Gunnleifur
Kjartansson, Hinrik Finnsson,
Högni Bæringsson, Kristinn
Finnsson, Lárus Kr. Jónsson,
Númi Fjeldsted, Sigurður
Kristinsson, Svavar Edilonss-
on, Bjarni Lárentíunsson, Pét-
ur Jack og Þorsteinn Sigurðs-
son. .
(Ur fréttatilkynningu).
Stuðningsmenn
Guðlaugs
í Hafnarfirði
STUÐNINGSMENN Guðlaugs
Þorvaldssonar í Ilafnarfirði hafa
opnað skrifstofu að Reykjavík-
urvegi 66.
Forstöðumaður skrifstofunnar
er Hólmfriður Finnbogadóttir og
er skrifstofan opin virka daga
frá kl. 16—22 en aðra daga frá
kl, 14-19.
I kosninganefnd í Hafnarfirði
eru eftirtaldir: Baldvin Her-
mannsson, Benedikt Guðbjarts-
son, Guðríður Elíasdóttir, Ingvar
Viktorsson, Jón KR. Óskarsson,
Páll V. Daníelsson, Hallgrímur
Pétursson, Gunnar Hólmsteinsson
og Hjörleifur Gunnarsson.
Sumarferðir Víðsýnar
Ahersla lögð á Norðurlanda-
ferðir og fornar söguslóðir
Ferðaskrifstofan Víðsýn var
stofnuð 1978 af sr. Frank M.
Halldórssyni í þeim tilgangi að
auðvelda fólki ferðir til Norður-
landanna og ýmissa sögufrægra
staða, þar sem hann hafði oft
dvalist og ferðast um, sem farar-
stjóri í sumarleyfum sínum.
Ferðaskrifstofan leggur áherslu
á að kynna fólki fornfræga staði.
Ferðir á slóðir Biblíunnar hafa
verið vinsælar og skipað verðugan
sess hjá ferðaskrifstofunni. Einn-
ig leggur ferðaskrifstofan áherslu
á það að fararstjórarnir dvelji
allan daginn með fólkinu og séu til
taks hvenær sem þarf.
í fyrra voru farnar tvær ferðir
til ísrael, ein Mið-Evrópuferð og
ein til Grikklands og Egyptalands.
í sumar eru áætlaðar eftirtald-
ar ferðir:
Mið-Evrópuferð
— Oberammargau
Brottför 26. júní 1980. Flogið til
Frankfurt. Gist í Rudesheim í
tvær nætur. Þeir, sem þess óska
geta svifið upp að Niederwald-
minnismerkinu, sem gnæfir yfir
grænar vínekrurnar. Þaðan er
gott útsýni yfir næstu Rínar-
byggðir og skipaumferðina á Rín.
Flestum er það ógleymanlegt að
sigla á Rín framhjá Lorelei klett-
inum. Þá verða allir að ganga eftir
Drosselgasse, þar sem Rínarvín
eru fram borin í ótal veitingastof-
um, og söngurinn hljómar og
dansinn dunar allan sólarhring-
inn. Ekið til suðurs um blómlegar
byggðir Rínardals, komið til Heid-
elberg háskólabæjarins forn-
fræga. Ekið til Baden-Baden, sem
er þekktur heilsulindarbær. Þar
verður gist. Farið frafBaden-Bad-
en til Freiburg. Þá liggur leiðin
um norður Sviss þar sem Alparnir
blasa við í suðri. Síðan verður ekið
til Liechtenstein til Garmisch-
Partenkirchen, Þeir, sem þess
óska geta farið og séð helgileikina
í Oberammergau, sem hafa verið
fluttir á 10 ára fresti frá árinu
1634. Það ár var þorpsbúum hlíft
við Svarta dauða og í þakkarskyni
lofuðu þeir, að setja á svið píslar-
leik til að minna á þjáningar
Krists, dauða hans og upprisu.
Vegna þessara leikja er bærinn
löngu orðinn heimsfrægur og
dregur að sér ferðamenn alls
staðar að úr heiminum. í næsta
nágrenni eru kastalarnir Ho-
henschwangau og Neuschwan-
stein. í Týrol er upp á margt að
bjóða þar ríkir sérstök stemning.
Þá er haldið til Austurríkis. í
Salzburg og Vín verður lögð áh-
ersla á að sækja tónleika eða
óperuna. Frá Austurríki er ekið til
Múnchen og þaðan til Augsburg.
Komið er við í Dachau, þar sem
menn geta skoðað útrýmingarbúð-
ir Nasista síðustu dagana er
dvalið í Frankfurt.
Mið-Evrópuferð
Brottför 31. júlí 1980. Flogið til
Frankfurt. Gisting í Rúdesheim í
4 nætur. Ekið um Moseldal til
Trier. í þessum 2000 ára gamla bæ
eru varðveittar fornminjar frá því
á dögum Rómverja. Porta Nigra,
Basilika og rómverska leikhúsið.
Ekið til Strassbourg í Frakklandi.
Ekið um austanvert Frakkland
framhjá Mulhouse til Basel og
síðan áfram að Vierwaldstátter-
vatni í Sviss. Gisting í Luzern í 4
nætur. Boðið er upp á skoðunar-
ferðir til Zúrich og upp á fjallið
Pílatus, sem er 2132 m á hæð.
Farið er með svifbraut upp á
tindinn. Tíu mínútna ferð er til
Lido, sem er góð baðströnd við
vatnið. Ekið frá Luzern um
Schaffhausen, þar sem Rínarfoss-
ar eru skoðaðir, um Svörtuskóga
til Freiburg. Gisting í Freiburg.
Ekið um Suður-Þýskaland til
Heidelberg. Síðustu dagana er
dvalið í Frankfurt.
Norðurlandaferðir
Brottför 14. júlí og 4. ágúst.
Flogið til Kaupmannahafnar.
Ferðast um Norður-Sjáland og
Jótland. Siglt til Larvík við Osló-
fjörð. Ekið til Þelamerkur, dvalið
á fjallahóteli. Boðið upp á ýmsar
fróðlegar og skemmtilegar skoð-
unarferðir. Komið til Oslóar. Ekið
um Svíþjóð, Uddevalla, Kungálv,
Gautaborg og farið með ferju til
baka til Kaupmannahafnar.
Einnig skipuleggur ferðaskrif-
stofan einstaklings ferðir um
Norðurlönd og kappkostar að
veita sem ódýrastar og þægi-
legastar ferðir.
Israel
Flogið er um Kaupmannahöfn
til Cairo. Ekið með bíl til Jerúsa-
lem. Dvalið í Hinni helgu borg í
sex daga og allir merkustu stað-
irnir heimsóttir, þá er einnig
Jóna Hansen framkvæmdastjóri
Viðsýnar.
dvalið í Tíberías við Genesaret-
vatnið og í baðstrandarbænum
Netanya. Boðið er upp á fjölda
skoðunarferða m.a. til Betlehem,
Hebron, Jeríkó, Olíufjallsins og
annarra þekktra Biblíustaða.
Ferðin er fróðleg og glæsileg, og
bent á það, að Víðsýn er eina
ferðaskrifstofan sem skipuleggur
ferðir sérstaklega um söguslóðir
Biblíunnar í ísrael.
Mexico
Brottför 20. ágúst 1980.
Mexico, land Aztekanna, er mik-
il menningarperla. I landinu eru
stórkostleg mannvirki og list, sem
aðeins Aztekar og Mayar kunnu
tökin á. Alls staðar er að finna
greinilegan vitnisburð um glæsi-
lega fortíð þeirra. En Mexico er
ekki aðeins fortíð. Það reyna
menn ekki eingöngu í höfuðborg-
inni Mexico City, sem er meðal
stærstu borga í heimi með 10
milljón íbúum. Mexico er fjöl-
mennasta spænskumælandi land í
heimi, þó tala ekki allir íbúarnir
spænsku, rúmlega milljón Indíán-
ar tala aðeins sín eigin tungumál
og mállýskur. í landinu er mikið
um allskonar hátíðahöld. Á Gari-
balditorgi í Mexico City er eins og
ávallt sé þjóðhátíð. Frá Mexico
City er áhugavert að fara í
skoðunarferðir og kynna sér
menningu hinna fornu Indíána.
Síðustu dagana er dvalið í Aca-
pulco, sem hefur stundum verið
kölluð paradís Tnilljónamær-
inganna. Þar eru baðstrendur og
fjölbreytilegt skemmtanalíf.
Grikkland —
Egyptaland
Brottför 23. ágúst 1980. Flogið
um Kaupmannahöfn til Cairo.
Skoðaðar eru margar þekktustu
fornminjar heims í Egyptalandi
og Grikklandi. í báðum löndum er
fornfræg menning og er kapp-
kostað að sýna fólki þessa sögu-
frægu staði og kynna því menn-
ingu þessara þjóða. Meðal þess,
sem séð er í skoðunarferð um
Grikkland má nefna Akropolis,
Delfi, Seifshofið og Apollohofið,
en í Egyptalandi: Muhamed Ali
moskuna og kirkjuna, sem byggð
er yfir hellinn sem sagt var að
María og Jósep hafi dvalið í með
Jesú, pýramídana, Karnak hofið
og dal konunganna í Luxor. Þá er í
báðum löndum boðið upp á dvöl á
sólarströndum.
(Úr fréttatilkynningu)