Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 30

Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 30
38 MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980 t Maöurinn minn, JÓN AXELPÉTURSSON, fyrrv. bankastjóri. andaöist sunnudaginn 8. þ.m. Fyrir hönd vandamanna. Astríöur Einarsdóttir. t Konan mín, móöir, tengdamóöir og amma ia ÁSTRÓS SIGURDARDÓTTIR Hólmgaröi 54, andaöist sunudaginn 8. júní. Helgi Guömundsson, Málfríóur Helgadóttir. Gunnar Ármannsson, Guömundur Helgason. Svava Víggósdóttir, Áróra Helgadóttir, Jóhannes Árnason, Ásta Helgadóttir, Gunnar Brynjólfsson, Elín Helgadóttir, Þorbjörn Friöriksson. t Móöir okkar, ANNA ÁGÚSTSOÓTTIR Öldugötu 25 a. Rvík. andaöist í Landsspítalanum 7. júní. Jaröarförin ákveöin síöar. Fyrir hönd aöstandenda. Kristín N óadóttir, Thaodór Nóason. t Unnusti minn og sonur BERGSTEINN BOGASON frá Búöardal lést af slysförum 6. júní. Útförin fer fram frá Garðakirkju á Áltfanesi föstudaginn 13. júní kl. 14.00. Anna Día Erlingsdóttir llna Jóhannsdóttir og vandamenn. t Móöir okkar, tengdamóöir og amma, EYRUN HELGADÓTTIR er andaöist 31. maí sl. veröur jarösungin frá Fossvogskirkju n.k. þriöjudag 10. júni 1980 kl. 13.30. Þeim sem vildu minnast hinnar látnu, er bent á Hrafnistu í Reykjavík. Guömundur Helgason, Elsa Guömundsdóttir, Guólaug Helgadóttir Sígdór Helgason, Ingi R. Helgason, Hulda Helgadóttir, Fjóla Helgadóttir, og barnabörn. Ragnar Elíaason, Guörún Eggertsdóttir Ragna M. Þorstins, Pélmi Sigurösson, Björn Ólafur Þorfinnsson, t Faöir okkar, GUNNAR BJARNASON, (éöur Framnesvegi 14), er lést aö Hrafnistu 7. júní, veröur jarösunginn 13. júní 1980 kl. 10.30 f.h., frá Garöakirkju, Garöabæ. Jarðsett veröur frá Fossvogskirkjugaröi. Fyrir hönd vandamanna. Katrín Gunnarsdóttir, Óskar Gunnarsson, Ingi Gunnarsson, Svanhvít Gunnarsdóttir, Karl Gunnarsson, Magnús Aðalsteinsson. t Útför mannsins míns, fööur okkar og bróöur, GUDLAUGS HANS STEPHENSEN, verslunarmanns, fer fram frá Dómkirkjunni, fimmtudaginn 12. júní kl. 13.30. Anna E. Stephensen, Stefén Stephensen, Egill Stephensen, Unnur G. Stephensen, Guörún Stephensen. t Hjartkær eiginmaöur minn, faöir okkar, tengdafaöir og afi, VALDIMAR KETILSSON, Stigahlfö 43, verður jarösunginn, fimmtudaginn 12. júnf frá Fossvogskirkju kl. 10.30. Blóm afþökkuö, en þeir, sem vildu minnast hans er bent á Ifknarstofnanir. Fyrir hönd vandamanna, Guömunda Sveinsdóttir, börn, tengdabörn og barnabörn. Minning: Siguröur Grímsson fyrrv. verkstjóri Kveðja frá tengdasyni Riddu nú með mér á Sólheimasand sjávar þar aldrei þagnar kliður. Jökulsá spinnur sitt jakatogaband <>K jökullinn i hafið gægist niður. Þessi vísuorð koma mér fyrst í hug þegar velja skal hæfileg kveðjuorð Sigurði Grímssyni frá Nykhól. Þótt forsjónin ætlaði hon- um starfsvettvang fjarri átthög- um4 var tryggð hans við sveitina slík, að líkast var sem kliður fuglabjarga, úthafsöldu og stór- fljóta niðuðu enn í eyrum hans þegar Mýrdalinn bar á góma, áratugum eftir að hann og fjöl- skylda hans höfðu yfirgefið bú- sældarlegu bæjarþyrpinguna und- ir Pétursey. Frændrækni hans og greiðvikni við sveitungana var við brugðið, enda vitjaði hann heima- haga nær árlega meðan heilsan leyfði. Hér verður ekki rakinn æviferill Sigurðar til neinnar hlítar enda verður honum gerð skil annars staðar. Starfsdegi hans var nokk- uð tekið að halla er kynni okkar hófust fyrir rúmum tveimur ára- tugum, er ég gerðist meðlimur fjölskyldunnar og hef átt því láni að fagna að eiga heimili hans að athvarfi á fyrstu árum hjúskapar og síðan að bakhjarli, þegar tímar liðu, og nábýli okkar síðustu 8 árin hefur verið í alla staði ánægjulegt og til hagsældar á báða bóga. Af því orðspori er af honum fór, gekk ég þess þó ekki dulinn að hér fór sá maður er á yngri árum þótti bera af öðrum mönnum að yfir- bragði, líkamsburðum, vaskleika og þrautseigju; hann sem í blóma lífsins bauð byrginn fallvötnunum sunnlensku, stórhríðum, vosbúð og hrakningum á sjó og landi, hann sem fyrir afburða líkamsþrek, dómgreind og röggsemi bar gæfu til að leiða fjölmenna hópa gang- andi vermanna til byggða í stór- hríðum á viðsjálum vetrarferðum austan úr Mýrdal. En það var hlutskipti þeirra Skaftfellinga að leita bjarga á vertíð í verstöðvun- um við Faxaflóa, þegar að kreppti á útmánuðum heima fyrir á árun- um upp úr síðustu aldamótum. Þá má þakka það vaskleika og harð- fylgi sjómanna á borð við Sigurð, að svo margir náðu landi í hildar- leik gegn höfuðskepnunum á Halamiðunum 1925, en í því veðri urðu hvað stærst skörð rofin í hans vina- og frændgarð, svo og gjörvalla íslenska sjómannastétt fyrr og síðar. Því þótti mér vel hæfa er andlát hans bar að á morgni þess hátíðisdags er helg- aður er íslenskri sjómannastétt. Það sem mér verður hugstæðast í fari Sigurðar er fyrst og fremst heiðarleiki hans og næm réttlæt- iskennd. Enda þótt skapferli hans mótaðist af festu og sjálfsögun þeirrar kynslóðar er átti sér það æðst allra boðorða að standa í skilum, var hann einstaklega dag- farsprúður á heimili, augnatillitið hýrt og handtakið hlýtt og inni- legt þeim, sem að garði bar. Gestkvæmt var svo á heimili þeirra Elínar, að það bar á köflum svipmót gistiheimilis, og hef ég síst farið varhluta af gestrisni þeirra. Annað var það er athygli vakti í fari þessa manns, er nam grundvallaratriði reiknilistar og stafagerðar á snævidrifnum ísum en naut ekki skólamenntunar utan stopullar farkennslu, eins og títt var í sveitum fyrir síðustu alda- mót, að hann hlaut skýra og stílfagra rithönd í vöggugjöf og Eyrún Helgadóttir — Minningarorð Fædd 16. maí 1891. Dáin 31. maí 1980. Þegar ég stóð við dánarbeð tengdamóður minnar, Eyrúnar Helgadóttur, fann ég, hversu óvið- búinn ég var að missa hana úr minni tilveru, en ég hef verið meira og minna samvistun við hana í hálfa öld. í gegnum hugann renna svipmyndir úr lífi fjöl- skyldu minnar og alltaf ber Ey- rúnu hæst. Hennar ráð voru holl og rétt, því að hún átti hugrekkið og ástina til að miðla öðrum, og hjarta hennar var á réttum stað. Nú að leiðarlokum, er mér efst í huga þakklæti til hennar fyrir allt, sem hún var mér og mínum. Eyrún Helgadóttir fæddist 16. maí 1891 og var því nýorðin 89 ára, þegar hún dó. Hún giftist Helga Guðmundssyni verka- manni, hinum mikla sómamanni, hinn 17. maí árið 1911 og lifðu þau í farsælu hjónabandi, þar til hann veiktist og dó árið 1937. Minntist Eyrún hans með ást og trega, og þegar hún talaði um hann, ljóm- uðu augu hennar, svo að allt varð bjart í kringum hana. Hún var ekkja í 43 ár og það voru erfiðir tímar 1937, þegar Helgi féll frá, 3 börn í ómegð en 3 uppkomin. Þá reyndi mikið á tengdamóður mína en hún brást ekki frekar en endranær, allt var gert og unnið með trú og kærleika, og traustið á almættið var hennar leiðarljós. Með huga hinnar góðu móður til sinna barna fylgdist hún náið með þeim og kom ætíð á staðinn, ef eitthvað bjátaði á. Það kom með henni þróttur, kraftur og ylur, sem gagntók unga fólkið, svo að leiðin varð létt. Mörg atvik fylla hugann og alit er henni þakkað á þessari kveðju- stund. Hún gekk með reisn og miklum sóma gegnum þetta líf og nú tekur vinunnn hennar á móti henni. Við fögnum endurfundum þeirra, þar sem hún mætir án þess að hafa brugðist því hlutverki, sem hún fékk við fráfall hans. Að leiðarlokum vil ég sérstak- lega færa fram þakkir til allra, sem voru samvistun með henni á Hrafnistu í 12 ár og þeim hjúkr- unarkonum, læknum og öðru starfsfólki þar, sem sýndu henni einstaka ástúð og kærleika, þar til yfir lauk. Far þú í friði, friður guðs þig blessi. Ragnar Eliasson. Eyrún Helgadóttir lézt að Hrafnistu 31. maí síðastliðinn, 89 ára að aldri. Þessi svipmikla kona verður öllum minnisstæð, er af henni höfðu nokkur kynni. Ekki aðeins vegna ytra útlits, heldur miklu fremur vegna þess innra, er með henni bjó, hinu mannlega viðhorfi, sem byggði á kristilegu hugarfari. Hún hafði á langri ævi lifað margar gleðistundir og á því er enginn vafi, að gleði var hennar aðalsmerki. Hún kunni að gleðjast og þurfti ekki nein örvandi lyf, áfengi eða annað slíkt, enda vissi hún, að slíkur gleðigjafi var og er yfirleitt nokkuð fallvaltur. Henn- ar gleðigjafi var sá árangur óbil- andi viljaþreks að komast í gegn- um lífið með sex börn, sem öll komust upp og lifa hana og eru nýtir þjóðfélagsþegnar. Mann sinn, Helga Guðmunds- son, sjómann og verkamann, missti Eyrún árið 1937, en þá voru þrjú börnin í ómegð og mikill var vandi hennar. Dugnaður hennar var feikilegur, enda var hún kjarkmanneskja. Um þennan þátt í fari hennar skal ekki fjölyrt hér, enda ekki að hennar skapi. Allt, naut þess að láta hvert skrifað orð af smekkvísi frá sér fara í starfi því er hann stundaði yfir 30 ára skeið, sem verkstjóri hjá Sláturfé- lagi Suðurlands. Frásagnargáfu hafði hann ágæta og urðu tilsvör hans hnyttin og fleygaðar setn- ingar í minnum hafðar meðal starfsfélaga hans og kunningja. Hér fór saman orðgnótt og hrynj- andi slík, að hver langskólageng- inn mætti vera fullsæmdur af. Þá var hann minnugur vel og átti það til að hafa yfir óbrengluð orða- skipti gamalla sveitunga undir réttarveggjum, er hann hafði orð- ið áheyrandi að á unglingsárum. Nú við lok nærfellt tuttugu og þriggja ára samfylgdar er mér efst í huga þakklæti fyrir ánægju- lega viðkynningu og umburðar- lyndi hans í svo nánu sambýli við börn svo gjörólíkra tíma. Hér hefur verið brúað bil þriggja kynslóða án árekstra. Þá þakka ég hlutdeild hans í uppeldi Höllu, og seint verður fullmetinn þáttur þeirra Elínar í uppeldi okkar barna, sem hlotið hafa ýmiss konar veganesti í sambýli við afa og ömmu umfram þau börn er umgangast einungis jafnaldra eða foreldra af kynslóð velmegunar og ytri allsnægta. Sigurður Grímsson hefur nú lagt upp í sína hinstu för yfir sandinn og móðuna miklu. Honum var fullljóst að hverju stefndi við upphaf þeirra veikinda er leiddu hann til dauða og lagði á ráð um útför sína. Hann mun nú sem fyrr standast straumköst hörð og verða þar fagnað vel af frændgarði stórum er ber hann að bakkanum handan við álinn. Sigurgeir Kjartansson. Hinn 1. júní sl. andaðist Sigurð- ur Grímsson á Landakotsspítala í Reykjavík liðlega 92 ára að aldri. Hann fæddist í Nykhól í Mýrdal hinn 10. maí árið 1888 og var hann fjórða af þrettán börnum hjón- anna Vilborgar Sigurðardóttur og Gríms Sigurðssonar, sem bjuggu í Nykhól á árunum 1883—1929. Af sem henni tókst vel að gera í lífi sínu, vildi hún lítið ræða en hafði þó jafnan við orð, að allt hefði það gerst með guðs hjálp. Heimili Eyrúnar og barna henn- ar stóð um margra ára skeið að Hverfisgötu 100 b í Reykjavík. Þangað lá oft leið mín og margra annarra gamalla félaga Inga R. Helgasonar, sonar hennar. Ekki veit ég, hvort heimikið hefði getað kallast það að vera sem í dag er nefnt „fallegt heimili“, en hitt get ég fullyrt, að heimilið var í þess orðs fyllstu merkingu aðlaðandi, og það sem meira var um vert og ekki fór fram hjá neinum, er þangað kom, að það var gott heimili. Slíkur var heimilisbrag- urinn og að sjálfsögðu var það fyrst og fremst Eyrún, sem hann hafði mótað, þótt systkinin hafi einnig sannarlega gert sitt í þeim efnum, samhugur og samstarf fjölskyldunnar var eins og bezt verður á kosið. Ég átti þess kost að eiga margar en þó alltof fáar, samverustundir með Eyrúnu Helgadóttur. Hún var slíkrar manngerðar, að það fór ekki fram hjá mér né öðrum, sem kynntust henni, að þar var á ferð mannbótamaður. Ávallt fór mað- ur glaður í bragði af hennar fundi. Um leið og ég og fjölskylda mín þökkum Eyrúnu áratuga vináttu, sendum við börnum hennar beztu kveðjur með ósk um, að þeim og niðjum þeirra megi um ókomna framtíð varðveitast hinir mörgu góðu eiginleikar móður þeirra. Sigurður Guðgeirsson Nú hefur hún Eyrún vinkona okkar fengið langþráða hvíld. Hún verður borin til grafar í dag. Hún er búin að dvelja á Hrafnistu síðustu 12 árin, frá 6. maí 1968, var þá 10 dögum miður en 77 ára. Ákvörðunina að fara á Hrafnistu tók hún að öllu leyti sjálf, vitandi þó það, að börn hennar höfðu bæði vilja og getu til þess að hafa hana hjá sér, að ég tali nú ekki um kærleika þeirra til móður sinnar, sem aldrei bar á skugga. Þessi ákvörðun hennar kom okkur ekki

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.