Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 14

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 14
14 MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 Sögulegt flugóhapp í Bretlandi Viscount farþegavélin, sem brotlenti með tóma eldsneytisgeyma í Devonhéraði á Englandi í síðustu viku, hafði nægar eldsneytisbirgðir til að komast til Manchester við upphaf ferðarinnar frá Santander á Norður-Spáni, að sögn embættismanna. Farþegarnir, fimmtíu og átta talsins, luku lofsorði á leikni flugstjórans, Geoffrey Wittakers, fyrir að lenda vélinni slysalaust í ljósaskiptum á fimmtudag, þegar um níu kílómetrar voru enn til áfangastaðarins Exeter. Þó er enn ailt á huldu um orsakir eldsneytistapsins og þykir með ólíkindum það slembilán að ekki hlauzt af stórfelldur mannskaði. Viscountinn, sem ber nafnið Bravo Yankee, sendi frá sér neyðarkall klukkan 8.53 síðdegis og að nokkrum mínútum liðnum hlemmdist hann niður á eina slétta sauðbeitarakurinn á margra kílómetra svæði eftir að flugstjórinn hafði þrætt hljóðnaða vélina gegnum glufur í skóglendum hæðum Devons- héraðs. Hann hafði allt að því strokið yfir þak gistihúss í smáþorpi, hafði kubbað toppinn af risavöxnu eik- artré og brotið af væng vélarinnar í leiðinni, áður en hann magalenti og gat naumlega sveigt til hliðar áður en vélin hafnaði í aflóga járnbrautargrafningi og á skammt undan. Aðeins hafði munað nokkrum þumlungum að vængstýfð flugvélin, sem misst hafði mótora í margra metra fjarlægð, lenti í öðrum trjám þar sem hún kastaðist eftir akrinum endilöngum. Flugstjórinn, Geoffrey Whit- taker. Viscount far- þegaflugvél Al- idair flugfélagsins í Skotlandi, eftir að hún brot- lenti í rökkrinu á akri nær Ottery St. Mary í Devon- héraði. Eins og sjá má eru járnbrautartein- arnir og áin skammt und- an. BROTLENTI ELDSNEYTISLAUS í HÁLFRÖKKRI Flak vélarinnar. í lendingu sneyddi hún toppinn af risaháu eikartré. Eina raufin Whittaker flugstjóri hefur þrjátíu og átta ára flugreynslu að baki og var áður flugmaður konunglega brezka flughersins. Daginn eftir atburðinn sagði hann svo frá: „Ég hélt mér myndi engan veginn takast það. Ég kom auga á þessa rauf og stefndi beint að henni. Það var eini staðurinn þar sem ég gat hugsanlega komið vélinni niður. Þarna var sjálfsbjargarhvötin að verki, ekkert annað. Drottinn hlýtur að hafa leið- beint mér. Á því er ekki minnsti vafi. Ég sagði farþegunum að spenna sætisbeltin og búa sig undir nauðlendingu. Állt þar til á siðustu stundu þótti mér óhugsandi að þetta tækist. En jafnskjótt og vélin hafði numið staðar hraðaði ég mér til að gá að farþegunum. Til allrar hamingju hef ég nú flogið til Exeter um tuttugu ára skeið. Ég þekki þess vegna að- flugið vel og það gaf mér aukið svigrúm. I áhöfn flugvélarinnar voru aðstoðarflugmaður og tvær flug- freyjur auk Whittakers flug- stjóra. Ákveðið hafði verið að fljúga með farþegana heimleiðis eftir að ferja, er þá flutti, bilaði. Einn farþeganna, Harold Matthews, fyrirtækiseigandi frá Cheltenham, sagði: „Hefðum við ekki átt þennan frábæra flug- stjóra, að væri ekkert okkar á lífi. Það var kraftaverk að hann skyldi geta forðað okkur frá því að lenda í trjánum. Einhvern veginn tókst honum að snúa vélinni rétt áður en árekstur hefði orðið." Slokknaði á hreyflunum „Við höfðum varla tíma til að spenna beltin áður en vélin skall niður“ heldur Metthews áfram. „Hún hentist á loft þrisvar til fjórum sinnum, og allt byrjaði að liðast sundur. Tveir eða þrír gluggar mélbrotnuðu og hlutir hrundu úr skápunum. Þegar vélin hafði stöðvast, kom flugstjórinn aftur í far- þegarými. Hann var skjálfandi og formælti Spánverjunum í Santander. „Þessir bannsettir Spánverjamelir létu mig verða bensínlausan" sagði hann. Síðan tóku allir að fagna honum, klappa honum á öxlina og taka í hönd hans.“ Annar farþegi lýsir brotlend- ingunni svo: „Allir móktu. Þá kvað skyndilega við tilkynning frá flugstjóranum um að við yrðum að nauðlenda. Ég held það hafi ekki hrinið á neinn, það er að segja þar til slokknaði á hreyflunum. Ailt í einu varð steinhljóð og mínútu síðar lentum við. Það var sann- kölluð lífsreynsla. Við rákumst á tré og fengum síðan tvo skelli. Þegar út var komið sagði aðstoð- arflugmaðurinn: „Okkur þykir fyrir þessu. En við urðum elds- neytislausir." Hann notaði að vísu sterkari orð, en var grafal- varlegur. Þrjár skýringar Þriðji farþeginn, Jesus Dom- iniquez frá Bristol, sagði: „Þegar flugstjórinn tilkynnti um nauð- lendinguna tók ég eftir að hreyflarnir höfðu stöðvast. Finna mátti fyrir þremur þung- um höggum, um leið og við komum út úr skýjunum. Nokkr- ar kvennanna og börnin voru í tárum, en enginn missti stjórn á sér.“ Aðeins einum farþega af ell- efu, er sættu meðferð eftir lend- inguna, var haldið á Exeter sjúkrahúsinu og hafði hann meiðst á hálsi. Farþegum bar saman um að slokknað hefði á öllum fjórum hreyflum áður en vélin byrjaði að missa flugið. Rannsóknar- menn telja þrjár skýringar koma til greina: að eldsneytisútbúnað- urinn hafi verið gallaður, að rangt hafi verið farið að við eldsneytishleðslu á Spáni, eða að losað hafi verið úr eldsneytis- geymum í lofti af vangá. Embættismenn við Santander flugvöilinn fullyrða að vélin hafi tekið 4500 kíló af eldsneyti við upphaf ferðarinnar og hafi áhöfn haft yfirumsjón með hleðslunni. Reglur brezku flugumferðar- stjórnarinnar segja fyrir um að flugvél verði að hafa nægt elds- neyti, til að komast í áfangastað, að viðbættum nægum birgðum til þess bæði að ná til næsta flugvallar, ef breyta verður flugáætlun, og til að sveima um í fjörutíu og fimm mínútur. Þar á ofan bætast fimm af hundraði til að nota í neyðartilvikum. Einn framkvæmdastjóra Alid- air flugfélagsins í Skotlandi, er rekur Viscountinn, Trefor Jones, segir að flugvélin hafi tekið meira en lágmarksbirgðir elds- neytis í Santander. Hann segist enga hugmynd hafa um ástæður óhappsins, en segir Whittaker flugstjóra „einkar færan flug- stjóra, eins og sýndi sig í þessu tilviki*. Slökkviliðsmenn, sem komu á vettvang skömmu eftir lending- una segjast ekki hafa orðið varir við minnsta bensínkeim, sem jafnan gætir þó undir kringum- stæðum af þessu tagi. Hefði verið eldsneyti eftir, segja þeir, má fullvíst heita að kviknað hefði í vélinni, er vængurinn laskaðist. Viscount vélin hefur verið mest selda flugvélin, sem fram- leidd hefur verið í Bretlandi. Henni var fyrst flogið til reynslu árið 1948 og framleiðsla hafin árið 1953 og 440 vélar seldar um heim allan. Vélin, sem brotlenti, er af gerðinni Viscount-700 og var hin síðasta þeirra smíðuð árið 1958. Slysaferill Viscounts- ins er með líkum hætti og ferill annarra flugvéla, sem verið hafa í notkun jafn lengi. (Þýtt ox pndursaKt lir Thc Daily Telejfraph)

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.