Morgunblaðið - 10.06.1980, Blaðsíða 23
MORGUNBLAÐIÐ, ÞRIÐJUDAGUR 10. JÚNÍ 1980
31
Viðræðunefndir um
sameiningu Landsvirkjun
ar og Laxárvirkjunar
VIÐRÆÐUNEFNDIR um sam-
eininKU Landsvirkjunar ok Lax-
árvirkjunar komu nýlega saman
til sins fyrsta fundar. Þessar
viðreeðunefndir voru skipaðar aí
eignaraðilum Landsvirkjunar og
Laxárvirkjunar i framhaldi af
samþykkt bæjarstjórnar Akur-
eyrar frá i nóvember á siðasta
ári. í samþykkt bæjarstjórnar-
innar kemur fram að það er ósk
hennar að þessi tvö fyrirtæki
verði sameinuð í samræmi við lög
frá árinu 1965, en áður verði
reynt að ná samkomulagi um
sameÍKnarsamning og eignar-
hlutdeiid. Áður hafði borgar-
stjórn Reykjavikur hafnað til-
lögu að samningi um sameiningu
fyrirtækjanna tveggja.
Hjörleifur Guttormsson, iðnað-
arráðherra, sagði á blaðamanna-
fundi í vikunni að þessi sameining,
sem nú væri til umræðu, væri ekki
á sama grundvelli og tillagan, er
felld var í borgarstjórn Reykjavík-
ur gerði ráð fyrir, en þetta gæti þó
verið spor í þá átt.
Dr. Jóhannesi Nordal, formanni
stjórnar Landsvirkjunar, hefur
verið falið að hafa forystu fyrir
þessum viðræðum en í viðræðu-
nefndunum eiga sæti auk hans
sem fulltrúar Akureyrarbæjar
Jón G. Sólnes, Ingólfur Árnason
og Valur Arnþórsson og Helgi M.
Bergs. Af hálfu borgarráðs
Reykjavíkur Sigurjón Pétursson,
Björgvin Guðmundsson, Birgir ísl.
Gunnarsson, Albert Guðmunds-
son og Kristján Benediktsson. Af
hálfu ríkisins eiga sæti í nefndinni
Pálmi Jónsson, Baldvin Jónsson,
Helgi Bergs, Tryggvi Sigurbjarn-
arson og Páll Flygenring.
AUGtVSINGASTOFA
MYNDAMÓTA
Aðalstræti 6 sími 25810
Ályktun stjórnar SAFF:
„Innan örskamms tíma
verður greiðslufair
í ÁLYKTUN stjórnar Félags
Sambands-fiskframleiðenda.
SAFF, sem haldinn var i gær,
segir m.a.: Að innan skamms
verði greiðslufall, því alvarlegra
sem lengra líður. Stjórn hvetur
sambandsfrystihúsin hvert fyrir
sig að skoða f járhagsstöðuna vel
og gera allar nauðsyniegar ráð-
stafanir til þess að hætta rekstri
áður en greiðslufall verður orðið
svo alvarlegt, að ekki sé hægt að
greiða fyrir nauðsynlegustu að-
föng og þjónustu. Ályktunin i
heild er svohljóðandi:
„Stjórnarfundur haldinn í
Reykjavík mánudaginn 9. júní
1980 bendir á að samkvæmt bein-
um framreikningi Þjóðhagsstofn-
unar má búast við 10% halla að
meðaltali á rekstri frystihúsa eftir
þær kostnaðarhækkanir sem orðið
hafa nú síðustu daga.
Við þetta bætist að í þessum
tölum eru vextir vanreiknaðir og
eins hitt að vegna sölutregðu
afurða eykst vaxtabyrðin á næstu
mánuðum. Þá er uppistaðan í
aflanum nú fisktegundir sem eru
miklu óhagstæðari til vinnslu en
að meðaltali. Vegna sölutregðu á
dýrari framleiðsluvörum verður
einnig í mörgum tilfellum að
beina framleiðslunni að ódýrari
vörutegundum. Þá hefur orðið
bein verðlækkun á afurðum eftir
að fiskverð var ákveðið. Gengissig
síðustu dagana bætir stöðuna lít-
illega.
Þegar allt þetta er skoðað í
samhengi er ljóst að halli fjölda
margra húsa er á bilinu 15% —
20%. Slíkur rekstur getur ekki
gengið. Innan örskamms tíma
verður greiðslufall, því alvarlegra
sem lengra líður.
Stjórn Félags Sambandsfisk-
framleiðenda hvetur sambands-
frystihúsin hvert fyrir sig að
skoða fjárhagsstöðuna vel og
vandlega og gera allar nauðsyn-
legar ráðstafanir til þess að hætta
rekstri áður en greiðslufall verður
orðið svo alvarlegt að ekki sé hægt
að greiða fyrir nauðsynlegustu
aðföng og þjónustu. Sérstaka
áherslu verður að leggja á að
varast sé að halda rekstri áfram
þangað til ekki er hægt að standa
í skilum með greiðslu vinnu-
launa."
Frá fundi stjórnar Sambandsfrystihúsanna i gær. (Ljósm. Kristján).
Taki ekki að sér
störf í skólasöfnum
— nema um ársráðningu sé að ræða
AÐ GEFNU tilefni vill stjórn
Félags bókasafnsfræðinga taka
fram, að sent hefur verið bréf til
félagsmanna þar sem þess er farið
á leit að þeir taki ekki að sér störf
á skólasöfnum nema um árs ráðn-
ingu sé að ræða. Stjórn félagsins
vill ennfremur beina sömu tilmæl-
um til bókasafnsfræðinema og
annarra sem til greina kæmu við
slík störf.
Hvort sem ráðinn er í starfið
bókasafnsfræðingur með uppeld-
isfræðimenntun eða kennari með
viðbótarnám í bókasafnsfræði
hlýtur sama ráðningarform að
gilda og hvorir tveggja ráðnir af
sama aðila, en til þessa hefur
yfirleitt gilt sú regia að kennarar
á söfnum eru ráðnir af ríkinu en
bókasafnsfræðingar af sveitarfé-
lögum.
Lög um grunnskóla tóku gíldi í
maí 1974 en í 72. grein þeirra er
kveðið svo á um að þannig skuli
búið að skólasöfnum „að þau geti
gegnt því hlutverki að vera eitt af
meginhjálpartækjum í skólastarf-
inu“.
Stjórn félagsins lítur svo á, að
hér sé um nýtt starfsvið innan
skólanna að ræða sem þarfnist
skilgreiningar og því sé það brýn
nauðsyn að hraðað verði útgáfu
reglugerðar um skólasöfn þar sem
m.a. verði kveðið á um starfslið og
starfshætti safnanna. Allir sem til
þekkja vita að vöntun á reglugerð
hefur staðið þróun skótasafna-
mála fyrir þrifum og þar með
tafið fyrir nýjungum í kennslu-
háttum í anda grunnskólalaganna.
F.h. stjórnar Félags bókasafns-
fræðinga.
Anna Magnúsdóttir.