Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 29

Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 29
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ1980 37 Skúli Oddleif sson Kef lavík áttræður Þau eru undarleg augu okkar manna. Sum, sum eru barmafull af sólskini og brosi, vináttu og hlýju. Þau þurfa engar varir til þess að spyrja: Finnst þér ekki gaman á blíðuvori að ganga um í hjarta sköpunarinnar, skoða alla þá dýrð sem um þig lykur, finna, hvernig hún seytlar í sál þér, breytir þér í streng í hörpu gleðinnar sem hljómar undan strokum bogans í hendi skapar- ans? A slíkri stund áttu veröldina alla að bræðrum og systrum. Lítill fugl sem ljóðar, er hann dansandi svífur á fuglvængjum á sóltrafi morgunsins, — daggardropi er fellur í fold í leit að rót til að svala, — lítið barn sem skjögrar út í daginn móti nýjum ævintýr- um þroskans, — ferfættur vinur sem stynur af vellíðan í safagræn- um hvammi, alls þessa færð þú notið af því að yfir þér vakir sá sem þig elskar, sá sem þráir að gera þig að verkfæri kærleikans á akri mannlífsins. Vertu því glað- ur. Önnur, önnur augu eru myrk, eins og þú starir niður í hyl kulda og vetrar, — tóm, þér verður kalt og þú verður hræddur, hörfar frá, því að þau æpa á þig augun: Lífið er ekkert annað en djöfuls slys. Hvað veldur þessum mun? Jú, guliin sem menn hafa borið í brjóst sitt á lífsgöngunni. Sumir söfnuðu að sér sólstöfum, aðrir myrkri. Sumir rétta þér hönd og segja: Ég vil vera vinur þinn. Eigum við að leiðast út í daginn? Aðrir steyta móti þér hnefa, bjóða til hólmgöngu á húmengi kvölds- ins. Skrýtið kannske, en alltaf þegar ég mæti vini mínum Skúla, þá kemur mér þessi munur okkar manna í hug. í honum sé ég vorgeislann sem er að keppast við að gera veg inn í sumarið, mana lífið til þroska. Það mun hátt á þriðja tug ára frá því ég kynntist honum fyrst. Hægur, traustur birtist hann mér, svolítið hlé- drægur, eins og fas hans segði við mig: Skoðaðu þau fyrst, þau eru fjölskylda mín, — í konu minni og börnum og þeirra liði er auður minn allur. Skoðaðu þau. Ég er aðeins slitin hönd. Eitt sinn, kannske, gat ég stutt og gefið, en nú er það gleði mín að sjá í þeim nýta þegna, sem ég vona að þjóðin mín geti orðið stolt af. Og hann horfði á mig þessum hlýju augum, er sögðu: En ég vil vera vinur þinn. Síðan eru mörg ár, og ég hef fundið það betur og betur, að Skúli er maður sem gaman er að kynnast, einn þessara alþýðu- manna sem gera lífið betra. Já, það eru í dag áttatíu ár frá því hann fæddist austur að Lang- holtskoti í Hrunamannahreppi. Hann lærði til starfa bóndans, — lærði að hlúa að grasi og dýri; en hann lærði líka til verka á sjó, reri, var landformaður á bátum, og slík hamhleypa var hann við flatningu fisks, að enn lætur strákum í eyrum er þeir voru hvattir til að reyna að líkja eftir. Hann varð starfsmaður dráttar- brautar, hamaðist meðan bak og fætur leyfðu; en lengst var hann umsjónarmaður barnaskólans í Keflavík. Enn getum við ekki talið í árum, frá því hann lauk þar starfsdegi. Hvar sem hann fór, og hvað sem hann vann, lagði hann sig allan fram. Kappsfullur fylgdi hann morgungeislum til verka, og kvöldskuggum fylgdi hann heim. Heima á hann vé, sem hann er stoltur af. Strákurinn úr kotinu hélt yfir á höfðingjasetrið, Birt- ingaholt, og bað sér Sigríðar Ágústsdóttur heimasætu. Hún sagði: Já, — og saman leiddust þau út í lífið Jónsmessudaginn 1927. Töfrar þessa birtudags fylgdu þeim allt til Skúli missti konu sína 16. nóv. 1961. Missti, hraut úr penna mínum, Skúli missir ekki neitt við gröf, því að hann á lotningarfulla trú, og vissu um það, að þeir sem á undan hverfa til himins, flytja aðeins innar í faðm skaparans, nær hjarta hans en moldarfjötrar leyfa. Skúli er bókaormur, unir sér gjarnan í leit að fróðleik við lestur. Hann átti ekki, á starfs- degi, aðeins fima, viljuga hönd, Hrossin frá Kviabekk í ólafsfirði settu svip sinn á skeiðið en bæði var að Börkur frá Kvíabekk setti nýtt íslandsmet og Þór frá Kvíabekk var annar í 250 metra skeiði á 24,5 sek. Hér kemur bór að marki en eigandi hans er Þorgeir Jónsson i Gufunesi og knapi var Sigurður Sæmundsson. mundsson. I 300 metra stökki sigraði nokkuð örugglega Stormur Hafþórs Hafdal á 23,0 sek., knapi á Stormi var Sigurður Sigurðsson. Annar varð Don Harðar G. Al- bertssonar á 23,4 sek., knapi Hörð- ur Harðarson. í þriðja sæti varð svo Gnýfari Jóns Hafdal á 23,5 sek., en knapi var Sigurður Sig- urðsson. Eins og áður sagði var blíðskap- arveður á kappreiðunum og má segja að árangur á hestamótum sé fyrst og fremst undir veðri kom- inn. Allt gekk vel fyrir sig hjá þeim Sörlamönnum og geta þeir vel við unað. Eitt vakti athygli, en það er að Sörlamenn hafa ekki dottið í sömu gryfju og mörg önnur félög hafa gert, en það er að yfirfylla dagskrána svo að kapp- reiðum ljúki ekki fyrr en undir kvöld. V.K. i heldur líka spuruian opinn hug, og hann á hann enn, er enn að læra, enn að fræðast. Skúli er af góðum kominn, en í huga mér stækkar hann ekki neitt, þó ég tæki að þylja nöfn þeirra, hann stendur fyrir sínu sjálfur. Ég ætlaði mér ekki heldur að gera skrá yfir afrek hans, þeir vita sem þekkja og öðrum yrði það mærðar- lof aðeins. Þessi orð eru tjáning þakkar fyrir þá brýningu er kynn- in við hann hafa orðið mér: Mættu hverjum manni sem bróður eða systur, gerðu ráð fyrir að hann sé sendur þér með gjafir úr ljósuhlíð- um lífsins. Þar.nig, sem sólskins- sál, hefir Skúli ætíð mætt mér og mínum, og hafi hann þökk fyrir. Vordísir stígi við hann lengi dansinn enn, meðan hann sjálfur nennir. Haukur. Útkomudögum Þjóð- viljans f ækkar um einn ÞJÓÐVILJINN hefur tilkynnt að sú breyting verði nú á útkomu blaðsins að það muni ekki koma út á sunnudögum i sumar heldur verði laugardags- og sunnudags- blöð sameinuð og munu koma út á laugardögum. Verða útkomu- dagar þvi fimm í viku í stað sex áður. Einar Karl Haraldsson ritstjóri Þjóðviljans sagði í samtali við Morgunblaðið í gær að þetta væri tilraun af hálfu blaðsins og yrði hið nýja helgarblað stærra en sunnu- dagsblaðið hefur verið, eða 32 síður. Sagði Einar að þótt útkomu- dögum fækkaði, ætti blaðsíðufjöld- inn í viku hverri ekki að vera minni, því stefnt væri að útgáfu ýmissa sérblaða. Einar sagði að þessi breyting væri byggð á því, að yfir sumar- mánuðina færi fólk í stórum stíl í helgarferðir og þá vildi það fá helgarlesninguna áður en það færi af stað. Væri Þjóðviljinn með þessu að koma á móts við breytta hagi fólks. Reynslan í sumar yrði síðan að skera úr um það hvort útkomu- dögum verður fjölgað aftur í haust eða ekki. Þegar Einar var að því spurður hvort þessa breytingu mætti túlka á þann veg að blaðið væri að draga saman seglin vegna slæmrar fjár- hagsstöðu svaraði hann því til að blaðið hefði verið í fjárhagskrögg- um í 48 ár og oft séð það svartara. „Við höfum stært okkur af því að reka traust og öflugt tapreksturs- fyrirtæki, sem hefur verið dyggi- lega stutt af velunnurum þess," sagði Einar. Le Monde: Nýr ritstjóri kjörinn i 7. atkvæðagreiðslu STARFSMENN ritstjórnar franska blaðsins Le Monde kusu sér ritstjóra um siðustu helgi og höfðu þeir þá greitt atkvæði sex sinnum án þess. að nokkur næði tilskildum meirihluta eða yfir 60% atkvæða. Sá sem kjöri náði að lokum var Claude Julien. sem hefur verið ritstjóri sérútgáfu blaðsins, Le Monde Diplomat- ique. undanfarin ár. Hann tekur við stjórn Le Monde 1982 af Jacques Fauvet. Lokaatkvæðagreiðslan fór fram milli þeirra Claude Julien og Alain Jacob, sem er fréttarit- ari Le Monde í Peking. Um það bil 200 starfsmenn ritstjórnar- innar tóku þátt í henni, en þeir eiga um 40% af hlutafénu í útgáfufyrirtaekinu. Aðrir starfs- menn blaðsins féllust á að leyfa ritstjórninni að ráða vali rit- stjórans, ef hann nyti stuðnings 60% starfsmanna ritstjórnarinn- ar hið minnsta. í kosningaslagnum sem staðið hefur í marga mánuði, en fyrsta atkvæðagreiðslan fór fram í febrúar, var Claude Julien sakað- ur um að vera of áhugasamur um málefni þriðja heimsins og of andstaeður Bandaríkjunum. Sagt er, að á einu stigi málsins hafi ýmsir fréttamenn Le Monde hót- að að segja störfum sínum laus- um, yrði hann ritstjóri. ||» I wWSPr GlíTIOK fvríHiminnHi I i yi ii Al Q/^ m ji ji ou

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.