Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 1

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 1
48 SÍÐUR 167. tbl. 67. árg. SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 Prentsmiðja Morgunblaðsins. Fordæma Bólivíu- stjórnina Washington 26. júlí. AP. SAMTÖK Ameríkurikja, OAS, fordæmdu í dag herstjórn Luis Garcia Arze i Bóliviu, fyrir að hafa komið i veg fyrir það með valdbeitingu að lýðræðislega kjörin stjórn fengi að stýra land- inu. Sextán ríki greiddu atkvæði tillögunni um að fordæma her- stjórnina og aðgerðir hennar, þrjú voru á móti og voru það Chile, Paraguay og fulltrúi Bolívíu. Arg- entína, Brazilía, Uruguay og Guatemala sátu hjá. Biðskák Buenos Aires 26. júli AP. LEV Polugayevsky og Victor Korchnoi tefldu fjórðu einvíg- isskák sína um réttinn til að skora á Karpov heimsmeistara, í gær og fór hún í bið eftir 43 leiki. Polugayevsky bauð jafn- tefli eftir 40. leik, en Korchnoi hafnaði því. Þeir hafa gert jafntefli í hinum þremur skák- unum. Umdeild skrifstofa Begins senn tilbúin Jerúsalem, 26. júli. AP. FRÉTTAMENN íengu í dag að skoða húsakynni þau, sem Menachem Be- gin, forsætisráðherra ís- raels er að koma fyrir skrifstofu sinni í austur- hluta Jerúsalem, og segja að verkinu við frágang sé að verða lokið. Eins og alkunna er hefur sú ákvörðun Begins að flytja skrif- stofur sínar til austurhluta Jerú- salem, vakið mikla gremju og deilur víða og ýmsir erlendir sendiherrar, þar á meðal Samuel Lewis frá Bandaríkjunum, hafa hótað að þeir muni ekki vitja forsætisráðherrans í hans nýju bækistöðvum. Ekki hefur verið ákveðið hvað gatan, sem skrifstofa Begins er við, á að heita. Hann mun hafa haft hug á að nefna hana eftir Goldu Meir eða Yigal Allon, en úr því verður naumast þar sem ekki má skíra neitt í ísrael eftir persónum fyrr en liðin eru þrjú ár frá láti þeirra. Aukin heldur hafði Golda Meir lagt svo fyrir, að hún vildi ekki að götur né torg né neitt annað yrði nefnt eftir henni. Eins og sagt var frá í Mbl. í dag, laugardag, bendir ýmislegt til að Sadat Egyptalandsforseti muni kveðja heim sendiherra Egypta- lands í ísrael, ef Begin gerir alvöru úr að flytja stjórnarskrif- stofurnar. Ekki lítur út fyrir, að Begin hyggist láta þær hótanir á sig fá. Skyldi hún ekki eiga heiminn — eða altént daginn? l.jcVsm, Mbl. ÓI.K.M. Nýr forsætis- ráðherra írans 26. júli. AP. FORSETI írans, Bani-Sadr. til- nefndi i dag Mostafa Mir-Salim nýjan forsadisráðherra landsins, að því er sagði í fregnum Teher- an-útvarpsins í morgun. Mir-Salim hefur verið rann- sóknarlögreglustjóri í landinu og nýtur eindregins stuðnings klerka og guðsmanna í landinu. Tilnefn- ingin verður lögð fyrir þingið til samþykktar. Mir-Salim hefur einnig haft á hendi embætti að- stoðarinnanríkisráðherra um hríð og er ekki talinn neinn vafi á því, að þingið samþykki tillögu forset- ans. Þegar frá þessu hefur verið gengið, mun loks hægt að hefja athugun á því, hver verða örlög bandarísku gíslanna, eins og margsinnis hefur komið fram í fréttum. Deng gerður að þjóðarhöfðingja Túkýú. 26. júli. AP. DENG Xiaoping varaforsætisráðherra Kína verður útnefndur þjóðarhöfðingi Kína á fundi þjóðþingsins í næsta mánuði, að því er blað í Japan hefur dag cftir „mjög“ áreiðanlegum heimildum í Tókýó. Blaðið segir ennfremur, að Hua Guofeng forsætisráðherra láti þá af embætti, en verði áfram formaður kommúnista- flokksins. Við tekur af Hua, segir blaðið, Zhao Ziyang aðstoð- arforsætisráðherra, sem er skjólstæðingur Dengs. Séu fregningar réttar, þarf að breyta stjórnarskrá Kína, þar sem þjóðarhöfð- ingjastaðan var lögð niður árið 1975, en síðastur gegndi þeirri stöðu Liu Shao Qi, er útnefndur var árið 1959. Hann varð fyrir barðinu á hreinsunum er áttu sér stað í kjölfar menningarbyltingarinnar 1960, og lézt í ónáð 1969, en nafn hans var endurreist fyrr á þessu ári. Dökkt útlit hjá Reuter London, 26. júlí. AP. DÖKKT útlit er nú hjá Reut- er-íréttastofunni vegna verk- falla starfsfólks víða um heim. en verkföllin utan Bandaríkjanna eru hin fyrstu hjá stofnuninni i 119 ár. Á miðnætti síðastliðnu til- kynnti Lundúnaskrifstofa Reuters, að „lokað yrði um stundarsakir" vegna verkfalla starfsfólks þar, en starfsmenn skrifstofunnar, sem eru í brezku blaðamannasamtökun- um, lögðu niður vinnu skv. boði samtaka sinna, í kjölfar þess, að fimm blaðamenn og þrír ritarar voru í gær reknir heim fyrir að neita að annast fréttaskeyti frá skrifstofu fréttastofunnar í New York. Skrifstofan í New York hef- ur verið hálflömuð í nokkra daga vegna launadeilna starfs- fólks þar. Vegna aðgerða brezka blaðamannasambands- ins kann fréttaflutningur Reuters að ganga enn verr fyrir sig, þar sem bannið nær til allra félagsmanna hvar sem þeir starfa í heiminum, og er ma. búizt við, að það hafi veruleg áhrif á fréttaflutning Reuters af Ólympíuleikunum í Moskvu. Samþykkt að draga úr veiðum á búrhveK Brighton. 26. júli. AP. SAMÞYKKT var á fundi alþjóðahvalveiðiráðsins i gærkvöldi. að banna veiðar á búrhveli i norðvesturhluta Kyrrahafsins og að ekki mætti veiða fleiri en 300 hvali á suðurhveli jarðar. Japönum verður á næsta ári leyft að veiða 890 búrhveli í vesturhluta Kyrrahafsins miðað við 1350 á þessu ári. Á fimmtudag féll á einu atkvæði tillaga vís- indanefndarinnar um bann við öllum búrhvalaveiðum á heims- höfunum. Fulltrúar Kanada gengu í lið með fimm stóru hvalveiði- þjóðunum, Japan, Sovétríkjunum, Chile, íslandi og S-Kóreu, og greiddu atkvæði gegn tillögunni. Einnig var í gærkvöldi sam- þykkt samhljóða að banna há- hyrningsveiðar á verksmiðjuskip- um við Suðurskautsland frá og með næsta ári. Þá var bannað, þrátt fyrir mótatkvæði Sovét- manna, Japana og S-Kóreumanna, að nota sprengjulausan örvarskut- ul á hvali sem eru yfir 10 metrar að stærð. Loks var samþykkt að leyfa veiðar á 7.072 hrefnum á sex veiðisvæðum á suðurhveli jarðar miðað við 8.102 í ár. Formaður bandarísku sendi- nefndarinnar á fundi ráðsins sagði í dag, að þessar samþykktir væru skref í rétta átt frá þeim reglum, sem nú gilda, er leyfðu „ótakmarkaðar" veiðar. Hann sagði, að Bandaríkjamenn myndu þó halda áfram að berjast fyrir allsherjarbanni við veiðum á búr- hveli, sem umhverfisverndarmenn og vísindanefnd Alþjóðahvalveiði- ráðsins teldu, að enn væri í mikilli hættu á útrýmingu. Stolið frá ekkju Sellers London, 26. júli. AP. EKKJA leikarans Peters Sellers Lynne Frederick, varð fyrir því í gær, að handtösku hennar var stolið, meðan hún var í verzlun- arleiðangri að festa kaup á svört- um flíkum til að bera við útför manns síns, sem fer fram í dag. Lynne Frederick sagði að veskið, sem er úr forláta krókódíla- skinni, væri gjöf frá eiginmann- inum og keypt í París í fyrra. Hún sagði, að það hefði tilfinn- ingalegt gildi fyrir sig fyrst og fremst, svo og mynd af Sellers, sem í veskinu var. Hvatti hún þjófinn til að skila veskinu, en sagði, að honum væri frjálst að hirða peninga þá sem voru í því.

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.