Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 13

Morgunblaðið - 27.07.1980, Blaðsíða 13
MORGUNBLAÐIÐ, SUNNUDAGUR 27. JÚLÍ1980 13 LAUQ* VCOI 33 SIMI ÞÚ AUGLÝSIR UM ALLT LAND ÞEGAR ÞÚ AUGLÝSIR í MORGUNBLAÐINU þeirra þurfti með. Hann fylgdi eftir síldarverksmiðjuskipi, sem ísbjörninn hf. leigði á tímabilum og annaðist umsjón með því. Störf þessi leysti Jón af hendi með sama dugnaði, árvekni og snyrti- mennsku og honum er lagið. Jón er nú þingvörður í Alþingi og unir þar vel starfi sínu. Jón er kvæntur Jenný Guð- laugsdóttur, fæddri í Olafsvík. Börn þeirra eru skipstjórarnir Björn og Guðlaugur, og Kristín skrifstofumær. Þau búa í Reykja- vík og á Seltjarnarnesi. Jón og Jenný eiga heima á Sólvallagötu 57, þar sem þau eiga fallegt heimili, og ættmenni þeirra og vinir eiga oft ánægju- legar stundir í heimsókn hjá þeim. Þau hjónin hafa tekið virkan Elsti blaðamaður landsins níræð- Droifing 88 HLJÓMPLÖTUÚTG/ÍMN hf. ur - Skúli Einn af frumherjum íslenskrar fréttablaðamennsku, Skúli Skúla- son ritstjóri, er níræður í dag. Hann hefur um nokkurra ára skeið verið búsettur í Noregi á æskustöðvum eiginkonu sinnar, Netty Tora. Skúli skipar einn hinn virðuleg- asta sess í hópi þeirra íslendinga, sem fyrstir gerðu blaðamennsk'u að lífsstarfi af löngun til að fræða samferðafólk sitt um daglega við- burði heima eða að heiman. Að- staða til slíkrar iðju hófst fyrst fyrir alvöru hér á landi með komu blýsetningarvélarinnar, sem hingað kom á fyrsta áratugi þess- arar aldar. Aður hafði blaða- mennska á íslandi að mestu verið fólgin í skoðanaskiptum eða þrasi milli einstaklinga í blöðum og tímaritum, sem stundum voru gefin út með höppum og glöppum, annálaritun eða fagurfræðilegri og bókmenntalegri leikfimi. Þessi staðreynd hefur komið hvað best fram í merku sagnfræðilegu riti Vilhjálms Þ. Gíslasonar, þar sem íslenskum „blaðamönnum“ er lýst gegnum aldirnar fram til 1944. í þessu sagnfræðilega riti virðist það vera hrein undantekning, eða tilviljun ein, að minnst sé á menn, sem gert höfðu blaðamennsku að ævistarfi á íslandi. Hugur Skúla Skúlasonar mun upphaflega hafa staðið til nátt- úruvísinda og að stúdentsprófi loknu hóf hann háskólanám í Kaupmannahöfn og lagði aðal- áherslu á jarðfræði. Um þetta leyti var fyrsti „Vísir að dagblaði í Reykjavík" stofnaður. A Hafnar- árum Skúla stofnuðu þeir Ólafur Björnsson og Vilhjálmur Finsen Morgunblaðið. Skúli gerðist fréttaritari blaðsins í Höfn og þar með hófst farsæll blaðamennsku- ferill hans, sem staðið hefur Skúlason ritst jóri nærfellt sjötíu ár. Lesendum Morgunblaðsins er vel kunnugt, hve liðtækur blaðamaður Skúli hefur verið, síðast með fróðlegum og skemmtilegum fréttabréfum frá Noregi. Margt hefur Skúli lagt af mörk- um til uppvaxtar og þróunar íslenskrar blaðamennsku, sem ekki verður rakið hér, en þó má ekki hjá líða að minnast á eitt mesta Grettistak hans í þessum efnum, en það var stofnun viku- blaðsins „Fálkans" (1928). sei . hann ritstvrði svo vel til ársins 1960. Skúli hefur að sjálfsögðu hlotið ýmsa virðingu fyrir vel unnin störf. Sá er þetta ritar, veit að honum er einkar kært kjör hans til heiðursfélaga í Blaðamannafé- lagi Islands, en því félagi vann hann ötullega. Þá má ekki gleyma þeim áhrifamikla skerfi, sein hann hefur lagt til norrænnar sam- vinnu, ekki hvað síst vinaböndum milli Noregs og íslands. Við, gamlir sem yngri starfs- bræður Skúla Skúlasonar, eigum honum gjöf að gjalda fyrir fölskvalausa vináttu hans og stuðning, sem hann veitti mörgum okkar, er við hófum blaða- mennskuferilinn, hikandi og völt- um fótum. Fyrir hollráð hans og vináttu erum við Skúla þakklát og við óskum honum til hamingju með níræðisafmælið. Aðalfyrirsögn dagsins hjá okkur samferða- mönnum Skúla á hinni — á köflum — grýttu fréttablaða- mennskubraut á íslandi er þessi: Islenskir blaðamrnn hylla Skúla Skúlason á níra>ðisafmæli hans. ívar Guðmundsson. Þao er sama hvor hliðin er á plötunni hans Pálma Friðryk og Pálmi verða í Húna- veri um versl- unarmanna- helgina Hlið 2. 1. HVERS VEGNA VARST’EKKI KYRR? 2. AFTURÁBAK 3. HÚN HEFUR TRÚ Á MÉR 4. LÉTTUDIN 5. LOST 6. EF (jam) Jón Björnsson skipstjóri fyllir sjöunda áratuginn á morgun. Hann er fæddur í Reykjavík 28. júlí 1910, sonur hjónanna Björns Jónssonar, skipstjóra frá Ána- naustum og Önnu Pálsdóttur. Jón fæddist með sjómannsblóð í æðum, hann ólst upp á sjávar- kambinum og hóf sinn sjómanns- feril innan við fermingaraldur. Hann var með föður sínum lengst af á unga aldri á línuveið- um og síldveiðum. Um tvítugsald- ur fór hann á stýrimannaskólann í Reykjavík og lauk þaðan fiski- mannaprófi vorið 1931. Hann var stýrimaður og skip- stjóri á ýmsum skipum, en stofn- aði hlutafélagið Guðjón hf. og var aðaleigandi þess félags, sem lét byggja í Svíþjóð vélbátinn Björn Jónsson, en hann kom til landsins 1947. Jón var duglegur sjósóknari, aflasæll og farsæll og sigldi skipi sínu alltaf heilu í höfn. Honum hélst vel á fólki og var árum saman með sömu áhöfn. Hann gerði fyrst og fremst kröfur til sjálfs sín og lét ógert að kenna öðrum um ef honum fannst ekki ganga nógu vel. Jón var sérstaklega snvrtilegur í öllu starfi. Bátur hans bar af með góða og hreinlega umgengni og allt, sem bátnum viðkom bæði í verbúðinni og annarsstaðar vakti athygli hvað viðkom góðri um- gengni. Eftir að Jón hafði stundað sjó- mennsku í nálega 40 ár, varð hann að hætta því starfi af heilsufars- ástæðum. Hann var stuttan tíma vigtar- maður við Reykjavíkurhöfn, en tók svo að sér að vera útgerðar- stjóri við útgerð Isbjarnarins hf., í Reykjavík og gegndi því starfi í um 20 ár. Hann fylgdi bátunum eftir á ýmsum árstímum, eftir því hvað- an þeir stunduðu veiðarnar, Reykjavík, norðan- eða austan- lands og annaðist veiðifæraútbún- að þeirra, og alls þess sem útgerð þátt í ýmsu félagslífi í borginni. Þau eru bæði vel virtir félagar í Oddfellowreglunni. Jón er víðlesinn og ljóðelskur. Hann las mikið á sjómannsárum sínum, notaði þær stundir til lesturs, sem veður hamlaði störf- um. Hann ann ljóðum Einars Bene- diktssonar og kann mikið af þeim. Jón er einlægur og skemmtilegur félagi á gleðistundum, hann hefur góða söngrödd og liggur ekki á liði sínu þegar það á við og þörf er á að taka lagið. Hann var sæmdur heiðursmerki Sjómannadagsins árið 1979. Við hjónin óskum Jóni hjartan- lega til hamingju með afmælið og óskum þeim Jóni og Jenný inni- lega til hamingju á þessum tíma- mótum um leið og við þökkum þeim einlæga vináttu og óskum þeim alls góðs á ókomnum árum. BG. Hlið 1. 1. VEGURINN HEIM 2. EKKI ÆÐRAST 3. DÓRA 4 SENDIBODINN 5. HVER ERT ÞÚ? 6. ANDARTAK ^|LÍDAR€NDI Borðapantanir í sima 11690. Jón Björnsson skipstjóri 70 ára

x

Morgunblaðið

Beinir tenglar

Ef þú vilt tengja á þennan titil, vinsamlegast notaðu þessa tengla:

Tengja á þennan titil: Morgunblaðið
https://timarit.is/publication/58

Tengja á þetta tölublað:

Tengja á þessa síðu:

Tengja á þessa grein:

Vinsamlegast ekki tengja beint á myndir eða PDF skjöl á Tímarit.is þar sem slíkar slóðir geta breyst án fyrirvara. Notið slóðirnar hér fyrir ofan til að tengja á vefinn.